Dagblaðið - 11.02.1977, Qupperneq 24
f..
Verðbólgan, Guðbjartur og Samvinnubankinn:
VfXLAKAUP UPP A 21
MILUÓN EF REIKNAÐ
ER í NÚ-KRÓNUM
Viðskipti Guðbjarts Páls-
sonar við Samvinnubankann
voru miklu umfangsmeiri en
nýbirtar tölur bankans gefa til
kynna. Sést þetta auðveldlega
ef tekið er mið af margföldun
almenns neyziuvöruverðlags,
sem DB aflaði sér upplýsinga
um á Hagstofu íslands í gær.
Þá kemur til dæmis í ljós að
Guðbjartur seldi Samvinnu-
bankanum víxla, sem hann
samþykkti sjálfur, fyrir and-
virði 21 milljón króna árið
1963. Þá hefur Samvinnu-
bankinn skýrt frá því í athuga-
semd um skrif Kristjáns
Péturssonar um málið að víxil-
skuld Guðbjarts Pálssonar við
bankann hafi verið kr.
1.465.000 í árslok 1963. Um það
þarf ekki að efast en síðan þá
hefur neyz'.uvöruverðlag 14.2-
faldast og fæst þá út kr.
18.605.500,-.
Kristján Pétursson hefur
einnig greint frá umtalsverðum
hreyfingum á hlaupareikningi
Guðbjarts í Samvinnubankan-
um í ágúst 1969. Með sömu
reikningsaðferð kemur í Ijós,
að yfirdráttarskuld Guðbjarts
við bankann 11. ágúst 1969
samsvarar andvirði tæplega 23
milljóna króna í dag, (5.7-
földun). 13. ágúst lagði Guð-
bjartur inn skuldabréf, þá
I. 980 þúsund króna virði, í dag
II. 3 milljóna króna. Tuttugasta
og fyrsta ágúst var núvirði yfir-
dráttarskuldar á reikningi Guð-
bjarts 16.3 milljónir en tveimur
dögum síðar lagði hann inn
skuldabréf að núvirði 22.3
milljóna kr.
Svo lesendur geti betur gert
sér grein fyrir raunverulegu
umfangi viðskipta Guðbjarts
Pálssönar við Samvinnu-
bankann á árunum 1962-1965
eru birtir hér kaflar úr greinar
gerð Samvinnubankans um
þessi viðskipti, en með núvirði
peninganna:
Á umræddu tímabili keypti
bankinn víxla samþykkta af
Guðbjarti Pálssyni sem hér
segir: 1962 samtals kr.
16.046.000,- (14.2-földun); 1963
samtals kr. 20.726.400.- (12.7-
földun); 1964 samtals kr.
4.028.000,- (10.6-földun).
Viðskiptavíxla samþykkta af
öðrum aðilum keypti bankinn
af Guðbjarti á þessu tímabili
þannig: 1962 samtals kr.
3.365.400,-; 1963 samtals kr.
16.764.000,-; 1964 samtals kr.
16.271.000,- og 1965 sam'tals kr.
9.117,900,- (9,9-földun).
í árslok 1962 var víxilskuld
Guðbjarts Pálssonar samtals kr.
10.934.000.-; í árslok 1963 sam-
tals kr. 18.605.500.-; í árslok
1964 samtals kr. 12.794.200,- og
í árslok 1965 samtals kr.
9.167.400,-.
Samkvæmt þessu hefur
Guðbjartur á þessum tíma haft
fjármagn frá bankanum vegna
víxilkaupa á bilinu frá kr.
10.934.000,- og upp í 18.605,500,-
krónur.
Með þessari sömu reiknings-
aðferð má einnig sjá að núvirði
skuldar á hlaupareikningi 313
um áramót 1964 er 3.4
milljónir, en ekki 319 þúsund
eins og Samvinnubankinri setur
dæmið upp.
-ÓV
Auðar götur og hreinir bílar
— hvcnær áður hefur slíkt
verið daglegt brauð í höfuð-
borginni næstum því allan
janúar og fram i miðjan
febrúar. Ekki í manna minn-
um. Það er líka einhver munur
að geta skolað af bíinum sínum
í sólskininu svona rétt eins og
verið sé að koma úr lautarferð
frá Þingvöllum á miðju sumri.
Sólin er farin að
hækka á Joftt, hun kom
upp í Reykjavík í morgun kl.
rúmlega háiftiu — bráðum
vakna landsmenn við að fugl-
arnir syngja í vorsólinni. Það
er gaman að vera höfuðborgar-
barn a þessum vetri og
þess að ganga um breiðstræti
borgarinnar í góðu og fallegu
veðri.
