Dagblaðið - 02.04.1977, Page 1

Dagblaðið - 02.04.1977, Page 1
f 3. ÁRG. — LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977 — 78. TBL. RÍTSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322. AUGLYSÍNGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SlMI 27022 Þörungaverksmiðjan kostar ríkið um milljarð: Lagt var til að stöðva leikinn í tæka tíð — kostar um 20 þiís. kr. á meðalf jölskyldu um leið og lagt er til að leggja hana niður Þrátt fyrir uggvekjandi niðurstöður athugana Vil- hjálms Lúðvíkssonar, stjórnar- formanns Þörungavinnslunnar að Reykhðium, á þangöflun í Nova Scotia í Kanada árið 1974, þegar aðeins var búið að fjár- festa að hluta í Þörungavinnsl- unni, tóku stjórnendur þá ákvörðun að halda áfram bygg- ingu vinnslunnar. Vilhjálmur fór á fyrrnefndan stað síðla árs ’74 en þar höfðu hliðstæðir þangskurðarpramm- ar og hér eru notaðir verið reyndir í nokkur ár við hlið- stæðar aðstæður og hér. Reynslan hefur síðan leitt í ljós að afköst prammanna hér og í Kanada eru svipuð. Er blaðinu fullkunnugt um að ábyrgir aðilar bentu á þetta atriði og töldu ástæðu til að endurskoða áætlunina í heild á grundvelli þess. Samt sem áður var haldið áfram fjárfestingum og miðað við að 11 prammar dygðu til að afla nægilegs hráefnis, þrátt fyrir að draga hafi mátt þann lærdóm af reynslu Kanada- manna að sá fjöldi dygði ekki til að afla helmings hráefnis miðað við að fyrirtækið stæði undir sér. Nú er talað um að búið sé að leggja um 600 milljónir í verk- smiðjuna og búnað hennar, auk þess kemur kostnaður við stór- felldar endurbætur á rafveitu, sem að vísu kemur fleirum til góða. Einnig á eftir að bora eftir heitu vatni og leggja hita- veitu auk þess að byggja dýra bryggju, einungis fyrir verk- smiðjuna. Skv. lauslegum reikningum, sem blaðið hefur borið undir aðila, sem skyn- bragð bera á má áætla kostnað- inn um milljarð eða um 4.500 kr. á mannsbarn í landinu eða um 20 þús. á meðalfjölskyldu. Er þá verulegur hluti fjár- festingarinnar ekki reiknaður til núverandi gengis sem mundi hækka upphæðina enn og um leið hefur nefnd á vegum ráðu- neytisins lagt til m.a. að rekstri verði hætt og að þar með sé verulegur hluti fjárfestingar- innar glataður. -G.S. Hver f ær kók í heilt ár? Happdrættisvinn- ingardregnirút daglega,sá síðasti á morgun „Það er nú fullsannað að Is- lendingar hafa mikinn áhuga á matvælum, það sannar aðsóknin að íslenzku matvælakynningunni í Iðnaðarhúsinu,” sagði Pétur Sveinbjarnarson framkvæmda- stjóri Islenzkrar iðnkynningar. Hann sagði að reyndar væri aðsóknin allt of mikil, meiri en húsrúm leyfir. Fyrstu þrjá dagana hafa 12280 manns komið á kynninguna og á fimmtudaginn voru gestir 6 þúsund. Þetta er meiri aðsókn en var að stóru fatasýningunni í Laugardalshöllinni. Gera þurfti sérstakar ráðstafanir, t.d. i sam- bandi við vörzlu og hreingern- ingar. Ef fer sem horfir hefur náðst til um 75 þúsund manns á iðn- milljóna húsí happdrætti — bls. 4 Reikningarnir tölulega réttir, athugasemdir bíða aðalfundarins - Sjá bls. 7 PÁSKAHÁTIÐ kynningarárinu sem ekki er lokið enn. Glæsilegir happdrættisvinn- ingar eru dregnir út á hverjum degi og í dag verður dreginn út vinningur sem eru kjötvörur. Vinningurinn á sunnudag, síðasta dag kynningarinnar, er kók í heilt ár. -KP Enn deilt um bifreiðatryggingarnar: Má taka dráttarvexti af fyrirfram greiddum gjöldum? Sú innheimtuaðferð bifreiða- tryggingafélaganna að taka dráttarvexti af tryggingagjöld- um þrjá mánuði aftur í tímann, séu gjöld ekki greidd fyrir 1. júní, er þegar tekin að valda deilum. Bifreiðaeigendur telja slíka innheimtu dráttarvaxta á fyrirframgreiðslur gjalda afar hæpna og styður Félag ísl. bif- reiðaeigenda þá skoðun. Trygg- ingafélögin telja hins vegar að vextir af fyrirfram greiddum tryggingum séu reiknaðir félög- unum til tekna þá er iðgjöldin séu ákveðin og verði gjöldin því að innheimtast á réttum tíma til að félögin fái sitt. Sveinn Oddgeirsson fram- kvstj. FlB tjáði DB að FlB teldi mjög vafasamt að innheimta dráttarvexti af fyrirfram greiddum iðgjöldum. Kvað hann fulltrúa F’lB hafa rætt málið við ráðuneytið sem teldi sig ekki geta úr því skorið hvort slíkt væri ólöglegt. Sveinn kvaðst hvergi vita til að slík innheimta dráttarvaxta þekkt- ist. Benti hann á bifreiðaskatt- inn í því sambandi. Á hann féllu ekki dráttarvextir væri hann greiddur á yfirstandandi ári, þó eindagi væri 1. apríl. Ólafur Bergsson deildarstjóri hjá Sjóvá kvaðst ’ætla að öll tryggingafélögin myndu inn- heimta dráttarvexti af iðgjöld- um frá 1. marz (gjalddaga) væru þau ekki greidd fyrir 1. júní. Tekjur af vöxtum fyrir- framgreiddra iðgjalda væru einn af þeim liðum sem afkoma tryggingafélaganna byggðist á og ákvarðaði heimild til iðgjaldahækkunar hverju sinni. Ljóst væri að félögin hefðu ekki vaxtatekjur af ógreiddum gjöldum og þvi yrðu þau að tryggja þetinan tekjulið sinn með álagningu dráttar- vaxta. Ólafur sagði að ósk tryggingafélaganna um ið- gjaldahækkun í ár hefði m.a. verið lækkuð á þeim grundvelli að félögin hefðu tekjur af fyrir- framgreiddum iðgjöldum. „Það á að vera afgerandi regla að menn greiði gjöld sín á gjalddaga. Bifreiðatryggingar eru lögboðin trygging. Lögin eru ekki sett til verndar bíla- eigendum heldur einkum til að vernda hagsmuni þeirra er verða fyrir tjóni af völdum bif- reiða," sagði Ölafur. -ASt. Krakkarnir í Garðaskóla héldu páskahátíð með pompi og prakt í gærkvöldi. Hún var haldin í leikfimihúsi skólans sem tekur mörg hundruð manns. Bornir voru stólar þangað og þeim raðað í iangar raðir. Það er alveg nauðsyn- legt að fá sér sæti eftir að hafa hamazt eftir alls konar popp- tónlist. Salurinn var skreyttur með alls konar skiltum. Boðskapur- inn á þeim fór ekki á milli mála. Þarna átti enginn að reykja og yfirleitt ails ekki. Þessar reglur voru að sjálf- sögðu virtar og nemendur sáu sjálfir um að hafa eftirlit með því. -KP ' 4

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.