Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 24
Framleiðsla Elliða Norðdahl vakti athygli á sýningu íBoston: VERDUR ÍSLENZK AMERÍSK VERKSM01A REISTI U.S.A.? Nú er i athugun aö reisa verksmiðju í New Bedford í Bandaríkjunum, nánar tiltekið 60 mílur sunnan við Boston með aðild Elliða Norðdahl Guðjónssonar. Yrðu þar væntanlega framleiddar þær vörur, sem hann framleiðir hér, en það eru raf- og vökvaknúnar handfæravindur sem hann hefur einkaleyfi á í USA og nokkrar gerðir spila. 1 viðtali við Elliða í gær sagðist hann hafa tekið þátt í sjávarútvegssýningu í Boston sl. haust og hefði honum þá verið boðið til New Bedford til að kynna sér hvað heimamenn hefðu þar upp á að bjóða til að gera þessa hugmynd að raun- veruleika. Sagðist hann væntanlega taka ákvörðun um þetta af eða á í apríl nk. en ýmis atriði eru ekki enn fullkönnuð. Að sögn Elliða er New Bedford staður sem heldur hefur dregizt aftur úr og er því lögð áherzla á að greiða þar fyrir atvinnuvegum, sem þykja henta staðnum. Aðspurður hvort hann hygðist leggja starfsemi sína hér niður, kæmi til þess, sagði hann að það væri síður en svo. Hér yrði framleiðslu haldið áfram fyrir innlendan markað, svo og Evrópumarkað. Hins vegar væri honum ljóst að hann væri of fjarlægur Bandaríkja- og Kanadamarkaði hér og því væri verksmiðjan í Bandaríkjunum hugsuð sem hrein viðbót við framleiðsluna. Élliði hefur selt framleiðslu sina út um víða veröld og þannig var hann að afgreiða spil til Filippseyja um daginn. Þá er hann að undirbúa að fá einkaleyfi á sérstökum glussa ventlum, sem hann hefur fund- ið upp, og yrðu þeir væntanlega framleiddir ytra. Um fram- leiðslugetuna nú sagði hann að verkstæðið hér hefði hvergi nærri undan. í næsta mánuði mun fyrirtækið væntanlega flytja í nýtt og stærra húsnæði. -G.S. Vegaáætlun til 1980: 27 millj- arðar til vegaá fjórum árum 5650 milljónum á að verja til vegagerðar í ár og 7 milljörðum á ári næstu þrjú árin sam- kvæmt vegaáætlun fyrir 1977- 1980 sem rikisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær. Afla skal í ár 1600 milljóna í lánsfé til áætlunarinnar. 3271 milljón kemur inn sem inn- flutningsgjald, þungaskattur og gúmmígjald. 779 milljónir verða beint framlag frá ríkissjóði. Bilar í landinu voru 73.100 um' áramótin, og gert er ráð fyrir að 4400 verði fluttir inn í ár, 4900 næsta ár, 5500 árið 1979 og 6100 árið 1980. 2800 bílar munu líklega „leggja upp laupana" á ári. Heldur meira á í ár að fara til nýrra þjóðvega en til viðhalds. 2260 milljónir skulu fara til nýrra vega og 2064 milljónir til viðhalds. 361 milljón á að fara í stjórn og undirbúning, 300 milljónir til brúargerða, 80 milljónir til véla- og áhalda- kaupa og 44 milljónir til fjall- vega. Innifalið í lánsfénu verður sala happdrættisskuldabréfa tib fjáröflunar til Norður- og Austurvegar. Fastir starfsmenn Vega- gerðar ríkisins eru 477 og er í áætluninni stefnt að því að fjölga aðeins um þrjá á þessu tímabili. Bókhald stofnunarinn- ar er gert í tölvu. -HH Ekkert heyr- ist frá Hort Vlastimil Hort hefur enn ekki tilkynnt um komudag sinn til íslands til einvígisins við Boris Spassky. Ekki er heldur enn vitað hver verður aðstoðar- maður Horts. Helzt ætla menn að Hort hafi að undanförnu dvalizt i fjalla- kofa sem hann á í fögru um- hverfi. Þar stundar hann göngur, veiðiskap og skákþjálfun. -B.S. Fleira en skíðaíþróttir íHlíðarf jalli: Svíf ur eins og f ugl yfir skíðafólkinu A stóru myndinni svífur Her- bert hátt yfir skiðahótelið. A minni myndinni er hann að lenda nokkru neðan við hótelið. DB myndir: Jón B.ap. og F. Ax. Flugin eru nú orðin eitthvað um 50 en samt tel ég mig