Dagblaðið - 11.05.1977, Síða 6

Dagblaðið - 11.05.1977, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1977. Verkfallið heldur áfram á Norður-lrlandi: SÉRA PAISLEY HAND- TCI/IMM I ^ ITP ~enlátinnlaus I CiiVlPlPI I U#w II þremur tímum síðar Almenningur á Norður- írlandi má kvíða enn einum vandræðadeginum í landi sínu í dag. Öfgasinnaðir mót- mælendur héldu áfram tilraunum sínum við að þvinga fólk til almenns verkfalls, en hlutu litlar undirtektir. Þrír féllu í óeirðum í Belfast. Eftir dauða eins strætisvagns- stjóra var ákveðið að stöðva fólksflutninga í borginni í sólarhring. Séra Ian Paisley, einn aðal- hvatamaður verkfallsins, var handtekinn eftir að hann gaf. fyrirskipun um að rífa niður götuvirki hermanna í bæ skammt frá Belfast í gær. Hann var látinn laus þremur klukku-' stundum síðar og hrópaði til fylgismanna sinna er hann gekk út úr fangelsinu: „Verk- fallið heldur áfram." Roy Mason, innanríkis- ráðherra Norður-lrlands, sakaði Paisley prest í gærkvöld um að hagnýta sér handtökuna til að ávinna sér samúð fjöld- ans. Öfgasinnar hyggjast nú beina þrýstingi sínum að fólki sem býr í afskekktari héruðum Norður-írlands. Þegar í gær voru hafnar aðgerðir í sveitum þó að ofbeldi væri að sjálfsögðu beitt áfram í Belfast. Fjölmennt við viðhafnarbörur Erhards kanslara — Hann verður jarðsettur á morgun Þúsundir V-Þjóðverja vottuðu Ludwig Erhard fyrrum kanslara landsins virðingu sina þar sem hann lá á viðhafnarbörum i þing- húsinu í Bonn. Þeirra á meðal voru Walter Scheel forseti landsins, flokksleiðtogar og sendi- menn erlendraxríkja. í dag minnast þingmenn í neðri deild v-þýzka þingsins leiðtoga síns fyrrverandi og þriggja daga minningarathöfn um hann lýkur á morgun er hann verður jarð- settur í Gmund í Bayern. Þar bjó Erhard síðustu ár ævi sinnar. Ludwig Erhards er aðallega minnst sem mannsins sem gerði Vestur-Þýzkaland að því efna- hagsveldi sem það nú er. Hann varð efnahagsráðherra árið 1949 og kanslaraembætti gegndi hann árin 1963-66. Hann var áttræður er hann lézt. 'VANTAR 150-200 tonna skip til utanlandssiglinga strax Fragt báðar leiðir Uppl.í síma 82200, herbergi 802 ídag Nýkomið: Sumarkjólar, stærðir 42-48 margir iitir ELÍZUBÚÐIN SKIPH0LTI5 Séra Paisley í mótmælastöðu. Hann reyndi að hagnýta sér handtöku sína „málstaðnum‘‘ til framdráttar. Amin sýnir innrásar- mönnum mildi Idi Amin Ugandaforseti hefur ákveðið að sýna þrjátíu Tanzaniu- mönnum og sjö Ugandabúum mildi og gefa þeim jarðnæði til búsetu í staðinn fyrir að taka þá af lífi. Mennirnir voru allir hand- teknir 2. maí grunaðir um að koma frá Tanzaníu í þeim tilgangi að steypa stjórn Amins af stóli. Tanzaníustjórn neitar þessu. Amin ákvað að sýna mönnun- um mildi eftir að hann fékk bréf frá þeim. Þar sagði að þeir hafi verið neyddir til að rýðjast inn í Uganda. Þeir kváðust hafa átt að fá aðstoð frá flugvélum í her Tanzaníu. Þær áttu að lenda á tveimur flugvöllum í landinu með aukinn herafla. Síðan var fyrir- Erlendar fréttir ÁSGEIR TÓMASSON 1 REUTER i hugað að ráðast á höfuðborgina, Kampala, og hertaka hana. — All- ar þessar upplýsingar eru hafðar eftir útvarpinu í Kampala. Amin er sagður ætla að koma með, innrásarliðið á sjónvarps- skjáinn og ræða við það þar. Stjömum þöglu mynd- anna fækkar stöðugt Joan Crawford lézt ígær Athygli umheimsins beindist skyndilega að löngu gleymdri leikkonu, Joan Crawford, er hún fannst látin 1 íbóð sinni í New York. Hún lézt úr hjartaslagi, 69 ára gömul. Gamlir leikfélagar Joan i Hollywood fóru um hana hlýjum oróum,; er þeir fréttu af dauða henha^. „Ein af hinum sönnu drottníngum kvikmynda- tjaldsins“ og „stórstjarna" voru eftirmælin. sem þeir Fred Astaire og Kobert Young gáfu henni. Joan Crawford hóf feril sinn fyrir fimmtíu árum, á tímum þöglu myndanna. Hún lék alls í um áttatíu kvikmyndum fyrst sem fallega konan og kynbomban, en er aldurinn fór að færast yfir hana breyttust hlutverkin og vestrar og jafnvel hryllingsmynd- ir tóku við. Síðasta stóra hlutverk- ið hennar var í myndinni „Whatever Happened to Baby Jane?“ Þar lék Bette Davis á móti henni. Joan Crawford var fjórgift, Fyrstu þrjú hjónaböndin enduðu með skilnaði. Fjórða manninn sinn, Alfred Steele, Iifði hún. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF IHUCUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME ALMENNUR KYNNINGARFYRIRLESTUR verður í kvöld að KJAR- VALSSTÖÐUM kl. 20.30. Fjallað verður um áhrif tækninnar á andiegt atgervi, á heilsufar og hegðun. Tæknin er auðlærð, auðæfð, krefst engrar einbeitingar eða erfiðis. Hún losar um djúpstæða streitu, eykur orku og almenna vellíðan. Þetta staðfesta vísindalegar rannsóknir. ÖLLUM ER HEIMILL AÐGANGUR. ÍSLENZKA IHUGUNARFÉLAGIÐ. Sovétmenn og Japanir ræðast enn viðum landhelgismál: Ekki er vitað hvort eitthvað muni miða \samkomulagsátt nú Sjávarútvegsráðherrar Japans og Sovétríkjanna hittust enn á ný í Moskvu í gær. Þeir ræddu sama umræðuefnið og á tveimur fyrri fundum þeirra, — fiskveiði- mörkin umhverfis Kurile- eyjaklasann. Tvær fyrri ttlraunir þjóðanna tveggja um að ná bráðabirgða- samkomulagi um veiðiheimildir á Norður-íshafi og Kyrrahafi fóru gjörsamlega út um þúfur. Ishkov sjávarútvegsráðherra Sovétríkj- anna vildi í gærkvöld ekki tjá sig um, hvort eitthvað væri að þokast í samkomulagsátt núna. Deilur þessar standa aðallega um, hvoru landinu Kurile- eyjarnar tilheyri. Þær tengja japanska eyjaklasann við Kamtsjakaskagann í Síberíu. Eyjarnar hafa heyrt undir Sovét- ríkin síðan í lok hetmsstyrjaldar- innar síðari. .Japanir telja sig hins vegar eiga eyjarnar og vilja því fá að fiska við þær.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.