Dagblaðið - 15.02.1977, Page 3

Dagblaðið - 15.02.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977. Þjóðminjasafnið opið alltof stuttan tíma dag hvern Þar þyrfti einnig að vera bæklingur á erlendu máli og leiðsögumaður væri vel þeginn Undirritaða langar að koma á framfæri eftirfarandi athuga- semdum um Þjóðmin.jasafn Is- lands: 1) Opnunartímar safnsins eru ákaflega óhentugir þar sem þeir falla inn í vinnutíma úti- vinnandi fólks. Þó að opið sé um helgar geta ekki allir not- fært sér það, til dæmis ekki vaktavinnufólk. 2) Það sem getið er um í lið 1) kemur sér enn verr fyrir fólk sem hefur erlenda gesti sem vilja skoða safnið. Það stafar af því, að ekki er eitt einasta orð á annarri tungu en íslenzku til skýringar við sýningargripina. Allar út- skýringar eru á íslensku og ekki einu sinni hægt að fá keypta sýningarskrá, hvort heldur maður myndi kjósa skrá á ensku eða einhverju norður- landamálanna. Þetta gerir svo það að verkum, að hafi maður erlenda gesti hér á sínum vegum þarf maður að fara með Frábær hl jómburður í Háteigskirkju og kirkjan bæði falleg, látlaus og þægileg Sigríður P. hringdi: Á dögunum var ég við jarðar- för sem fór fram í Háteigs- kirkju. Ég hef ekki áður komið í þár kirkju. þeir sem ég þekki hafa flestir verið jarðaðir frá kapellunni í Fossvogi. Ég fer sem sagt mjög sjaldan í kirkju, nema þá í Dómkirkjuna á jólunum. Dæmalaust er Háteigskirkja falleg kirkja. Sætin eru með afbrigðum þægileg, næstum því of þægileg. Hljómburður í kirkjunni er með eindæmum góður svo unun er að hlýða á góðan söng. Það liggur við að maður skammist sín að „skemmta sér vel“ i jarðarför, en það fór nú svo þegar ég var þarna um daginn. Kirkjan er einnig mjög látlaus í öllu tilliti og ein af þeim kirkjum sem manni líður reglulega vel í. Háteigskirkja er með fegurstu kirkjum höfuðborgarinnar. Raddir lesenda Hringið í síma 83322 kl. 13-15 eða skrifid þeim á safnið og þýða fyrir þá alla romsuna (sem þó er til staðar á íslensku) og útskýra restina. Þar sem safnið er stórt og margt merkilegra hluta að skoða gefur auga leið að það tekur gott betur en tvær og hálfa klukkustund (en það er sá tími sem safnið er opið á daginn, á sumrin á hverjum degi en annan hvern dag á vet-: urna). Maður gæti ímyndað sér þegar opnunartími er sagður frá 13.30—16.00, að sleppi maður inn fyrir kl. 16.00 þá geti maður skoðað safnið til kl. 18.00 t.d. Nei, það er nú aldeilis ekki. Gæzlukonur á safninu fara að ókyrrast strax kl. 15.45 og eru komnar í yfirhafnir sínar á mínútunni 16.00 og byrjaðar að slökkva ljósin og ,,smala“ gestum safnsins út. 3) Þetta sem talað er um í lið 2) samræmist engan veginn, að dómi undirritaðrar, þeirri ímynd sem Islendingar hafa hingað til reynt að skapa í hugum fólks víðs vegar um heiminn, sem forn söguþjóð sem athyglisvert sé fyrir ferða- menn að heimsækja. Hvar eiga þeir svo að fá breiðasta yfir- litið yfir sögu almennings á íslandi? Jú, í Þjóðminjasafn- inu. En hvað er gert fyrir þá þar? pó mest han verið talað hér um útlendinga, þá er ekki síður hryggilegt að stór hluti lands- manna sjálfra hefur aldrei í safnið komið og e.t.v. aldrei dottið í hug að leggja leið sína þangað og sjá hvað þar er. Af þessum hugleiðingum vaknar spurningin, hvert sé markmiðið með Þjóðminjasafni. Er það einungis til að hafa þjóðminja- safn, og þ.a.l. talandi fyrir sýndarmennskuna sem er svo rík í íslenzku þjððlífi nú. Er það af áhugaleysi forráða- manna safnsins eða af peninga- leysi, sem safnið kémur fyrir sjónir a.m.k. að dómi undirrit- aðrar sem vanrækt stofnun? 