Dagblaðið - 15.02.1977, Síða 11

Dagblaðið - 15.02.1977, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977. ,,Ég ákæri.“ Muni ég rétt, þá eru þetta orð Emils Zola þegar hann hóf sókn sína á Dreyfus- málinu. Hann hóf sókn sína óhræddur, þótt ekki hefði hann öll spil á hendi, en þau voru vandlega falin á hærri stöðum, sem því miður hefur oft gerst, bæði í þátíð og nútíð. Zola var lika gerður landrækur, en stóð samt að lokum með pálmann í höndunum. Undanfarin missiri hafa einstakir menn tekið sig til og reynt að hræra svolítið upp í þeim stóra meinlætapotti, sem kenndur er við dómsmál. Að vonum hafa þessir menn verið svívirtir á hærri stöðum og valin flest fúlyrði tungunnar og í morgun sá ég, að norðlenskur háttvirtur þing- maður hafði myndað annan leirhnúk og sent að ég hygg öllum dagblöðum framleiðsl- una. Hann hefur víst ekki mjög annríkt, þessi skáldóði þing- maður, sem mikið talar um rit- sóða. Þar hefur þó sannarlega einn bæst í hópinn. Sjálfur hefi ég staðið í þessum svo kallaða ritsóða- flokki í um 40 ár og hefi ekki af því neina samvisku. Eg tel menn eins og Vilmund Gylfa- son, Sighvat Björgvinsson og Hilmar Jónsson bókavörð mjög nauðsynlega á þessu sviði. Við sem þannig skrifum, getum kannski stundum lent yfir strikið sökum þess að við höfum ekki öll spil á hendi, en slíkt verður að hafa. Hafi hinn ákærði hreint mjöl í pokanum, skartar hann með sýknu, en ákærandinn hlýtur skellinn. Hitt skeður oftar, að sá kærði þorir ekki í mál, á kannski eitt- hvað í pokahorninu sem skýrst getur við rannsókn. Ekki er svo gott að menn sem ég áður nefndi séu mínir flokksbræður. Við Hilmar erum frændur en lítt samherjar í pólitík, en ég virði hann fyrir það að þora að segja meiningu sína, þótt hann auki sér óþægindi. Sem dæmi vil ég nefna, að síðan þessi skrif hófust hafa hrúgast upp frumvörp um dómsmál, sem áður hafa dorm- að á hugarakri og vera kann að eitthvað af réttlæti hafi flotið þar með, sem ekki er af sömu akt og skattafrumvarpið. Við höfum ekki hugmynd um nema fleiri hafi dáið á undanförnum árum, með annarra hjálp. Okkur, sem teljum okkur gáf- uðustu þjóð í heimi hefur ekki I hug komið að við gætum lært á spil undirheima stærri þjóða. Allir vita og einnig þeir sem drekka, að áfengið er mikið böl, en sama er hvaða stjórn við höfum, allar eru þær á kafi í að koma sem mestu víni.í fólkið. Þó eru eiturlyfin enn hættu- legri, það fólk svífst einskis, en fulla menn er þó stundum hægt að snúa af sér. ..Höggunum er þeim hættast við, sem hæst ber á.“ HRÆRTÍ MEINLÆT A- POTTINUM Það er nokkuð gert að því að skipta mönnum niður i flokka eftir því hvort þeir teljast góðir eða vondir menn. Slíkt tel ég mikla heimsku, þótt ég sjálfur hafi flaskað á því skeri. Hitt mun réttara, að menn skiptist í pólitíska flokka éftir uppeldi og síðan áætluðum og ímynduðum hagsmunum. Eftir þessu strögli myndast það álit hvort menn séu vel eða illa hugsandi. Aðrir skipa sér í fylkingar eftir öðrum sjónarmiðum í leit að betri heimi og borða með skel i stað skeiðar. Þeir sem kjósa skeiðina, snúa sér meira að völdum og peningum, en allt slíkt þarf að fara saman, ef mikill árangur á að nást. Allt þarf að komast í stóra hringi, sem eru í standi til að útiloka alla svonefnda samkeppni, sem á þó að vera aðaldriffjöðrin. Þegar ég var að