Dagblaðið - 11.05.1977, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1977.
Vinsælasta sjónvarps-
myndin á síðasta ári
Peter Strauss
Nick Nolte
Bandaríska sjónvarpsmyndin
sem til stóð að sýnd yrði hér á
landi, Rich man, poor man, er
einhver vinsælasti þáttur sem
sýndur hefur verið í Bandaríkj-
unum á undanförnum árum.
Myndin hefur einnig verið sýnd
í Danmörku í vetur og þar líka
verið mjög vinsæl.
Nú hefur verið búin til fram-
haldsmynd, Rich man, poor
man, book II.
Myndin er gerð eftir sam-
nefndri bók og hefur hún verið
seld í milljóna upplagi. Því
miður fyrir þá sem hafa lesið
bókina er myndin talsvert frá-
brugðin henni og má raunar
teljast undarlegt, þegar verið
er að gera kvikmyndir eftir,
ákveðnum bókum, að þeim
skuli vera breytt í miklum aðal-
atriðum.
1 bókinni segir frá lífi
tveggja bræðra, Tom og Rudy.
Þeir voru eins ólikir og dagur
og nótt og sömuleiðis lífsferill
þeirra.
Tom er leikinn af Nick Nolte,
þrjátíu og fimm ára gömlum
sveitamanni frá Nebraska.
Hann hafði ekki minnsta áhuga
á skólagöngu á sínum yngri
árum en varði öllum stundum í
fótbolta. Hann býr með vin-
konu sinni á sveitabýli í Cali-
forniu.
F’rá því að hann var ,,upp-
götvaður" árið 1962 hefur hann
notið sívaxandi vinsælda. í
hlutverki sínu í Rich man, poor
man þykir hann „stela“ sen-
unni frá öllum hinum leikurun-
um.
Peter Strauss fer með hlut-
verk eldri bróðurins Rudy.
Peter er af auðugri þýzk-
bandarískri Gyðingafjölskyldu
en í sögunni eru foreldrar hans
þýzkir innflytjendur. Hann er
þrítugur að aldri. Hann hefur
gengið í gegnum rándýra skóla
og lokið háskólaprófi. Rich
man, poor man er þriðja meiri-
háttar sjónvarpsmyndin sem
hann leikur í.
Susan Blakely fer með aðal-
kvenhlutverkið í sjónvarps-.
—Vonandi fáum við
að sjá hana á
skjánum hér heima
myndinni. Hún er fædd í
Þýzkalandi þar sem faðir
hennar var í bandariska her-
námsliðinu og alin upp bæði í
Kóreu og á Hawaii, þar sem
faðir hennar fluttist á milli
staða.
Þessi sjónvarpskvikmynd
hefur fengið hvorki meira né
minna en tuttugu og þrjú
emmy-verðlaun sem eru sam-
svarandi og óskarsverðlaunin í
kvikmyndunum.
Það kostaði nærri því einn
milljarð íslenzkra króna að
framleiða myndina en hún er
löngu búin að skila því inn.
Tilboðin streyma til „bræðr-
anna“ sem eru beztu vinir fyrir
utan sjónvarpsskerminn. Sér-
staklega er sótzt eftir Nick
Nolte. -A.Bj.
Þristirnið Nick Nolte, Susan Blakely og Peter Strauss.
t Verzlun Verzlun ; 1 Verzlun
Skrifstofu
SKRIFBORD
Vönduó sterk
skrifstofu skrif-
borð i þrem
stæróum.
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiðja,
Auóbrekku 57, Kópavogi, Simi 43144
Vindhllfar fyrir Hondu 50-350
og Yamaha 50.
Munnhlifar, silkihettur, Moto-
cross skyggni, hjálmar, dekk og
fl.
Sérverzlun með mótorhjól og
útbúnað. Póstsendum
Vélhjólav. H. Ólafsson
Freyjugötu 1, sími 16990.
SEDRUS HÚSGÖGN Súðarvogi 32, símar 30585 og 84047
Matodor-sófasettið
hvílir allan likamann sökum hins háa
baks, afar þægilogt og ótrúlega ódýrt.
Kr. 219.000 með afborgunum ef þess
er óskaö.
Bílasalan BILAVAL
Laugavegi 90-92
Símar 19168 og 19092
Hjá okkur er opið alla daga nema
sunnudaga frá kl. 10-19.00
Látið okkur skrá bílinn og mynda
hann í leiðinni.
Söluskrá ásamt myndalista liggur
frammi. — Lítið inn hjá okkur og
kannið úrvalið. Við erum við hliðina á
Stjörnubíói.
BILAVAL
SIMAR19168
0G19092
6/ 12/ 24/ volta
alternatorar
HAUKUR 0G ÓLAFUfl
Armúla 32 — Sími 37700
Stigar
Handrið
Smíðum ýmsar
gerðir af
hring- og palla-
stigum.
Höfum einnig
stöðluð inni- og
útihandrið í
fjölbreyttu úr-
vali.
Stálprýði
Vagnhöfða 6.
Simi 8-30-50.
ALTERNAT0RAR 6/ 12/
24 V0LT
VERÐ FRÁ KR. 10.800.-
Amerisk úrvalsvara, viðgerða-
þjónusta.
BÍLARAF HF.
BORGARTÚNI 19, StMI
24700.
HEFURÐU
PRÓFAÐ
PEP
Pep fyrir bensín,
dísiloliu og gasoliu.
Pep smyr um leið og
það hreinsar. Pep eykur
kraft og sparar eldsneyti.
Pep fœst hjá BP
og Shell um allt land.
Ferguson litsjón varps-
tœkin. Amerískir inlínu
myndlampar. Amerískir
transistorar og díóður
0RRI HJALTAS0N
Hagamel 8, sími 16139.