Dagblaðið - 02.04.1977, Síða 5

Dagblaðið - 02.04.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977.__ Könnun á högum Sóknarkvenna: Lengstur vinnutími hjá yngstu konunum Nærri 60% Sóknarkvenna búa íeigin húsnæði Nú liggur fyrir niöurstaða af könnun á lífskjörum og högum Söknarkvenna sem gerð var af Auði Styrkársdóttur, nema í þjððfélagsfræðum. Valdar voru tvö hundruð konur af þeim tvö þúsund sem til greina komu í úrtak, en það voru þær konur sem voru í vinnu þegar könnunin var gerð i október- nóvember 1976. Alls bárust svör frá eitt hundrað og nítján konum sem er 59,5% inn- heimta. Félagskonur Söknar eru flestar á aldrinum fimmtíu og eins til sextíu ára eða 23,0%. Sá hópur var einnig fjölmennastur í úrtakinu eða 22,8%. 43,1% félagskvenna eru fimmtíu ára og eldri. Kannað var hve lengi konurnar höfðu unnið á Sókn- arsvæðinu og kom í ljós að 64,7%þeirra höfðu unnið skem- ur en fimm ár. Ef hluti þeirra kvenna sem eru á aldrinum sextán til tuttugu ára, sem eru 14,1% félagskvenna, er dreginn frá kemur i ljós að 52,l%félagskvennahefur unnið skemur en fimm ár á svæðinu. Sjötíu konur í úrtakinu höfðu hlotið einhverja skóla- göngu umfram skyldunám, en engrar sérstakrar menntunar eða þjálfunar er krafizt af kon- um sem vinna þau störf, er Sókn tekur til. Langflestar, eða tuttugu og fimm, höfðu verið í húsmæðra- skóla, tuttugu voru með gagn- fræðapróf, níu höfðu verið í kvöldskóla eða námsflokkum, átta voru með miðskólapróf og sjö höfðu gengið í Kvenna- skólann. Landspróf höfðu þrjár konur. Síðan hafði ein kona stundað nám í Fósturskóla, garðyrkjuskóla, nám í pedagogik, hárgreiðslu, ljósmæðraskóla, þroska- þjálfanám, eitt og hálft ár i menntaskóla og eitt ár í lýðhá- skóla. Sumar kvennanna höfðu hlotið fleiri en eina tegund menntunar, t.d. bæði tekið gagnfræðapróf og einnig verið í húsmæðraskóla. Hjúskaparstaða Sóknar- kvenna var á þann veg að sextíu og sjö voru giftar og fimmtíu og tvær einhleypar, ógiftar, ekkjur og fráskildar. Af giftu konunum voru flestar, eða átján talsins, á aldrinum fjörutiu og eins til fimmtíu ára og fimmtán á aldrinum fimmtíu og eins til sextlu ára. Af þeim einhleypu voru þær flestar í sömu aldursflokkum, eða tólf í hvorum. Makar Sóknarkvenna eru langflestir verkamenn, eða tuttugu, og fimmtán eru giftar iðnaðarmönnum. Sjötíu og ein Sóknarkona bjó í eigin húsnæði eða 59,7% og þrjátiu og tvær konur í leigu- húsnæði eða 26,9%. Hjá for- eldrum eða ættingjum bjuggu sextán konur. Meðalleiga fyrir 2,5 her- bergja íbúð reyndist vera 17.800 á mánuði. í úrtakinu áttu átján konur börn á aldrinum 0-6 ára samtals tuttugu og eitt barn. Sóknar- konur fá ekki inni á barna- heimilum sjúkrahúsanna fyrir börn sín og kom í ljós að fimm konur keyptugæzluí heimahús- um en aðeins fjórar af konunum höfðu aðgng að barnaheimilum með börn sín og þar af unnu þrjár þeirra sjálfar á barnaheimilinu. Engin kvennanna hafði barn sitt á leiksköla. Meðalvinnutími einhleypra Sóknarkvenna var 73,4 klukku- stundir á viku til jafnaðar en meðalvinnutími giftu kvennanna var 31,9 klst.