Dagblaðið - 19.03.1977, Page 7

Dagblaðið - 19.03.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. 1 Iðnnemar hafa 600 þús. krónur íárslaun —og eru verst launaða stétt landsins „Iðnnemar eru án efa ein lægst launaða stétt landsins,“ segir í ályktun um kjaramál sem samþykkt var á kjaramála- ráðstefnu Iðnnemasambands íslands á Akureyri um síðustu helgi. Þar segir ennfremur: „Stafar það af því, að við gerð kauptaxta iðnnema er mið- að við kauptaxta sveina á fyrsta ári. Staðreyndin er sú, að eng- inn sveinn vinnur eftir þeim taxta. Greinilegt er því, að þessari aðferð er einungis beitt til þess að halda nemakaupinu niðri. Til marks um það, hve iðnnemakaup er lágt má geta þess, að árstekjur samkvæmt 1. árs taxta sveina eru nú u.þ.b. 970 þúsund kr„ en árstekjur fyrsta árs nema 600 þúsund krónur. Sér hver maður að eng- inn lifir á slíkum launum. Ljóst er að útreikningur nema- kaups miðað við 1. árs taxta sveina stendur mjög í vegi fyrir bættum launum iðnnema, og hvetur því ráðstefnan sveinafé- lögin til þess að fella niður sinn fyrsta árs taxta.“ Kjaramálaráðstefnu iðnnema sóttu um 60 fulltrúar alls staðar að af landinu. Þar voru flutt ávörp og einnig erindi um þróun kjaramála iðnnema og baráttu iðnnemahreyfingarinn- ar á því sviði, allt frá síðustu áramótum. Ráðstefnan mótaði kröfur iðnnemahreyfingarinnar sem settar verða fram í komandi kjarasamningum. í ályktuninni um kjaramál var áréttuð krafan um fullan verkfallsrétt til iðnnema, sem talin er forsenda verulegra kjarabóta, sé honum beitt. Voru iðnnemafélög á öllu land- inu hvött til að herða baráttuna fyrir þessari grundvallarkröfu. -ASt. Kjarvals- myndir í einkaeign —sýndará Rjarvaísstöðum „Flestir tóku því mjög vél þeg- ar þess var farið á leit að þeir lánuðu myndir á sýninguna,“ sagði Alfreð Guðmundsson'í sam- tali við DB. Myndirnar sem Alfreð talar um eru verk eftir meistara Kjarval sem eru í einká- eign hinna ýmsu aðila. Þau verða sýnd almenningi á Kjarvalsstöð- um frá og með næsta sunnudegi. Sýningin verður opin fram í ágúst í sumar, um helgar frá klukkan 2-10 og virka daga frá klukkan 4-10, nema mánudaga. Fæstar þessar myndir hafa áð- ur verið sýndar opinberlega á sýningu. Er því mikill fengur að fá að kynnast þeim. Elzta myndin er frá árinu 1917 og sú yngsta frá því rétt áður en listamaðurinn lézt árið 1968. -KP „Krítík" er ein stærsta mynd sem Kjarval málaði. Hún er i eigu Reykjavíkurborgar og er 213x402 cm að stærð. DB-mynd Bjarnleifur. Fyrirlestur „Að gera og að vera“ eða „skyldu stjórnmál hljóta að vera siðlaus?" nefnist fyrirlest- ur sem Þorsteinn Gylfason lekt- or flytur í dag á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Siðlaus stjdrnmál? Erindi Þorsteins snýst um efni á mörkum heimspekilegr- ar sálarfræði og siðfræði, segir í fréttatilkynningu félagsins. Það er flutt í minningu enska heimspekirjgsins Gilberts Ryles sem lézt á síðasta ári og verður á fundarstað Lögbergs, húss lagadeildar Háskólans, og hefst klukkan hálfþrjú. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. Karpað um eftirvinnu- laun þjóðgarðsvarða — Gæzlumenn hafa stofnað félag sem yfirvöld vilja ekki semja við heldur skammta „A sl. hausti stofnuðu gæzlu- menn, sem verið hafa við eftir- litsstörf á ýmsum stöðum lands- ins sem Náttúruverndarráð og Ferðafélag Islands hafa haft umsjón með, með sér félag. Fé- lagsmenn eru rétt innan við tuttugu. Við höfum í hyggju að setja fram kaupkröfur okkar og höfum í rauninni gert það,“ sagði Ólafur Guðmundsson sem verið hefur við gæzlu í þjóð- garðinum í Skaftafelli i sjö sumur. „Okkur finnst að störf okkar séu einna líkust störfum lög- regluþjóna við sérstök skilyrði og vildum því fá sömu laun og þeir, eða samkvæmt níunda launaflokki. Þá vill svo undar- lega til að Náttúruverndarráð vill ekki samþykkja þennan launaflokk heldur býður upp á laun sem eru samkvæmt B-15 sem er töluvert hærra en það sem við fórum fram á. Þá kem- ur aftur til að með þeim laun- um átti ekki að greiða neina yfirvinnu. Samkvæmt launaskrá á að skila fjörutiu vinnustundum á viku en ef miðað er við að starf- ið sé leyst samvizkulega af hendi er mikil aukavinna sam- fara því. Mér telst svo til að aukavinnustundir mínar í Skaftafelli hafi ekki verið færri en fimmtíu á viku. Ef við fengjum laun sam- kvæmt níunda launaflokki, sem nú eru í efsta þrepi kr. 102.440, fórum við fram á að fá tvær eftirvinnustundir á dag og þar með eru eftir þrjátíu og sex eftirvinnustundir sem ekki yrði greitt fyrir. Nú býður Náttúruverndarráð hins vegar upp á kr. 124.765 kr. í mánaðarlaun og auk þess að fá greiddan fæðiskostnað, 775 kr. á dag, sem ekki hefur verið áður, en enga aukavinnu. Náttúruverndarráð hefur ekki ætlað sér að semja við fé- lagið um launakjör heldur hafa sama háttinn á og áður, að ráða þá sem vilja vinna við þessi störf fyrir þau laun sem þeir hjá ráðinu ákveða sjálfir," sagði Ólafur Guðmundsson. „Finnst mér að með þessum samningavinnubrögðum um kaup og kjör sé verið að hverfa fimmtíu-sextíu ár aftur i tím- ann, ef á að ráða starfsfólk sem vill vinna fyrir sem lægst kaup,“ sagði Ólafur. A.Bj. JOSTYKIT NYR STAÐUR GRETTISGATA 46 NÝTT SÍMANÚMER 21366 Nýsendingkomin Einnig hátalaraKit SAMEIND HF. Grettisgata 46. Sími 21366. Opið 17.15—19, iaugardaga 9—12 • •• LAUGAVEGI73 - SÍNII15755 Vorum að fá mikið úrval j af ferðatöskum • og innkaupatöskum • Töskuhúsið, Laugavegi 73 • JEPPAEIGENDUR Sparið bensín og minnkið slit með Warn framdrifslokum. Warn framdrifslokur fóst í eftirtaldar bifreiðir: Land Rover Willy’s Wagoneer Ford Bronco Scout Willy’sjeppa Biazer og flestar gerðir af pick-up bifreiðum með f jórhjóladrifi. Amerísk bif reiðalökk Þrjár línur íöllum litum Mobil Synthetic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Lacquer Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Einnigöll undirefni, málningasíur, vatnspappír Hrafn Jónsson & Co. Brautarholti 22. Simi 22255.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.