Dagblaðið - 19.03.1977, Page 2

Dagblaðið - 19.03.1977, Page 2
\ f 2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. Þegar börnin fara að þrífa Líklega hefur aldrei venð erfiðara að vera barn og unglingur á tslandi heldiir en einmitt nú. Þó hefur það alltaf verið erfitt. Þau eru svo mörg vandamálin, sem að manrý steðja á þessum aldri og þau eru svo stór og óyfirstíganleg, að þau verða sennilega aldrei verri það sem eftir er ævinnar. Og það er út af fyrir sig kostur að ljúka vandamálunum af svona snemma. Eitt af vandamálum nútímans er klæðnaður. Hér i gamla daga — fyrir þrjátíu árum eða svo — var ekkert vandamál að fara í skólann í bættum klæðisbuxum — ef þær voru vel bættar — í gömlum frakka af frænda, sem var vaxinn upp úr honum, með lambhúshettu og trefil og stóra belgvettlinga. Núna er þetta ekki svona einfalt: Það er lágmarkskrafa að vera í gallabuxum. Helst eiga þær að vera af viðurkenndri erlendri tegund, íslenskar gallabuxur eru síðasta sort nema þær séu upplitaðar og rifnar. Allt -verður að vera sem líkast því, sem næsti maður er í, annars er sálarheillin í voða. Og svo merkilega vill til, að þegar ein- hver kemur í öðruvísi fötum en þorrinn, getur mjög brugðið til tveggja vona. Ef fatnaður af þessu tagi hefur ekki upp á síðkastið sést auglýstur í fjölmiðlum eða utan á hetju í bfó er eins víst að viðkomandi verði fyrir aðkasti ogfáiað heyra heldur dónalegar glósur. En ef nú vill svo til, að einhvers staðar hefur sést vfs- bending um, að viðkomandi klæðaburður sé á leið upp vin- sældastigann, kveður nokkuð við annan tón. Þá fara skóla- félagarnir heim og nauða um samskonar fatnað. ,,Það eiga svona allir krakkar nema ég.“ Kannast nokkur við sóninn? Maður skyldi halda, að öllu þessu fatastandi fylgdi þá mikil snyrtimennska og aðgæzla. En það er nú öðru nær. Séu fötin af réttri gráðu, mega þau vera rifin og gauðskítug. Og fastheldnin f gamla tísku er ótrúleg. Ég gekk á eftir fimmtán ára unglingi um daginn, sem þó er alla jafna bærilega tilhafður eftir tfsku tímans (þá meina ég að hann er jafnaðarlega í ,,réttum“ fötum) og iðulega tiltölulega hreinn. En gallabuxurnar hans, sem eru af flottri innfluttri tegund voru orðnar svo rasslausar að grannt mátti skoða þjóhnapp hans öðrum megin og grilla f hann hinum megin, því náttúrlega var hann bara í bleyjubuxum innan undir. Ekki varð ég var við að nokkur gerði athugasemd við að hann gengi svona um berrassaður. Enda var hann tiltölulega heill að framan. Einu sinni ætlaði ung- dómurinn að brjótast undan oki tfskunnar og gefa kerfinu langt nef með þvf að hætta að klæðast fínum fötum og ganga jafnaðarlega í vinnugalla og lörfum. Þetta gerðu menn til að skera sig úr, vera öðruvísi. En tízkan er slóttug skepna, því þetta varð að tízku. Og nú eru allir eins, enginn öðruvfsi, því larfatiskan lifir eins og blóm f eggi. Þannig hafa uppreisnar- mennirnir á ný gengist undir ok tískunnar og sameinast kerfinu, en halda um leið að þeir séu enn að mótmæla því. Já það er ekki að ófyrirsynju, sem sagt hefur verið að sjálfs- blekkingin sé máttugust allra blekkinga. Við höfum oft gumað af því, að við séum víðsýn til allra átta og fljót að tileinka okkur það