Dagblaðið - 24.05.1977, Side 2
2
/*
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAt 1977.
Varið yður á
málningunni
Austurstræti hefur fengið andiitslyftingu að sögn bréfritara.
Nýtt andlit hefur nú verið
sett á gamalt hús og gamla
verzlun í Austurstræti, sem
einnig er búin að fá nýtt nafn.
Þetta kalla Ameríkanar „face-
lift“, og er stundum gert við
filmstjörnur þegar að því er
komið að yngja þarf þær upp.
Fæst þetta gert hjá svokölluð-
um „plastic surgery læknurn"
og kostar offjár.
Eitthvað þessu líkt hefur
verið gert við verzlun SÍS í
Austurstræti, sem áður hét
Gefjun, en mun ekki hafa fallið
Reykvikingum vel í geð, því
Reykvíkingar eru ekki Sam-
bandsmenn og finnst lítið til
um hinn allt of stóra auðhring,
sem Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga er orðinn.
Hið nýja nafn Torgið á sem
sagt að duga fyrir Reykvíkinga,
til þess að þeir líti frekar inn í
verzlunina, sem siglir þarna
undir nýju flaggi.
Nú mun margur segja sem
svo: „ég kaupi bara þar sem ég>
fæ hlutinn ðdýrastan“, en
svona einfalt er þetta nú ekki.
Sakir ranglátrar skattlagn-
ingar og með því að hagræða til
fyrirtækjum samvinnuhreyf-
ingarinnar tekst Sambandinu
og dótturfyrirtækjum þess að
komast undan því að greiða
sömu skatta og gjöld eins og t.d.
kaupmenn, er reka einkafyrir-
tæki.
Samvinnuhreyfingin virðist
ávallt hafa morð fjár undir
hendi ef stofna skal ný fyrir-
tæki, og maður spyr stundunt
sjálfan sig, hvernig á slíku
standi. Hvaðan koma þessir
fjármunir sem SlS notar til
fjárfestingar nýrra fyrirtækja
og bygginga, og hver á þessa
peninga? Getur það verið, að
sumt af þessum peningum s'é
eitthvað sem vangoldið er til
bænda eða hvað? Eða er þetta
kannske allt gert með er-
lendum lánum?
Mér dettur í hug risabygging
SlS við Klepp, sem mun verða
stærsta bygging sinnar
tegundar á landingu, og svo er
verið að setja á stofn nýja kex-
verksmiðju.
„Hittumst í kaupfélaginu"
segja þeir samvinnumenn, og
stundum er það brýnt fyrir
mönnum að verzla við sína
eigin verzlun, t.d. bændum við
sitt kaupfélag, en athugum nú
hver á í raun og veru samvinnu-
hreyfinguna hér á landi.
Kaupfélögin voru á sínum
tíma stofnuð sem vörn gegn
afarkostum erlendra kaup-
manna og arftaka þeirra.
Engum datt í hug að þessi
kaupfélagsfélagsskapur yrði
nokkurn tíma það afl, sem SlS
er búið að skapa sér eftir að öll
frjáls verzlun úti á landsbyggð-
inni hafði verið knésett.
Bændum landsins fannst, og
það með nokkrum rétti, að þeir
ættu kaupfélagið, sem þeir
stóðu að að yrði myndað og þeir
tóku I fyrstu allmikinn þátt I
stjórn kaupfélaganna, en þetta
er löngu liðin tíð.
Einu sinni á ári, eða þegar
þurfa þykir, eru fulltrúar kaup-
félaganna úti á landi látnir
mæta á svokölluðum „aðalfund-
um“ eða sambandsþingum SlS.
Þessir menn hlusta svo með
andakt á skýrslu forstjóra og
einhverra deildarstjóra, „og öll-
um finnst allt harla gott“. Allir
standa saman sem einn maður
og klappa, því enginn hreyfir
andmælum, sem heldur ekki á
að eiga sér stað.
Fyrir nokkru síðan birti
Alþýðublaðið ritgerð í tveimur
blöðum skrifaða af ungum
manni sem hafði stundað nám í
viðskiptafræði eða hagfræði í
Svíþjóð. Ekki man ég hvort
þetta var prófritgerð, en ég
held að svo hafi verið.
Þessi ungi maður hafði auð-
sjáanlega kynnt sér allar hliðar
samvinnuhreyfingarinnar á
íslandi og bar þeim félagsskap
ekki góða sögu. Taldi hann lítið
fara fyrir lýðræði innan vé-
banda hennar og studdi mál sitt
mörgum dæmum um það,
hvernig ákvarðanir eru teknar,
og hvernig valið er í hinar
hæstu stöður Sambandsins.
