Dagblaðið - 11.05.1977, Blaðsíða 1
i 1
rf l
3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1977 — 105. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI 27022
Ef flutt væri inn frá Danmörku:
Jafnvel eggjakflóið yrði
eitthvað nálægt hundrað
krónum ódýrara
Sjáfréttábls.8
Rétt
„skríða”
yfirhúsa-
þökin í
mið-
bænum
Alkunna er að islendingar
hlupu yfir einn þáttinn í
samgöngumálum, þ.e. járn-
brautirnar. Þeir fóru eiginlega
beint af hestbaki upp í loftið,
enda er flugið langheppileg-
asti samgöngumátinn í okkar
landi. Stundum getur að vísu
verið erfitt með flug af veður-
farslegum ástæðum, en lang-
oftast haldast áætlanir sem
gerðar hafa verið og allir
komast leiðar sinnar loftleiðis.
Komið hefur til tals að flytja
flugvöll höfuðborgarinnar fjær
borginni en það hefur jafnan
verið kveðið niður með harðri
hendi. Sumum þykir þó nóg um
þegar flugvélarnar rétt
„skríða" yfir húsaþökin í
gamla miðbænum, þótt flestir
séu orðnir vanir því og hættir
að líta upp þótt flugvél fari lágt
yfir.
DB-mynd Bjarnleifur. A.B.Í.
Lokadagur-
inn kominn
en f iskiríið
ekki byrjað
Sjábls.8
Keflavíká
toppnum
- sjá bls. 12 og 13
„Sérkröfumar vonandi leyst-
ar íþessari og næstu viku”
— og verkfall ekki boðað á meðan — segir formaður iðnrekenda — telur „skattapakkann”
ekki koma fyrr en eftir afgreiðslu sérkrafna
„Það verður að vona, að
takist að leysa sérkröfurnar í
þessari og næstu viku, þannig
að ekki verði boðað verkfall á
meðan. Það væri fásinna að-
boða verkfall, meðan verið er
að semja um þær,“ sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, 1 morgun i viðtali við DB.
Davíð var nokkuð vongóður
um, að tækist að semja um
sérkröfurnar með „samræmd-
um hætti“, til dæmis með því
að láta eitt prósent kauphækk-
un eða svo mæta þeim í aðal-
atriðum. „Finna verður leiðir
til að semja um sérkröfur allra
aðildarfélaganna," sagði hann.
Fjórtán nefndir á vegum at-
vinnurekenda eru á fundum i
dag vegna málsins. Almennur
samningafundur verður ekki
fyrr en á morgun. Atvinnurek-
endur athuga í fyrsta lagi,
hvaða sérkröfur séu
hagræðingaratriði og „kosti
ekki peninga". Davíð benti á.
að það væri gífurleg vinna að
ganga frá sérkröfumáiinu. Því
tæki það langt fram í næstu
viku, þótt allir væru sammála
um að gera það. Verzlunar-
menn og iðnverkafólk hefðu
fallizt á að semja um sérkröf-
urnar með „samræmdum
hætti“, ef allir gerðu það.
Þetta væru láglaunahóparnir.
Fundasyrpa yrði með öllum
sam'oöndunum í Alþýðusam-
bandinu um þessi mál, og
kvaðst Davíð búast við, að al-
mennir samningafundir
legðust niður á meðan.
Skattapakki ríkisstjórnar-
innar kæmi vafalaust ekki
fram, fyrr en búið væri að
ganga frá sérkröfunum.
Sáttanefnd fór á fund með
ráðherrum í morgun.
Eitt félag, Sveinafélag
málmíðnaðarmanna í Rangár-
valtasýslu, hefur boðað verk-
fall sinna manna við Sigöldu
hinn 16., enda hafa þeir sama
og ekkert haft þar að gera,
síðan yfirvinnubannið hófst.
HH.
Krakkarnir
íKópavogi
skreyta gráu
steinveggina
Sjábls.9
Þjóðar-
tekjur á
mann jukust
eftir þriggja
ára samdrátt
Sjábls.5