Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐlt). MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977.
Verðlaunaskipu-
lagstillögur
Heimaeyjar:
Það gamla blífur
Jóhann Fríðfinnsson einn úr dómnefndinni að skoða verðlaunatillögu
nr. eitt, en von er á verðlaunahöfunum hjónunum Elín og Carwen
Corneil aftur til landsins í vor tii skrafs og ráðagerða.
„Það hefur ekki verið rætt, en
Okkur finnst vel hugsanlegt að
gengið verði til samstarfs um til-
lögurnar.“ Þetta voru þau sam-
'mála um sem fengu önnur verð-
laun í samkeppni um nýtt skipu-
lag i Heimaey, er við ræddum við
þau á blaðamannafundi i
Norræna húsinu í gær. Þar eru nú
sýndar verðlaunatillögurnar 3
auk 5 annarra. Ekki þótti fært að
koma upp öllum tillögunum en
alls bárust 35 úrlausnir.
1. verðlaun hlutu hjónin Elin
og Carwen Corneil sem bæði eru
arkitektar. Þau búa í Kanada, en
Elin er norsk. Hingað komu þau
til þess að taka á móti verðlaun-
unum sem voru rúmar 19 hundr-
uð þúsund kr. Það var í fyrstá
skipti sem þau komu til íslands og
litu augum Heimaey, sem þeim
hafði tekizt svo vel að skipu-
leggja byggð á.
Önnur verðlaun fengu arkitekt-
arnir Gylfi Guðjónsson, Sigurdór
Aðalsteinsson og Valdís Björns-
dóttir og verkfræðingurinn Gunn-
ar Ingi Ragnarsson.
Þau kváðust hafa farið til Vest-
mannaeyja áður en þau byrjuðu
að vinna verkið og kynnt sér allar
aðstæður. Verðiaunin voru rúmar
11 hundruð þúsund kr.
. „Nei, við höfðum ekki einu
sinni haft tímakaup út úr þessu.
Þetta er búið að taka afar langan
tíma,“ sögðu fjórmenningarnir,
en voru samt afar ánægðir að
hafa hreppt verðlaunin.
Þau lögðu mikla áherzlu á að
varðveita gömul hús og hafa teng-
ingu á mikilvægum punktum.
Til sýnis á staðnum
Þau sem hrepptu 2. verðlaun með likan sitt af skipulaginu i Eyjum, Sigurþór Aðalsteinsson, Valdís Björnsdóttir, Gunnar Ingi Ragnars-
son og Gylfi Guðbjörnsson. DB-myndir Bjarnleifur.
Þungamiðjan er höfn, verzlun,
þjónusta, stjórnsýsla og íþrótta-
miðstöðin. Áherzla er lögð á
Pontiac Firebird Esprit 70. Rauður, 8
c.vl. (350 cc) sjálfsk. ,,Cleveland“
millihead, 4ra hólfa blöndungur,
,,spoil“. Verö kr. 1700 þús. Skipti, góð
lán. Toppbíll.
Bílamarkaðurinn
Grettisgötu 12—18.
Simi 25252.
göngustiga sem tengja núverandi
og fyrirhugaða starfsemi.
Vilhjálmur Hjálmarsson
arkitekt. sem sæti átti í dóm-
nefndinni, sagði að þeir hefðu
fyrst og fremst verið ánægðir með
tillögurnar vegna þess að í þeim
gætti þess raunsæis í gerð mann-
virkja sem miðaði að því að bæta
umhverfið. Þá hefði einnig það
sjónarmið verið ríkjandi að ryðja
ekki burtu öllu gömlu og byggja
nýtt.
Sýningin verður fram yfir helgi
að minnsta kosti og er í anddyr-
inu.
EVI
400 þúsund kr. í
verðlaun fyrir rit-
gerðir um iðnaðarmál
Það eru 400 þúsund krónur í
boði í ritgerðarsamkeppni sem
Félag íslenzkra iðnrekenda og
Menntamálaráðuneytið efna til.