Fráleitt taldi hann að nokkrir
kaupfélagsstjórar eða fulltrúar
kaupfélaganna utan af landi
fengju nokkru um ráðið,
hvernig SÍS væri stjórnað, en
allir aldir upp í þeirri barns-
legu trú, að fyrst þessi eða hinn
hefði verið valinn í ákveðna
stöðu „hlyti hann að vera góður
maður“.
1 raun og veru mátti lesa á
milli línanna, að hann taldi öllu
„klabbinu" vera stjórnað af
aðeins tæplega handfylli
manna, og þeir færu með þetta
risafyrirtæki sem sitt eigið.
Þetta „facelift" í Austur-
stræti hefur lítil áhrif að ég
held og lítið munu bændur
eiga erindi í tízkuvörudeild, en
sama ,,sálin“ og sama andrúms-
loftið verður áfram í húsinu.
Fyrir löngu síðan var leikrit
sýnt í IÐNÓ gömlu sem hét:
VARIÐ YÐUR Á MÁLNING-
UNNI.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGI flug. 7877-8083.
Ekki svefnfriður vegna bíla-
dellugæja sem stilla trylli-
tækjum sínum upp á planinu
við Aðalstöðina í Keflavík
Ibúi við Njarðargötu Keflavík
skrifari
Það hefur skapazt algjört
vandræðaástand eftir bfó (ca
kl. 23.00) á hverju kvöldi hér I
hverfinu umhverfis Aðalstöð-
ina, ungt fólk hópast saman á
bflum sfnum, 10—20 manns, og
stillir ökutækjum sfnum á
planið og flautar og gefur í á
meðan þeir standa þarna að
jafnaði til kl. Q2.00 á hverju
kvöldi. Um helgar byrjar þessi"
darraðardans miklu fyrr (frá
föstudagskvöldi til mánudags-
morguns) og stendur til rauða-
morguns.
Á helgum eru þarna blind-
fullir unglingar æpandi,
skrækjandi, ælandi og í slags-
málum.
Hér hafa íbúarnir hvað eftir
annað haft samband við
lögregluna sem, í mesta lagi,
ekur framhjá ef hringt er en
aðhefst ekki neitt.
Um síðastliðna helgi keyrði
svo úr hófi fram að flestum
fbúum f húsi þvi er ég bý f
kom ekki dúr á auga.
Ég get ekki séð annað en hér
sé komið sama vandamál og á
,,hallærisplaninu“ f Reykjavík.
Manni dettur helzt í hug að
afskiptaleysi lögreglunnar,
eftir ítrekaðar hringingar og
ósk um úrbætur, sé vegna þess
að viðkomandi skríll (á blikk-
beljunum) séu heldriborgara-
börn hér úr Keflavík, sem ekki
megi stugga við.
Hér er öllu meiri friður og ró en á planinu við Aðalstöðina
Keflavík.
Lesendur ættu að hugsa sig vel um áður en þeir stinga niður penna
en að þeim umþenkingum loknum ættu þeir að senda okkur línu
sem skjótast.
HUGLEIÐINGAR
UM LESENDABRÉF
Ein mótfaliin skrifar:
Eg hef verið að velta því
fyrir mér hvað hinir ýmsu
lesendur sem eru að skrifa alls
konar greinar í lesendadálka
dagblaðanna t.d. bera fram
kvartanir eða deila á eitthvað
sem þeim finnst miður fara hjá
náunganum, eru oft vissir um
að þeir einir hafi rétt fyrir sér.
Þeir fullyrða gjarnan það sem
þeir segja. Það er til málshátt-
ur sem segir „Margur hyggur
mig sig.“ Einnig eru sumir, sem
senda svona greinar, því miður
ekki alltaf nógu samkvæmir
sjálfum sér, að því er virðist,
því sumir breyta skoðunum
sínum, frá degi til dags meira
að segja. Það er til annar máls-
háttur yfir slfkt, en hann er
svona: Gott er að hafa í einum
munni tungur tvær og tala sitt
með hvorri. Þetta þykir mér
einkennilegt, því margar góðar
og þarfar greinar hef ég lesið
frá degi til dags einmitt i þess-
um dálkum. Það kemur berlega
i ljós að þeim fer fjölgandi, sem
eru ekki ánægðir með það
ástand. sem hér ríkir á ýmsum
sviðum og hafa tilhneigingu til
að reyna að stinga á kýlunum
sem víða eru farin að grafa um
sig í þjóðfelaginu. Þessir dálkar
eru því að ntínu áliti mjög
nauðsynlegir og verða bréf-
ritarar þeirra að passa sig vel
að kasta ekki til bréfanna hönd-
unum og hugsa sig vel um áður
en þeir setja málið fram sem
fullyrðingu, til þess að spilla
ekki fyrir þeim sem vilja láta
taka mark á sér svo þeir fái
áfram tækifæri til að nota sér
þessa þörfu þjónustu dagblað-
anna við lesendur.
Raddir
lesenda
Umsjón:
Jónas Haraldsson