Dagblaðið - 24.05.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1977
7
Á annað hundrað manns
haldið ígíslingu í Hollandi
—Ræningjarnir krefjast frelsunar Suður-Moluccaeyja
—Síðast heimtuðu þeir þotu fyrir sig
Yfir eitt hundrað börn og um
fimmtíu fullorðnir eru í gísl-
ingu hjá vopnuðum skæru-
liðum í Hollandi. Þeir krefjast
þess, að Suður-Moluccaeyjum
verði veitt sjálfstæði, — þær
heyra undir Indónesíu. — Hátt
settir menn í Hollandi hafa
fengizt við það í gær og nótt að
rannsaka kröfur skæruliðanna.
Þær hafa ekki verið birtar í
smáatriðum. Þó er vitað að þeir
krefjast þess, að tveimur
skæruliðahópum verði sleppt
úr fangelsi. Þeir munu vera 14
taisins og voru dæmdir í fang-
elsi fyrir átján mánuðum fyrir
svipað atvik og nú á sér stað.
Skæruliðarnir halda gislum
sínum í járnbrautarlest sem er
staðsett skammt frá bænum
Assen í Hollandi. Annar hópur
er í barnaskóla skammt frá
Assen. Talið er að sex vopnaðir
skæruliðar séu í skólanum og
sex karlmenn og ein kona í lest-
inni. Báðir staðirnir eru um-
kringdir hollenzkum hermönn-
um. Margir þeirra eru sérstak-
lega þjálfaðir til að grípa inn í í
Leiðtogi eyjaskeggja á
Moluccaeyjum og ríkisstjóri
eyjanna hafa báðir fordæmt
aðgerðir skæruliðahópsins í
Hollandi. „Þetta eru við-
bjóðslegar aðgerðir og koma
óorði á okkur,“ sagði Jan Ielu-
pessy leiðtogi fólksins í viðtali
við Reutersfréttastofuna í
nótt.
I höfuðborg Moluccaeyj-
tilfellum eins og þessu.
Skæruliðarnir réðust á
skólann og lestina svo til sam-
tímis í gærmorgun. Kippt var í
anna, Ambon, tók iandstjór-
inn, Hassan Slamet, í sama
streng. Hann kvað árás skæru-
liðanna á saklaust fólk ekki
vera réttlætanlega á neinn
hátt. „Fólk hér fordæmir
verknaðinn,“ sagði hann.
Sendiherra Indónesíu í Hol-
landi, Sutopo Yuwono, lét hafa
það eftir sér í gærkvöld, að
vandamálið vegna skæru-
neyðarhemia lestarinnar, svo
að hún stöðvaðist. Um leið
ruddust skæruliðarnir inn. I
skólanum var fyrsta kennslu-
liðanna væri eingöngu höfuð-
verkur Hollendinga og landi
sínu óviðkomandi. Yuwono
kvað skæruliðana tilheyra Lýð-
veldi Suður-Moluccaeyja, sjálf-
skipuðu lýðveldi, sem hefði
fyrir mörgum árum reynt að
hrista af sér yfirráð annarra.
Her Indónesíu yfirbugaði þá
hreyfingu þó fyrir 27 árum.
stundin nýhafin, þegar lætin
hófust þar. Alls mun 105 börn-
um vera haldið þar og sex kenn-
urum. Nokkrum skotum var
hleypt af er gíslarnir voru
gripnir en ekki er vitað um
neinn særðan. Tíu til tólf
Moluccabörnum var leyft að
fara úr skólanum og um fjöru-
tíu manns sluppu úr lestinni.
Nýjustu kröfur ræningjanna
komu siðan um sexleytið I
morgun. Þá heimtuðu þeir að fá
Boeing 747 þotu fyrir sig og 21
fanga, sem þeir krefjast að
verði látnir lausir. Bréf frá
skæruiiðunum var lesið upp 1
hollenzka útvarpið. Þar var
yfirvöldum gefinn frestur til
klukkan ellefu á morgun til að
verða við nýjustu kröfunum. —
Þá var jafnframt tilkynnt og
ítrekað, að reyndi einhver að
hindra skæruliðana í ætlunar-
verki sínu, yrði hann umsvifa-
laust skotinn.