sem er efst á baugi f þeim á Háaloftið löndum, sem við viljum jafna okkur við. Þetta er ekki rétt. Ég man eftir því, að maður glápti eins og naut á nývirki á pfnu- pilsin grassera í nágranna- löndunum, ári áður en kvenfólk hér á landi vogaði almennt að kippa ögn upp um sig. Strákarnir hér á landi voru að vfsu fljótir að taka við sér þegar bftlarnir innleiddu sfðu hártfskuna. En ótrúlega margir hafa enn ekki áttað sig á því að villtur hárvöxtur er ekki lengur í tísku og kynbræður þeirra f nágrannalöndunum eru fyrir löngu farnir að þvo sér hárið að staðaldri aftur. En lfklega er það eitt af þvf fáa, sem börn og unglingar á öllum tímum hafa verið sam- mála um að væri óhollt og bæri að forðast eftir bestu getu: Það er vatn og sápa. Það liggur við, að þeim unglingum, sem eru í sundkennslu vikulega eða kannski meira að segja tvisvar f viku, þyki fjarstæða að skola hið minnsta af sér þess á milli, varla einu sinni að bursta sér tennurnar. Það er nóg að skola sig til málamynda áður en farið er f laugina, koma sfðan klesstur upp úr og þykjast hreinn og fínn. Sérstaklega á þetta þó við um strákana, stelpurnar eru eins og öll kven- dýr hreinlátari í eðli sínu og ekki útaf eins vatnsfælnar. Þetta breytist ekki fyrr en náttúran kemur til skjalana. Og foreldrar — einkum foreldrar stráka — geta haft það til marks, að þegar strákarnir fara að þvo sér heima fyrir, og það kannski meira að segja á virkum degi, nostra við hár sitt og útlit og kannski meira að segja ofurlftið að fága málfar sitt — já, góðir foreldrar, þá fer að nálgast það ár, að þið fáið að kynnast tengdadótturinni tilvonandi. Og ef hárþvotturinn er farinn að verða daglega, greiðslur og naglaþjalir heimilisins hverfa og gengur ört á skóáburðinn — þá er ekki út i bláinn að fara ögn að hug- leiða hvað gera skal við her- bergið sem bráðum verður íbúalaust. Hamradísin leikur af list Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Komið hafa út nokkrar bækur sem kenndar hafa verið við ákveðin byggðar- lög. Þingeyingar riðu þar á vaðið 1940, eins og vænta mátti, þvf þeir eru manna frægastir fyrir skáldskap. Um útgáfu bókar þeirra, Þingeysk ljóð, sáu þeir séra Friðrik A. Friðriksson prestur á Húsavfk og Karl Kristjánsson, siðar alþingismaður. Þarna var að sjálfsögðu margt ágætra kvæða og lausavisna eftir skáld og hagyrðinga. En óhætt mun að fullyrða að ljóðahlutur Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum vakti þarna mesta athygli. Hér var komið fram í dagsljósið nýtt skáld. Guðfinna var fædd 1899 að Arnarvatni í Mývatnssveit. Hún hlaut nokkra tón- listarmenntun og varð organisti við Húsavfkurkirkju. En hún átti við mikið heilsuleysi að stríða og andaðist úr berklaveiki 1946. Hún hafði þá gefið út tvær ljóðabækur. Kristján Karlsson sá svo um útgáfu ljóðasafns hennar 1972 og ritaði formála. Gátan mikla heitir kvæði. Lokavísan er svona: Eitt land í bláfaðmi sævar sefur, með sumareilifð og gígjuhljóm. — Og lífið dýrasta drauminn vefur um dauðans heilaga leyndardóm. Tvær vísur nefndi hún Hver ert þú? Þetta er önnur þeirra: Nú langt er orðið sfðan fyrst ég sá þig, um sundin leggur hvítur máninn br u. Ég stari dauðafölum augum a þig, og aftur