Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977. Meistaramót íslands Meistaramót íslands. innan- húss. fer fram í Laugardalshöll og Baldurshaga 26.-27. feb. Sam- hliða mótinu fer fram keppni i kúluvarpi og stangarstökki drengja. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skriflega til FRÍ auk 100 kr. gjalds fyrir hverja skráningu (200 fvrir boðhlaup) í siðasta lagi 20. febrúar. Ipswich náði forustu í 1. deild- inni ensku í gær eftir stórsigur á nágrannaliðinu Norwich. 5-0. Trevor Whymark skoraði þrjú af mörkum Ipswich. Paul Mariner eitt og John Wark úr vítaspyrnu. Norwich hafði óskað eftir að leiknum yrði frestað þar sem 14 af leikmönnum liðsins eiga við meiðsli eða veikindi að striða. Þeirri ósk var algjörlega hafnað af stjórn deildaliðanna — enda sjaldan verið eins mikið um frest- anir og í vetur. Norwich var í svo miklum vandræðum að ungi framherjinn, sem nýlega var keyptur frá Bournemouth, Kevin Reeves, varð að leika, en faðir hans lézt í gærmorgun. Staða efstu liða í 1. deild er nú þannig: Ipswich 24 15 6 3 47-20 36 Liverpool 26 15 5 6 45-25 35 Man.City 24 12 10 2 36-16 34 Liverpool hefur möguleika að ná forustu aftur á ný í kvöld; leikur þá gegn Manch. Utd. á Old Trafford í Manchester. í gær- kvöld léku Middlesbro og Arsenal einnig í 1. deild, Middlesbro vann auðveldan sigur 3-0. Stra.x á 1. mín. skoraði Paul Brine og eftir það átti Arsenal ekki viðreisnar von. David Armstrong og David Mills skoruðu hin tvö mörk Middlesbro í leiknum. í 2. deild voru nokkrir leikir. Efsta liðið Chelsea tapaði í Nott- ingham fyrir County. Urslit: 2. deild Charlton — Orient 2-0 Hull — Millwall 0-0 Luton — Blackburn 2-0 Oldham — Burnley 3-1 Notts Co.—Chelsea 2-1 3. deild Bury — Northampton 1-1 Lincoln — Mansfield 3-2 Chester — Sheff. Wed. 1-0 Gillingham — Shrewsbury 2-1 Rotherham — Wrexham 2-0 4. deild Huddersfield — Hartlepool 4-1 í úrvalsdeildinni skozku var einn leikur. Kilmarnock sigraði Hearts 2-1 á heimavelli. Bikarkeppni í fimleikum — íLaugardalshöllinni á fimmtudag Bikarkeppni Fimleikasam- bands íslands verður háð nk. fimmtudag, 17. febrúar, i Laugar- dalshöllinni og hefst kl. 8.30. Þetta er flokkakeppni þar sem hvert félag hefur rétt til að senda einn flokk til keppni. Keppendur verða milli 60 og 70 frá sex félögum: Armanni, KR, Fylki, Gerplu, IR og Fimleika- félaginu Björk. Þau senda öll flokka í kvennakeppnina — en þrír flokkar verða í karlakeppn- inni. Everton — Liverpool-liðið fræga — tryggði sér rétt i úrslit enska deildabikarsins í gær. Sigraði þá Bolton í síðari leik liðanna í undanúrslitum 1-0 og vann því samanlagt 2-1. Leikið var í Bolton og áhorfendur voru um 50 þúsund. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1968 að Everton kemst í úrslitaleik á Wembley. Þá lék liðið í FA-bikarnum gegn WBA og tapaði — en 1966 varð Everton enskur bikarmeistari. Sigur Everton var frekar óvæntur gegn 2. deildarliði Bolton í gær — en verðskuldaður. Liðið lék heflaðri og betri knatt- spyrnu en Bolton, en leikmenn Bolton voru meira með knöttinn og sóttu en fengu lítið tækifæri til að skora. Bob Latchford skoraði sigurmark Everton í fyrri hálfleik og í þeim síðari misnotaði bezti maður Everton, Duncan McKenzie, vítaspyrnu. Til úrslita gegn Everton á Wembley leikur annaðhvort Aston Villa eða QPR. Hannes áfram íEyjum Það hefur aftur orðið breyting á. Hannes Leifsson, handknatt- ieiksmaðurinn kunni, mun halda áfram að