Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977. .3. Sunnlenzkir sjömenn sízt lakari en þeir á Vestf jörðum —taka verður tillit til aðstöðunnar Pétur Jónsson stýrimaður hringdi og var harla óhress meö oró Kristjáns Ragnarssonar for- manns LÍU í sjónvarpsfréttum á miðvikudagskvöldið. Skildi hann Kristján svo sem vest- firzkir sjómenn væru betri en sunnlenzkir og auk þess væru sunnlenzku togararnir verr tækjum búnir. Pétur sagði hins vegar að margir sunnlenzku togaranna stæðust fyllilega samjöfnuð við þá vestfirzku hvað tækjabúnað snerti og án þess að vera að setja út á vestfirzku sjó- mennina gæti hann alls ekki kyngt því að þeir sunnlenzku væru verri. Á sunnlenzku togurunum væru yfirleitt úr- valsmenn, enda eftirspurnin eftir að komast á þá mikil. Þá benti hann á að ekki væri alveg hægt að bera saman afla- samsetningu þeirra vestfirzku og þeirra sunnlenzku. Vest- firzku togararnir þyrftu að sækja i nokkra klukkutíma til að komast á góð þorskmið en þeir sunnlenzku þyrftu að sigla i 36 tíma til að komast á sömu mið. Því sæktu þeir oft styttra og þá á karfa- og ufsamið, en sá fiskur er verðminni. sem kunn- ugt er, en tímasparnaðurinn getur hins vegar vegið þar upp á móti. Þótti Pétri leitt til að vita að Kristján skyldi hafa sneitt svo að sunnlenzku sjómönnunum, þar sem honum á manna bezt að vera ljós aðstöðumunurinn. Sjálfsögð kurteisi að rísa á f ætur „Þegar lokið var undirskrift fiskveiðisamnings milli íslands og Færeyja staðfestu fulltrú- arnir undirskrift sína með handabandi. Færeyingarnir risu úr sætum og réttu fram hendur sínar til handabands, þykir það sjálf- sögð háttvísi þess sem heilsað er að rísa úr sæti sínu á meðan handabandið er staðfest. En þar brást fuiltrúum okkar boga- listin, þeir sátu sem fastast. Þá kom mér í hug þessi vísa: Færeyingar fóru á stjá fannst það athöfn passa, En Matthías B. og Einar Á. ekki hreyfðu rassa.“ A.K., Hafnarfirði. Ráöamenn íslendinga og Færeyinga skrifa undir gagnkvæma fisk- veiðisamninga. MISRÉni - SJÓNVARPIÐ SÝNIR NÆR AÐEINS ÞÆTTIVIÐ HÆFIKVENNA Ólafur Haukur Matthíasson Sauðárkróki hringdi. Mér þætti gaman að fá að vita hvers vegna í ósköpunum sjónvarpið velur svona væmna og kvenlega þætti til sýningar. Það er bókstaflega ekkert fyrir hið sterka kyn að sjá um þessar rnundir síðan þættirnir um heimsstyrjöldina síðari voru á dagskrá og allir karlmenn hlupu heim til sín og settust fyrir framan skjáinn. Það var nú svo sem líka horfandi á McCloud og Columbo en þessi þýzka þvæla sem boðið hefur verið upp á, er af síðustu sort. Þegar talað er um að þessir þættir hafi verið svo afskaplega óhollir börnum og þau ekki mátt sjá þá er auðveldast að segja börnunum að fara inn að hátta. Reikna ég þá auðvitað með að feðurnir séu heima til þess að láta börnin hlýða þvi að vitanlega geta mæður ekki fylgt því eftir að krakkarnir fari í rúmið. Eg skora nú á sjónvarpið að hætta við sýningu á þessum líka kvenlega þætti, Jennie, og koma nú með eitthvað fyrir karlpeninginn í landinu. Hinir umdeildu þættir, Sögur frá Múnchen, eru nú horfnir af skjánum og kominn nýr fram- haldsmyndaflokkur, Colditz. Þakkar fyrir góðan leikritaflutning í utvarpinu Fyrir okkur eldra fólkið, sem heima sitjum, gefst oft góður tími til að hlusta á útvarpið og horfa á sjónvarp þegar það er í gangi. Sérstaka athygli mína hafa vakið mörg ágæt leikrit sem útvarpið hefur flutt í vetur. Vil ég þá fyrst nefna jólaleikinn Pilt óg stúlku og nú nýverið Myrkur um miðjan dag eftir Koestler og Engil H Þarna er verið að taka upp jóla- leikrit útvarpsins, Pilt og stúlku. DB-mynd Bjarnleifur. horfðu heim eftir Thomas Wolfe. Allt voru þetta góð verk þó þau séu öll með ólíku sniði. Einnig hafði ég mjög gaman af þáttunum um gömlu leikarana, er voru fluttir fyrr i vetur, en þeirnefndust Þau stóðu í sviðs- ljósinu . Alla þessa gömlu leik- ara sá maður svo oft á leiksviði og hlýddi á þá i útvarpinu. Nú fyrir skömmu byrjaði út- varpið á framhaldsleikriti um ævi og starf Jesú Krists og munu það verða alls 12 þættir eftir því sem sagt hefur verið frá í blöðunum. Þessir þættir virðast vera mjög vel fluttir og fróðlegir og verður gaman að fylgjast nteð þeim. Hafi útvarp- ið þökk fyrir góð leikrit. Sigrún Björnsdóttir. Hvort vildiröu frekareiga jeppaeöa fólksbíl? Jóhannes Agústsson: Ég vildi eiga fólksbíi, helzt Mazda 929. Mér lízt nú ekkert á bíla, eins og Bronco, þeir eru alltaf aó velta, það er allt of stutt á milli hjólanna. Herbert Guðmundson: Jeppa og hann yrði þá að komast um allar trissur. Guðmundur Eyjólfssoir: Eg mundi helzt vilja eiga Benz, hann (er allra beztur. Stefán Jónsson: Eg mundi hafa það fólksbíl, reyndar er ég þegar búinn að velja og fékk mér Mazda. Jón Þorgeir Guðmundsson: Ég mundi fá mér Volkswagen og mundi ekki hugsa mig um tvisvar. Helgi Hrafnkelsson: Eg vildi helzt jeppa, enda á ég heima úti á landi og þar eru vegirnir þannig að maður kemst ekki langt á fólksbíl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.