4) Til úrbóta langar undir- ritaða að telja upp örfá atriði. í Það eru fjölmargir áhugaverðir hlutir á Þjóðminjasafninu. Meðal þeirra er þessi veggskápur sem Bólu-Hjálmar smíðaði á sínum tima. fyrsta lagi, að ef ekki fyrir- finnst markmið fyrir starfsemi safnsins, verði það búið til og: síðan reynt að nýta hinar ýmsu leiðir til að ná því. Hvað svo sem fælist í markmiðinu þarf að lengja opnunartíma safnsins. Einnig að útbúa sýningarskrá og þá einnig skrá a.m.k. á einu öðru tungumáli, t.d. ensku. Einnig þyrfti að koma upp einhverri aðstöðu fyrir gesti safnsins, mætti í því sambandi nefna að hafa í einu horninu í anddyrinu nokkra stóla, sem ekki þyrftu að vera merkilegir, en hægt væri að tylla sér á og „kasta mæðinni“ smástund, þar sem mjög þreyt- andi er að ganga um hina stóru sýningarsali safnsins, sérstak- lega fyrir fullorðið fólk. Mjög vinsælt væri að ha/a í slíku hvíldarskoti sjálfsala sem seldi kaffi eða einhverja vætu fyrir kverkarnar. Það væru sjálfsagt allir sam- mála um ágæti þess, ef sér- fróður maður um þessi mál, til dæmis þjóðháttafræðingur, væri í starfi í safninu til að kynna og svara ýmsum .spurn- ingum sem óneitanlega vakna hjá gestum safnsins, varðandi ýmsa þá hluti sem þar er að sjá. Til að standa straum af aukn- um kostnaði sem óneitanlega fylgdi framkvæmd ofanskráðs, þá settu gestir safnsins án efa það ekki fyrir sig að greiða einhvern inngangseyri, svo framarlega sem einhver litur af þjónustu kæmi í staðinn. Asta Atladóttir. MARXISTAÁRÓÐUR í ÚTVARPSÞÆTT- INUM GERNINGUM G.M. skrifar: Eg má til með að leggja orð í belg út af þeim hvimleiða marxistaáróðri sem sí og æ glymur í útvarpinu. Síðastliðið laugardagskvöld, 29. janúar, þegar ég var að drekka kaffi- sopa í sakleysi mínu rétt eftir kvöldmat og hafði hallað mér út af. heyrði ég að nýr þáttur var að hefja göngu sína í út- varpinu. Heitir hann víst Gerningar og er þar rekinn áróður fyrir marxisma af ein- hverjum Hannesi Gissurarsyni. Mér skilst að hann sé einhvers konar „nýmarxisti". Það kom mér ekki á óvart þegar ég heyrði að Hannes þessi væri stúdent í Háskólanum og lærði þar heintspeki. Það mun vera einhvers konar marxismi og algjörlega gagnslaus fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Mér er sagt að þessi þáttur og einhverjir aðrir af sama tagi hafi orðið til þess að ungt og heilbrigt fólk hafi leiðzt út á svokallað námsstarf hjá Fylkingunni. Þótt Hannes þessi hafi víst gagnrýnt Rúss- land og ófrelsið þar, virðist hann halda jafnfast í nítjándu- aldarkreddurnar, sem bera ábyrgð - á stærsta fangelsi heims, Rússlandi. Það er al- þekkt aðferð hjá „nýmarxist- um“ að gagnrýna Rússland en þegar til kemur verða þeir mestu Rússakommarnir. Eg má ekki til þess hugsa að ísland verði að Gúlageyju ófrelsis og ánauðar, en slíkt hlýtur að gerast ef „nýmarx- istar" take völdin. Þess vegna bið ég háttvirt útvarpsráð að stöðva marxistaáróðurinn í Gerningum og fá þess í stað menn eins og Ingólf Jónsson eða Magnús Þórðarson til að flytja erindi um sjálfstæðis- stefnuna, gildi hennar fyrir íslendinga og aðrar þjóðir og hvernig hún hefur reynzt öruggasti vegvísir á leið Vestur- landa til fagurs mannlífs og vaxandi mannhyggju. Spurning dagsins V...... "'"11_J Viltþúláta hætta við Kröfluvirkjun, eða halda áfram? Sigurborg Guðmundsdóttir: Æ, ég held það sé bezt að hætta þessu, svei mér þá. Magnús D. Ólafsson verkstjóri: Við eigum skilyrðislaust að halda áfram. Kristófer Jónsson: Eg vil halda áfram úr þvl sem komið er. Sesselia Hermannsdóttir matráðs-. kona: Halda áfram. Anna Ólafsdóttir: Eg held það sé bezt að hætta við. Það er komið nóg. Jón Ólafsson múrari: Eg held að það sé bezt að bíða enn um stund og sjá hvað setur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.