Dagblaðið - 11.05.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977.
lofið okkur að lifa
Hjólhýsafólk vill bætta aðstöðu til ferðalaga.
Jóna Vigfúsdóttir skrifar:
I sjónvarpinu um daginn
voru umræður um ferðamál
innan lands og utan og leitað
skýringa á því fyrirbæri að það
mun vera þriðjungi dýrara að
fara kringum landið sitt heldur
en að fljúa í sólskinsparadísir
suður við Miðjarðarhaf. Talað
var við tvo af ferðamálagörpum
okkar og ræddar leiðir til að
lækka ferðakostnað og eins
tekin til meðferðar umgengni
fólks á útivistarstöðum.
Þar sem við hjónin höfum
gert hringferð um landið eða
styttri ferðir innanlands að ár-
vissri reglu vil ég drepa hér á
ýmis atriði sem ég hef hnotið
um undangengin ár.
Ég vil þá byrja á því sem er
tilefni þessarar greinar og það
er viðhorf forráðamanna vega-
gerðar til þeirra sem ferðast
með hjólhýsi. Vegir landsins
eru nú orðnir háir og greið-
færir og er það vel. En hvergi
hefir verið gert ráð fyrir því að
hjólhýsafólk kynni að langa til
að komast út af veginum ef það
sæi fýsilegan stað. Ef lagður er
nýr og beinni vegarspotti þá
skyldi maður nú ætla að við
myndum fá að notfæra okkur
gamla veginn svona til að vera
nú ekki fyrir neinum og eins
fer vel um hjólhýsin á sléttri
möl.
En — nei, óekki — fyrsta
verk þessara dánumanna er að
grafa gamla veginn sundur og
skilja hann þanriig frá þjóðveg-
inum að ómögulegt er að kom-
ast út á hann.
Það getur svo sem verið að
við hjónakornin séum full rög
við vegkantinn en litlu hjólhýs-
in eru það stutt og há á vegi að
ekki þarf neinn rosakant til
þess að þau velti.
Eitt árið fórum við fyrir
Tjörnes og ætluðum að reyna
að hafa náttstað frammi i Aðal-
dal en það fór eins og svo oft
áður, að hvergi var hægt að
komast út af veginum þar sem
viðunanlegt var. Við urðum að
skrönglast alla leið til Akur-
eyrar til að geta hallað okkur á
eyrað. Þá er þar við annan
vanda að fást og það er að geta
ekki sofið á hverju semgengur.
Við höfum sjaldan verið á opin-
berum tjaldstæðum, einkan-
lega vegna þess að við erum svo
svefnstygg. Ekki hefur þó
fólkið verið manni til ama, því
umgengni þess er orðin til
fyrirmyndar, þótt til séu þar
undantekningar. En hina full-
komnu kyrrð vantar.
Eitt sumarið áttum við
ógleymanlega miðsumarnótt í
Egilsstaðaskógi en — æ, æ, —
næsta sumar voru grafararnir
búnir að róta sundur gamla
veginum. Einu sinni vorum við
í nátthaganum í Skaftafelli —
guð varðveiti mig. — I annað
skipti eldaði ég okkur kvöldmat
í malarfarvegi milli Skaftafells
og Svínafells. Þá kom þar eitt-
hvert vesælt gamalmenni í íra-
fári og setti upp pappaspjald
þar sem öll umferð utan vegar
var bönnuð. Hæ, hæ og hó, ég
hló og át bitann minn í róleg-
heitum því Skaftafell á ríkið og
ríkið, það er ég. Það er ágætt og
sjálfsagt að hafa þjóðgarðsverði
en væri nú ekki nær að láta þá
rífa húskofana uppi á flötunum
og reka rollurnar úr túninu
heldur en vera alltaf á hælun-
um á fólkinu til að reka það úr
einum stað í annan?
Það getur verið að útlend-
ingar séu vanir þessari pössun
og peningamjöltun, en
andskota af mér sem við
Islendingar kunnum við þetta.
Ég vona að ég eigi ekki eftir að
lifa það að mega ekki stanza á
hverjum þeim stað sem ég verð
ekki öðrum til ama og ásteyt-
ings.
Hvað er að verða af hinni
rómuðu íslenzku gestrisni?
Flestir ganga hvarvetna vel um
garða og það ber að þakka. Af
hverju er þagað yfir því?
Hvers vegna eru náðhús og
vatnskranar sett á jafn guðsvol-
aðan berangur og nlelinn
sunnan við Kvísker? Þá jörð
hefði ríkið þurft að eignast og
gera að' þjóðgarði. Og fyrst fólki
er úthýst svona rækilega hví þá
að hafa kamar þarna á eyði-
sandi þar sem við auganu blasir
þessi gróðursæla vin? Hvers
vegna ekki við ána ofurlítið
vestar eða yfirundir Fjallsá?
Þar stanza allir en þar er engin
snyrtiaðstaða.
