Dagblaðið - 19.03.1977, Síða 13

Dagblaðið - 19.03.1977, Síða 13
R AGRI Aftlí) i Aiip a nnAniiDifli Monica Zetterlund er mjög virt söngkona í sínu heima- landi. Þá eru undirleikarar hennar einnig i fremstu röð hljóðfæraleikara í Svíþjóð. — Meðfylgjandi mynd er af söng- konunni. -AT- SITT LÍTIÐ AFHVURJU Guð minn góður, hljómsveit- in Monkees er að byrja að spila aftur! í viðtali við ITV sjón- varpið sagði Mickey Dolenz að hann hefði talað við hina með- limina og þeir hefðu fast- ákveðið að koma saman í apríl næstkomandi og taka upp eina plötu. — Bara að það verði nú ekki gerðir sjónvarpsþættir með grúppunni líka. ★ Tónlistartegund þeirri, sem Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar flytur á plötu sinni Grásleppu-Gvendur, hefur verið gefið nafn. „Grá- sleppurokk“ skal tegundin heita. Þar með hefur tríóinu Poppblaðið kemur ekki oftar út „ Útgáfan borgaði sig ekki," segir ritstjórinn Fólk getur nú hætt að bíða eftir næsta Poppblaði því að það kemur ekki út. Gunnar Salvarsson ritstjóri og útgef- andi blaðsins sagði í samtali við Dagblaðið á fimmtudag að hann hefði einfaldlega ekki efni á því að halda blaðinu úti. Gunnar kvað tvær ástæður vera fyrir þvi að hann gæti ekki gefið blaðið út. Önnur væri sú að hann hefði vonazt til að fá söluskatt felldan niður af verð- inu. Sú von hefði algjörlega brugðizt. „Hin ástæðan er sú,“ sagði Gunnar, „að það er ekki mark- aður fyrir sérrit um popp á íslandi. Poppsíður dagblaðanna virðast fullnægja þörfum hins almenna lesanda. Sá hópur, sem les allt poppefni sem kemur á markaðinn, er hins vegar svo þröngur að ekki myndi borga sig að gefa út blað fyrir hann — nema ef til vill fjölritaðan bleðil.“ Gunnar Salvarsson sagði að Poppblaðið hefði fengið mun betri viðtökur úti á landi en í Reykjavík. Til dæmis hefði bor- izt fjöldi bréfa þaðan með óskum um efni og öðru. — Gunnar hefur um langt skeið séð um Nú-Tímann í Tímanum. Hann lætur nú af þeim störfum innan skamms og reyndar blaðamennsku og hyggst snúa sér að kennslu. AT' ^ vonandi tekizt endanlega að tryggja nafn sitt í íslenzkri tónlistarsögu. ★ Ríó vinnur nú að gerð nýrrar plötu og hefur kvisazt, að platan eigi að heita Fólk. Verður þar fjallað um marga nafnkunna menn en eins og- menn muna gerðu þeir félagar lag mikið um Óla Jó vinsælt og hlutu að launum biltúr með átrúnaðargoði sínu. Bíltúr þeim var síðan sjónvarpað. Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvað þeim félög- um og dómsmálaráðherranum hafi farið á milli, eins bros- mildir og þeir voru. Hefur blaðið eftir áreiðanlegum heimildum að þeir hafi meðal annars rætt um það, meira í gamni þó, að réttast væri að dómsmálaráðherrann fengi prósentur af plötunni og eins mun hann hafa lýst því yfir að ekki væri ljóðið dýrt kveðið en meiningin væri góð! Hananú! Þarna kemur Sniffi, frœgasti þefarinn í bœnum og só veit nú af því! Það sem skiptir hvolp mestu móli er að hafa gott lyktarskyn! ^ Þetta nef hefur ýmsa fleiri eiainleika, sé ég, Sniffi! ^ Mitt stórkostlega nef finnur ótrúlegustu ilmi og þefi! I i i i i

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.