— Þær konur sem höfðu lengst- an vinnutíma voru á aldrinum sextán til tuttugu ára, en skemmstur var vinnutími hjá aldurshópnum þrjátíu og eins til fjörutíu ára. í niðurstöðu könnunarinnar er gert ráð fyrir þvi að á þeim aldri séu, konur hvað uppteknastar af barnauppeldi og heimilisstörfum og vinni þá færri stundir utan heimilisins. Meðalvinnutími maka Sókn- arkvenna reyndist vera 46,6 klukkustundir á viku. Allar nauðsynlegar upplýsingar voru til um fjörutíu og sjö hjön, þar sem bæði unnu úti og vinnu- dagafjöldinn var gefinn greini- lega til kynna. í ljós kom að hver einstaklingur af þeim vann 38,6 klst. á viku. Á 70% heimila giftra kvenna í úrtak- inu unnu bæði hjónin nærri því fullan vinnudag. Makar Sóknarkvenna eru upp til hópa láglaunamenn. Fjörutíu og tvær konur og makar þeirra fullnægðu þeim skilyrðum sem nauðsynleg voru til þess að reikna út nákvæmar meðaltekjur: Hver ein- staklingur hafði í meðaltekjur kr. 74.165 kr. á mánuði eða samtals 148.330 kr. 38,7% kvennanna höfðu sótt fundi hjá félaginu og kom í ljós að margar höfðu aðeins sótt sér- fundi sem haldnir eru á vinnu- stöðunum sjálfum, eða tólf konur (af fjörutíu og fimm sem höfðu sótt fundina). Þá kom í ljós að það eru einkum hinar eldri sem sækja félagsfundi. Sextán konur á aldrinum fimmtíu og eins til sextíu sóttu fundi og ellefu á aldrinum fjörutíu og eins til fimmtíu. Aðeins ein kona á aldrinum sextán til tuttugu ára sótti fund. Tuttugu og tvær konur nefndu áhugaleysi sem helztu ástæðu fyrir þvi að þær hefðu ekki sótt fundi, átta komust ekki frá börnum og sex tilgreindu tímaskort. Ein kona taldi sig ónýta að rata um bæinn og ein bar við heyrnar- leysi. Annars voru tilgreindar nítján ástæður fyrir því að fundir voru ekki sóttir. Mikill meirihluti kvennanna, eða 68,6%, kvaðst ekki vilja hætta vinnu utan heimilis. 31,4% þeirra sem svöruðu kváðust vilja hætta að vinna úti ef þær ættu þess kost. -A.Bj.. Hið íslenzka prentarafélag 80 ára Sameinast bókagerðarfélögin innan tveggja ára? „Samstarfsnefnd hefur unnið að því undanfarið að sameina bókargerðarmenn i eitt og sama félagið. Ég vona að sameining bókargerðarfélaganna, Hins ís- lenzka prentarafélags, Bókbind- arafélags Islands og Grafíska sveinafélagsins verði innan tveggja ára,“ sagði Ólafur Emils- son formaður Hins islenzka prent- arafélags á fundi með blaða- mönnum. Tilefni fundarins var að minna á 80 ára afmæli félagsins sem er 4. apríl nk. Að sögn Ölafs hefur nokkuð borið á því að félagsmenn hafi farið til útlanda i atvinnuleit. Fimm fóru á síðasta ári og þrír eru farnir á þessu ári. Þeir fara flestir til Svíþjóðar. Félagsmenn flytja vegna óánægju með kaup sem er miklu lægra hér en á Norðurlöndunum. Félagsmenn eru um 400 talsins og þar af um 70 manns ófaglært fólk. Það hefur full félagsréttindi eins og faglærðir félagsmenn. Fyrsta stéttarfélag iðnaðarmanna Prentarar mynduðu með sér skemmti- og fræðslufélag árið 1886 sem þeir kölluðu Kvöld- vökuna. Það varð fyrsti vísirinn að stéttarfélagi iðnaðarmanna á Islandi. Árið eftir var stofnað félag er kallað var Prentarafélag- ið. Félagið gaf út blað, sem var nefnt Prentarinn og var i fyrstu handskrifað. Prentarinn