Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.05.1977, Qupperneq 1

Dagblaðið - 24.05.1977, Qupperneq 1
3. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1977— 113. TBI- RITS'tJÓRN SÍÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11.* AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI 27022 Meðalfjölskyld- anmundigræða 75 þúsundáári — ef við flyttum búvörurnar inn — sjá frétt á bls. 4 • ísilfurleit til íslands o . -bls.8 Þorskveiðin: Allar aðgerðir hingað til út íbláinn — sjá kjallaragrein Reynis Hugasoríar •á bls. lOogll Ríkisstjórnin tekurekki ákvörðun aðsinnií olíuleitarmálum — baksíða Molucca- TÓK AÐ SPÚA ELDIOG REYK skærulið- amirheimta þotu fyrir sigog Eyja- skeggjará Molucca- eyjum for- dæmaað- gerðir skærulið- anna — s/á erl. fréttir ábls. 6-7 Það varð mikið umstang við sjálfvirka þvottavél í húsi við Blönduhlið í gær. I stað þess að þvo þvottinn eiits og vera ber tók hún að spúa eldi og reyk. Vanir menn, borðalagðir, vel búnir og með hjálma á höfði, voru fljótir að kippa henni út úr húsinu, skrúfa hana sundur og stöðva eyðilegginguna. Aðrir horfðu bara á og höfðust ekkert að. DB-mynd Sv. Þorm. Harkalegt stefnumót — enallirsluppu heilir á húfi Þessir tveir áttu heldur harkalegt stefnumót á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðar- vogs. Sannariega lítur þetta illa út, báðir bílarnir stórskemmd- ir, glerbrot a víð og dreif og bensínið virðist flæða þarna um götuna. En ljótir árekstrar hafa ekki ætíð í för með sér slæm slys, sem betur fer. Og svo fór í þetta skiptið. Þarna sluppu allir heilir. En eignatjónið er mikið. DB-mynd. Sv. Þorm. Líkleg niðurstaða formannafundar ídag: Allsherjarverkfall í Reykj'a- vík 3. /ifif i — í e/fift dag —Aad skapa þrýsting til að koma viöræðum aftur afstað Allsherjarverkfall í Reykja- vík föstudaginn 3. júní verður sennilega niðurstaðan af for- mannaráðstefnu verkalýðs- félaganna í Reykjavík í dag. „Það hefur verið alger kyrr- staða í samningunum. Því er að því stefnt að skapa þrýsting til að viðræður komizt af stað,“ sagði Éinar Ögmundsson, for- maður Landssambands vöru- bifreiðastjóra í morgun. Hann sagði, að búast maétti við að formannafundurinn samþykkti tilmæli til félaganna um verk- fall. Þótt dagsetning hafi ekki verið endanlega ákveðin er 3. júní talinn líklegastur og þá senniiegt að verkfallið verði að sinni aðeins látið standa í einn dag. Verkalýðsfélögin eru enn hikandi við að boða til alls- herjarverkfalls um óákveðinn tíma en það yrði þá næsta stig á eftir ef eins dags verkfall dygði ekki. Davíð Scheving Thorsteins- son, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, sagðist í morgun ekki skilja hvers vegna verka- lýðsfélögin stefndu í harðari aðgerðir meðan „þeir eru ennþá ekki sammála sín á milli um hvernig leysa skuli sérkröf- urnar.“ ASl-menn deildu um sébkröfurnar, þar sem sumir vildu ná miklu úr þeim og sættu sig ekki við að leysa þær sameiginlega. Davíð sagði að allir væru sammála um að kaupmáttinn þyrfti að auka og það væri hart ef nú stefndi í verðbólgusamninga. Verkalýðsfélögin hafa að svo stöddu í huga að skipa landinu í svæði og hafa tímabundin „alls- herjarverkföll" á hinum ein- stöku svæðum áður en gripið yrði til algers allsherjarverk- falls. Ekkert gerðist á samninga- fundum í gær. Aðilar ræddust ekki við en sátu hvor í sínum sal. I dag víkja samningamenn fyrir aðalfundi Flugleiða, svo að samningafundur verður ekki fyrr en í kvöld, eftir formanna- fund verkalýðsfélaganna. HH Sól og hiti norðan- og austanlands Glampandi sólskin og hiti var í morgun á Egilsstöðum. Hitinn var svipaður og í gær en þá var hann um 17 stig. Á móti sól var hitinn kominn í 24 stig. Allur snjór er nú horfinn úr plássinu, en er enn til fjalla. Túnblettir í kringum hús eru byrjaðir að grænka, en tún bænda lítið komin til. Á Húsavik var sömu sögu að segja. Þar var hitinn kominn upp i 15 stig og sólskin var og logn. Veðrið var svipað þar í gær, en þa var sunnanvindur- inn heldur meiri. Snjór er enn í lautum en minnkar þó daglega. Gróður er óðum að koma til og fleygir fram þessa dagana. Hitinn á Akureyri var orðinn rúm 14 stig kl. 9 í morgun. Þar .var sólarglæta og nánast logn. Gróðri hefur farið mikið fram þessa siðustu daga og er allt komið með lit. Snjór sést nú eingöngu til fjalla en er löngu horfinn úr bænum. JH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.