Þeir sem um þessa fjárhæð
geta keppt eru annars vegar
nemendur í 9. og 10. bekk
grunnskólans og hins vegar.
nemendur framhaldsskóla.
Þrjú ritgerðarefni er um að
velja í samkeppninni. Þau eru:
1. Hvernig á að tryggja
búsetu í landinu og jafnræði í
atvinnumöguleikum milli
landshluta?
2. A að leggja áherzlu á
þróun iðnaðar á næstu árum?
3. Samhengi atvinnulífs á ís-
landi. Með samhengi er átt við
m.a. hvernig atvinnuvegir þjóð-
arinnar skipta með sér hlut-
verkum, t.d. í útflutningi, þjón-
ustu og framleiðslu, hvernig
þeir styðja hver annan og
gildi þess stuðnings og hvaða
þátt þeir eiga í myndun at-
vinnutækifæra o.s.frv.
Ritgerðunum á að skila fyrir
15. apríl nk. og skal miða við að
þær séu ekki lengri en 1200-
1500 orð. Heimilt er að vinna
ritgerðirnar sem hópverkefni
tveggja til fjögurra nemenda í
samráði við kennara.
Sem hjálpargagni hefur
F.Í.I. dreift riti sínu, Hvert ætl-
um við? til viðkomandi skóla.
Einnig eru nemendur hvattir
til að kynna sér handbækur og
skýrslur um ísl. iðnað og at-
vinnulíf.
Verðlaunin skiptast i tvo
flokka, annan fyrir grunnskóla-
nemendur og hinn fyrir fram-
haldsskólanema. Fyrstu verð-
laun í hvorum flokki eru 100
þúsund krónur og auk þess
verða veittar 10 viðurkenning-
ar í hvorum flokki, hver að upp-
hæð 10 þúsund krónur. I dóm-
nefnd eru Björn Bjarnason,
Bjarni Bragi Jónsson frá iðn-
rekendum og Stefán Ölafur
Jónsson frá ráðuneytinu.
Nemendur eru hvattir til að
sýna eigið frumkvæði í efnis-
vali, draga ályktanir af eigin
reynslu, atvinnuháttum í sínu
byggðarlagi og samhengi við at-
vinnulíf annarra landsmanna.ASt
Fjöldauppsagnir
kvenna MSumar réðu sig aftur upp
á lakari kjör, ” segir Helga Níelsdóttir Ijósmóðir
„Eindregin mótmæli gegn
fjöldauppsögnum ljósmæðra á
Hrafnistu og uppsögnum allra
stúlknanna hjá Heimilishjálp
Reykjavíkur voru samþykkt á
fundi hjá Ljósmæðrafélagi
Reykjavíkur fyrir stuttu," sagði
formaður félagsins, Helga
Níelsdóttir ljósmóðir.
Heiga sagði ástæðuna fyrir
uppsögnum ljósmæðranna vera
þá að þær hefðu fengið nokkru
hærri laun en sjúkraliðar, sem
voru ráðnir i þeirra stað. Sumar
ljósmæðurnar höfðu unnið
þarna árum saman.
„Það er verið að spara,“ sagði
Helga, ,,og þess vegna var kon-
unum hjá Heimilishjálpinni
líka sagt upp, en þær voru 64,
þegar flest var.“
Hún sagði að þetta hefði
komið sérafar illa fyrir ýmsa
aldraða og sjúklinga. Sumar
konurnar endurréðu sig, en þá
á öðrum og lélegri kjörum.
Dæmi var til þess að ein konan
fékk aðeins helming launa á við
það sem hún hafði fengið greitt
áður. Þó hefur hún farið jafn-
vel á laugardögum til þess að
hugsa um skjólstæðing sinn,
sem er lamaður á fótum.
Helga sagði að konurnar hjá
Heimilishjálpinni hefðu unnið
afar óeigingjarnt starf og marg--
ar verið við þetta árum saman.
Sumar væru nú búnar að fá
aðra vinnu en óvanar komnar í
þeirra stað. Allar.hefðu þær
verið búnar að sækja námskeið
hjá kvennadeild Rauða
krossins til þess að verða betur
að sér í starfinu.
EVI