Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 24
Hverjir voru huldumennimir? „Hasar” á Alþingi Kannski væri það ósiður að lofa umsækjendum um stöðu að nöfnum þeirra væri haldið leyndum, eins og hann hefði gert, sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra að lokum. Margir þingmenn sóttu hart að honum fyrir nafnleynd á um- sækjendum um stöðu forstjóra Sölu varnarliðseigna. Stjórnarandstæðingar og Sverrir Hermannsson (S) gagn- rýndu leyndina. Sverrir sagði að ekki ætti að taka við umsóknum frá huldumönnum um opinber embætti. Albert Guðmundson (S) bar blak af ráðherra og sagði að Sverrir væri sjálfur í góðu embætti hjá Framkvæmdastofnun sem ekki hefði verið auglýst. Utanríkisráðherra sagði að sumir umsækjenda hefðu haft nokkuð mikilvægar ástæður til að óska nafnleyndar. Hann hefði lofað að birta ekki nöfnin með hliðsjón af lögum um ,,rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna". Alfreð Þor- steinsson, sem hlaut starfið, hafi meðal annars óskað að nafn hans yrði ekki birt, ef hann fengi ekki starfið. Umsækjendur munu hafa verið 34,-eftir því sem næst verður komizt. Ragnar Arnalds (AB) sagði, að Sala varnarliðseigna hefði haft 210 milljónir í veltu í fyrra, meðal annars selt yfir 200 bíla. Öviðeigandi væri að framámaður í stjórnmálum, eins og Alfreð, gegndi þessu starfi. Benedikt Gröndal (A), Karv- el Pálmason (Samtökin). og Stefán Jónsson (AB) kröfðust birtingar nafna umsækjenda. •HH Pækla í vetrar- sólinni Það þarf alltaf að vera að pækla síldina, sérstaklega þegar kalt er í veðri, sagði Pálus Vikarberg er blaðamaður og ljósmyndari hittu hann i Grindavík í gær. Pálus er Færeyingur, hefur verið búsettur hér í 20 ár, og þar af unnið í 17 ár hjá Þorbirni hf. Með honum á myndinni er Þorsteinn Ingvars- son. Að pækla síld er í því fólgið að opna tappa á saltsíldartunnunum, fylla þær saltblönduðum sjó og loka svo aftur. Helzt síldin þá heil og góð. Stæðan á myndinni mun að líkindum fara á innanlands- markað og verður þá unnið úr henni á Siglufirði og á Akureyri G.S. — Mynd: Hörður Vilhjálms- son. Hluthafafundur íVængjum ísjónmáli: KREFJAST NÚ SKÝRINGA Á UMSVIFUM STJÓRNARINNAR — þegar „gagnrýna endurskoðunin” er orðin að ársuppgjöri Hluthafafundur í Vængjum hf., sem lengi hefur verið beðið eftir með nokkurri eftir- væntingu, verður að líkindum haldinn í lok næstu viku. Hluthafar í félaginu, sem ráða samtals 46% hlutafjárins, óskuðu þess bréflega við stjórn Vængja 11. febrúar sl. að fundurinn yrði haldinn. Sam- kvæmt hlutafélagareglum verður stjórn félagsins að verða við beiðni um hluthafafund, óski yfirráðamenn a.m.k. 20% hlutafjár þess. í þessu bréfi óska hlut- hafarnir eftir því að á fundinum geri Guðjón Styrkársson lögfræðingur, for- maður stjórnarinnar, grein fyrir ýmsum fjármálalegum ráðstöfunum stjórnarinnar, svo sem hlutabréfakaupum sinum af Kristni Finnbogasyni fram- kvæmdastjóra. Eru ýmsir hlut- hafar þeirrar skoðunar að við þau viðskipti hafi þess ekki verið gætt að bjóða félaginu forkaupsrétt að bréfum Kristins. Guðjón keypti þau á fimmföldu verði. Eins og fram hefur komið í DB veitti viðskiptaráðuneytið stjórn Vængja hf. undanþágu- heimild sl. sumar til að félagið eignaðist sjálft allt að 30% eig- in hlutafjár. Heildarhlutafé er nú rúmlega 12 milljón krónur að nafnvirði. í hlutafélagalögum er ekki kveðið skýrt á um hver eigi að ráða atkvæðamagni eigin hluta- fjár, en yfirleitt mun það liggja dautt við atkvæðagreiðslu. Stjórn Vængja hefur hingað til farið með þessi atkvæði og má telja víst að þau ráði úrslitum unt þróun mála í félaginu, fari svo á fundinum að stjórnin ráði þeim. Fróðir menn um hlutafélög hafa bent DB á að ráði stjórn félagsins þessum 30%, dugi stjórnarmönnum að.eiga sjálfir aðeins 21% hlutafjárins til að hafa meirihluta í félaginu. Töluverðar sviptingar virðast í aðsigi hjá Vængjum h.f. Sú gagnrýna endurskoðun, sem kjörinn endurskoðandi félagsins, Helgi K. Hjálmsson, óskaði eftir að færi fram sl. haust eftir að upp komu grunsemdir um óeðlil'ega ráðstöfun fjármuna félagsins, hefur dregizt mjög á lariginn og er nú orðin að venjulegu árs- uppgjöri. Þá hefur