Dagblaðið - 02.04.1977, Side 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977.
24
Útvarp
Sjónvarp annað kvöld kl. 22.15: Frá Listahátíð
Söng sig beint í
hjörtu áheyrenda
Annað kvöld kl. 22.15 er enn á
dagskrá sjónvarpsins efni frá
listahátíðinni sem haldin var á sl.
sumri. Að þessu sinni fáum við að
heyra bandaríska óperusöngvar-
ann William Walker syngja nokk-
ur vinsæl lög úr bandarískum
söngleikjum. Joan Dornemann
annast undirleik og upptökunni
stjórnaði Tage Ammendrup.
Jón Kristinn Cortes sagði m.a.
um tónleika Walkers í DB 8. júní
sl.:
„William Walker er einn af
þeim sem hefur lagt upp í leitina
miklu. Hann hefur átt gott for-
skot á ýmsa aðra því að upplagi er
rödd hans mikil og fögur. Hann
hlýtur að vera nálægt hinum eina
sanna tóni, hver svo sem hann er,
þvi með rödd sinni sterkri, hljóm-
mikilli og hárri barítonrödd, sem
heillar áheyrendur, hefur honum
tekizt að komast inn á gafl hjá
Metropolitan óperunni og þar
stiga einungis inn afburða söngv-
arar.“ -A.Bj.
m ■>
Baritonsöngvarinn William
Walker syngur hjá Met ropolitan í
New York.
Útvarp á morgun kl. 15.15: Lífið er saltfiskur
Páll Heiðar í róðri
með Grindavíkurbáti
„Þetta verður fyrsti
þátturinn í röð þátta um salt-
fiskinn og þótti rökrétt að
fylgjast með því þegar verið er
að veiða fiskinn," sagði Páll
Heiðar Jónsson í samtali við
DB. Hann stjórnar þættinum
Lífið er saltfiskur sem er á dag-
skrá útvarpsins á morgun kl.
15.15.
„Reynt verður að bregða
upp í þættinum mynd af venju-
legum netaróðri. Ég fór ásamt
tæknimanni, Þorbirni Sigurðs-
syni, með mótorbátnum
Jóhannesi Gunnari GK 268 úr
Grindavík í vikunni. Þetta var
mikið og skemmtilegt ferðalag
bæði gott veður og líka gott
fiskirí," sagði Pálll.
— Já, voruð þið ekki hálfgerðar
fiskifælur þegar þið voruð við
gerð þáttanna með rannsóknar-
skipinu Bjarna Sæmundssyni?
„Ja, ég skal nú ekki segja um
það en í öllu falli fannst engin
loðna þegar við vorum með um
borð.“
„Maður er orðinn svo sjóaður
og svo er einnig mjög
spennandi að sjá hvað hægt er
að komast langt í því að reyna
að bregða upp mynd af því
hvernig hlutirnir ganga fyrir
sig án myndavélar,“ sagði Páll
Heiðar.
— Hvert verður svo framhaldið
á saltfiskþáttunum?
„Það verður væntanlega að
fylgjast með saltfiskverkuninni
heima, — síðan með útskipun-
inni og loks að taka á móti
farminum þegar hann kemur
til Portúgal. Það væri fróðlegt
að vita hvað Portúgalarnir gera
við fiskinn.
Ég reikna með að þetta verði
vorverkefnið mitt og þættirnir
endist fram I mai,“ sagði Páll
Heiðar.
Páll Heiðar sá um sex þætti
um sjávarútvegsmál, þar sem
tveir þættir fóru i kynningu á
deildum Hafrannsóknastofnun-
arinnar og fjórir þættir voru
lýsing á starfinu um borð í
Bjarna Sæmundssyni. -A.Bj.
Laugardagur
2. apríl
7.00 Morgunútvarp. Vcrturfrt‘j>nir
kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi
kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(ug forustugr. dagbl.J, 9 og 10.
Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund
barnanna kl. 8.00 Sigrún
Björnsdóttir heldur áfram að lesa
söguna „Strák á kúskinnsskóm" eftir
Gest Hannsson (2) Tilkynningar kl.
9.30. Létt iög milli atriða. Óskalög
sjúklinga kl. 9.15 Kristín Sveinbjörns-
döttir kynnir. Bókahornið kl. 11.15:
Barnatimi i umsjá Hildu Torfa-
dóttur og Hauks Ágústssonar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Á snyði. Einar örn Stefánsson
stjórnar þættinum.