A.Bj.
DB-m.vnd Hörður Vilhjálmsson
frjálst, úháð ðagblað
FÖSTUDAGUR 11. FEBR. 1977
ÚTBREIÐSLU-
STJÓRIKIWANIS
í HEIMSÓKN
Utbreiðslustjóri Kiwanis-
hreyfingarinnar utan Bandarikj-
anna og Kanada er í heimsókn á
íslandi. Fyrir 15 árum hófst starf
hreyfingarinnar hér á landi en
ein meginástæðan fyrir heimsókn
útbreiðslustjórans, Roberts M.
Detloff er hin mikla útbreiðsla
Kiwanis hér. Yfir 30 klúbbar eru
nú starfandi um land allt og hefur
þéssi starfsemi vakið athygli inn-
an hreyfingarihnar. Detloff mun
hér ræða við forseta Evrópu-
stjórnar Kiwanis, Bjarna B.
Ásgeirsson. Umdæmisstjóri á
íslandi er Bjarni Magnússon.
Hólmanesið
þurfti ekki að
sækja langt í
stóra þorskinn
Hólmanesið fékk 110 tonn af
góðum fiski hér rétt fyrir utan.
Megnið af aflanum var stór og
góður þorskur, svo hásetahlutur-
inn verður góður. A miðin var
ekléi nema 6 tíma stím og afla-
brögðin voru jöfn og góð, þetta 20
tonn á sólarhring. — Regína
Eskifirði.
Loðnan:
Upp ítveggja
sólarhringa
löndunarbið
— hægt að taka við
4 þús.tonnum á
Austf jörðum á morgun
Nú er löndunarbið loðnubát-
anna á Austfjörðum allt upp í
tveir sólarhringar en í gær gáfu
verksmiðjurnar þær upplýsingar
að þær gætu tekið við 6 þús. tonn-
um á laugardag. 1 gær munu um
tvö þús. tonn hafa borizt upp í það
þannig að 4 þús. eru eftir.
Síðasta sólarhring fengu 10
skip 3 þús. tonna afla, skv. upp-
lýsingum loðnunefndar, en í nótt
fékk aðeins eitt skip afla, 210
tonn. Eitthvað er erfiðara að ná í
loðnuna nú en áður, því fleiri
bátar voru við veiðar.
Heildaraflinn er að nálgast 200
þús. tonn, sem læ.tur nærri að
vera helmingi meira en á sama
tima í fyrra.
Vatnsskortur á Akranesi:
Bæjarbúar komu í veg fyrir
vanda með sparnaði
Akurnesingar komu eiginlega
sjálfir í veg fyrir alvarlegan
vatnsskort þar því þeir tóku
mjög vel við sér þegar bæjaryfir-
völd hvöttu þá til vatnssparnaðar.
að sögn Reynis Kristinssonar.
bæjarverkfræðings. Eftir að fólk
var beðið að spara minnkaði notk-
unin. sem varð til þess að vandinn
varð aldrei mjög alvarlegur.
Rennsli varð að vísu mjög lítið á
efri hæðum húsa og enn er mjög
lítið í safngeymunum.
Illákan bætti strax úr ástand-
inu. að sögn Re.vnis og er ekki
lengur hægt að tala um alvarlegt
vandamál. Minniháttar vandt
hefur einnig verið í Mosfellssveit
i kjölfar jturrkanna, enda
minnkar þar í vatnsbólum. en
vandinn hefur þó ekki orðið eins
mikill þar og á Akranesi.
Tösku með 250 þúsund
krónum stolið
Kona, sem kennir við Náms-
flokka Reykjavíkur í Miðbæjar-
skóla. varð fyrir miklu fjár-
hagslegu tjóni í fyrrakvöld er
tösku hennar var stolið. í
töskunni voru um 250 þúsund
krónur í reiðufé sem konan
hafði sótt í banka í því skyni að
greiða afborgun af íbúð sinni.
Auk þess voru i töskunni fjórar
bankabækur og tvær útfylltar
launaávísanir.
Töskuna skyldi konan eftir í
kaffistofu í skólahúsinu, en þar
ganga margir um.
Ekkert hefur enn fundizt
sem vísað gæti á þjófinn.
Taskan er ófundin og ekki er
vitað til að gerðar hafi verið
tilraunir við að ná út úr banka-
bókunum eða skipta ávísunun-
um. Rannsóknarlögreglan
vinnur að málinu. -ASt.
-G.S.