Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 2
n,\<;m.Af>m. manuda(;uk25. akríu 1977. 2 Ó, þessi klassík Þorsteinn Hannesson tónlistar- stjóri. 7167-5B88 skrifar: Ég vildi óska útvarpinu til hamingju meö páskadagskrána. Þaö hlýtur aö hafa verið alveg gífurlega erfitt að safna saman öllu þessu drasli, sem boöið var upp á. Annan eins hrylling hef ég bókstaflega aldrei heyrt. Allan daginn .út og inn glamraði klassíska tónlistin á fullu svo aö manni varö illt. Ég bara spyr, hvaö varð af poppinu? Eru einhverjar reglur til um þaö að ekki megi heyrast popp um páskana? Alveg er ég handviss um aö svo sé ekki. Heldur er þetta bara enn eitt dæmið um einka- hyggju tónlistarstjóra og Co. Hefur heiðursmönnunum á tón- listardeildinni aldrei dottiö í hug að til eru hrífandi popp- verk sem mundu sóma sér vel á föstudaginn langa? Ekkert botna ég heldur í því aö hafa eingöngu klassíska tónlist h laugardagskvöldið fyrir páska og á páskadag. Þó maöur tali nú ekki um annan í páskum. Var nú virkilega nauösynlegt að sleppa mánudagspoppinu? Það er greinilegt að tónlistarstjóri og Co. nota öll tækifæri sem bjóöast til að þjarma að popptónlistinni. Er ekki kominn tími til að þeir láti af þessum fordómum gagnvart poppi? Eg verö nú samt að viðurkenna að öll þessi klassík um páskana hefur þó leitt eitt gott af sér, en það er að mér er fátt mpira til ama en klassísk tónlist (og það er ykkur að þakka, Þorsteinn og Co.). ÉG VIL GJARNA KOMAST í NÝTT ÚTVARPSRÁÐ Páll Daníelsson, Melgerði 21, Kópavogi skrifar: Útvarp-Reykjavík, hefur löngum. meðal ungs fólks verið talin „uppþornuð" stofnun. Það kemur til af þvi að eldra fólkið ræður þar lögum og lofum. Samt er þessi stofnun kostuð af almennafé sem er sem kunnugt er peningar þeir sem við borg- um til hins opinbera, þ.e. frá 16 ára aldri og upp úr. Einhvers staðar las ég að helmingur þjóðarinnar væri fæddur eftir 1944. Eldra fólkið er því örugglega ekki í hrein- um meirihluta og ætti þar af leiðandi ekki að eiga meirihlut- ann af dagskránni eins og nú er. Yfirgnæfandi meirihluti dagskrár útvarpsins miðast við smekk þeirra, sem eldri eru en fimmtugt. Því er jafnan svarað til að hlustendur ríkisút- varpsins séu flestir á þeim aldri. Þetta er í sjálfu sér rétt, en hvers vegna hlustar eldra fólk meira á útvarpið en ungt? Einfaldlega vegna þess að það er rótgróin hefð að miða efni þess við smekk þeirra sem eldri eru. Þ.e. allt frá stofndeginum 1930. Útvarpið gekkst fyrir mikilli hlustendakönnun, eigi alls fyrir löngu. „Þeirri umfangs- mestu sem gerð hefur verið,“ tilkynnti einn útvarpsfor- kólfurinn rogginn. Hvað kom út úr þeirri könnun? Var það einhver „óþægileg" útkoma? Það væri fróðlegt að fá svar við þessum spurningum, á þessum vettvangi. Nei, góðir hálsar. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur. Það er óforsvaranlegt að ungu fólki sé þrýst til að hlusta alltaf á „kanann“. Útvarp-Reykjavík Rás 2 er það sem á að koma. Því fyrr þvi betra. Reynir Hugason, verk- fræðingur, sá stórsnjalli penni, sýndi fram á það í kjallaragrein f Dagblaðinu, að kostnaður við slíka framkvæmd er óveru- legur þó svo að um stereó- útvarp væri að ræða. Það hlýtur því að vera sanngjörn krafa að nýtt (annað) útvarps- ráð verði sett á laggirnar. Út- varpsráð skipað ungu fólki. Verði menn í vandræðum að fá starfskrafta, þá er ég til í tuskið. Er Útvarp Reykjavík uppþornuð stofnun? Ekki virðist svo vera, ef dæma má eftir þessari mynd, sem tekin var við upptöku áramóta- skaupsins. Það verður líka að hugsa um barnssálina. Börnin þurfa tilbreytingu ekki síður en fullorðnir. Er naudsynlegt að barnaheimilin loki í heilan mánuð á sumrin? Halldóra Ásmundsdóttir skrif- ar: Mig langar til að biðja Sumargjöf eða einhverja þá aðila sem með barnaheimili hafa að gera að svara spurningum um það hvaða ástæður liggi fyrir því að loka barnaheimilum í heilan mánuð á sumrin. Eins og er komast eingöngu börn námsmanna og einstæðra foreldra á dagheimili og það fólk hefur sannarlega fæst efni á að taka sér frí, fyrir utan það, að ekki eru allir vinnuveitendur til viðtals um frí einmitt á þeim tíma sem barnaheimilin loka. Lokunin kemur sér þv.í mjög illa fyrir flesta og skapar hreint vand- ræðaástand fyrir þá. Hvernig stendur á því að föstrur geta ekki skipzt á um að taka frí eins og annað fólk. Fóstrunemar Hann sagði að þetta væri eilífðarvandamál. Það vantaði yfir 20 fóstrur til þess að full- manna barnaheimilin, auk þess þurfa forstöðukonur frí. Hins vegar reyndi Sumargjöf að leysa nauð þeirra, sem verst væru settir, með því að færa börnin á milli heimila. Þeir sem verst eru settir eru einkum námsmenn. Fóstrur telja þó nauðsynlegt að þrýsta á fólk að taka sér frí með börnum sínum ef mögulegt er. Börn sem eru alltaf á stofnunum þurfa einnig frf og þá helzt að vera með foreldrum sínum. Fram- kvæmdastjóri Sumargjafar taldi þá tiltölulega fáa, sem ekki geta leyst þetta vanda- mál. Flestir eru viðbúnir þessu og taka sér frí á sama tíma. Það eru því ekki miklar líkur á að breytingar verði á þessum mál- um á næstunni og barnaheimil- in munu loka á sumrin. streyma út á vinnumarkaðinn á sumrin og þeir hljóta að geta leyst af eitthvað af fóstrum. Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta vandamál á ein- hvern hátt, öllum til hagsbóta. DB hafði samband við fram- kvæmdastjóra Sumargjafar og spurði hann um þetta atriði. Hringið ísíma 83322 kl. 13-15 eða skrifið laugardag 80 m laugavegi 69 simi 16860 Miðbaejarmarkaði — simi 19494 5980 5980 £ m*. Leðursólar fjölmargir istir 6650.- Hrágúmmísólar *5980.-«!: P0STSENDUM 6650 . ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.