Dagblaðið - 24.05.1977, Síða 3

Dagblaðið - 24.05.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1977. Lágmarkskrafa að vinnandi fólk fái sjálft ráðið því hvenær það tekur böm sín í sumar- frí Laufey Tryggvadóttir skrifar fyrir hönd Dagvistarsamtak- anna: Dagvistarsamtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri vegna skrifa f Dagblaóinu fyrir skömmu, þar sem fjallað var um lokun dagvistarheimila vegna sumarleyfa starfsfólks. Dagvistarsamtökin taka undir það sem formaður Félags einstæðra foreldra, Jóhanna Kristjónsdóttir, benti réttilega á í DB á dögunum, að sú verður raunin á með þessu fyrirkomulagi, að forráðamenn dagvistarstofnana ráða því hvenær vinnandi fólk með börn sín á dagvistarstofnunum fær sumarfrí. Á stórum vinnustöðum fær starfsfólk iðulega litlu að ráða um það hvenær sumarfrí er tekið. Reynist því erfitt að sam- ræma sumarleyfi foreldra sumarleyfi barna. Foreldrar neyðast því oftast til að fá einkagæzlu fyrir barnið þennan tíma, sem reynist mis- jafnlega. Sumarleyfin eru oft á tíðum eini tími ársins sem vinnandi fólk getur leyft sér að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vera með fjölskyldu sinni í ró. Því er sjálfsögð krafa að foreldrar barna á dagvistar- heimilum ráði þvi hvenær þeir taki barnið af barnaheimiiinu og fari í sumarfrí. Nauðsynlegt er þá að koma á reglum um það að séð skuli til þess að barnið fái frí frá dag- heimilinu ca 1 mánuð á ári, en skilyrði fyrir því er að forráða- menn barns fái sjálfir ráðið um það hvenær það sé. Það er að sjálfsögðu fram- tíðarstefna að allt starfsfólk dagvistarstofnana sé faglært. En á meðan ástandið er eins og það er nú ætti að vera hægt að jafna sumarleyfum faglærðra starfskrafta yfir sumarið þannig að alltaf sé til staðar faglært fólk en fyllt upp í skörðin með ófaglærðu fólki. Ekki ætti að vera miklum vand- Sumarleyfin eru oft á tíðum eini timi ársins sem vinnandi fólk getur leyft sér þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með f jölskyldu sinni i ró. kvæðum bundið að fá fólk til starfa yfir sumartímann þ.e. á þessum' tíma er fjöldi manns (námsfólk) á höttunum eftir sumarvinnu. Það er lágmarkskrafa að vinnandi fólk fái sjálft ráðið því hvenær það tekur börn sín i sumarfrí. Dagvistarsamtökin hafa verið starfandi frá því í nóvem- ber á sl. ári. Stefnt er að því að boða til funda með íbúum ein- stakra hverfa í Reykjavík þar sem rætt verður um aðferðir til að bæta úr dagheimilaskortin- um, einnig rætt um gildi dag- heimila og starfsemi Dagvistar- samtakanna kynnt. Einn slíkur fundur hefur þegar veHð haldinn í Breiðholti og stefnt er að þvf að hafa annan fund f vesturbæ er lfða tekur á sumarið. Ródesía, unaðsleg- asta land í heimi „Mannréttindagreinar Sigurðar eru aðeins eins og að sóla gamalt bildekk, að fela samvizku um stundarsakir." Viggó Oddsson Jóhannesarborg skrifar: Svertingjahverfið Reykjavík. Þann 15. apríl birti DB grein mfna um kosningamisréttið á íslandi og athugasemdir mínar við tillögur Sigurðar Helga- sonar um úrbætur f þessum málum. Sigurður leggur til að þingmönnum verði fjölgað í 70 og að Austurlands og Vest- fjarðakjördæmi skuli hafa TVÖFALT atkvæðisvald á við þéttbýlisfólkið. Sigurður svarar. Ég las svargrein Sigurðar Helgasonar i kunningjahúsi í Afriku. Sigurður