Við Jökulsá, sem er að líkind-
um einn vinsælasti skoðunar-
staður sunnanlands, er ekki
einu sinni vesæll kamar, hvað
þá vatn í krana og svona má
lengi telja.
Já, lofið okkur að lifa. Við
biðjum bara um að fá að
sniglast um þjóðvegina og fá að
stanza þar sem við erum ekki
fyrir neinum. Við kaupum
okkur pylsur og kók eins og
aðrir í vegasjoppunum og verzl-
um í kauptúnunum á leið
okkar. Við gefum náttúrlega
ekki mikið af okkur íkrónutölu
því við erum eins og snigillinn,
flytjum hús okkar og þurftir
með okkur, en þó svo se, þá
lokið okkur ekki úti á ber-
angrinum. Gerið okkur kleift
að komast út á fallega staði þar
sem við getum notið yndis og
friðar náttúrunnar.
íslenzkan landsliðsþjálfara
Knattspyrnuáhugamaður, 1730-
6804, skrifar:
Nú er knattspyrnuvertíðin
hafin í fullri alvöru og er því
hugur margra bundinn við
hana þessa dagana. Mig langar
fyrst að ræða um þjálfaramál
landsliðsins og úrbætur í þeim
efnum.
Nú hefur KSÍ enn einu sinni
ráðið til sín erlendan
landsliðsþjálfara. Tony.
Knapp. Ég ætla ekki að fara að
ræða um gerðir hans hér. Það
sem ég ætla að minnast á er það
að mér finnst það í meira lagi
furðulegt að KSÍ skuli ráða til
sín erlendan landsliðsþjálfara,
Raddir
lesenda
Umsjdn:
Jónas Haraldsson
þegar það er haft i huga hversu
góða og vel menntaða þjálfara
við eigum.
Við eigum að stefna að því að
íslenzkur þjálfari þjálfi lands-
liðið í framtíðinni, bæði a-
landsliðið og unglingalands-
liðið. Til eru margir íslenzkir
þjálfarar sem hafa hæfileika til
þess að þjálfa landsliðið okkar,
menn eins og Guðni Kjartans-
son, Guðmundur .Tónsson,
Jóhannes Atlason og fleiri og
fleiri. Þeir eiga skilið að fá
tækifæri til þessara hluta. Auk
þess eru erlendu þjálfararnir
svo dýrir að félögin hafa vart
efni á því að hafa þá. Sem dæmi
má nefna að Tony Knapp hafði
um 500 þús. kr. í laun á mánuði
sl. sumar. Geri aðrir betur.
KSÍ má ekki vantreysta
okkar eigin þjálfurum. Þeir
menn sem sæti eiga i stjórn KSl
hafa lengi sagt að íslenzkir
þjálfarar hafi engan veginn þá
reynslu sem þarf til að taka að
sér landslið. En hvernig fá
menn næga reynslu ef þeir fá
ekki einu sinni tækifæri til að
sýna hvað i þeim býr?
Keppni i fyrstu deild í knattspyrnu er hafin. Myndin sýnir Vest-
mannaeyinga skora gegn Fram í fyrstu umferð íslandsmótsins
ERFITT AÐ KOMAST í ARBÆJARHVERFIÐ
H.T. hringdi
og kvartaði yfir því að
erfitt væri að komast úr vestur-
bænum í Árbæjarhverfið með
SVR um helgar. Möguleikar
væru á því að nota leiðir 3 og 4
að Hlemmi og leið 6 að Grensás-
stöð. Bílarnir fara vestan að á
hálftima fresti en í öllum til-
fellum er Arbæjarvagninn, leið
10, farinn fyrir u.þ.b. 5 mínút-
um. Það er mjög bagalegt fyrir
fullorðið fólk að standa og bíða
eftir strætisvagni í 20—25 mín-
útur. Vonandi geta -forráða-
menn SVR hagað ferðum vagn-
anna þannig að meira skipulag
verði. Ferðir í Breiðholtið eru
góðar og ber að þakka það en
fólk þarf líka að komast í Arbæ-
inn.
Spurning
dagsins
Hvert
er
uppáhalds
blóm
þitt?
Ingi Gunnarsson starfsmaður
Flugieiða: Rósir. Þær eru gamall
vani í f jölskyldunni.
Ásdís Ágústsdóttir starfsmaður
Flugleiða: Rósir eru nú alltaf
langfallegastar.
Bjarni Þórarinsson sölumaður:
Rósir. Þær eru bæði fallegar og
líflegar.
Sigurður Guðmundsson máiari:
Ég veit ekki hvað það heitir. Það
er sóleyjartegund.
Erla Ólafsdóttir húsmóðir: Rósir,
þær eru svo rómantískar.
Kósa Þorsteinsdóttir afgreiðslu-
stúika í biómabúð: Orkideur, þær
eru svo fallegar.