alast upp fyrir síðustu aldamót, var talað um hringavitleysu. Nú vildi ég skjóta því til þjóðarinnar að láta þetta orð ekki falla fyrir róða. Þeir sem göslast á toppnum þurfa að hafa vakandi, rannsak- andi augu, því mannlífið er orðið fjölþætti. Ætli hinir stærri flokkar viti mikið um öll sín dótturfyrirtæki. Hver fylgist til dæmis með olíumál- unum hér á landi, en saga olíu- félaga víða um heim er alkunn. Eitt stærsta hneyksli hérlendis skeði í því sambandi, en ekki mun þar hafa verið farið djúpt í saumana. Ólafi Jóhannessyni er brigslað um að hann sé ein- hver glæpahyljari, en fáir munu trúa slíku, en skyldi hann geta fylgst með öllu í því risafyrirtæki sem SÍS er orðið, að minnsta kosti er ég dálítið hissa á nöfnum sem þar eru ekki aðeins komin á rúmstokk- inn, heldur alla leið upp í sæng- ina. Vonandi er þetta bara ímyndun. Éins og áður er sagt verða foringjar stórra flokka að vera vakandi fyrir því hverja þeir velja til forustu, vilji þeir hafa hreinar hendur. Það gefur auga leið að margir djarfhuga af- brotamenn og fésýslufantar sækjast eftir að skapa sér verndarlit með því að komast inn í stóra flokka. Þar geta menn gengið í skotheldum vest- um, kannski í fleiri en einum skilningi. Ég komst aldrei svo hátt að verða framsóknarmaður, var ég þó í sveit þegar þessi samtök mynduðust og dáði þar margt. Svo fór ég eins og- aðrir góðir menn suður og eftir að hafa kafað í iífssögu foringjans, missti ég áhugann. Ekki þó á samvinnustefnunni sem gerði risaátök á sínum fyrstu árum og lengi frameftir. Samvinnu- stefnan er líka einn angi af sósíalisma sem hefur verið slit- inn úr tengslum. Nú sér maður sjaldan merki hinna gömlu frumherja þessarar stefnu skarta við hún. Aftur á móti er eltinga- leikur við fólk það, sem hrökkl- ast hefur úr sveitunum, háður af miklu kappi, þó ekki af þeim brennandi áhuga sem ein- kenndi frumherjana. Mér sýnist helst að hver króna sem á lausu liggur, sé sett I fyrir- tæki í höfuðborginni án tillits til fólks í sveitum. Það má nefna Hótel Sögu, sem fáir sveitamenn munu halda til á. Ég vil þó undanskilja Kron í Reykjavík sem reynt hefur að halda í horfinu í slóð frumherj- anna. Einu vildi ég bæta við um SlS. Mér kemur það kynlega Kjallarinn Halldór Pjetursson fyrir sjónir, að þetta fyrirtæki, sem er stórveldi á okkar mæli- kvarða, skuli ekki geta gert betri innkaup en heildsalar sem alltaf eru taldir vaða í gróða. Sem dæmi má nefna að við sem verslum vió Kron höfum þurft að kaupa sykur á okurverði um langt skeið, samanborið við að kaupa hann hjá kaupmönnum. Þetta er fyrir það að Kron og fleiri kaupfélög þurfa að gera inn- kaup sín hjá Sambandinu. Það getur alltaf komið fyrir að geró séu óheppileg innkaup, en bíta verður í það súra epli að selja á sama verði og aðrir. Nú heyrist heldur aldrei nagg milli heild- sala og Samb. um vöruverð. Þetta mun kannski vera arfur frá þeim tíma þegar Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór réðu rfkjum, þá skiptu þeir bara „leyfunum" á milli sín með bros á vör. Nú hefur smá- fyrirtæki getað gert innkaup á korni og lækkað verð á brauðum. Sjálfsagt hefur þetta ekki þótt alls staðar fagnaðar- efni enda lítt þótt frásagnar- vert. Auðvitað liggur þetta í því að treyst er á að fólk yfirleitt láti sig almenn mál litlu skipta, treysti á að það