Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 10
10 r DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. fifálst, úháð datfblað Útgefandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjöri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. AÖstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jórt Sævar Baldvinsson. Handrit: Asgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttír, Kristín Lýös- dóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Droifingarstjóri: Már E. M. 'ialldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. I ieusasölu 60 kr. eintakið. Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322. auglýsingar, áskríftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Vindhögg iorkumálum Sífellt fleiri vindhögg í orku- málum koma á daginn, þegar sér- fræðingar rjúfa þögnina. í kjallaragrein í Dagblaðinu í síðustu viku voru leidd rök að því, að raforkuverð til rafhitunar væri stórlega niðurgreitt. Rafhitunarstefnan hefur haft fylgi stjórn- málamanna úr öllum flokkum. Hún fékk byr undir vængi, þegar Magnús Kjartansson var iðnaðarráðherra, og hún hefur verið við lýði síðan. Þessi stefna kom að nokkru leyti fram sem svar við miklum niðurgreiðslum á raforku- sölu til álversins. En hún hefur verið fram- kvæmd með ofurkappi, svo að stuðzt sé við ummæli rafmagnsstjóra Reykjavíkur. Út- koman hefur orðið sú, að rafhitunarstefnan hefur skert hagkvæmni þess, að hús á þéttbýlis- stöðum landsbyggðarinnar verði hituð upp á annan hátt. Hitaveitur með kyndistöðvum og jarðvarmaveitur hafa orðið óhagkvæmari vegna útbreiðslu þilofnahitunar. í kjallara- grein Bergsteins Gizurarsonar verkfræðings eru færð skýr rök að því, að rafhitunin er seld geysimikið undir kostnaðarverði. Bergsteinn segir, að sé miðað við 3,50 krónur á kílówatt- stund, sé verðið 50 prósent af kostnaðarverði á Landsvirkjunarsvæðinu og 25 prósent á Vest- fjörðum. Þá er bent á, að ekki nægir að vitna til þess, að hér sé um að ræða innlenda orku, sem beri að taka fram yfir innflutta olíu, því að meira en 80 af hundraði virkjunarkostnaðar sé erlendur kostnaður. Þessi kostnaður vaxi því með þil- ofnahitun en minnki ekki og réttlæti því ekki í sjálfu sér þessa fjárfestingu. Rafhitunarstefnan hefur verið ein aðalorsök þess, að ráðizt var í Kröfluvirkjun. Dagblaðið hefur áður bent á, að við Kröfluvirkjun var rasað um ráð fram, þótt of seint sé að hætta, úr því sem komið er. Rafhitunarstefnan er dæmi um mál, sem hefði getað orðið gott en stjórn- málamenn hafa ofspilað, svo að margt illt hefur hlotizt af. Verðið á raforku til hitunar hefur ekki verið ákveðið á grundvelli kostnaðar heldur einungis sett nokkru fyrir neðan olíuverð, svo að raf- orkan yrði neytendum girnilegri. Hefði verðið verið ákveðið samkvæmt eðlilegum markaðs- lögmálum og látið gefa til kynna hinn raun- verulega kostnað fyrir þjóðarbúið, hefði út- breiðsla þessarar stefnu orðið með miklu skap- legri og hagkvæmari hætti. Að öllu athuguðu má fullyrða, að vindhögg hefur verið slegið í orkumálum við framkvæmd rafhitunarstefnunnar. Það bætist í röð hinna vindhögganna, svo sem raforkusamninginn við álverið og Kröfluvirkjun. Gagnrýnin á rafhitunarstefnuna hefur um þessar mundir mikið fylgi meðal sérfræðing- anna, sem bezt þekkja til mála. En ekki verður annað séð en þeir hafi rétt einu sinni látið stjórnmálamennina leiða sig í ógöngur án þess að andmæla, svo að í þeim heyrðist. Eigi að koma vitinu fyrir stjórnmálamennina í allri orkuvitleysunni, verða sérfræðingarnir að hætta að vera leikbrúður, þegar ákvarðanir eru teknar. IAN SMITH í SJÁLFHELDU —Svartir menn hafa ekki efni á að kaupa það land sem þeim stendur til boða Sú ákvöröun Ian Smiths, for- sætisráðherra Ródesíu, aö opna milljónir hektara lands fyrir búsetu allra kynþátta í landinu hefur sætt harðri gagnrýni íhaldssamari afla í flokki hans og svartir menn hafa enn ekki látið hafa neitt eftir sér um málið. Þetta framhjáhlaup Smiths frá stjórnarskránni, þar sem svo er kveðið á, að 40% af öllu landi sé ætlað hvítum mönnum eingöngu, hefur orðið tilefni mestu átaka innan flokksins í stjórnartíð Smiths. Tólf félagar í flokknum og þingmenn hans greiddu at- kvæði gegn tillögu Smiths, og nú er allt eins líklegt, að þeir segi sig úr flokknum. 13 svartir þingmenn sögðu upphaflega, að tillagan kæmi ekki kynþáttavandamálinu og kröfum svartra manna um að fá öll völd í landinu i sínar hendur við, og neituðu að greiða henni atkvæði sitt. Eftir miklar for- tölur féllust þó þrír þeirra á að greiða henni atkvæði og þar með var þingmeirihluta náð. Að draga úr hörkulegum ákvæðum kynþáttalög- gjafarinnar er fyrsta tilraun Smiths til þess að reyna að koma á samkomulagi kynþátt- anna innbyrðis. Það mun vera von Smiths, að honum takist að fá leiðtoga svartra manna, þá sérstaklega Muzorewa biskup, leiðtoga Þjóðarráðsins, til fundar við sig um leiðir til fullrar valdatöku svartra manna, vinna sam- komulagi því alþjóðlegan stuðning og að viðskiptabanni því, sem nú er í gildi, verði aflétt. En eina hreyfing svartra manna, sem enn sem komið er hefur sýnt einhvern vilja í þá átt að eiga viðræður við Smith, er ZUPO, einingarsamtök Zimbabwe, sem stofnuð voru í desember sl. af tveimur svörtum ráðherrum, sem eitt sinn áttu sæti I stjórn Smiths. Ráðherrarnir tveir hafa verið fordæmdir af öðrum leiðtogum frelsishreyfinga svartra manna og sagðir vera „auðkeyptir tækifærissinnar". Ihaldsmennirnir í flokki Smiths hafa bent á tómlæti svartra manna við tillögu hans og segja, að Smith hafi gefið þeim landið án þess að fá nokkuð jákvætt í staðinn. Þeir Starfsemi skæruliða í Ródesíu hefur stóraukizt undanfarna mánuði og hér má sjá hluta af vopnabirgðum, sem hersveitir stjórnvalda hafa lagt hald á. segja ennfremur, að hann hafi veikt mjög samningastöðu sína, ef hann hyggi á viðræður um nýja stjórnarskrá, eins og þær, sem fóru út um þúfur í Genf á sl. ári. Tillaga Smiths um breyt- ingar á lögunum um búsetu er nú orðin að lögum, en menn greinir mjög á um, hvaða áhrif þau kunni að hafa í framtíð- inni. Forustumaður andófsmann- anna tólf er Sutton Pryce, sem var aðstoðarráðherra í forsætis- ráðuneytinu og einn af nán- ustu samstarfsmönnum Smiths. Segir hann, að landsvæði Táknræn mynd fyrir ástandið í Ródesiu: Einn hvítur maður með öli vöid í sínum höndum heldur svörtum mannfjöida í skef jum. V.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.