íbúar Moluccaeyja fordæma
aðgerðir skæruliðanna
Kallið mig bara Jess
Foreldrar þessarar fjögurra mánaða gömlu stúlku kalla hana
einfaldlega Jess. Nafn hennar er þó nokkru lengra, en hver nennir
svo sem að fara að telja alla rununa upp. Réttu nafni heitir Jess
Jessica Kauiiani Meke Aloha O Peiekani Hanau la Makahiki Ko
Kuini Jubilee Kahumoku.
Foreldrar Jess eru frá Hawaii eyjum og iétu dóttur sina heita
þessu nafni. Orðrétt þýðir það „Hin himneska fegurð sem elskar
England og fæddist á krýningarhátíð drottningarinnar."
Sovétmenn gagnrýna
Brzezinski
Sovétmenn réðust í gær harka-
lega á Zbigniew Brzezinski
öryggisráðgjafa Carters forseta
og ásökuðu hann um að gera þá
tortryggilega með fáránlegum
kröfum um mannréttindi. Tass-
fréttastofan vitnaði í bandaríska
tímaritið U.S. News and World
Report, þar sem haft var eftir
ráðgjafanum, að hann væri
óánægður með bandaríska frétta-
menn þar eð þeir hefðu slakað á
kröfum sínum um mannréttindi í
kommúnistaríkjunum.
„Með þessu er Brzezinski að
gefa í skyn, að Bandaríkjastjórn
sé í engu að gefa eftir kröfur
sínar i mannréttindamálum,"
sagði fréttamaður Tass. Hann
bætti því við, að öryggisráðgjaf-
inn væri maðurinn á bak við
skoðanir Carters í mannréttinda-
málum og væri þvi sá, sem tor-
veldaði allan gang mála í vinsam-
legum samskiptum þjóðanna.
Sovétmenn eru óánægðir með
stefnu Brzezinskis í mannrétt-
indamálum.
Franskur togari tekinn innan
brezku f iskveiöilögsögunnar:
HLEYPTVARAF
FJÓRUM PÚÐURSKOTUM
Skipherra í brezka flotanum
sagði í gærkvöld, að hann hafi
skotið púðurskotum að frönskum
togurum, sem hafi veitt sér eftir-
för. Hann tók einn franskan
togara innan 200 mílna lögsögu
Bretlands á sunnudag, grunaðan
um að vera með ólögleg veiðar-
færi.
Skipherrann sagði að engu lík-
ara hafi verið en að koma hefði
átt mönnum um borð í togarann
sem tekinn var. „Ég tilkynnti
þeim þá í talstöðina að halda sig
frá togaranum en ekkert gekk,“
sagði skipherrann, Ted Seath.
„Þá dró ég ypp merkjaflagg og
hleypti af fjórum púðurskotum til
að vekja athygli þeirra á flagg-
inu.“
Hann færði franska togarann
til hafnar í Plymouth.
Chevrolet Nova
árg. 1974, ekin 17 þúsund
km.
Peugeot304
árg. 1974
Chevrolet Concors
árg. 1976, 2ja dyra, ekinn 12
þúsund km, alls konar
skípti.
Cortina 2000 XL
árg. 1974
Toyota Corolla árg. 1971
Mazda 929 árg. 1975
Hornet
árg. 1974 2ja dyra.
Range Rover
árg. 1976, alls konar skipti.
Willys Wagoneer
árg. 1976, ekinn 17 þúsund
km.
Scout
árg. 1974, ails konar skipti.
Benz 280
árg. 1974, alls konar skipti.
Cherokee árg. 1974.
Citroén GS
árg. 1971, góðir greiðsluskil-
rnálar.
Vantar allar gerðir
bíla ó söluskró.
jaUflafljfl
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3 — Reykjavik •
Simar 19032 & 20070
Utboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska éftir til-
boðum í undirstöður fyrir 36 stálmöst-
ur á Hallormsstaðarhálsi S-Múlasýslu.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi
116, frá og með 26. maí ’77, gegn 10
þúsund kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 10.
júní ’77 kl. 11 fyrir hádegi í skrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116 Reykjavik.