Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1S77.
Stjömmál
Hávamál
Ásgeir Beinteinsson, Skjöld-
ólfsstöðum, Jökuidaishreppi,
N.-Múi. skrifar:
Á þessum tímum andlegrar
og líkamlegrar siðspillingar er
gott að rifja upp heilræði
Óðins. Hann hefur séð margt I
réttu ljósi þött eineygður væri.
Mér kemur í hug hvort menn
sem búa við einhverja líkam-
lega ágalla geri sér ekki betur
grein fyrir gæðum heimsins og
hvernig á að fara með þau. Ég
held að einmitt þeir geti tak-
markað hamingjuna við
skynsamleg mörk, eins og
líkamlegt heilbrigði og andleg-
an þroska. Hjá heilbrigðum, lítt
hugsandi mönnum á hamingjan
sér engin takmörk, nema ef
vera skyldi í krómdrekum,
steinköstulum og eiturspúandi
störiðju. I barnatíma i morgun
(16. apríl) komu krakkar með
þá tillögu, til þess að bæklað
fólk yrði aðnjótandi sanngirni í
þjóðfélaginu, þá ættu einn eða
fleiri þingmenn að vera
bæklaðir. Ég vil hins vegar
ganga lengra, þar sem alþingis-
menn þurfa ekki að fram-
kvæma neitt líkamlegt
erfiði eða flókin störf með
'höndum eða öðrum hlutum
líkamans, að vísu ef menn
hugsa stíft þá má telja það
líkamlegt erfiði, ég held hins
vegar að það hafi ekki verið
hugsað stíft á Alþingi lengi,
þrátt fyrir það að þeir séu
likamlega vel á sig komnir og
vil ég mæla með því að þeir fari
að nota sitt líkamlega atgerfi á
réttan hátt.
Með hliðsjón af því að Óðinn
bjóvið líkamlegan ágalla og var
skarpskyggn á tilveruna og
gæði lísins, kannski einmitt
vegna þessa ágalla, vil ég mæla
með því að allir þeir sem sitji á
þingi séu menn sem ekki geta
unnið þau verk sem líkamlega
heilbrigðum eru ætluð. Þing-
menn þurfa jú aðeins að hugsa,
skrifa ræður og tillögur svo og
auðvitað að tala (þetta má allt
gera sitjandi í stól, eftir því
sem ég best veit) en þetta getur
hinn bæklaði maður líka og
kannski betur vegna þess að
líkami hans hefur þroskað með
honum skarpskyggni á tilver-
una. Óðinn segir:
Haltur ríður hrossi
hjörð rekur handar vanur,
Ég segi hins vegar:
Haltur situr í leðurstól
(og talar um landsins gagn
og nauðsynjar)
hjörð rekur þingmaður.
Eflaust verða þessar hugsýn-
ir mínar aldrei að veruleika en
hér kemur erindi úr munni
Öðins, sem ætti að vera skráð á
hurð fésmálaráðherra, erindið
skýrir sig sjálft:
Bú er betra
þött lítið sé,
halur er heima hver;
blóðugt er hjarta
þeim er biðja skal
sér í mál hvert matar.
íslendingar eiga vingott við
eitt mesta stórveldi heimsins,
sumir slefa jafnvel yfir glotti
frá herrunum. Þá skal hér látið
fylgja erindi um vinskapinn:
Áfhvarf mikið
er til ills vinar,
þótt á brautu búi,
en til góðs vinar
liggja gagnvegir,
þótt hann sé fyrr farinn.
Mig langar ennfrekar að
benda hernámssinnum á eftir-
farandi:
Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Þá það finnur,
er að þingi kemur
að hann á formælendur fáa.
Einn besti vinur okkar á Is-
landi er lýðræði og frelsi til að
halda fram skoðunum sínum.
Samt hýsum við einn mesta
óvin frelsis og lýðræðis í
heiminum.
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin;
en óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera
Hinn bandaríski her ætti að
taka eftirfarandi erindi til at-
hugunar og hverfa á brott:
Ganga skal
skal-a gestur vera
ey í einum stað;
ljúfur verður leiður
ef lengi situr
annars fletjum á.
Það er mál manna, að ekki sé
gengið nógu langt í friðun
þorskstofnsins og mun sjálfsagt
ekki gert fyrr en um seinan:
Ár skal rísa
sá er á yrkjendur fáa,
og ganga síns verka á vit.
Margt um dvelur,
þann er um morgun sefur.
Hálfur er auður und hvötum.
Þeir sem óska eftir stóriðju í
þessu landi geta ekki borið
mikinn mannkærleika í brjósti.
Mun það ekki vera góðs viti:
Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á,
hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður,
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?
Munu þar ráða einhverjar
aðrar langanir, kannski
fégræðgi. Um hana segir
Óðinn:
Veit-a hinn
er vætki veit,
margur verður af aurum api.
Maður er auðigur,
annar óauðigur
skyli-t þann vítka vár.
Bjórinn er það sem koma
skal, segir Jón G. Sólnes, ekki
er Óðinn sammála honum enda
segir hann við Jón og aðra
drykkjumenn:
Er-a svo gott
sem gott kveða
öl alda sonum,
því að færra veit
er fleira drekkur,
síns til geðs gumi
Það er langt síðan þessi
erindi voru ort en engu að síður
hafa þau boðskap í dag. Verk-
menningu mannsins fleygir á-
fram á öllum sviðum en þroski
mannsálarinnar stendur í stað.