fái frítt bílfar á næstu kosningar. Þetta má þó vera einkennilegt þar sem öll uppfræðsla hefur aukist. Þessi blindingsleikur horfir helst til þess, að við séum að síga í þræl- dóm á ný, og þá mun lítt stoða þó einhverjir hafi fengið aura fyrir að láta setja á sig augna- bandið. Þetta er eitt gengissigið og þaö á manneskjunni sjálfri. Að ég hefi stefnt geiri mínum að Framsókn, kemur af því að ég hefi aldrei sleppt allri von um að hún mundi sjá að sér, sá er vinur er í raun reyn- ist. En haldi hún sér við hringa- samsteypurnar, er sú von feig, því allir hringar vinna eftir sama lögmáli, hvað sem þeir kenna sig við. Enn skal fólki bent á að fara betur ofan í saumana og það á hvaða flokki sem er. Framsókn gæti nú sagt eins og skrifað stendur „við eigum bara einn mann", Eystein Jónsson. Ég hefi nú kannski einhvern tíma hnýtt í hann, enda er enginn sá að ekk- ert megi að honum finna. Svo þætti mér engin skömm að biðja hann eða aðra afsökunar á því sem ég hefi þeim rangt gert. Eysteinn hefur nú gefið flokki sínum nýja stefnuskrá, sem hann vonandi athugar ofan í kjölinn, og Eysteinn sýndi með því að hann hefur varð- veitt mennsku sína í moldviðri stjórnmálanna og vill ekki selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Kannski ætlar hann að feta í fótspor þess mesta austfirðings, er sá landsfjórðungur hefur alið, Þorvarðar Þórarinssonar á Valþjófsstað. Hann stóð lengst vörð um vort forna sjálfstæði og gaf okkur þá fórmúlu sem sjálfstæði okkar var síðan endurheimt á. Verum vel á verði, látum ekki stela af okkur andrúms- loftinu eða náttúruauðæfum. tsland er alsældaland, eitt besta i heimi, þótt við enn höfum ekki uppgötvað það. Látum ekki niðja okkar bölva okkur í níunda lið. Endurvekj- um hin fleygu orð Þorvarðar Þórarinssonar „mamman" og „ómamman". Ekkert er okkur hættulegra en drepa réttlætiskennd okkar í dróma. Halldór Pjetursson, rithöfundur, Kópavogi. málin eru fyrir hendi og rikið lítur þau alvarlegum augum. Sem dæmi má nefna, að í síðustu stefnuskrá stjórnar- innar stendur: „Útrýma þarf til fullnustu þeim leifum af mis- rétti sem konur eru enn beittar í daglega lífinu." Margt hefur þegar verið gert í þessu skyni. Á síðari árum hefur fjöldi þjónustustofnana sem létta heimilisstörfin margfaldast sjö sinnum. Helmingi fleiri börn eru á dagvistunarheimilum en fyrir nokkrum árum. Sovéskar fjölskyldur eiga nú þrisvar sinnum meira af raftækjum, sem auðveida heimilishaldið, en þær áttu ekki alls fyrir löngu. En þetta er aðeins ein hlið málsins, þótt hún sé mikil- væg. I mörgum sovéskum fjöl- skyldum, sérstaklega þeim sem yngri eru, er vandamál verka- skiptingarinnar farið að valda karlmönnum þungum áhyggj- um. Félagsfræðingar hafa staðfest, að konur séu nú „höf- uð“ tveggja fjölskyldna af hverjum fimm og kom þetta fram í könnun sem gerð var fyrir skömmu. í vikublaðinu Literaturnaja Gazeta sem sovésku rithöfundasamtökin gefa út. birtist f.vrir nokkru greinaflokkur sem nefnist: „Verndið karlmennina!" Kjallarinn Michael Kostikov En félagsfræðingarnir búa yfir fleiri upplýsinguin: saman- lagður tímafjöldi i heimilis- störfum samsvarar starfi 40 miljóna launþega, þ.e. eins þriðja hluta þeirra, er.starfa í atvinnulífinu í Sovétríkjunum. Og allt þetta starf kemur i hlut kvenna eins og reynslan hefur sýnt okkur