Dagblaðið - 02.04.1977, Page 3

Dagblaðið - 02.04.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977. Lóðarleiga tólffölduð í einum áfanga og það í miðri verðstöðvun ‘ Þrátt fyrir veröstöövun dynja hækkanir á hækkanir ofan frá því opinbera og í til- kynningalestri útvarps og sjön- varps er lýðfrjálsu fólki á íslandi hótaö hörðu ef það greiöi ekki meiri og meiri pen- inga, með kveðju frá því opin- bera. Svo er hinn auralausi látinn borga fyrir tilkynning- una. Ékki veit ég hvort hinn hlut- lausi fjölmiðill, útvarp — sjón- varp, mundi birta tilkynningu frá almennum þegn þessa lands til stjórnvalda á sama h'átt. Ekki v'eit ég heldur hvort hinn auralausi landsmaður fengi að borga þá tilkynningu með pen- ingum sínum, úr sama sjóði, rikissjóði. Margsinnis hafa stjórnmála- leiðtogar hvatt til hófsemi og gætni í fjármálum, vegna sér- stakra aðstæðna og óvissu, en einhverra hluta vegna virðist sú aðvörun hafa farið fram hjá því opinbera að miklu leyti. Nú þegar dregur að kjara- samningum er ekki nema eðli- legt að því sé gefinn gaumur hvað ráðamenn landsins hafast að og hvort það sé í samræmi við það sem þeir tala og-skrifa. Ekki verður annað séð en fólkið í landinu hafi staðið við það sem af því var ætlazt varð- andi verðbólguaðgerðir. En ein- mitt þess vegna hefur berlega komið í ljós hverjir það eru sem kynda verðbólgubálið og grafa undan efnahagslegu sjálfstæði íslands. Það er sorglegt að þurfa að segja að fégræðgi opinberra stofnana er orðin svo mikil í garð vinnandi fólks að lítið vantar á að likja megi við ánauð þjóðarinnar. Þessi yfir- gangsskapur getur ekki gengið, þetta verður að breytast. Sem háseti á þjóðarskútunni verð ég að segja að mér finnst stjórn hennar einkennast um of af stjórnleysi og ofstjórn, óheppileg blanda það, og í hróp- andi mótsögn við breiðfirzka hákarlaskipstjórann á Fönix sem náði ekki heimahöfn vegna veðurs en sagði þegar karlarnir tóku að mögla: „Þegar ég stend uppi á þóftu og gái til veðurs og segi, við förum, förum við, en ef ég segi, við förum ekki, förum við ekki fetið, karl rninn." Nei, yfirmenn þjóðar- skútunnar eru of mikið í koj- unni og láta um of stjórn hennar í hendur Péturs og Páls, á ég þar við starfsmenn ríkisins, nefndir og ráð, menn sem enginn hefur kosið en virðast fara sínu fram þó það gangi í berhögg við óskir stjórn- málaleiðtoganna til þjóðarinn- Svo er hér að endingu sýnis- horn af verðhækkun sem sam- göngumálaraðuneytið hefur lagt blessun sína yfir, eða að minnsta kosti starfsmenn þess. en það er hækkun lóðarleigu af landi Landshafnar, Keflavík — Njarðvík. Hækkunin er að vísu sú mesta sem ég hef frétt af í einum áfanga, eða tólffölduð lóðarleiga, og í miðri verðstöðv- un. Hvað skyldi það verða næst? Þetta getur ekki gengið lengur, mælirinn er fullur, og meira en það. Bréf sem ég sendi samgöngu- málaráðuneytinu varðandi þetta mál sendi ég með, svo og svar. BENEDIKT BIÐST AFSÖKUNAR — leiðrétting vegna misskilnings íkjallaragrein Undirritaður vill koma áríðandi leiðréttingu á fram- færi