15.00 i tónsmiöjunni. Atli Heimir
Sv. inss-jn sér um þáttinn.
16.15 Veðurfregnir. islenrkt mál. Ásgeir
Blöndal Magnússon cand. mag. talar.
16.35 l^tt tónlist.
17.30 Útvarpsleikrit barna og unglinga-
„Rauöa höllin” eftir Odd Björnsson.
Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Ekki beinlínis. Böðvar Guðmunds-
son rabbar við tvo leikara, Aðalstein
Bergdal og Gest Einar Jónasson um
heima og geima. Hljóðritun frá
Akureyri.
20.15 Einleikur á pianó: Jenia Kren
_ leikur.
20.35 Fomar minjar og saga Vestri-byggAar
á Grænlandi. Gfsli Kristjánsson flytur
ásamt Eddu Gísladóttur þýðingu sina
og endursögn á bókarköflum eftir
Jens Rosing. — Þriðji þáttur.
21.00 Hljómskálamúsik frá útvarpinu í
Köin. Guðmundur Gilsson kynnir.
21.35 „ÞaA gerist eitthvaA". smásaga eftir
Heinrich Böll. Hrefna Beckmann
þýddi. Sigmundur örn Arngrímsson
lcikari les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Dansiög.
23 35 Frctlir. Dagskrárlnk.
Sunnudagur
3. apríl
PálmasunnudaKur
8.00 Morgunandakt. Il«*rra Siglirlijiim
Einarsson biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Út-
dráttur úr forustugreinum dagbl.
8.30 Lótt morgunlög.
9.00 F’réttir. Hver er í simanum? Árni
Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson
stjórna spjall- og spurningaþætti I
beinu sambandi við hlustendur á
Blönduósi.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Morguntónleikar.
11.00 Messa í Hafnarfjarðarkirkju (HljóAr.
á sunnud. var). Prestur Séra Garðar
Þorsteinsson prófastur. Organleikari:
Páll Kr. Pálsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.15 Hugleiðingar um, hvers vegna Jón
Sigurðsson var ekki á þjóðhátíðinni
1874. Lúðvík Kristjánsson rithöf-
undur flytur hádegiserindi.
14.00 MiAdegistónleikar: Frá landsmóti is-
lenrkra bamakóra. Ellefu barnakórar
syngja á tónleikum í Háskólabíói 20.
marz. Kynnir: Guðmundur Gilsson.
15.15 „Lífiö er saltfiskur *. Fyrsti þáttur
Netaróður með m/b Jóhannesi
Gunnari GK268. Umsjónarmaður:
Páll Heiðar Jónsson. Tæknimaður
Þorbjörn Sigurðsson.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 StaldraA viA á Snæfellsnesj. Jónas
Jónasson ræðir við Grundfirðinga;
annar þáttur.
17.30 Útvarpssaga barnanna: „Systumar í
SunnuhiíA" eftir Jóhönnu Guðmunds-
dóttur. Ingunn Jensdóttir leikkona
lýkur lestrinum (10).
17.50 MiAaftanstónleikar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „MaAurinn, sem borinn var til kon-
ungs", leikritaflokkur um ævi Jesú
Krists eftir Dorothy L. Sayers. Þýð-
andi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri:
Benedikt Árnason.
20.15 Sinfóníuhljómsveit Islands leikur í
útvarpssal. Hljómsveitarstjóri
Karsten Andersen. Einleikari ávíólu:
Ingvar Jónasson. Konsert fyrir víólu
og hljómsveit eftir Grazynu Bacevicz.
20.35 Feneyjar. Friðrik Páll Jónsson tók
saman dagskrána, sem fjallar um sögu
borgarinnr og legu. Rætt er við tvo
málsmetandi Feneyinga um nútlma-
viðhorf. Flutt tónlist eftir Vivaldi. svo
og bátssöngvar. Meðflytjandi Friðriks
cr Pétur Björnsson.
21.15 Píanósvita eftir Herbert H. Ágústs-
son. Ragnar Björnsson leikur.
21.30 Ritmennt islendinga fyrir kristni.
Einar Pálsson lcs kafla úr bók sinni
„Timanum og cldinum” i tilcfni af
nýlcgum fornlcifafundi á Grænlandi.
