Dagblaðið - 11.05.1977, Page 10

Dagblaðið - 11.05.1977, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977. Útgsfandi DagblaAiA hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjómar: Jóhannos Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfréttastjórí Atli Steinarsson. Safn: Jón Saivar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pélsson. BlaAamenr.: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefénsdóttir, Gissui* SigurAsson, fHallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jþnas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson. HörAur Vilhjálmsson, Sveinn bormóAsson. Skrífstofustjórí: Olafur Eyjólfsson. Gjaidken: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjórí: Mér E. M. Halidórsson. Ritstjóm SíAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsími blaAsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. é mánuAi innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakiA. Setning ug umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Armúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmir hf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Samstarfið heldur áfram Báðir stjórnarflokkarnir hafa nú að baki aðalfundi sína, sem hafa einkennzt af eins konar „drengskap, einhug og baráttu- gleði“ eins og Tíminn lýsti fundi sinna manna fleygum orðum í fyrirsögn á forsíðu. Þessir fundir voru báðir friðsamir og treystu stöðu valdahópanna, sem flokkunum ráða. Menn muna enn, að ýmsar umdeildar athafnir ráðherra og ráðamanna Framsóknarflokksins urðu þeim ekki til áfellis á miðstjórnarfundi flokksins í lok marz. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síð- ustu helgi var svipað uppi á teningnum. Þar treysti flokkseigendafélagið, sem gárungar kalla nú Bilderberg-hópinn, tök sín á flokknum. Ráðamenn beggja flokka sjá því fram á innan- flokksfrið á næstunni. Báðir þessir aðalfundir voru íhaldssamir, eins og bezt sést af stefnuskrám þeim og yfir- lýsingum, sem fundirnir samþykktu. Sem dæmi má nefna, að í Sjálfstæðisflokknum er búið að kaffæra hugmyndir um breytta landbúnaðar- stefnu, sem komu fram í ályktun næsta lands- fundar á undan. Nýja stefnuskráin í land- búnaði er aðeins bergmál af stefnu Fram- sóknarflokksins. Hvorugur flokkurinn hefur litið við hug- myndum um auðlindaskatt og skipulega nýtingu fiskimiðanna á ódýran hátt. Hvorugur flokkurinn hefur litið við hugmyndum um aðskilnað fjármála og stjórnmála. Hvorugur flokkurinn hefur litið við hugmyndum um minni og ódýrari landbúnað á íslandi. Þetta eru nokkur dæmi af mörgum um vel rökstuddar hugmyndir úr þjóðmálaumræðu síðustu missera, sem hafa alveg farið framhjá flokkunum tveimur. Enda skiptir svo sem ekki miklu, hvað stendur í yfirlýsingum og stefnu- skrám, sem hvort sem er aldrei er staðið við. I rauninni eru þetta plögg, sem yfirstétt flokkanna tekur ekki hið minnsta mark á. Stjórnarstefna flokkanna verður áfram óháð fundayfirlýsingum þeirra eins og hingað til. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar mun áfram byggjast á úrræðum hinna íhalds- sömustu hagfræðinga. Áfram verður reynt að halda við láglaunakerfinu. Og áfram verður reynt að þenja út ríkisbáknið. Hvort tveggja skapar valdastétt stjórnmálaflokkanna hámarksvöld gagnvart öðrum þáttum þjóðlífs- ins. Samhljómurinn í aðalfundum stóru flokk- anna tveggja bendir til, að traustur friður muni verða um helmingaskipti þeirra við stjórnvöl- inn fram á næsta ár. Það hefur dregið úr möguleikum á haustkosningum. Enda er ljóst, að ytri völd flokkanna eru jafn ótrygg og innri völd valdastétta þeirra eru trygg. í skoðanakönnun hefur komið í ljós, að helmingur kjósenda er ýmist reiður flokkunum eða óákveðinn í afstöðu til þeirra. Stjórnarflokkunum nægir ekki innri „dreng- skapur, einhugur og baráttugleði“, ef kjósend- urna vantar. Ráðamenn þeirra kæra sig sízt um að fá kosningar í hausinn á næstunni. Þeir munu því hanga saman í von um betra veður á ofanverðum næsta vetri. Og aðalfundirnir hafa veitt þeim frið til þess. SOVÉTMENN HAFA EKKILOKAÐ DYRUNUM FYRIR SALT 2 VIÐRÆÐUM SALT-2 viöræöurnar hefjast að nýju í Genf 11. maí. Þær hafa legið niðri síðan Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór til Moskvu sællar minningar og ræddi þar við ráðamenn án árangurs. — Hér fer á eftir fréttagrein eins af fréttamönnum APN, sem segja má að sé eins konar hug- leiðing um í hvers konar jarð- vegi viðræðurnar fari fram: Fyrir röskum þremur mánuð- um fylgdust samlandar mínir af áhuga með sjónvarpssend- ingum frá því þegar hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, var settur í embætti og flutti ávarp til þjóðarinnar, þar sem hann lýsti sig fylgjandi áframhaldandi sovézk- bandarískum samskiptum og lofaði að gera það sem í hans valdi stæði til að draga úr því hve heimurinn væri háður kjarnavopnum. Og forsetinn sem fór sínar eigin leiðir fékk hljómgrunn hjá bandarískum almenningi. Nú þegar hundrað dagar eru liðnir frá valdatöku Carters eru vonbrigði ríkjandi tilfinning hjá sovézkum almenningi. Meg- inástæða þessa er áreiðanlega sú stöðnun sem nú um skeið hefur einkennt sovézk- bandarísk samskipti. Mestar áhyggjur af öllu hafa menn af framtíð Salt-2 viðræðnanna. Og kvíðinn er skiljanlegur: Það sem nú er kallað „stöðnun" getur eftir 3. október nk., þegar núgildandi samkomulag um takmarkanir árásarvopna- búnaðar rennur út, breytzt í óbætanlegan missi gagnkvæms skilnings og leitt til óheftrar keppni milli stórveldanna tveggja á sviði vopnabúnaðar. Með þetta í huga virðast mér hinar nýju tillögur nýju stjórnarinnar í Washington vera áhættusamt, pólitískt hliðarstökk. Minnumst þess, að það kostaði sovézka og banda- ríska leiðtoga mikið erfiði að leggja drögin að Salt-2 sam- komulaginu í Vladivostok, sam- komulag sem tryggir öryggi beggja aðila miðað við núverandi ástand. Síðar full- yrtu mjög háttsettir talsmenn stjórnar repúblikana við Bandaríkjamenn að nýr samningur væri „90% til- búinn“. Enn síðar lofaði Carter, sem þá hafði unnið kosningarn- ár, því að Salt-2 samningur á grundvelli þeirra meginreglna sem samkomulag varð um í Vladivostok yrði forgangs- verkefni ríkisstjórnar hans. Síðan kom bandaríski utan- ríkisráðherrann til Moskvu með tillögur í fórum sínum sem gerbreyttu Vladivostoksam- komulaginu. Og það sem meira var, fyrir komu hans hafði þess- um tillögum verið lýst sem hvorki meira né minna en áætl- un um „allsherjar afvopnun“, en í raun reyndust þær vera áætlun um að tryggja Banda- ríkjunum einhliða hernaðarleg- an ávinning. Það uggvænlegasta er að eftir að stjórnvöld í Moskvu höfðu af góðum og gildum