Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977. Erlendar fréttir ÖMAR VALDIMARSSON ? I REUTER 8 Brunagabb varð henni að bana Fjögurra barna móðir í Birmingham í Englandi fékk alvarlegt lost og dó á heimili sínu fyrir skömmu þegar slökkviliðið og lög- regla voru plötuð að heimili hennar undir því yfirskini að þar væri að brenna. Okunnur maður, sem enn hefur ekki fundizt, hringdi til slökkviliðs og lögreglu í Birmingham og sagði að hús- ið, þar sem konan bjó ásamt fjölskyldu sinni, stæði í björtu báli og íbúarnir kæmust ekki út. Eiginmaðurinn sakar nú þann, sem hringdi um að vera valdur að dauða konu sinnar. Cyrus Vance kynnir Israels- mönnum friöartillögur í dag C.vrus Vanee utanríkisráð- herra Bandarikjanna kom í gær til ísraels og mun í dag kynna ráðamönnum í Jerúsa- lem tillögur Bandaríkjanna um að koma ísraelsmönnum og Aröbum aftur að samninga- borðinu. Vance sagði við komuna til ísraels að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að styðja við bakið á ísraelsmönnum, eins og þeir hefðu gert á undan- förnum árum. Talið er að ráð- herrann muni fyrst og fremst reyna að fá ísraelsmenn til að samþykkja að fulltrúar Palestínuaraba fái sæti við samningaborðið í næstu friðar- viðræðum. Bandaríski utanríkisráðherr- ann verður sex daga á ferðalagi sínu um Mið-Austurlönd og heimsækir sex ríki. Hann mun hafa þann háttinn á að ræða við valdhafa og kynna þeim árangur fyrri viðræðna við aðra valdhafa. Það var forveri hans í starfi, Henry Kissinger, sem hvatti hann til að fara sjálfur í þetta ferðalag til Mið- Austurlanda. Astand mála er þannig þessa dagana aó vissast var fyrir valdamikinn mann að fara og ræða málin frekar en að senda einhvern lægra settan sendiboða. Cyrus Vance og fyrirrennari hans i starfi utanríkisráðherra, Henry Kissinger. Það var ein- mitt Kissinger sem hvatti Vance til að fara sjálfur til Mið-Austurlanda og kynna sér málin í stað þess að senda ein- hvern lægra settan. Svíþjóð: Kóngurinn situráfram í dag ákveður sænska þjóð- þingið á ný að Svíþjóð skuli vera konungsríki. Augljóst er að mótmæli Vinstri flokksins —kommúnistanna (VPK) verða ekki tekin til greina við umræðuna, en flokkurinn hefur lagt til á nokkrum und- anförnunt þingum að Svíþjóð skuli verða lýðveldi. Stjórnarskrárnefnd sænska þingsins, sem að meirihluta til er skipuð fulltrúum borgara- flokkanna hefur lagt fram álit þar sem segir að engin rök mæli með því að breyta stjórn- arfornti landsins. íbúðtil leigu 6 til 7 herb. íbúð til leigu á Neskaup- stað. Til greina koma skipti á íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 97-7496. Starfslaun handa íistamönnum árið 1977 Hór moö eru auglyst til umsoknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum áriö 1977. Umsóknir sondist úthlutunarnofnd starfslauna, menntamálaráöuneyt- inu, Hvorfisgötu 6, fyrir 15. mars n.k. Umsóknir skulu auökenndar: STARFSLAUN LISTAMANNA. í umsókn skulu eftirfarandi atriöi tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fœöingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplysingar um náms- og starfsferil. 3. GreinargerÖ um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveöins tíma. Veröa þau veitt til þríggja mánaöa hiö skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem nnst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sinar áríö 1976. 6. Skilyröi fyrir starfslaunum er, aö umsækjandi só ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast, aö hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Aö loknu verkefni skal gerö grein fyrír árangri starfslauna. Tekiö skal fram, aö umsóknir um starfslaun áríÖ 1976 gilda ekki í ár. Reykjavík, 14.febrúar 1977. Úthlutunarnefnd starfslauna. Bariztí Líbanon ígær Bardagar brutust út á nýjan leik í gær i Suður-Líbanon, skammt frá landamærum ísra- els. íbúar í norðlægum þorp- um í ísrael segja að þar hafi kristnir skotmenn og líbanskir vinstrisinnar og Palestínuar- abar átzt við. I bardögum þessum var beitt fallbyssum og sjálfvirk- um sprengjuvörpum. Þrátt fyrir að friður hafi að nafninu til verió saminn í borgarastyrj- öldinni í Libanon í nóvember síðastliðnum hafa bardagar verið algengir í landinu og friðargæzlusveitir ekki verið þar barnanna beztar. Hér sjást þau Elisabet Taylor og Henry Wynberg saman. Ekki virðist honum hafa vegnað vel eftir að leiðir þeirra skildu fyrst hann þurfti að fá smástelpur tii lags við sig og jafnframt að seija unglingum áfengi og eiturlyf. Friðill Elisabetar Taylor ákærður fyrir að hafa átt kynmök við smástelpur Henry Wynberg bílsali, sem þekktastur er fyrir að hafa verið friðill Elisabetar Taylor milli hjónabanda hennar og Richards Burtons, hefur verið ákærður fyrir að hafa kynmök við ungar stúlkur. Þá hefur honum einnig verið gefið að sök að hafa gefið unglingum áfengi og eiturlyf. Wynberg verður ákærður í dag fyrir þessar sakir. Alls eru það tíu afbrot sem hann verður látinn svara fyrir. Annar maður, James Fole, hef- ur einnig verið ákærður fyrir að hafa tekið þátt í saurlífi Wyn- bergs. Þeir eru sagðir hafa átt kynmök við 15 og 16 ára gamlar stúlkur á síðasta ári og síðan tekið dónalegar myndir af þeim. Foley hefur enn ekki fundizt en lög- reglan í Hollywood leitar nú að honum. Wynberg var handtekinn 28. janúar en látinn laus gegn tíu þúsund dala tryggingu. Henry Wynberg kynntist Elisa- betu Tavlor árið 1973. Það var Peter Lawford leikari er kynnti þau. Hann var friðill leik- konunnar um 14 mánaða skeið, eða frá því að hún skildi við Richard Burton og þar til hún giftist honum aftur í Botswana í Afríku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.