Dagblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977.
Kvenf élag Bústaðasóknar skemmtir sér
Síöasti vagn f Sogamýrí”
„Kona gleypti gerilinn! Hann hljóp á hana! Dagblaöiö' Dagblaðið!“
æpti ung blaðsölustelpa hástöfum á Lækjartorgi á dögunum.
Raunar var stelpan ekki í alvöru ung og þetta varheldur ekki á
Lækjartorgi heldur var veri'' að leika „Sfðasta stræ^ð í Sogamýri“ á
hátíðarfundi hjá Kvenfélagi Bústaðasóknai í safnaðarheimilinu.
Þaðan heyrðust hláturrokurnar lengst út á götu.
Leikurinn gekk út á það að blaðamaðurDagblaðsins var að taka
spurningu dagsins niður á Lsekjartorgi og var hún margslungin, —
eða svona: Finnst ykkur þjóðfélagið bjóða upp á nóg skemmtana-,
athafna- eða félagslíf? Það bar ekki á öðru en þeim sem urðu fyrir
svörum nægði ekki einu sinni sólarhringurinn til að sinna öllu.
Blaðakonan (Sigríður ilannesdóttir) var potturinn og pannan í
samningu leiksins, en konurnar, sem ekki teljast nein unglömb
lengur, allar yfir fertugt, höfðu sitt að segja og léku af lífi og sál..
Allar eru þær vitanlega í kvenfélaginu. ^
Við fengum að vita að boðið væri upp á slíkar leiksýningar árlega.
Fyrst er leikið fyrir kvenfélagskonur sem bjóða með sér mæðrum
og tengdamæðrum og fullorðnu fólki úr sókninni, síðan leika þær
líka fyrir Bræðrafélag Bústaðasóknar.
224 eru í kvenfélaginu og sagði formaðurinn, Dagmar Gunnlaugs-
dóttir, að fundir væru yfirleitt vel sóttir. 50-60 konur mættu á
fundina sem væru einu sinni í mánuði.
„Það er ýmislegt gert sér til gamans," sagði hún. „Og einnig er
safnað peningum til styrktar kirkjunni.“
A laugardaginn verður flóamarkaður og kökubasar í safnaðar-
heimilinu kl. 2.
Alls konar föndurnámskeið eru haldin og þar að auki hafa verið
enskunámskeið og konur hafa spreytt sig á mælskulist.
En það var ekki aðeins leikrit sem fólk skemmti sér við að hlusta
á. Líka var fjöldasöngur og spilaði ein kvenfélagskonan, Jenny
Jónsdóttir, undir á píanó.
Þá flutti Magdalena Sigurþórsdóttir, sem hefur mikið kennt
kvenfélagskonunum föndur, bæði frumort ljóð og ljóð eftir aðrar
konur. Hún fékk í fyrra fálkaorðuna fyrir félags-og kennslustörf.
Að síðustu var svo vitanlega drukkið hátíðarkaffi og það væri
synd að segja að borðin svignuðu ekki undan kræsingunum. -EVI.
„Þær eru flestar búnar með 7-8-9 púða en ég skellti mér bara á einn stóran. Eg er aðelns búin með
innra byrðið. Ég er nefnilega svo upptekin við að passa barnabarn," sagði Sara (nafnið beint úr
Biblíunni). „Æ, æ, blessaður unginn er ailtaf að leita að brjóstinu,“ bætti hún við um leið og hún
hampaði reifabarni að myndarlegu vinstra brjósti.
Blaðamaður: Ferðu alltaf með barnið á námskeiðin?
Sara: „Já, maður verður að gera það því að foreldrarnir eru báðir útivinnandi og eru að safna sér
fyrir litsjónvarpi. Annars er hann innritaður i AB-deild en hún í CD-deild. Mér skilst að þau sleppi við
skattana svoleiðis.
Nei, nel, þetta er ekki hattur, þetta er skermurinn sem ég er að klára.“ Það er líka synd að segja að
frúin sé ekki með allar græjur með sér þvi að skærin og málbandið er hún með um háisinn.