kemur út enn þann dag i dag. Vegna ýmissa félagslegra örðugleika lagðist félagið niður. Prentarar stofnuðu annað félag árið 1897 og nefndu Hið íslenzka prentara- félag. Það stofnuðu 12 prentarar úr ísafoldarprentsmiðju og Félagsprentsmiðjunni. Fyrsti for- seti félagsins var .kjörinn Þor- varður Þorvarðsson. Sjúkrasamlag og leikfélag Það sem ef til vill vekur mesta athygli, þegar málefni þessa nýstofnaða félags eru skoðuð er hve starfsemin var á breiðum grundvelli. Forseti félagsins lagði fram tillögu um sjúkrasam- lag á fundi sem var samþykkt og var það fyrsta sinnar tegundar á landinu. Það tók formlega til starfa í ágúst 1897. Félagslífið var mjög blómlegt innan félagsins. Starfandi voru söngfélag og leikfélag. Virkustu kraftarnir innan félaganna stofnuðu Leikfélag Reykjavíkur. Fyrsta verkfallið Prentarar gerðu fyrstir allra stétta verkfall. Það var árið 1899. Það stóð í einn dag. Gekk prent- smiðjueigandinn að öllum kröfum sem fram voru settar. Þrátt fyrir velheppnað verkfall, tók það félagið sjö ár að öðlast viðurkenningu prent- smiðjueigenda sem samningsaðili fyrir prentara á landinu. Árið 1920 semur Hið íslenzka prentarafélag um átta stunda vinnudag, fyrst verkalýðsfélaga. Þremur árum síðar semur félagið um vísitölubætur á laun prentara. Það var í fyrsta sinn sem það var gert. Eftir langt verkfall árið 1974 semur félagið um launajafnrétti ófaglærðs fólks innan prent- iðnaðarins. Þá fengu konur og kalar sama kaup fyrir sömu vinnu. Áður hafði verið munur þar á. I stjórn Hins islenzka prentara- félags eru: Ólafur Emilsson for- maður, Hermann Aðalsteinsson, Pétur Ágústsson, Guðmundur A. Grétarsson, Ölafur Björnsson, Sæ- mundur Árnason og Hafsteinn Hjaltason. -KP. JEPPAEIGENDUR Sparið bensín og minnkið slit með Warn framdrifslokum. Warn framdrifslokur fóst í eftirtaldar bifreiðir: Land Rover Willy’s Wagoneer Ford Bronco Scout Willy’sjeppa Biazer og flestar gerðir af pick-up bifreiðum með f jórhjóladrifi. Amerísk bif reiðalökk Þrjár línur íöllum litum Mobil Synthetic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Lacquer Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Einnigöll undirefni, málningasíur, vatnspappír Hrafn Jonsson & Co. Brautarholti 22. Sími 22255. Tilsöluísmíðum — Vesturbær — Bræðraborgarstígur Tvær 100 fermetra 3ja-4ra herb. íbúðir á fyrstu og annarri hæð ásamt risíbúð, 90 fermetra 3ja herb. skemmtileg íbúð, lítið undir súð. íbúöirnar seljast tilbúnar undir tré- verk og málningu. Sameign fullfrá- gengin. Sérhiti fyrir hverja íbúð, tvennar svalir, sérstigapallur. Fast verð: Seljandi bíður eftir húsnæðisstjórnarláni kr. 2.7 milljónir, og lánar 1 milljón og fimm hundruð þús. til tveggja ára. Ibúðirnar afhendast í nóv.-des. 1977. Húsið verður fokhelt í júní 1977. Allar nánari upplýsingar gefnar í sírna 21473 millí kl. 13 og 15 í dag og næstu daga. K.J. Steingrímsson sf. ^WMBIABIB------------- vantar umboðsmann íVogum Upplýsingar hjá Svanhildi Ragnars- dóttur Heiðargerði 6 — sími 92-6515 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík —

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.