22.00 Fréltir.
22.15 Vcðurfrcgnir. Danslög. Sigvaldi
Þorgilsson danskennari vclur lögin og
kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok
^ Sjónvarp
í
Laugardagur
2. aprfl
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Christensens-fjölskyldan (L).
Danskur myndaflokkur. 2. þáttur.
Jóhann verAur líka aA vinna. Jóhann
byrjar nú I skóla, en hann þarf að
vinna í verksmiðju eftir skólatíma. því
að faðir hans er drykkfelldur og
heldur eftir af kaupi sínu fyrir vín-
föngum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Sögumaður Ingi Karl Jóhann-
esson. (Nordvision — Danska sjón-
varpið).
19.00 Iþróttir (Laðhl.).
Hlé.
20.00 Fréttir og veAur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Lasknir á ferA og flugi (L). Gamlir
kunningjar bregða á leik I nýjum,
breskum gamanmyndaflokki í 13 þátt-
um. Þýðandi Stefán Jökulsson.
20.55 Úr einu i annaA.
21.55 Slys. (Áccident). Bresk blómynd
frá árinu 1967. Handrit Harold Pinter.
Leikstjóri Joseph Losey. Aðalhlutverk
Dirk Bogarde, Stanley Baker og
Jacqueline Sassard. Myndin gerist 1
háskólabænum Oxford og hefst með
því, að ungur maður bíður bana í
bílslysi fyrir utan heimili kennara
síns, en unnusta hans kemst lífs af.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
23.40 Dagskráríok.
Sunnudagur
3. apríl 1977
18.00 Stundin okkar.
19.00 Enska knattspyrnan. Kynnir Bjarni
Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veAur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Kvikmyndaþáttur. Fjallað er lítil-
lcga um kvikmyndagcrð. sagt frá is-
lcnskri tcxtun bíómynda, og minnst á
nokkrar páskamyndir kvikmyndahús-
1 msjónarmenn Érlcndur
Svcinsson og Sigurður Svcrrir Páls-
son.
21.25 Húsbændur og hjú (L). Bnskur
myndaflokkur. Biikur a lofti. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22 15 Fró ListahatiA 1976. Bandariski
ópmusöngvarinn William Walkcr
syngur vinsjcl lög úr amcrískum söng-
lcikjum. Við hljóðfænð J«»an Dornc*-
maiin.
22.35 AA kvöldi dags. Árni Sigurjónsson
flytur hugvckju.
-2.45 Dagskrárlok.
Sjönvarp íkvöld kl.21.55:
Hjónaband próf ess-
orsins kemur ekki
í veg fyrir að hann
eigi vingott við
nemanda sinn!
Frábær brezk mynd á skjánum
Dirk Bogarde er frábær i hlutverki pröfessorsins, þarna er hann ásamt
Jacqueline Sassard.
Biómyndin sem er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 21.55
heitir Slys, Accident. Myndin er
brezk frá árinu 1967. I kvik-
myndahandbókinni okkar fær
þessi mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Þar segir að þetta sé frábærlega
vel gerð mynd og ein af perlunum
sem Joseph Losey hefur stjórnað.
Handritið er eftir Harold Pinter
og aðalhlutverkið er leikið af
Dirk Bogarde. Það voru einmitt
þeir sem gerðu myndina Þjóninn
sem er ógleymanleg þeim sem
hana sáu.
Myndin hefst á því að einn af
nemendum háskóla í Oxford ferst
í bílslysi beint fyrir utan heimili
eins af prófessorunum. Unnusta
nemandans, sem verið hafði með
honum í bílnum, kemst lífs af.
Þótt prófessorinn sé
harðkvæntur maður, kemur það
ekki i veg fyrir að hann stofnar til
mjög náinna kynna við einn af
kvennemendum sínum. Þetta
virðist í fljótu bragði einföld saga,
en er það alls ekki þegar betur er
að gáð. í kvikmyndahandbókinni
er lokið miklu lofsorði á myndina
og leik þeirra sem þar fara með
hlutverk.
Auk Dirk Bogarde leika Stan-
ley Baker og Jacqueline Sassard í
myndinni.
Sýningartími er ein klukku-
stund og fimmtíu og fimm
mínútur. Þýðandi er Kristmann
Eiðsson. -A.Bj.