Dagblaðið - 11.05.1977, Page 13

Dagblaðið - 11.05.1977, Page 13
ÐAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1977. 13 I 1 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir '••■'T'"-'--".....'"v''' '"t"'' -T^ 11 Þórður Karlsson, sá dökkhærði á miðri DB-mynd Bjarnleifs, skorar annað mark Keflvikinga f gærkvöld án þess Magnús Guðmundsson, markvörður KR, hafi nokkra möguleika á að verja. Hörkugott mark Þórðar. Keflavík á toppnum eftir sigur á KR! Stóráfall sovézkra — íHM-keppninni íknattspymu Sovétríkin urðu fyrir stór- áfalii í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu i gær — töpuðu í Grikkiandi í níunda riðli Evrópu — og nú eru sáralitiar líkur á þvi, aö Sovétríkin komist í loka- keppnina í Argentínu næsta ár. Leikur Grikklands og Sovétríkjanna var háður í Salonika í gær. Áhorfendur voru 35 þúsund og sigur- mark Grikkja — eina mark leiksins — skoraði Papa- ioannou á 59. mínútu. Við tapið færðust Sovétríkir( niður í neðsta sæti í riðlin- um — en Ungverjar virðast standa þar með pálmann | höndunum. Á áttundu mín. leiksins í gær var mark dæmt af sovézka liðinu eftir átta mínútur — en mest allan leikinn pressuðu Grikkir á sovézka markið. Höfðu yfir- burði í leiknum, sem var leikinn í grenjandi rign- ingu. Eina mark leiksins skoraði Papaioannou með skalla eftir aukaspyrnu Koudas. Staðan í riðlinum er nú þannig. Ungverjal. 2 110 3-23 Grikkl. 3 1113-33 Sovét 3 1 0 2 3-3 2 Hið unga lið Keflvikinga átti í litlum erfiðleikum með að sigra KR í 1. deild á Melaveilinum i gærkvöld. Sigur liðsins var aldrei i hættu eftir að Þórir Sigfússon hafði náð forustu fyrir það á 29. mín. Sanngjarn sigur, 2-0 í leiks- iok og við sigurinn komust Kefl- vikingar á toppinn í 1. deild. Það var ekki nóg, að Keflvikingar sigruðu KR-inga á leikveliinum, heidur sigruðu áhangendur liðsins einnig á áhorfenda- svæðunum. Leikmenn iBK hlutu miklu meiri stuðning og hvatningu heldur en KR-ingar. Furðulegt að slíkt skuii eiga sér stað í hjarta Vesturbæjarins. Hvar er stolt Vesturbæinga? — ekki til lengur? Gjörbylting hefur átt sér stað á liði Keflvíkinga síðustu árin. Aðeins tveir eftir af Hooley-liðinu fræga, Gísli Torfason og Ólafur Júlíusson — stórsnjallir leik- menn — en hitt allt kornungir piltar og flestir bráðefnilegir. Keflvíkingar þurfa ekki að kvíða framtiðinni á knattspyrnu- svipinu. Leikmenn IBK léku undan snarpri norðangolu í fyrri hálf- leik og voru yfirleitt mun at- kvæðameiri með Óla Júll. sem driffjöður. Skrítið, að KR-ingar skildu ekki setja mann honum algjörlega til höfuðs. Tvívegis framan af leiknum flaug knötturinn framhjá marki KR eftir spyrnur Ólafs — en fyrsta Staðan Úrslit í leikjum í 1. deild i gær. ÍBV-Breiðablik 0-0 KR-Keflavík 0-2 Staðan er nú þannig: Keflavík ÍBV Breiðablik Akranes FII Vikingur Valur Þór Fram KR 2 0 0 5-2 4 1102-03 1 104-33 10 0 1-02 0101-11 0 10 1-11 0 0 13-40 0012-30 0 0 1 0-2 0 0 0 2 0-3 0 í kvöld verða þrir leikir. Hefjast allir kl. 20.00. Þnr- Vikingur á Akureyri, FH-Fram í Kaplakrika i llafnarf irði, og Valur-Akranes á Melavelli. opna færið fékk KR. örn Óskars- son komst frír að marki eftir snjalla sendingu Ottós Guð- mundssonar, en Þorsteinn Bjarnason, markvörður ÍBK, varði vel. Svo kom mark IBK — og það eftir hornspyrnu KR á 29. mín. Hreinsað fram til Óla .Júll. sem gaf fallega á Þóri Sigfússon. Þeir áttu við einn KR-ing, Ólafur frír á vítateig, en Þórir of seinn að gefa -á.hann. Þegar hann sá að í óefni var komið lék hann á bakvörðinn og spyrnti í mark KR frá víta- teigslínunni. Knötturinn small í völlinn — síðan í markvörð KR og inn. Það var ljótt hjá Magnúsi að verja ekki. Keflvíkingar fengu tækifæri til að auka við muninn á hinum „drepandi“ tveimur lokamínútum hálfleiksins, þegar þreytan er farin að segja til sín og býður upp á mistök — en Þórir notfærði sér ekki varnarmistök KR. Hitti knöttinn illa í dauðafæri svo hann aðeins skoppaði til Magnúsar. Á 57. mín. sendi Kári Gunn- laugsson knöttinn í mark KR með hörkuskoti eftir mistök Sigurðar Indriðasonar — en þá voru KR- ingar heppnir. Baldur Þórðarson, línuvörður, hafði veifað á rang- stöðu rétt áður — og markið dæmt af. Yfirleitt sóttu KR-ingar meira undan vindinum og stund- um skapaðist hætta í vítateig ÍBK, einkum eftir innköst, en Þorsteinn Bjarnason var alltaf vel á verði — nema einu sinni, þegar Jóhann Torfason spyrnti yfir markið frír inn í markteig! Það var nokkrum sekúndum eftir að iBK hafði skorað annað mark sitt á 84. mín. Óli Júll.tók þá — á Melavelli ígærkvöld aukaspyrnu vel — sendi á Gísla Torfason inn í vítateig KR. Gísli kom knettinum til Harðar Karls- sonar, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður fyrir Kára, og við fast skot Harðar réð Magnús Guðmundsson ekkert við. Rétt áður höfðu Keflvíkingar fengið tvö góð færi — og sóknarlotur þeirra voru yfirleitt miklu hættu- legri í leiknum. Auk Gísla og Óla Júll. vakti leikur Sigurðar Björgvinssonar í liði IBK mikla athygli. Þar er mikið efni á ferð, eins og flestir aðrir leikmenn liðsins eru vissu- lega. Hjá KR var fátt um fína drætti. Ottó var sterkur í vörn og örn Öskarsson átti góða spretti. Dómarinn Sævar Sigurðsson bókaði báða bakverði KR í leikn- um — þá Sigurð Indriðason og Stefán Sigurðsson. -hsím. Tveir leikir eru eftir í riðlinum. Hinn 18. mai leika Sovétríkin og Ungverjaland í Moskvu, en 25. maí Ung- tverjaland og Grikkland í Búdapest. Ungverjum nægir sigur í þeim leik til að kom- ast í aukakeppni við það land Suður-Ameríku sem verður neðst í aukakeppnl Braziliu, Perú og Boiiviu. Sú keppni verður í júií og tvö efstu löndin komast í HM-keppnina í Argentinu, en það neðsta leikur við efsta land í 9. riðli Evrópu um réttinn til að leika í úrsiitakeppni HM. Eitt stig og meistara- titill Liverpool íhúsi — eftir jaf ntef li í Coventry í gær Ensku meistararnir í knatt- spyrnunni, Liverpool, þurfa nú aðeins eiti stig úr þeim tveimur leikjum, sem liðið á eftir í 1. deildinni til að verja meistaratitil ,sinn. Það ætti að vera létt gegn West Ilam á Anfield í Liverpool á laugardag — og reyndar er ekki nema fræðilegur möguleiki á því, að Manch.City, sem gerði jafn- tefli á heimavelli við Everton í gærkvöld, geti náð hagstæðari markamismun en Liverpool. Tíundi meistaratitill Liverpool — met í enskri knattspyrnu — er þvi i höfn. I.iðið hcfur 56 stig og 31 mark til góða, en Manch. Citv 54 stig og 25 mörk hagstæð, en Cit.v á aðeins einn leik eftir. í botnbaráttunni hlaut Bristol City tvö þýðingarmikil stig á hcimavclli í gær gegn Lccds. Liðið heldur enn í vonina að halda sæti sínu í deildinni. Þá nálgast Bolton 1. deildina. Vann Cardiff í gær, en verður þó að hljóta tvö stig úr þeim tveimur leikjum, sem liðið á eftir. Úrslit i ensku knattspyrnunni í gær urðu þessi. Birmingham-Aston Villa 2-1 Bristol City-Leeds 1-0 C.ovéntry-Liverpool 0-0 Manch.City-Everton 1-1 2. deild Bolton-Cardiff 2-1 Orient-Blackpool 0-1 3. deild Swindon-Brighton 2-1 4. deild Newport-Southend 3-0 Stigin, sem Coventry og Liver- pool deildu með sér í gær voru ákaflega þýðingarmikil fyrirbæði lið. Meistaratitill Liverpool svo gott sem í höfn og Coventry tryggði talsvert stöðu sina í deild- inni. I.iðið er þó enn i fallhættu. Liverpool var mun betra liðið í leiknum, en frábær markvarzla hins 19 ára markvarðar Coventry, Les Sealey, kom í veg fyrir sigur Liverpool. Brian Kidd náði forustu fyrir Manch.City á 20 mín. gegn Everton og hafði yfirburði framan af. En fleiri mörk skoraði liðið ekki og Everton náði sér vel á strik í síðari hálfleiknum. Fyrir- liðinn Mick Lyons jafnaði á 77 mín. — og ekki er nú lengur hægt að tala um fallhættu hjá Liver- pool-liðinu. Mikil læti urðu í innbyrðis- viðureign Birmingham-liðanna. John Deehan náði forustu fyrir Aston Villa snemma i leiknum, en á 30 mín. var miðverði Aston Villa, welska landsliðsmanninum Leighton Phillips vísað af leik- velli. Terry Hibbitt jafnaði fyrir Birmingham — en síðan missti Birmingham miðvörð sinn. Joe Gallagher var rekinn af velli fyrir brot á Deehan. Þrír leikmenn voru bókaðir — en síðan fékk Birmingham vítaspyrnu, sem Trevor Francis skoraði úr sigur- mark leiksins. Ekkert var getið um leikinn í Bristol i fréttum . BBC eða Reuters. Staða efstu og neðstu liða i 1. deild er nú þannig. Liverpool 40 23 10 7 61-30 56 Man. City 41 20 14 7 59-34 54 Ipswich 40 22 7 ii 65-38 51 Derby 40 8 18 14 48-55 34 Coventry 40 10 14 16 46-56 34 Sunderland40 11 11 18 44-50 33 Stoke 39 10 13 16 24-44 33 West Ham 40 10 13 17 42-63 33 QPR 37 11 10 16 42-47 32 Bristol C. .39 10 11 18 34-45 31 Tottenham 41 11 9 21 46-72 31

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.