Dagblaðið - 28.04.1977, Page 7

Dagblaðið - 28.04.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977. 7 Til vinstri. Oryggisventill sem einnig gengur undir nafninu „jólatréð". Hann er settur efst á olíurörið til að hindra að olían renni óhindruð út. Er óhappið á Bravo varð hafði „jólatréð“ verið tekið burtu vegna eftirlits, en framlenging sett á í staðinn. Áformað var að segja nýjan öryggisventil á hið bráðasta, en olíugusan varð á undan. Til hægri. Mynd af Bravo olíuborpallinum, tekin á sunnudag. Björgunarmenn á Ekofisk-olíuleitarsvædinu Þurftusex klukkustundir til að loka borholunni líkur bentu til þess að Ijúka mætti verkinu upp úr hádegi ídag Björgunarmenn á Ekofisk olíuleitarsvæðinu á Norðursjó eru bjartsýnir á, að takast megi að beizla borholuna, sem nú er búin að spúa út meira en 20.000 tonnum af jarðolíu síðan á síðasta föstudag. Sex manna lið sérþjálfaðra bandarískra björgunarmanna fór upp á Bravo-borpallinn í dögun í morgun. Þeir töldu sig þurfa að minnsta kosti sex klukku- stundir til að ljúka verkinu. Það eina sem getur hrindrað að olíulekinn verði stöðvaður er eldsvoði eða ef veður versnar. Veðurspá er mjög hagstæð og líkur á eldsvoða fara sífellt minnkandi. Bandarísku björgunarsér- fræðingarnir og sjálfboðaliðar frá Phillips olíufélaginu, sem rekur Bravo-borpallinn, unnu í átta klukkustundir í gær við að reyna að koma þungum málm- hettum yfir olíugosið og hefta það þannig. Það tókst ekki, þvi að þeir voru orðnir örmagna af þreytu. Vinnuskilyrðin eru sér- lega erfið. Hávaðinn frá olíu- gosinu er eins og úr þotuhreyfli og erfitt er að fóta sig, þar eða Bravo er úsmurður í jarðolíu. Asgar ,,Boots“ Hansen björgun- arsveitarforingi og menn hans hvíldust i nótt um borð í björgunarbát sem liggur við akkeri skammt frá borpallin- um. Þegar tekizt hefur að beizla olíugosið er það hlutverk áhafnar björgunarbátsins að dæla leðju niður í pípur borsins til að jafna þrýstinginn í holunni, fyrir ofan og neðan sjávarmál. — Olíubrákin sem myndazt hefur síðan á föstudag þekur nú orðið um 1.500 fer- kílómetra sjávarflatarins kring um olíuvinnslusvæðið. Enn hefur olían ekki náð upp að neinni strönd í námunda við svæðið. Talsvert af olíunni er nú sokkið. Bandaríkin stööva vopnasendingu til Eþíópíu Bandaríkjastjórn hefur stöðvað vopnasendingu til Eþíópíu að verðmæti um 100 milljónir dollara. Ástæðan er sú að stjórnin í Addis Ababa hefur látið loka flestum bandarískum fyrirtækj- um i landinu. Eþíópíustjórn hafði pantað tals- vert mikið af vopnum, — af- hending þeirra allra hefur verið afturkölluð. Meðal annars voru í pöntuninni F-5 orrustuflugvélar, M-60 skriðdrekar og mikið af skot- færum. Sovétstjórn samþykkti í desem- ber síðastliðnum að sjá byltingar- stjórninni í Eþíópíu fyrir vopn- um. Fram til þess tíma höfðu Bandaríkin eingöngu selt stjórn- inni þar vopn. Sambandið milli landanna hefur farið síversnandi allt frá því að herinn steypti Haile Selassie keisara af stóli og kom á byltingarstjórn í staðinn fyrir þremur árum. Alls voru það um 325 manns, sem urðu fyrir verulegum áhrif- um vegna ákvörðunar stjórn- arinnar í Eþiópíu að loka fimm bandarískum fyrirtækjum