hefur bæði þor og dug til að andnæla mis- réttinu á Islandi, sem er brot á lögum Sameinuðu þjóðanna og þætti ekki gott f hvitu Afríku. Hins vegar forðaðist Sigurður að verja þá tillögu sína að Reykvíkingar skuli hafa HALF MANNRÉTTINDI á við dreif- býlið. Mannréttindagreinar Sigurðar eru aðeins eins og að sóla gamalt bíldekk, að fela slæma samvizku um stundar- sakir. Það sækir aftur f sama horfið, það eina sem gildir er, eins og svertingjar heimta: „One man-one vote". Eða einn maður með jöfn áhrif á hvert atkvæði. Jafnrétti. Sinnuleysið Það er alveg undravert hve sinnulausir Reykvíkingar eru um réttindi sin. Alveg eins og svertingjar f Rhodesiu eða jafn- vel eins og nokkrar beljur á stórbúi á Vestfjörðum. Allir virðast áhugalausir en lesa þó skammir um vonda hvíta fólkið f Afríku og aumingja svert- ingjana. Hundrað ára nefnd Hannibals, sem átti að leiðrétta misréttið f stjórnarskránni, er varla byrjuð sitt starf, enda virðist áhugi nefndarmanna ekki mikill þótt þeir hafi víst ævilangar tekjur af nefndar- starfinu. Það eru þó margir reiðir og verða reiðari með ári hverju, sem traðkað er á-grund- vallarmannréttindum á tslandi. (Jtlendingar kjósa Ég vann um 5 ára skeið í Rhodesiu, unaðslegasta landi í heimi. Þótt ég leigði fbúð f Salisbury og væri útlendingur kaus ég árlega í borgarstjórnar- kosningum. Sem skattgreiðandi var ég samábyrgur fyrir stjórn borgarinnar, þótt ég hefði ekki rétt til að hafa áhrif á þing- menn, nema f eigin persónu, sem ég notaði mér. Sem sagt, ég kaus sem útlendingur i borgar- stjórn en ekki til þings. I S.- Afríku hefi ég engan kosninga- rétt til borgar né alþingiskosn- inga sem erlendur ríkis- borgari. Hafa erlendir rfkis- borgarar áhrif á stjórn í sínu byggðarlagi sem skattgreið- endur á Islandi? Sigurður og lýðræðið Nú legg ég til að Sigurður Helgason leggi fram nýjar til- lögur um lýðræði á tslandi þar sem Reykvíkingar hafi jöfn áhrif á við aðra landshluta, jafnvel þótt byggja þurfi þing- hús fyrir 100 þingmenn og gamla þinghúsið verði fiutt upp að Árbæ. Eg segi eins og Ford fyrrverandi forseti: „Þeir sem skeyta engu um réttindi sfn eiga ekki skilið að hafa nein réttindi." Tekur þú mork ó stjörnuspám? Guðrún Sigurgeirsdóttir, vinnur á ferðaskrifstofu: Aðallega um helgar. Stjörnuspár skipta mig mestu um helgar, sérstaklega f sambandi við karlmenn. Það er spurningin um hvort valið verður heppilegt. Spurning] dagsinsj Guðrún Frederiksen húsmóðir: Stundum. — Ef þær segja eitt- hvað skemmtilegt. En ég tek ekki mark á leiðinlegum stjörnuspám. Jóhanna Jónasdóttir nemi: Ekki alltaf. Stundum — ég lifi alla vega ekki eftir þeim. Það kom einu sinni á sunnudegi að ég ætti ekki að borða ýsu, þannig að ég tek ekki mark á þeim. Guðmundur Þórðarson fiskmats- maður: Já. — Fyrst og fremst af þvf að ég hef áhuga á stjönuspá- dómum. Ég reikna með því að þeir sem skrifa um stjörnur hafi eitthvað til slns máls. Guðrún Guðmundsdóttir af- greiðslustúlka: Já, f og með. Allir gera þetta. Ég fer þó ekki eftir þeim og ætla ekki að velja mér mann eftir stjörnuspám. Jón Agústsson, fv. atvlnnubil- stjóri: Já, ég geri það nú frekar. Ekki alvarlega samt. Mér finnst þó að ég hafi frekar orðið var við að það sé rétt sem þær segja.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.