Næst verður fyrir biaðamanni þvottakona hjá því opinbera. Hún
var ekki beinlinis þvottakonuleg, siðklædd á silfurskóm: „Maður
verður að vera huggulega til fara hjá því opinbera því þar eru
ráðherrar og fulitrúar. Nei, nei, þetta er ekkert vel borgað, en
hlunnindin, fritt far í lyftuna í Bláfjöllum og Sexuna á gamlárs-
kvöld og föstudaginn langa. Jú, auðvitað notar maður fríðindin og
rúntar í strætó þegar það er frítt.“ Og hún kveðst heita Skrúbba
Skaftfells.
Hún er raunar alveg hætt að skúra, biæs bara á rykið. En
skrúbbinn og fötuna verður hún að hafa með út af skúringarsam-
tökunum. Vitanlega lærir hún fagið í Námsflokkunum því allir
verða að hafa skfrteini upp á vasann í dag.
Begga Jóns kvað nóg gert
fyrir krakkana. Hún væri búin
að sjá Dýrin í Hálsaskógi og svo
fer hún i bíó. Hún er líka að
safna fyrir hjóli. Tegundina var
hún ekki búin að ákveða en
hafði miklar áhyggjur ef
mömmu hennar dytti nú allt í
einu í hug að fara í hjólreiða-
túra.
„Hún er nefnilega svo agalega
feit, drekkur alltaf fullt af gosi
yfir sjónvarpinu á kvöldin.Það
getur kannski sprungið á hjól-
inu ef hún fær það lánað og
pabbi er latur að bæta,“ segir
Begga.
Og Begga er soldið óþekk á
kvöldin því henni þykir svo
agalega gaman að sjónvarpinu.
En hún er bara rekin upp i rúm
með harðri hendi eins og öll
börn þegar glæpamyndir eru
sýndar.
„Að gera? Jú, það er sko aldeilis nóg. Eg er núna að fara niður í sjónvarp. Eg er sýningardama,"
segir Jósefina Páis og hristir guilna lokka.
Blaðamaður: Hafði daman svona failegt hár áður en hún fór út í auglýsingarnar?
„Nei, ég er nú hrædd um ekki, þetta er gerillinn maður, og ekki nóg með það, hann Carter,
hundurinn minn, komst í hann iíka og byrjaði að stækka. Annars er hann af dvergakyni, beint úr
Hvíta húsinu.“
Frúin snýr sér i hring og sýnir nýju Bermuda-tízkuna sem eins og sést eru stuttbuxur og vfð mussa.
En það koma samt vandkvæði í ljós með auglýsingar hjá sjónvarpinu hér þar sem hundahald er
bannað á Islandi. Það kemur þó ekki að sök þvi að tilboðin streyma að frá London, París og New York.
Næstur á torgið var Hildi-
brandur Jónsson frá Horn-
ströndum. Hann átti stefnumót
klukkan 4. Hann var heldur
betur í uppnámi því að hringt
hafði verið til hans út af aug-
lýsingu sem kom í dálkinum
Trúnaðarmál í Dagblaðinu. Þar
stóð: „Myndarlegur maður frá
Hornströndum óskar eftir ráðs-
konu með hjónaband fyrir aug-
um.“
Auðvitað lét kvenþjóðin ekki
á sér standa og birtist í allri
sinni „litadýrð“, í grænum
skóm, rauðröndóttum kjól,
fjólubláum hönzkum og svört-
um blúnduundirkjól sem
sveitamanninn varð heldur
betur starsýnt á. Það fór vel á
með þeim. Hildibrandurtaldi að
þegar hann væri búinn að næla
sér í slíkan kvenkost sem Gilla
Glansen var (Gilla varð til
TEXTI:
ERNA V.
INGÓLFSDÓTTIR
•
MYNDIR:
HÖRÐUR
VILHJÁLMSSON
vegna þess að dugga strandaði
hérna á árunum þar sem lítið
pláss var en nóg hjartarúm)
yrði hann fljótlega kosinn
hreppstjóri.