Dagblaðið - 19.03.1977, Síða 5

Dagblaðið - 19.03.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. 5 „Ekkert til að tjá.. Um Endatafl eftir Samuel Beckett í Þjóðleikhúskjallaranum Samuel Beckett er af mörgum talinn helsti boðberi örvæntingar og vonleysis í leikbókmenntum vorra tíma og má jafnvel segja að örvænting hans hafi hlotið lög- gildingu með Nóbelsverðlaunun- um árið 1969. Beðið eftir Godot var önnur tilraun hans til að skrifa leikrit eftir nokkrar sögur og vakti verulega athygli á Beck- ett og lífsskoðun hans: Lífið er aðeins óþolandi bið eftir ein- hverju sem aldrei kemur, — og dauðanum. Maður lifir aðeins af gamalli venju, berst við leiðindi og sálarkvalir allt lífið, talar til að drepa tímann, hlustar ekki á þögnina og gætir þess að vona ekki. Beckett er því varla hald- reipi þjökuðum sálum, enda er hann einn af þeim sem Ölafur Jóhann Sigurðsson tók í karphús- ið í varnarskjali sínu fyrir mann- úðarstefnu, Hreiðrinu. Endatafl frá 1956 var næsta meiriháttar leikverk þessa írska furðufugls og var enn frekari einföldun á öllum framsögumáta. Godot vísaði til ákveðinnar leikhúshefðar, ytri viðmiðunar, en Endatafl var hins vegar mun huglægara verk, — herra og á hans valdi eru einnig foreldrar hans i tunnunum, gaml- ir og aumir, sem reyna að drepa tímann með því að minnast fyrri unaðsst nda eða segja brandara sem þeir hafa sagt hundrað sinn- um áður. Og eins óg þeir Hamm og Clov gefa í sffellu í skyn að þeir séu þátttakendur í leik, enda- taflinu, þá meta þau Nell og Nagg stöðugt sína eigin frammistöðu, — „ég sagði þessa sögu miklu betur áður“ o.s.frv. Þar sem þátt- takendur í Godot þjáðust stöðugt af minnisleysi, þá minnast þau Hamm, Clov, Nell og Nagg fortíð- ar allt í gegnum leikritið og það er spennan milli hoi.innar og betri fortíðar og hinna hörmulegu kringumstæðna nútíðarinnar sem gefur Endatafli sérstaka og ljóð- ræna merkingu og gerir verkið að reglulegum harmleik, pátt fyrir farsakennd innskot. Hringrás tilgangsleysis? Umheimurinn er auðn, en þrátt fyrir það krefst Hamm þess aftur og aftur að Clov lfti út til að athuga hvort eitthvað hafi skeð. Lengi vel er ekkert að sjá, en svo er eins og einhverja glætu sé að finna f lok leikritsins. Clov sér dreng sitja í fjarska og Hamm krefst þess að Clov fari út til að gera út um hann. En hann skiptir um skoðun, því að drepa hann er eins tilgangslaust og að drepa hann ekki. Hér er aftur ýjað að minningunni um drenginn sem eitt sinn kom inn á heimilið, lík- lega Clov sjálfan. Er þá hringrás- in að hefjast aftur, annar Clov kominn til að sjá um annan Hamm? — og svo framvegis? Við vitum það ekki. I lokin er Nell dauð í sinni tunnu og Nagg hul- inn og kjökrandi, Hamm býr sig undir endalokin og Clov býst til brottfarar, — eins og sálin? t leik- ritinu er oftsinnis minnst á her- bergið sem skýli, jafnvel felustað, og öskuhaugurinn úti fyrir gefur til kynna eyðingu og geislavirkni. I uppsetningu Endatafls í Þjóð- leikhússkjallaranum hefur leik- stjórinn, Hrafn Gunnlaugsson, tekið þá staðreynd sem útgangs- punkt. „Varúð. Geislavirkni" stendur á spjöldum við dyr, kjall- arinn er myrkvaður eins og loft- varnarbyrgi og í lokin blikka Gömlu hjónin, Nagg og Nell (Arni Tryggvason og Guðbjörg Þorbjarnardóttir). Hamm (Helgi