Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977. Tízkuhornið Svona föt eru aðeins til á pappírnum enn sem komið er Viö rækjum líklega upp stór augu ef við mættum reykvísk- um meyjum í svona múnder- ingu. Svona föt eru ekki til nema sem hugmyndir á papp- írnum, enn sem komið er. Það eru nemendur í dönskum nytja- listaskóla sem eiga þessar hug- myndir. í slíkum skólum skjóta gömul efni gjarnan upp kollin- um á nýjan leik og þar fæðast margar frumlegar hugmyndir. Það vantar svo sem ekki að klæðnaðurinn til vinstri sé hlý- legur. Sláið gæti sem bezt verið úr islenzku Álafossteppi. Takið eftir sokkunum sem eru með breiðu stroffi sem brett er ofan á stígvélin. Klæðnaðurinn til vinstri er öllu óvenjulegri, ber mikinn keim af indíánafötum. Sokk- arnir eða legghlífarnar eru „rýjaðir" og næsta óvenjulegir. Við beltisstað hangir skrautleg skjóða með kögri. Beltið er með dúskum. Samfestingurinn er líkari venjulegum klæðnaði. Hann er úr koksgráu flanneli, vestið er tvílitt, koksgrátt og blátt. Skálmarnar eru teknar saman að neðan með hnýttum bönd- um. Blússa með lausum vasa Á þeim anorökum sem hingaðtil hafa verið framleiddir hafa vasarnir verið annaðhvort innan á eða saumaðir utan á. Hvort sem þeir hafa verið hafa þeir að minnsta kosti alltaf verið saumaðir fastir á fram- hliðina. Á myndinni má sjá anorak með lausum vasa, hann hangir í tveimur böndum sem fest eru i axlarsauminn. Axlarstykkið og vasinn eru úr öðruvísi efni en blússan sjálf sem er úr stungnu, vatteruðu popplini. Hugmyndina að þessari skemmtilegú flík átti Eva Bangsbo, danskur tízkuhönnuð- ur. Rúllukraginn sem kemur upp úr hálsmálinu tilheyrir ekki sjálfri blússunni heldur peysu sem notuð er innanundir. HK HIC HXC Hl£ HIC HIIC WXLHuc HIC m HIC HIC wtút HK ©HlC HnTmt H1t\tol HltHH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.