Dagblaðið - 15.02.1977, Page 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977.
Hitaorkuverið við Svartsengi sprettur upp:
Engin tæríngarhætta
þar sem fersku vatni
verður veitt á kerfin
Hermann Guðjónsson, verk-
fræðingur hjá Fjarhitun.
Braj>i Kyjólfsson vélstjóri.
Hitaveita fyrir öll Suðurnes fyrir áramót
Bráðabirgðabúnaðurinn sem veitt hefur dýrmæta reynslu. Hluti
hans mun verða notaður áfram, svo sem steypti hljóðdeyfirinn
lengst til vinstri, en hann er uppbyggður svipað og hljóðdeyfar í
bíium. — DB m.vndir Hörður Vilhjálmsson.
Um fimm þúsund rúmmetra
hús hefur sprottiö upp á nokkr-
um diigum við Svartsengi, ná-
lægt Grindavík. en það er utan
um búnað fyrsta áfanga varma-
orkuversins þar. Reyndar fær
um hálf Grindavík þegar heitt
vatn frá staðnum en það er i
gegnum bráðabirgðaútbúnað
síðan i haust.
Blaðið ræddi í gær við Braga
E.vjólfsson vélstjóra og Her-
mann Guðjónsson verkfræðing
hjá Fjarhitun h/f og sögðu þeir
að re.vnslan af bráðabirgðastöð-
inni hefði verið mjög gagnleg.
Væru m.a. nokkrar bre.vtingar
á upphaflegri hönnun aðalvers-
ins raktar til reynslunnar.
í tilraunastöðinni eða bráða-
birgðastöðinni er vatn tekið úr
1700 metra djúpri holu en^salt
og önnur óheppileg efni eru í
vatninu og þvi mikil hætta á
tæringu í leiðslum. Þvi eru
vatnið og gufan skilin að. vatn-
ið látið renna úl í lón. þar sem
það er ekki notað frekar, en
gufunni blandað inn í kalt
ferskvatn sem hitnar við það.
Að sögn Braga og Hermanns
er þó enn lítilsháttar hætta á
tæringunni vegna efna í guf-
unni sem ekki er hægt að skilja
frá. Þvi verður aðalverið hann-
að þannig að frá því mun aðeins
renna kælt ferskvatn. óblandað
heitu vatni úr iðrum jarðar og
gufu. Þannig verður engin tær-
ingarhætta.
Onnur hola. álíka djúp og öfl-
ug. er til staðar auk tveggja
tilraunahola sem verða virkjað-
Hluti vinnubúðanna og mötuneytið.
Magnús Stephensen fulltrúi
Istaks á staðnum.
ar. Þarf þá ekki að bora frekar
eftir vatni fyrir fyrsta áfang-
ann en varmaorka allra þessara
hola samsvarar 40 til 50 mega-
vöttum.
í nýja húsinu verða m.a. tvær
túrbínur til raforkuframleiðslu
sem eiga að geta framleitt 2
megavött en það er nægilegt
rafmagn fyrir verið sjálft. Raf-
magnsþörf þess er nokkuð
mikil þar sem knýja þarf mik-
inn dælubUnað. Mikið fersk-
vatn þarf til versins en að sögn
Braga og Hermanns mun nægi-
legt vatn líklegast tr.vggt. Er
það lagt að nokkurra kílómetra
leið. í ár stendur til að vinna
við verið fyrir um 1800 milljón-
ir króna en eftir er nU að koma
tækjabUnaði fyrir í nýja hUs-
inu. b.vggja skiljuturna. þjón-
ustumiðstöð. þar sem stjórnstöð
verður í. og leggja leiðslur til
Keflavíkur en vinna við það
verk er að hefjast þessa dag-
ana.
-G.S.
Þetta hús var reist á nokkrum dögum. Undirstöðusúlur þaksins steypti Istak h/f austur í Þorlákshöfn
en Byggingariðjan h/f steypti einingarnar á milli, sem komu alveg tilbúnar á staðinn, með gleri í
gluggum hvað þá annað.
Þegar þessi áfangi verður
kominn í gagnið, væntanlega
seint á þessu ári, fá öll Suður-
nesin heitt vatn frá verinu
nema b.vggðin á Keflavíkur-
flugvelli. Sem kunnugt er eru
uppi hugm.vndir um að selja
þangað heitt vatn og er áætluð
þörf þar álíka mikil og fyrir öll
Suðurnesin. Til þess að svo
megi verða þarf að bora meira
en ekkert er talið þvi til fyrir-
stöðu að fá megi verulegt vatns-
niagn til viðbótar einnig þyrfti
þá að b.vggja annan áfanga,
álíka sLóran þeim fyrsta, og yrði /
framleiðslugeta versins þá um
90 megavött.