Skúlason) og Ciov (Gunnar Eyjólfsson). ljósin eins og aðvörunarmerki vegna loftárásar, — en að öðru leyti hefur Hrafn fylgt hinni nákvæmu forskrift höfundar þar sem allar hreyfingar eru vand- lega kortlagðar. Á kostum Samspil þeirra Hamms og Clovs er þungamiðja verksins og þar fara þeir Gunnar Eyjólfsson og Helgi Skúlason á kostum. Hlut- verk Helga býður ekki upp á margar hreyfingar, en þeim mun mikilvægari er öll raddbeiting og „timing“, sem Helgi leysir af hendi með miklum sóma. Hlut- verk Clovs er umskipting fyrir Gunnar, sem manna best hefur túlkað miklar ástríður. Hér verður hann að fara sér hægt og spila upp á margskonar blæbrigði í rödd og man ég vart eftir eins AÐALSTEINN INGÓLFSSON hnitmiðuðum leik frá hans hendi. Arni Tryggvason var sem ham- hleypa í hlutverki Naggs, meira að segja virtist rödd hans hafa breyst til muna og fór hann lauk- rétta leið milli farsa og volæðis í túlkun sinni í tunnunni. Hlutverk Nells er kannski hið erfiðasta í leiknum, því þótt hún segi ekki margt verður leikari hennar að: undirgangast mikla förðun og húka í tunnu hátt áannan tima og á Guðbjörg Þorbjarnardóttir lof skilið fyrir frammistöðuna. Beck- ett hefur sagt að vandi lista- mannsins væri sá að hann hefði „ekkert til að tjá, ekkert til að tjá sig með, ekkert afl til að tjá sig með, enga löngun til að tjá sig, — en vera nauðbeygður til að tjá sig“. Sjaldan hefur sú nauðsyn verið vaki áhrifameiri túlkunar heldur en einmitt í Endatafli. Leiklist segja mætti að það gerðist bók- staflega í huga einhvers. Hlutverk þagnarinnar Ritstíll Becketts breyttist einn- ig. 1 stað þess að tjá lífsleiða og vonleysi í athöfn stöðugra spurn- inga og svara þar sem gleymskan er mikilvægt atriði, þá er Beckett. orðinn mun næmari á þunga og keim orðanna sjálfra og þagnanna milli orða. Godot gerðist á vegar- spotta uppi í sveit en Endatafl gerist í einu herbergi. Þátttak- endur eru fjórir og aðeins einn þeirra, Clov, getur gengið en þó með harmkvælum. Clov er eins- konar þjónn og húsbóndi hans, Hamm, er blindur og lamaður í hjólastól. I herberginu eru einnig foreldrar Hamms, Nagg og Nell, fótalaus og sitjandi í öskutunn- um. Leikritið gengur síðar út á stöðuga togstreitu milli húsbónda og þjóns, með stöku innskoti frá foreldrunum, og má líta á hana sem einskonar endatafl, enda hefja þeir Clov og Hamm mál sitt stundum með: „Minn leikur". En eins og vænta má frá hendi Beck- etts er hér ekki um að ræða tafl sem nokkur getur unnið, það er eins tilgangslaust og lífið sjálft. Ekki er hægt að treysta á komu neins Godots. Þeir Hamm og Clov skiptast á sundurslitnum setning- um, um liðan sína og ástandið úti fyrir, rífast og sættast og af þeim samræðum má ráða að Clov hafi komið inn á heimili Hamms sem barn og hafi síðar gerst þjónn hans og að umheimurinn sé nú auðn og öskuhaugur. Ásthatur Clov gerir sig líklegan til að yfirgefa húsbónda sinn oftar en einu sinni en Hamm hefur á hon- um dularfulll tangarhald, — þeir hata hvor annan en geta ekki án hvor annars verið, fyrr en síðast. Hamm er grimmlyndur einræðis- BORGHAMAR OPNAR í DAG NÝJA HÚSGAGNA- BYGGINGAVÖRUVERZLUN AUSTURMÖRK 4 HÆÐ HVERAGERÐI VERIÐ VELKOMIN AÐ LÍTAINN DADPUAHIAD Austurmörk4 DUIfUliAIVIAK Sími 994330

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.