gegnum aldirnar. Húsmóðir sem á börn, þarf að sinna fjölskyldunni a.m.k. 4-5 tíma á dag og um helgar 7-8 tíma. Þessi vinnudagur bætist við þá tíma, sém hún vinnur utan heimilis og þá sjáum við að vinnudagur hennar er allt að því helmingi lengri en vinnudagur karlmannsins. Ný og umfangsmikil áætlun um að létta störf kvenna á vinnustöðum og heimilum var samþykkt á þingi Æðsta ráðs- ins sl. haust. A sama þingi var. kosið í fastanefndir í báðum deildum ráðsins (Alríkisráðinu og Þjóðernaráðinu) og eiga þær aðannastmálefnikvenna heima og á vinnumarkaðinum og sjá um réttindi mæðra og barna. Þessar nefndir eru talsvert valdamiklar á þinginu. Þær semja drög að lögum og reglugerðum, hlýða á málflutning yfirmanna ráðuneyta og stofnana og geta krafist reikningsskapar af þeim í öllum þeim málum er lúta að stöðu kvenna í atvinnulífinu. Akveðin rök liggja að baki þessara työföldu ráðstafana, þ.e. samþykkt nýrrar 'stefnuskrár og stofnun sér- stakra fastanefnda. Eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar 20 milljónir sovétmanna höfðu farist, að meirihluta karlmenn. tóku konurnar á sínar herðar það mikla starf að endurreisa landið úr rústum og ala upp þau börn sem stríðið hafði gert að munaðarleysingjum. Á þess- um árum voru konur mun meira áberandi í atvinnulífinu en karlar. Það er ekki fyrr en' nú á síðustu árum að hlutföllin verða jafnari. Starf kvenna er enn jafnmikilvægt en nú er það yfirleitt auðveldara. Konum hefur nú verið hlíft við að taka að sér erfiðustu störfin, sem eru heilsuspillandi, krefjast mikilla líkamskrafta eða óreglulegs vinnutíma. Á síðari árum hefur konum farið stór- lega fækkandi í byggingar- vinnu og landbúnaði og sú þróun mun halda áfram. í iðn- aði fer þeim verkamönnum fækkandi sem vinna erfiðis- störf. Vélvæðingin mun leysa frá störfum 1,2 milljón manna á næstunni og meirihluti þeirra verða konur. Þessar konur verða smám saman teknar til annarra starfa. T.d. er gert ráð fyrir að 300 ný starfsheiti bætist við á læknaslofnunum í sambandi við nýja tækni og vera aðallega konur settar í þau störf. I ríkisáætluninni sem fyrir skömmu var samþykkt í Kreml er nú i fyrsta sinn sérstakur kafli um bæta aðstöðu kvenna í atvinnulífinu og á heimilunum. Semdæmi um þau nýju réttindi kvenna á næstunni, má nefna launað fæðingarorlof sem varir þar til barnið er orðið eins árs, styttur vinnudagur eða vinnu- vika og möguleiki á heima- vinnu o.s.frv. Hvað snertir heimilisstörfin má geta þess að á stuttum tíma mun þjónustustofnunum fjölga um 48%, skólar munu í síaukn- um mæli taka upp lengdan skóladag fyrir börn útivinnandi foreldra og 2,8 miljónir barna munu komast að á nýjum dag- vistunarstofnunum. Þessi aukna athygli sem veitt er vandamálum kvenna sér- staklega i nýju áætluninni er að miklu leyti að þakka starfi fastanefndar Æðsta ráðsins. Höfuðverkefni nefndanna er: að gera könnun á aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og á heimilunum, að hafa eftirlit með því, að lögum um réttindi kvenna sé framfylgt og að gera nýjar tillögur um bættan hag kvenna. Meirihluti nefndarmanna er konur og munu þær áreiðan- lega ekki láta deigan síga í baráttunni fyrir bættum kjör- um kynsystrum sínum til handa. Miehael Kostikov fréttastjóri APN á islandi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.