byrj- anda enn, sagði Herbert Hansen á Akureyri í viðtali við DB í morgun en hann hefur vakið á sér talsverða athygli að undanförnu fyrir svifdrekaflug sem margir álita ofdirfsku. Herbert er þó ekki á því, segir þetta byggt á eðlisfræði- legum lögmálum og flugþekk- ingu. Á laugardaginn fékk hann far með snjótroðara alveg upp undir topp á Hlíðarfjalli ofan Akureyrar og sveif svo í mikilli hæð um tveggja kíló- metra leið og lenti nokkur hundruð metrum neðan við skiðahótelið. Þessa dagana veltir hann fyrir sér að kaupa enn fullkomnari dreka. -G.S. Alfreð Þorsteinsson fær sölunefndina: Lögfræðingur og skrifstofustjóri fyrirtækisins meðal umsækjenda Það er ekkert ákveðið í því sambandi, það getur oltið á svo mörgu, auk þess sem ég var rétt að frétta þetta og átti ekkert frekar von á stöðunni, sagói Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi framsóknarmanna, er DB spurði hanr> í gær hvort hann hygðist draga sig út úr pólitíkinni í kjölfar stöðuveitingar forstjóra Sölunefndar varnarliðseigna. Eins og blaðið skýrði frá fyrir nokkru sóttu yfir 30 menn um stöðuna og dróst eitthvað á langinn áð veita stöðuna. Var fyrrverandi forstjóri m.a. beðinn að sitja áfram um hríð. DB skýrði frá því að framsókn- armaður myndi fá stöðuna, spurningin var aðeins hver. Alfreð hefur undanfarin 15 ár verið blaðamaður við Tímann. Nöfn annarra umsækjenda fást ekki gefin upp í Varnar- máladeild utanríkisráðu- neytisins, en meðal umsækj- enda var Stefán Skarphéðins- son, lögfræðingur og skrifstofu- stjóri fyrirtækisins. Hann hefur nú sagt upp að því er Mbl. hefur eftir honum í morgun. -G.S. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEB. 1977. LÁ í BLÓÐI SÍNU Á HAFNAR- FJARÐAR- VEGI Þrjátíu og sex ára gamall maður fannst meðvitundarlaus og liggjandi i blóði sínu á Hafn- arfjarðarveginum, rétt sunnan við Digranesbrúna, um klukkan tvö i nótt. Maðurinn var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans og síðan í gjörgæzludeild. Hafði hann hlotið höfuðhögg mikið og blæddi úr sári á höfði. Lögreglan telur að ekki sé ósennilegt að maðurinn hafi dottið en rannsókn málsins er nú í höndum rannsóknarlög- reglunnar í Kópavogi. Maðurinn komst til meðvitundar í morgun á gjörgæzludeildinni. Var ekki talið að hann væri í lífshættu, en meiðsl hans þó enn ekki fullkönnuð. -A.Bj. Loðnaá Reykja- neshafnir — veiði dræm Tveir loðnubátar eru komnir til Þorlákshafnar, tveir til Grindavíkur og einn til Sand- gerðis skv. upplýsingum loðnu- nefndar í morgun. Lítil veiði var í nótt og fengu sjö bátar samtals 2200 tonn. Síðasta sólarhring var einnig lítil veiði, eða 13 bátar með 5100 tonn. Einhverjir erfiðleikar eru að ná henni þessa stundina. Guðmundur RE er nú hæstur og kominn með á tíunda þús. tonn. -G.S. Fyrirsögnin ekki í sam- ræmi við fréttina Ástæða er til að harma að aðalfyrirsögn á forsíðu Dag- blaðsins í gær var ekki í samræmi við efni fréttarinnar sem fylgdi. Þetta var slys, sem getur hent þegar höfundar frétta semja ekki sjálfir fyrirsagnir þeirra. Til árétting- ar skal það tekið fram, að ekki hefur orðið „uppvíst um smygl á miklu magni af LSD“. eins og sagði í fyrirsögninni í gær. Fíkniefnadómstóliinn og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafa engar upplýsingar veitt DB um grun þeirra um smygl á LSD. Sendiboði til Nígeríu Enn er Lagarfoss bundinn við bryggju í Reykjavík með skreiðarfarm til Nigeríu og hefur Eimskip ekki frétt neitt nýtt í morgun. Fulltrúi útflytjenda fór í skyndingu til Nigeríu um helgina til að ganga frá ábyrgðunum en ekki hafa borizt fréttir frá honum enn. -G.S.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.