leika með og æfa Þór í Vestmannaeyjum í vetur i hand- knattleiknum. Hann mun einnig verða hér i sumar og leika með Þór í knattspyrnunni — og einnig eru möguleikar á að hann verði með ÍBV i 1. deiidinni. Þetta sagði Ragnar Sigurjóns- son, fréttaritari Dagblaðsins i Vestmannaeyjum, þegar blaðið ræddi við hann í gær. Fyrir nokkrum vikum var um það rætt að Hannes Leifsson mundi byrja að leika aftur með Fram. Þá gat Ragnar þess að Þórður Hallgrímsson, sem kjörinn var „knattspyrnumaður Vestmanna- eyja“ sl. keppnistímabil, hefði meiðzt á æfingu fyrir viku. Það var í innanhússknattspyrnu — og Þórður meiddist á hné. Hann hefur veriö á sjúkrahúsi vikutíma — og enn er ekki séð fyrir hve meiðslin eru alvarleg. 19 ára heimsmeistari Bandaríkjainaðurinn Eric Heiden, 19 ára stúdent frá Wisconsin, kom heldur betur á óvart í skautaheiminum um helgina þegar hann varð heims'- meistari í skautahlaupum á mótinu í Heerenveen í Hollandi. Það er í fyrsta skipti í sögu heimsmeistarakeppn- innar, sem hófst 1893, að Bandarík jamaður verður heimsmeistari. Eric Heiden er þó ekki óþekkt nafn meðal skauta- manna. í heimsmeistarakeppn- inni í fyrra. 1976, sigraði hann í fyrstu greininni. 500 metra hlaupinu. en tókst ekki vel upp i öðrum hlaupum. Þegar hann sigraði nú einnig í 500 m hlaup- inu á 38.80 sek. ypptu áhorf- endur bara öxlum. Enginn taldi hann hafa möguleika á HM- titlinum. Níunda sæti í síðari grein mótsins á laugardag, 5000 m hlaupinu. gaf þeim skoðunum byr undir báóa vængi. Þar sigraði Hans van Helden, Hollandi, á 7:06.40 mín., vel á undan Sten Stensen. Noregi. Eric Heiden hljóp á 7:15.27 mín. — en tími hans i fyrri greininni var svo góður, miðað við árangur norsku og hollenzku keppendanna, að Bandaríkjamaðurinn hafði for- ustu eftir fyrri daginn. A sunnudag voru 1500 metrar fyrst á dagskrá og þar hljóp Heiden á ágætum tíma, 2:01.66 mín.. sem nægði í þriðja sæti. Sigurvegarinn Amund Sjöbrend. Noregi, hljóp á 2:01.16 mín., — en þessi árangur Bandaríkjamannsins gerði það að verkum að hann jók stigamuninn á næstu kepp- endur. Enginn gaf honum þó möguleika í síðustu greininni, 10000 metra hlaupinu. Þar var hann með svo miklu lakari tíma áður en hættulegustu keppi- nautar hans. En pilturinn ungi var ekki á því að gefast upp baráttulaust. Hann náði sínum langbezta tíma á vegalengdinni og varð þriðji í hlaupinu. Tími hans var frábær, 14:59.02 mín.. en Stensen sigraði á 14:48.75 mín. Hreint ótrúlegur árangur — en nægði skammt. Eric Heiden varð heimsmeistari — vann yfirburöasigur. hlaut sam- tals 167.831 stig. Jan Egil Stor- holt, Noregi. varð í öðru sæti meö 168.003 stig og Stensen þriðji samanlagt með 168.196 stig. Myndirnar að ofan voru teknar af nýja heimsmeistaran- um í keppninni i Hollandi. I Allii' þagna. þegar læknirinn kemur... I I Hvernig líður' Of bólgið svo hægt V.Hvað álíturðu að sé að segja nákvænr V e*K> að gera __ lega til um J ~ rylæknir?, mí'iöslin... y Eitt ge átti el honum eftir a Bifreiöaklúbbur FÍB stendur fyrír ísaksturskeppni á Me/a- velli þann 24. þ.m. Væntanlegir þátttakendurskulu hafa sam- bandviðskrífstofuFÍB fyrir 18þ.m. FÍB Fiat TilsöluFiat 128, árg. 1975. Góðurbíll, góðirgreiðsluskil- málar. Uppl. íFiat-umboðinu, símar38845og38888. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir EVERT0N í ÚRSLIT —og Ipswich komst í efsta sæti í 1. deildinni eftir stórsigur á Norwich

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.