Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 15

Dagblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977. x Jónu Jóns fannst hún alveg vera að verða eitt heimilistækið i eldhúsinu svo það lá beint við að drífa sig í öldungadeildina. ,,Nei, það er sko ekkert erfitt. Þar byrjum við á byrjuninni. Við lesum fyrst Gagn og gam- an,“ sagði hún og fræddi gesti á þvi að lögð væri áherzla á essið á meðan zetan lægi í doða. Eins og til dæmis Sísí segir sss/, ss segir Sísí/ Sísí segir so, so, so,/ so so segir Sísí. Vitanlega hafði hún valfag. Það var heimspekin. Frúin hafði tekið sér fyrir hendur að skrifa ritgerð um Litlu gulu hænuna. Hún var nefnilega á þvi að fólk gerði sér ekki grein fyrir hversu mikil heimspeki er fólgin í þessu litla frækorni sem hænan fann. Svo sem allir vita er „Siðasti vagninn í Sogamýri“ leið sex. Strætóbílstjórann vantar auð- vitað ekki. Allir vegfarendur sem blaðamaður spurði, nema Sara, komu út úr sexunni. Leiktjöld gerði maður Sigríðar, Ottó Pétursson, þótt ekki þyrði hann að mæta á sýn- inguna, þó var þar einn karl- mann að finna fyrir utan kirkjuvörðinn og Hörð ljós- myndara. Begga er hér ekki lengur blaðastelpa, hún hefur brugðið sér i gervi bílstjórans. Hún heitir Asta Sigurðardóttir. Aðrir léikendur: Sara: Asa Pálsdóttir, Skrúbba: Oddrún Pálsdóttir, Jósefína: Sigríður Axelsdóttir, Gilla: Ellen Stefánsdóttir, Hildibrandur: Sesselja Ásgeirsdóttir, Jóna: Jóhanna Þorgeirsdóttir. Eins og þið sjáið syngja Sexurnar hér fullum hálsi. Vitanlega hefur þær alltaf dreymt um að komast i kirkju- kórinn þótt enn hafi enginn komið auga á hæfiieika þeirra. Það má sjá að leikritið gerði lukku og í lokin var hrópað húrra fyrir leikendum og höf- undi. Ég er sko hann Hilli frá Ströndum og það er ekki nokkur hætta á því að ég verði ekki hreppstjóri i minni sveit ef ég næ mér í góóan kvenkost. Jenny Jónsdóttir spiiaði undir fjöldasöng. Dagmar Gunniaugsdóttir sagði að kvenfélagskonur fyndu upp á ýmsu sér til skemmtunar og fróðleiks, svo sem enskunám- skeiðum, föndurnámskeiðum og mælskulist. Það hefur iíka komið sér vel hjá leikendum. Magdalena Sigurþórsdóttir flutti frumort Ijóð ásamt ljóð- um eftir aðrar konur. Fyrir ofan hana er spjald með kjör- orði félagsins.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.