í Dagblaðið vegna mis- skilnings í kjallaragrein B.V. sem birtist mánudaginn 21. marz sl. Þar sagði: ,,Nú er búið að skipa nýjan framkvæmda- stjóra í Tónabæ og því fylgdu þær breytingar að tveim dyra- vörðum var sagt upp. Einhver hefur verið ástæðan." Pjetur Maack framkvæmda- stj. Tónabæjar hringdi til und- irritaðs 29. marz og kvaðst hafa frétt að B.V. hefði sagt í um- ræddri grein, sem bar yfir- skriftina „Æskan og Breið- holt“, að tveir dyraverðir hefðu verið „reknir“ en sjálfur sagðist hann ekki hafa lesið umrædda grein. Pjetur sagði að sér þætti miður að þetta skyldi birtast vegna þess að hann væri mjög ánægður með starfsfólk sitt. Reyndar hættu tveir dyra- verðir en þeim var ekki sagt upp heldur fóru þeir af eigin Úrræðamenn á Al- þingi A.D. 1977 Kák og tap og teprulegir menn tóra hér á landi enn, hálir á velli og linir í lund, landið þeir flýja á raunastund. Lúpus loricatus. hvötum, vegna anna í prófum. B.V. þykir ekki ástæða til að reng’ja orð Pjeturs og biðst af- sökunar á þessari mistúlkun á brottför dyravarðanna. Að lokum ber að þakka Ómari Ragnarssyni fyrir greinargóðan þátt í Kastljósi ekki alls fyrir löngu þar sem fjallað var um unga fólkið. Þar var litið inn i Tónabæ og ekki var annað að sjá en það skemmti sér vel, þ.e.a.s. unga fólkið, og ekki var að sjá að þar væri neitt svall á ferðinni. Undirritaður biðst afsökunar á þessum leiðinda misskilningi, sem hann taldi pottþétta stað- reynd, annars hefði þessi klausa aldrei birzt. Einnig er skylt að bera fram afsökun til umræddra dyra- varða og vonar undirritaður að þetta mál sé úr sögunni og eng- inn erfi þennan leiðinlega mis- skilning. Benedikt Viggósson. Verzlunarhúsnæði Óska eftir verzlunarplássi sem fyrst miðsvæðis í „gamla bænum“ — helzt við Laugaveg. Sími 14197 og 24983. BÍLASALA Renault Renault Renault Renault Renault Renault Renault Renault Renault Renault Renault Renault 4 TL 74 12 TL 72 12 TL 73 12 TL 74 12 TL 74 12 TL 74 12 station 75 12 station 75 16 TL 74 4 sendibíll 74 4 sendibíll 75 4 sendibíll 76 Opið fró kl. 1-7 laugardag. Kristinn Guðnason hf, SUÐURLANDSBRAUT 2« — SÍMI 8(i(i:i.'! Mest seldi bíllinn í Evrópu 1976. RENAULT dagsins Hafið þér gengizt undir skurðaðgerð? Grettir Lárusson bilaviðgerðar- maður: Já, vegna botnlangans. Það var nú ekki alvarlegra og ég skil ekki aumingjaskapinn í hon- um Spassky að þurfa viku frí vegna slíkrar smáaðgerðar. Páll Hannesson tollvörður: Fyrir 15 árum var ég skorinn upp vegna magans. Síðan ekki á spítala komið. Daníel Jóhannesson starfsmaður í Skóverzlun Þðrðar Péturssonar: Ég hef aldrei lagzt á spítala og vona að svo verði aldrei. Lárus Lúðvfksson prjónlesfram- leiðandi: Sem 8 ára polli var ég tekinn og úr mér skorinn botn- langinn. Það var kvalalaust þó til allrar hamingju. Birgir Þór Gunnarsson sendibil- stjóri: Botnlanginn fauk fyrir 2 árum eins og í fleirum. Annað ekki. Rannveig Tryggvadóttir: Aldrei, nema það sé talið með að fæða börn. Þau hef ég alið fimm.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.