fyrrverandi fram- kvæmdastjóri félagsins, Hafþór Helgason, gert hluthöfum tilboð um að kaupa hluti þeirra á 150%, miðað við nafnverð, eða einu og hálfu nafnverði. Hafþór, sem seldi sín hlutabréf á síðasta ári, vildi í gær ekki ræða viðbrögð hluthafa við tilboðinu, sagði aðeins við DB að málið væri að skýrast. Blaðið hefur hins vegar fregnað eftir öðrum leiðum, að Hafþór hygg- ist halda að sér höndum um sinn og bíða niðurstöðu væntanlegs hluthafafundar, eða a.m.k. boðunar hans. Einnig hefur Bárður Daníelsson arkitekt, sem fyrr- um átti sæti í stjórn félagsins, boðið til sölu sín hlutabréf, að jafnvirði 900 þúsund krónur, fyrir 2.250.000 krónur. Stjórn Vængja hefur ákveðið að neyta ekki forkaupsréttar síns. Helztu hluthöfum hefur verið tilkynnt að hyggist þeir neyta forkaupsréttar síns um bréf Bárðar verði þeir að til- kynna það með bréfi eða skeyti til skrifstofu Guðjóns Styrkárssonar fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 18. febrúar. Reglan er sú að hlutkesti ræður hver fær bréfin, sýni tveir eða fleiri hluthafar áhuga á að taka boðinu. Fréttamaður Dagblaðsins snéri sér í gær til Guðjóns Styrkárssonar til að spyrjast fyrir um nokkur atriði í þessu sambandi. Svaraði Guðjón aðeins með útúrsnúningum. frjálst, úháð daghJað MIÐVIKUDAGUR 16. FEB. 1977. /— --------- Skattpíningin í ýmsum löndum: Nei, hún er ekki mest hér í mörgu eigum við metin, en, merkilegt nokk, ekki í skattpíningu. Danir hafa þar forystu og hafa síðustu ár, ásamt Norðmönnum og Hol- lendingum, skotizt fram úr Svíum. Samkvæmt tölum, sem voru að berast frá Þjóðhags- stofnun, tekur hið opinbera 36,1 prósent af allri þjóðar- framleiðslunni hér á landi í ýmiss konar skatta og opinber gjöld. Þetta skiptist þannig að skatttekjur til ríkisins eru 28,4 prósent, sveitarfélögin taka 7,3 prósent og viðlaga- sjóðsgjald, olíugjald og sjúkratryggingargjald eru 0,4 prósent. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi nokk- uð jafnt og jþétt ár frá ári um skeið. En miðað við tölur úr sænska blaðinu Aftonbladet er skattpíningin meiri í ýms- um löridum. Blaðið ber, eins og Þjóðhagsstofnun, saman skattana og heildarverðmæti þjóðarframleiðslunnar. I Danmörku er hlutfallið 46.68, Noregi 45,27, Hollandi 45,18, Svíþjóð 44,21, Luxem- burg 40,85. Það er 38,14 í Austurríki, 38,13 í Belgíu, 37,64 í Vestur-Þýzkalandi, 37,50 í Frakklandi og 36,29 í Finnlandi. — Svo kemur Island. Fyrir neðan okkur eru til dæmis: Bretland 35,56, Kanada, 34,79, Nýja Sjáland 32.69, írland 32,43, Italía 31,86, Bandaríkin 28,93, Ástralía 27,18, Sviss 26,21, Grikkland 22,43, Portúgal 22,35, Japan 22,18 og Spánn 18,83. Vel að merkja eru flest þessi ríki að burðast með her sem kostar sitt og út- heimtir meiri ríkistekjur og hærri skatta. Þá er sums staðar lagt meira i félagsmál en hér, en víða minna. -HH íslandsferðir Smyrils fara langt með að greiða upp árstapið: Færeyingar íhuga að bæta skipi við í íslandsf erðir Færeyska skipafélagið, sem rekúr ferjuna Smyril, er alvar- lega að íhuga að fjölga ferðum milli Islands og Evrópu og þá með að bæta öðru skipi inn í. Vrði þá viðkomu í Bergen og í Skotlandi væntanlega sleppt en siglt beint til meginlandsins með stuttri viðkomu í Færeyj- um. Með því að taka svo Smyril til baka yrði um nokkurs konar hringferð að ræða. Ekki er blaðinu kunnugt um að neinar ákvarðanir hafi enn verið teknar í þessu máli. Færeysk blöð hafa skýrt frá því að Smyrill sé rekinn með einhverjum halla en þann tíma, sem skipið er í íslandsferðun- um komi reksturinn út með það miklum hagnaði að árstapið verði óverulegt. Á vetrum siglir Smyrill milíi hinna ýmsu eyja i Færeyjaklasanum. Blaðið hafði samband við ferðaskrifstofuna Urval og spurði Pétur Helgason hvort pantanir nú sýndu vaxandi áhuga. bæði útlendinga og ís- lendinga, á ferðum með skip- inu. Sagði hann það vera ótvirætt og nú væru pantanir t.d. orðnar mun fleiri en í fyrra, en þá voru þær enn fleiri en í hittifyrra. I sumar er búið að semja úm að skipið fari héðan á hverjum laugardegi frá 4. júni til 17. sept. Seyðisfjörður er sem áður endastöð skipsins hér. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.