Við getum reiknað út vega-
lengdina til tunglsins, við get-
um jafnvel komist þangað en
við getum ekki reiknað út hvað
gerir einn mann hamingjusam-
an og vitran. Vísdómur hinna
andlegu spekinga hefur ekki
náð að festa rætur vegna þess
að við getum ekki þreifað á
honum. Við getum þreifað á
hinni fullkomnu vél en við
snertum aldrei hamingjuna:
Byrði betri
ber-at maður braut að
en sé mannvit mikið.
Auði betra
þykir það á ókunnum stað;
slíkt er volaðs vera.
Ef á Alþingi sitja menn sem
vilja brjóta af sér flokksklafa,
fjárglæframennsku og annarr-
ar fávisku þá vill Öðinn segja
eftirfarandi við þá menn:
Deyr f é
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama
en orðstir
deyr aldregi
hveim sér góðan getur.
Mun nú mál að hætta þessu
hjali að sinni því að:
Hjarðir það vitu
nær þær heim skulu,
og ganga þá af grasi;
en ósvinnur maður
kann ævagi
síns um mál maga.
Raddir
lesenda
Umsjón:
Jónas Haraldsson
Af hverju þurfti hann nú endiiega að leika svona?
TEFLT VIÐ HORT
37 sendi þessar vísur i tilefní
fjölteflisins mikla:
Nú skal ort með engri bið
þvi ekki skortir framhaldið
Dagblað vort hér dreif upp lið,
drenginn Hort að tefia við.
Teflt var mjög, það fólkið
frétti,
færði sögur þær á blað.
Heimsmet fjögur Hort þar
setti
hef ég bögur skráð um það.
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Dagblaðsins, er mikill meiri-
hluti landsmanna andvigur bruggun og sölu áfengs öls.
TIL GUÐS LUKKU
ERU ÓMENGAÐIR
MENN ENN
í FERÐAMÁLARÁÐI
Árni Helgason Stykkishólmi
skrifar:
Einhver Geir Andersen
skrifar í Dagbl. á laugardag
eftirfarandi m.a.: „Um það er
engum blöðum að fletta, að við
þær aðstæður, sem við búum
við t.d. í áfengislöggjöf, er eng-
in von þess, að við getum keppt
við aðrar þjóðir í því að laða
hingað ferðamannahópa í
stórum stíl. Ef ferðamálaráð
hefði séð sóma sinn í þvi að
styðja við framkomna tillögu á
Alþingi um bruggun og sölu
áfengs öls í landinu mætti þó
segja að það hefði sýnt lit. En
slíkt framtak sýnir ferðamála-
ráð ekki.“
Hvernig á að skilja þessi orð?
Meinarhöfundurað útlendingar
komi ningað aðeins til að láta
brugga ofan í sig og geti ekki
komið hingað nema þeir geti
velt sér í vímugjöfum? Og þá er
spurningin: Hvers konar fólk
er þetta sem viðeigumað laða að
okkur? Er þetta fólk sem meira
og minna er fast í áfengisnet-
inu? Hvað skyldu erlendir
segja eftir lestur þessarar
greinar? Hvílíkt álit sem
maðurinn hefir á erlendum
gestum. En ef þetta er rétt sem
í greininni er gefið i skyn, að
algáðir menn séu ekki i hópi
erl. ferðamanna, þá er það vafa-
samur gróði að auka ferða-
mannastrauminn. Það verður
að gera með öðru hugarfari en
Geir hefir yfir að ráða, sem
virðist liggja það í léttu rúmi
þótt hundruð góðra íslendinga
verði áfenginu að bráð, bara ef
hægt er að svala vissum fýsn-
um. Þokkalegt það. En það er
þessu hugarfari sem verið er að
lauma inn í hugskot þjóðar-
innar. Árangurinn lætur ekki
standa á sér í rýrnandi siðgæði
og aukinni verðbólgu.
Ég átti þess kost að ferðast út
í lönd í fyrra. Þar voru á sama
hóteli og ég menn annarra
landa. Eftir því sem ég
ímyndaði mér, hlyti að vera
þarna mikið um áfengisveit-
ingar en mér til stórrar gleði sá
ég að meiri hluti gesta notaði
hreint vatn og gos með mat.
Hafði ég orð á þessu við einn
gestanna og sagði hann: Við
erum hér til að NJÓTA LÍFS-
INS, en ekki menga það. En
hér á að menga það fyrir
öðrum. Margir ferðamenn sem
hafa komið til Stykkishólms og
gist hér hafa ekki farið dult
með það að næði til svefns á
nóttunni og heilbrigði í göngu
og skoðunarferðum væri númer
eitt. Ég hefi ekki enn hitt þann
ferðamann fyrir hér sem komið
hefir hingað til að drekka eða
komið hingað með sama hugar-
fari og margir Islendingar, sem
fara til Majorka og víðar og
kynna land sitt á mjög vafasam-
an hátt, svo ekki sé meira sagt.
Og hvernig væri nú ástand
ferðamálanna hér ef menn með
hugarfari Geirs Andersens
væru þar einhverju ráðandi?
Til guðs lukku eru þar ómeng-
aðir menn enn.