Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 28
f ......—............... Reuter um fundinnsem Geir Hallgrímsson sat um helgina: Bundnir þagnarheiti — um- kríngdir vopnuðum vörðum „Faldir bak við lokaðar dyr“, þannig lýsir Reuter- fréttastofan fundi Bilderberg- samtakanna, sem Geir Hall- grímsson forsætisráðherra sat um helgina. „Fínasti klúbbur á Vesturlöndum,“ segir frétta- stofan. Á þessum leynifundi, 25. Bilderbergráðstefnunni, kom þessi klúbbur saman í enska baðstrandarbænum Torquay, aðeins tveimur vikum áður en toppfundur vestrænna ríkja verður haldinn í London, segir Reuter. Ekki orð af niðurstþðum ráð- stefnunnar verður birt opinber- lega. Hver þátttakandi hefur heitið að gefa ekki upplýsingar um það sem gerist á fundinum. Þarna voru voldugustu menn Vesturlanda, bankastjórar, hag- fræðingar, stjórnmálamenn og helztu embættismenn. Þeir munu hafa talað frjálslega um, hvernig varðveita mætti vest- ræna lífshætti, segir Reuter. Við græna borðið í Imperial hótelinu, varðir vel vopnuðum öryggisvörðum, voru meðal annarra Helmut Schmidt kansl- ari Vestur-Þýzkalands, Kissinger fyrrum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og David Rockefeller stjórnarformaður Chase Manhattan bankans. Þátttakendur eru valdir af sér- stakri stjórnarnefnd samtak- anna og kostnaður við þátttöku þeirra greiddur úr einkasjóð- um. Sumir brezkir þingmenn kalla þetta „mafíulegan fund“ auðmanna, og þingmaðurinn Canavan úr Verkamanna- flokknum krefst opinberrar rannsóknar á samtökum þess- um. Samtökin upphófust á tíma kalda stríðsins, og eru þau kennd . við Bilderberg í Hollandi, þar sem fyrsti fund- urinn var haldinn. Home lávarður, forseti ráð- stefnunnar, sagði, að hún mundi verða að gagni. Hug- myndir þaðan mundu birtast víða á næstunni. -HH Vængjadeil- unni lokið Langvarandi deilum í flug- félaginu Vængjum hf. er nú lokið með þvi að Guðjóni Styrk- árssyni, hrl., formanni stjórnar félagsins, hefur verið seldur mikill meirihluti hlutabréfa í fyrirtækinu. Fleiri samherjar Guðjóns hafa einnig keypt hluti í félaginu, þeirra á meðal fisk- vinnslufyrirtækið Hjálmur hf. á Flateyri og Jónas Guðmunds- son stýrimaður. Jónas var kjör- inn í stjórn félagsins á aðal- fundi þess, sem haldinn var á föstudaginn. Aðalfundurinn stóð aðeins 1 tæpan hálftíma. Voru þar lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og skýrt frá hinni nýju stöðu, sem upp er komin í félaginu. Fyrrverandi hluthafar, sem undanfarna mánuði hafa átt í miklum deilum við stjórn félagsins, seldu flestir öll sin hlutabréf á einu og hálfu nafn- verði og hafa þar með losað sig út úr félaginu og frá öllum skuldbindingum þess. Fóru þessi viðskipti fram skömmu fyrir páska. Þar sem hinir óánægðu hlut- hafar voru farnir úr félaginu varð ekki úr að kjörnir endur- skoðendur félagsins gerðu aðal- fundinum grein fyrir ýmsum athugasemdum sínum um með- ferð hlutabréfa og fjármuna félagsins. -ÓV FYRIRLESTUR DnRIS SPASSKY mjié skáksálfræði íTjarnarbæ Sovézki stórmeistarinn Boris Spassky heldur fyrirlestur í Tjarnar- bæ, gamla Tjarnarbíói, í kvöld kl. 8. Fjallar fyrrv. heimsmeistari um efni, sem nefna mætti skáksálfræði í einvígjum og öðrum meiri háttar keppnum. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Skáksambands tslands og öllum opinn. Aðgangseyrir er kr. 250.00. Myndin er af Spassky og frú. DB-mynd Sv. Þorm. Drepa í síðustu sígarettunni í sjónvarpssal í kvöld „Ég er búinn að hugsa um þetta 1 langan tíma, en hef aldrei gert neitt til þess að hætta. Ég hef ekkert minnkað reykingar, eða notað síu til að minnka nikótínið,“ sagði Stefán Jökulsson í morgun, þegar við spurðum hann hvernig gengi að undirbúa sig undir kvöldið. Stefán sagðist ekkert kvíða fyrir, hann settist bara þarna niður og dræpi í síðustu sígar- ettunni og væri þar með hættur að reykja. „Ætli Sigrún, stjórnandi þáttarins, hafi ekki frétt að ég hef verið með síu á sígarettun- um undanfarna mánuði til að minnka nikótínið,“ sagði Jóhanna Kristjónsdóttir i sam- tali við DB í morgun. Hún er ein af þeim sem sitja með Jóhanna Kristjónsdóttir: Hef notað síu á sigaretturnar und- anfarna mánuði. Sighvatur Björgvinsson: Eg hef ekkert undirbúið mig sérstak- lega. flestir taki þátt í þessu með okkur,“ sagði Elsa Þorsteins- dóttir í morgun. Hún sagði að hún hefði ekki búið sig sérstak- lega undir þáttinn. Hún hefði að vísu reynt að hætta að reykja einu sinni áður, en það hefði aðeins verið í nokkra daga. Elsa sagði að hún hefði heyrt á mörgum að þeir ætluðu að fara að dæmi þátttakenda í sjónvarpssal, „svona þættir hefðu átt að koma fyrir löngu,“ sagði Elsa. Það hefur varla farið fram- hjá neinum að í kvöld hefst í sjónvarpinu námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Það hefst að loknum fréttum og er fyrsti þátturinn 1 tuttugu mín- útur, en hinir verða í fimmtán mínútur. Sigrún Stefánsdóttir stjórnar þáttunum, en þeir eru sendir beint út. I hvern þátt koma ýmsir kunnáttumenn til að gefa góð ráð því fólki sem tekst þessi þraut á hendur. Læknir, sálfræðingur og matvæla- fræðingur leiðbeina fólkinu í gegn um þá erfiðleika sem mæta því fyrst í stað. Námskeiðið er haldið með það fyrir augum, að sjónvarþsáhorfendursem vilja hætta að reykja noti þetta tækifæri og myndi hópa, t.d. á heimilum eða á vinnustöðum, og fari að dæmi þáttakendanna í sjónvarpssal. Þátturinn, eða námskeiðið, verður þessa viku, því lýkur á laugardagskvöld. -KP. Stefán Jökulsson: Ég er búinn að hugsa mikið um að hætta. Sigrúnu Stefánsdóttur frétta- manni í sjónvarpinu í kvöld og hefja þátttöku í námskeiði til að hætta að reykja. Jóhanna sagðist ekki hafa undirbúið sig að öðru leyti en því, að hún hefði notað síur á sígarettur. Hún sagðist ekki hafa trú á að fólk gæti bara hætt, án þess að hafa einhvern undirbúning og aðdraganda að því. Elsa Þorsteinsdóttir: Vona að sem flestir taki þátt i þessu með okkur. Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður sagði í morgun að hann væri ekkert búinn að undirbúa sig sérstaklega undir þáttinn. Hann ætlar að hætta að reykja í kvöld og vonar að það takist með hjálp góðra manna sem koma í heimsókn í þáttinn í sjónvarpssal. „Ég ætla bara að vona að sem Srjálst, nháð dagblað MANUDAGUR 25. APRlL 1977. Samningarnir: Beðið eft- ir atvinnu- rekendum Beðið er eftir svari atvinnu- rekenda um vísitölumálið. Þess vegna var enginn samninga- fundur í gær, en örstuttur fur.dur var á laugardaginn. „Kaupmáttartrygging er ekk- ert einfalt mál, sem verði af- greitt á einum fundi,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda, í morgun. „Það verður að reikna, hvað hinir ýmsu möguleikar þýða fyrir þjóðar- búið, hvað þjóðfélagið þolir hátt kaupmáttarstig. Ef það er sett á vitlausan stað, skellur holskeflan yfir. Það er ekkert á móti þvi að skoða allar hugmyndir, og þannig var svar vinnuveitenda á laugardaginn,“ sagði Davíð. „Við erum sjálfir að reikna það dæmi.“ Samningafundur verður klukkan tvö í dag. -HH' Tveir duttu af hestbaki Stefán frá Möðrudal datt af hestbaki sl. laugardag og slasaðist nokkuð. Hann var fluttur í Sjúkrahús. Ung stúlka datt einnig af hesti hjá Fákshúsunum í Viðidal og slasaðist á höfði. -J.H. BÁTISTOLIÐ Fyrir helgina var báti stolið frá sumarbústað við Hafravatn. Báturinn, sem er 11 fet, var ófundinn í m»rg- un. -JH. Slys við Áburðar- verksmiðj- una Maður datt af vörubíls- palli hjá Áburðarverk- smiðjunni síðdegis á föstudag. Bíllinn var á ferð og steyptist maðurinn af honum. Hann slasaðist á höfði og fótum. -JH. Brotizt inn Brotizt var inn í sumar- bústað að Grafarholtsbletti 6 sl. föstudag. Stolið var hljómplötum og einhverju af peningum. -J.þH. Stolið úr Landa- kotskirkju Brotizt var inn i Landa- kotskirkju aðfaranótt sunnudags og þaðan stolið hljómflutningstækjum. Einnig var brotizt inn í Sundlaug Vesturbæjar og þaðan stolið hátölurum. Málið er i rannsókn hjá lög- reglunni. « Ri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.