Dagblaðið - 28.04.1977, Page 1

Dagblaðið - 28.04.1977, Page 1
í i i i i i i í i i t i i i i i i i i i i i i 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977. — 95. TBL. RITSTJÓRN SHÍUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, SÍMI 27022. NÝTT HRAUN 50x200 METRAR RANNINOTT i dögun í morgun virtist hraungos sem hófst í nýjum gíg 2—3 km noróur af Leirhnjúk skömmu eflir miðnætti hafa stöðvazt. Hafði þá mnnið hraun úr gígnum sem að fiaiar- máli var talið vera 200x50 metrar að stærð. Hraungígur- inn var fimmti gígurinn sem opnaðist á sprungunni þar sem gos hðfst í gær. Hinir fjórir, sem eru nær Kísiliðjunni og byggðinni, voru allir virkir en gjósa að mestu eingöngu gufu. Dagblaðið hafði samband við Helga .Jónsson sem var á vakt í stjörnstöð Almannavarna i morgun og kvað hann nú allt rólegra á svæðinu, og svo virtist sem allt væri í rénum. Helgi sagði að hraungosið hefði orðið dálítið norðar en gosið 1975. Hið nýja hraun gæti ekki kallazt annað en sletta Hinir gígarnir fjórir, sem sunnar og nær byggðinni opnuðust á sömu sprungu, spýja gufu en þó var á tímabili eldur í þeim nyrzta af þessum fjórum. Rann- sóknarmenn höfðu allir farið á vettvang í morgun og fréttir frá þeirh voru ókomnar þá er DB talaði við Helga. Helgi sagði að miklir jarð- skjálftar hefðu staðið allan dag- inn í gær og þeir hefðu valdið spjöllum á nokkrum stöðum. Mest varð tjónið við Kísiliðj- una. Þar brast ein af efnisþróm verksmiðjunnar og flæddi úr henni mikill vatnsflaumur. Þrær þessar geyma vikur og vatn sem dælt er upp úr Mý- vatni. Ekki vissi Helgi hversu mikið vatn hclði verið í þrónm en þær taka fullar mikið magn. Vatnsflaumurinn skemmdi hitaveituna til Reykjahlíðar og olli fleira tjóni. Hitaveitan er enn biluð enda skemmdist hún víðar en við verksmiðjuna af vatnsflaumum. Jarðskjálftarn- ir ollu allmikilli gliðnun jarð- sprungna og fór hitaveitan í en virðist allt í rénun sundur á nokkrum stöðum. Við- gerð hitaveitunnar var hafin í morgun. Þá komu slæmar sprungur í veginn upp í Bjarnarflag. á nokkrum stöðum, en þegar í morgun var búið að gera við þær til bráðabirgða svo fært var uppeftir. Þá ollu skjálftarnir skemmd- um á einu húsi Kísiliðjunnar. Það hús stendur á sprungu og hefur áður skemmzt í skjálft- um. -A.St. Hin dýrmætu bílastæði miðborgarinnar: KR0N girðiraf lóð sína þegar borgin neitarað hækka leiguna - bls. 5 Að eiga ná býli við einn nábýlis manna Bakkusar — bls. 8 Það er ekkert grín að vera án lesningar í marga daga. Þetta þurftu Akureyringar þó að sætta sig við, vegna þess að þangað var ekki flogið i þrjá daga vegna óveðurs nyrðra. Blöðin voru því gripin fegins hendi í blaðavagninum og það var enginn leikur að koma fyrir blaðabunkunum, en blöðin voru þrisvar sinnum fleiri en venjulega. Bunkinn rauk út og Akureyringar fengu blaðið sitt, eftir þriggja daga bið. DB-mynd AB/-KP. „Nú getur maður andað” Guðmundarmálið komið á svipað stig og í f y rra: Játningar þvingaðar fram — segja sakborningar fyrir réttinum INTERP0L hefur fundið hinn eftirlýsta ímálinu Rannsókn Guðmundar- málsins er nú aftur komin á svipað stig og á sama tíma í fyrra. Gæti rannsóknin staðið allt fram á haust, að sögn heimildarmanna DB. Réttarrannsóknin beinist nú að taisverðu leyti að lögreglu- og dómsrannsókn málsins fram að þeim tima að ákæra var gefin út áhendur meintum banamönnum Guðmundar Einarssonar. k]innig eru rann- sakaðar starfsaðferðir fanga- varða í Síðumúlafangelsinu. Að minnsta kosti einn fyrrver- andi fangavörður þar hefur borið vitni gegn tilteknum starfsmönnum fangelsisins, enda lét hann af störfum m.a. vegna þess, að hann gat ekki sætt sig við starfsaðferðir sem þar voru tíðkaðar, svc sem yfirheyrslur á vegum ein- stakra fangavarða. Sakborningarnir í málinu hafa fyrir réttinum sumir haldið því fram, að játningar þeirra í máiinu hafi verið þvingaðar fram og að fyrir þá hafi verið lagðar sögur, sem þeim var síðan ætlað að sam- þykkja. Mun þetta einnig eiga við Geirfinnsmálið, sem þing- fest var kl. 10 í morgun. Hafa því tveir þeirra, Sævar Ciesiel- ski og Tryggvi Rúnar Leifsson, dregið játningar sínar í Guð- mundarmálinu til baka. Nýjasta vitnið í málinu, sem leitað hefur verið af Interpol í Evrópu að undanförnu. hefur nú fundizt og verður flutt til Islands í fylgd tveggja ís- lenzkra rannsóknarlögreglu- manna fyrir helgina, að því að talið er. Er það 21 árs gamall maður sem fannst loks á Spáni i vikunni. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem DB hefur aflað sér, er rannsóknin, sem ákæran var byggð á, nú á undanhaldi og hefur ýmislegt nýtt komið í Ijós i réttarhöldunum. OV — Loftleiðamenn sniía baki við sígarettunni - bls. 9 Brezhnev gerður að blaðamanni — sjá erl fréttir bls.6-7

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.