í landinu. Bandaríkin: LÉLEGRA HERÓÍN Á HÆRRA VERÐI Heróínneytendur í Banda- ríkjunum þurfa í ár að greiða hærra verð fyrir lélegra heróín en í fyrra. Þetta kom fram í skýrslu, sem Peter Bensinger yfirmaður eiturlyfjaeftirlitsins i Bandaríkjunum tjáði undir- nefnd þingsins í Washington. Bensinger sagði, að venjulegt verð á götum úti væri nú 1.53 dollarar fyrir milligrammið. í fyrra hefði það verið 1.26 doll- arar. Þá hafa gæði efnisins einnig minnkað verulega. Í marz síðastliðnum var 5.8% af hreinu heróíni í hverjum skammti, — 6.6% á sama tíma í fyrra. Árið 1973 voru gæði heróinsins minnst eða 5.2%. Ástæðan var sú, að þá voru hert viðurlög við ópíumsölu í Tyrk- landi. HvaöaAdolf? Auðvitað hljóta skóla- krakkar í Þýzkalandi að vita allt um Adolf Hitler og gerðir hans. Kennari einn í Flensburg var þó ekki alveg viss. Hann gekkst fyrir sinni eigin skoðanakönnun meðal skólabarna víðs vegar um V- Þýzkaland. 2070 börn svör- uðu og niðurstaðan varð: Þau vissu ákaflega lítið. „Hitler var gamli leiðtog- inn okkar,“ sagði 14 ára piltur. „Hann leyfði ungu fólki ekki að hafa sitt hár.“ Annar nemandi kvað Hitler hafa fæðzt á árunum 1920-25 og hefði hann verið hvað at- kvæðamestur við endurreisn V-Þýzkalands eftir heims- styrjöldina síðari. Nokkra aðdáendur virtist gamli leiðtoginn eiga meðal þýzkrar skólaæsku. Til dæmis sagði einn 16 ára: „Hitler var hernaðarsnill- ingur sem hafði nærri því lagt heiminn undir sig." Annar kvað hann hafa byggt fyrstu hraðbrautina í Þýzka- landi. Erlendar fréttir Félagi Brezhnev blada- maður Sovézka blaðamanna- félagið gerði Leonid Rrezh- nev aðalritara kommúnista-: flokksins að blaðamanni númer tvö í Sovétríkjunum í gær. — Það er sjálfur Lenin, sem er blaðamaður númer eitt í landinu. Það var for- maður félagsins, sem af- henti Brezhnev skírteinið. Sá er jafnframt aðalrilstjói" Pravda. Bfla-og biívélasalan Arnbergi við Selfoss Sími 99-1888 Sýnishorn úr söiuskrá: Chevrolet Nova blár og hvítur 74. Chevrolet Vega rauður 73. Comet Custom brúnn með vinyl 74. Citroen 1220 Club brún sanser- aður 76. Citroén station DS brúnn 74. Chevrolet Blazer K5 Custom svartur 74. Fiat 125, pólskur, blár 75. Fiat 128 grænn 74. Mazda 616 rauður 74. Moskvitch hvítur 73. Moskvitch rauður 70. Moskvitch station orange 71. Skoda 100S rauður 71. Skoda Pardusgulur 73 Saab 96 blár 72. Toyota Crown grár 72. Taunus station 20M gulsanser- aður 70. Taunus grár 71. Volga rauður 73. Wagoneer gulur 73. VW Fastback rauður 70. Plymouth Barracuda grænn ’69. Pontiac Firebird grænsanser- aður ’68. Mótorhjól Kawasaki 750 cc. H2 blátt 72. Triumph 500 cc rautt og hvítt 74. Honda SS 50 cc gult 74. Höfum einnig nokkra Willys jeppa og vörubíia, búvinnu- vélar og tæki. Opið alla daqa frá kl. 14—22. Bíla-ogbúvélasalan Arnbergi við Selfoss Simi 99-1888 VING SANA töflurnar kontnar aftur Litur: Hvftur Stærðir: 4—7H Verð kr. 5.875/- Litir: Brúnar, rauðar og blá- ar. Stærðir: 4—714 Verð kr. 6240/- Litur: Rauður Stærðir: 314—7 Verð kr. 6.240/- Allar úr ekta skinni með þægiiegt skinnkiætt kork- innlegg. Domui Me4ú* FfiUflUii 3 Sfmi: 18519.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.