ástæðum hafnað þessum vil- höllu tillögum sem vænta mátti, héldu bandarískir leiðtogar áfram að segja, að „Rússar ættu næsta leik“ og að tillögur þeirra væru vísir að gagn- kvæmt aðgengilegu samkomu-. lagi. Mikjalil Zimjanin, ritari miðstjórnar Kommúnista- flokksins, lýsti opinberri sovézkri afstöðu til málsins er hann sagði nýverið í yfir- lýsingu að afstaða Bandaríkj- Kveðjustundin er upprunnin: Andrei Gromyko og Cyrus Vance kveðjast i Moskvu. Gromyko hafði aldeilis ekki sagt sitt siðasta orð að þeim kveðjum afstöðnum. stjórnar demókrata, einnig á þeim svæðum þar sem hættu- leg, alþjóðleg átök eiga sér stað. Vissulega er fylgni Carters við kenninguna um „verjanleg landamæri" —snoturt líkinga- heiti á innlimunarstefnu tsra- elsstjórnar — ekki líkleg til þess að auðvelda lausn deil- unnar fyrir botni Miðjarðar- hafs. Yfirlýsing Bandaríkjafor- seta um ,,heimaland“ til handa Palestínumönnum var of óljós til þess að fullnægja þeim. Leið- togar PLO segja réttilega að Palestínumenn eigi heimaland, það sem þá vantar er eigið ríki. Afsökunaryfirlýsing sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, Andrew Young, breiðir ekki yfir þá staðreynd að stefna stjórnvalda í Washington er enn sú að halda í sessi kynþáttakúgandi ríkisstjórnum sem eiga sam- eiginlega efnahagslega og hernaðarlega hagsmuni með Bandaríkjunum. Aukin banda- rísk íhlutun í innanlandsátök- um í Zaire er til merkis um óréttmæta löngun til að ákveða örlög þessa Afríkuríkis að Afríkumönnum forspurðum. Hún sýnir einnig yfirdrepsskap mannréttindaherferðarinnar að undanförnu. Hvernig er hægt að túlka öðruvísi hernaðarlega og fjárhagslega hjálp stjórnvalda í Washington við Zaire stjórnina, sem Richard Clark, öldungadeildar- þingmaður, segir að sé spillt og fótum troði öll borgaraleg rétt- indi. Við höfum gert mikið af mis- tökum og munum áreiðanlega gera fleiri, viðurkenndi 39. for- seti Bandaríkjanna nýverið. Hversu lofsverð sem hrein- skilni hans er vil ég vona að í framtíðinni muni slik mistök ekki eiga sér stað í mikilsverð- um alþjóðasamskiptum og að þau muni smámsaman þoka fyrir reynslu og raunsæi. anna væri „óverjandi“ og skoraði á Bandaríkin að taka „ábyrga og jákvæða" afstöðu til málsins. Stjórnvöld í Moskvu hafa hvað eftir annað lagt á það áherzlu að hún hafi ekki lokað dyrum Salt-2 viðræðnanna og samningaviðræður eiga að hefjast að nýju i Genf 11. maí. í mörgum einkaviðræðum hafa Sovétmenn, sem fylgjast með því sem fram fer á vettvangi bandarískra stjórnmála, látið í ljósi áhyggjur vegna sterkra áhrjfa sem hópar er andstæðir eru spennuslökun hafa á póli- tiska ákvarðanatöku í Hvíta húsinu. Vissulega er ástæða til að ætla að leiðtogar eins og Henry Jackson öldungadeildar- þingmaður hafi haft miklu hlutverki að gegna við undir- búning heimsóknar Vance til Moskvu. Auk þess er ástæða til að ætla að bandarískar her- gagnaiðnaðarsamsteypur hafi átt sinn hlut að honum. Mis- heppnun Moskvuviðræðnanna leiddi til þess að hraðað var bandarísku áætluninni um framleiðslu á ýmsum gerðum af svonefndum Cruise eld- flaugum. Er gert ráð fyrir því að bandaríski flugherinn fái 40—50 langdrægar Cruise- eldflaugar árið 1980. Ljóst er að vonbrigði eru aðalviðbrögðin við fyrstu 100 dögum á valdaferli ríkis-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.