spyr mitt hjarta: Hver ert þú? Loks koma hér vísur úr kvæði sem heitir Vetrarkvöld. Hélugróður. Litir Ijósir. Laufguð stendur björkin prúða. Er sem vorsins rauðu rósir rísi upp í hvítum skrúða. Vetrardýrð á kyrru kveldi. Klakavangsins undrablóma signir himinn helgum eldi, heiðum, svölum dularljóma. Skýin bjartar blæjur leysa, blikar máni, stjörnur loga. Norðurljósa gammar geysa glófextir um himinboga. Ileiða, kalda, kyrra veldi. Kristallsdöggvar augum fróa. Vetrarbörn á björtu kveidi blessa þina hvftu skóga. Rétt er að taka fram að það, sem hér er birt eftir Guðfinnu frá Hömrum eru engin úrvalssýnishorn eftir hana, þó góð séu. En f þennan þátt eru aðeins tekin ljóð sem ort eru undir vísnaháttum. En ég nefndi fyrst Þingeysk ljóð. — Sú uppörvun og viðurkenning sem Guð- finna hlaut vegna þeirra ljóða, sem hún birti f þessari bók, varð til þess að hún orti meira og sendi frá sér handrit til Reykjavíkur. Meðal aðdáenda hennar var aldinn þingeyingur í höfuðborginni, dr. Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Hann hafði handrit skáldkonunnar undir höndum og um- sögn hans mun hafa fylgt þvf til útgef- anda. En meðal góðvina Guðmundar var frú Theodora Thoroddsen skáldkona. Hún fékk handritið heim með sér og þegar hún kom aftur spurði dr. Guð- mundur hvort henni litist ekki vel á þessa nýju skáldkonu. Jú, svaraði Theodora. en sagði að sér þætti hún vera óþanlega dul um sfn einkamál. Hún bætti svo við þessari stöku: Hamradísin leikur af list, lætur dátt i eyra. En hefur hún aldrei karlmann kysst, hvað þá annað meira? Um Guðfinnu frá Hömrum hefur Arnór Sigurjónsson ritað allýtarlega í Andvara. Þar kemur f ljós að Guðfinna hafði hlotið sinn mælda skammt af sárs- auka ástarinnar, þótt hún flikaði ekki tilfinningamálum sfnum. Frú Theodora kenndi þeim sem þetta ritar vfsuna þegar hún var tiltölulega nýort. Ennfremur þessa vfsu eftir föður sinn, séra Guðmund Einarsson á Kvennabrekku og Breiðabólsstað: Von ei deyi drengjum hjá, drós þó teygi ianginn á. Þreytist eigi, en þrýstið á, þvi að meyjar nei er já. Theodora Thoroddsen var fædd 1863, dáin 1954. Sigurður Nordal sá um útgáfu ritsafns hennar 1960. Þaðan eru eftirfar- andi fjórar vfsur teknar: Það er að síga mók á mig, möiur í lifsins sjóði. Heldurðu þýddi að hnippa i þig, Himnafaðirinn góði? •í* Fsorg og þrældóm, særð og þreytt, sóaði eg kröftum minum. og inulagt visast ekki neitt i (Jtvegsbanka þínum. A vegleysum víxlspor duld eg veit þú reiknar eigi, þú mátt ei kref ja mig um skuld á mínum lokadegi. Vertu sanngjarn við þau skil, vesaling að liði, — og mætti eg síðan mælast til að mega sofa í friði. ★ Hér koma þrjár gamlar hestavfsur. Ef einhver gæti gefið einhverjar upplýs- ingar um þær, höfund eða tilefni, hvar þær hafi fyrst heyrst eða sést, væri gaman að fá upphringingu. Skást af öllum skeiðandi, skellir í f jöllum duna, fram á völlinn freyðandi faxatröllin bruna. ★ Syfjaður og votur var, vildi ei lengur flakka, af tók hnakk og áði þar undir moldarbakka. ★ Heims af kvölum hef ég nóg, harma bítur ljárinn. Margt eitt böiið bætir þó blessaður rauði klárinn. Jón Gunnar Jónsson s 41046

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.