Dagblaðið - 24.05.1977, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1977.
Kakan verður ekki bæði
geymd og étin
— segir m.a. í nýútkomnum
upplýsingabæklingum
ASÍum samningana
„Ymis rök hníga að því að
æskilegt sé að stærri hluta
þjóðarframleiðslu sé varið til
fjárfestingar hér en algengast
er í öðrum löndum. Hins vegar
má ekki gleymast að kakan
verður ekki bæði geymd og étin
og miklar erlendar skuldir geta
orðið þung byrði ef þess er ekki
gætt að fjárfestingar gangi til
raunhæfrar uppbyggingar."
Þetta segir m.a. í einum
þriggja bæklinga sem ASt hef-
ur nú gefið út og mnihalda upp-
lýsingar um nteginkröfur
verkalýðshreyfingarinnar og
stuttar útlistanir á þeim. Allir
bera þeir samheitið „Þetta vilj-
um við“.
Fjallað er um grundvallar-
stefnuna i kjarabaráttunni,
styttingu vinnuvikunnar,
félagslegar íbúðabyggingar,
samræmda verðlagningu, betra
eftirlit með verðlagningu, skyn-
samlegt skipulag fjárfestingar-
mála, dagvistunarmál,
breytingar á skattalögum og
vinnuvernd.
Pésunum hefur verið komið
til verkalýðsfélaganna sem
munu siá um að dreifa þeim til
félagsmanna. Þá hefur ASI
einnig gefið út dreifimiða um
yfirvinnubannið og hótanir at-
vinnurekenda. Er útgáfa í þess-
um dúr fyrirhuguð af og til á
meðan á samningum stendur,
eftir því sem þörf verður á.
-G.S.,
í SILFURLEIT
TIL ÍSLANDS
Danir hyggjast nú komast að
raun um hvort slíkir gripir
fyrirfinnist á Islandi og senda.
hingað í sumar kirkju- og lista-
verkaljósmyndarann O.
Willumsen Krog frá Árósum.
Hyggst hann dvelja hér á landi
og heimsækja íslenzkar kirkjur
og rannsaka hvað af gripum
þeirra hefur verið smíðað í
„kóngsins Kaupinhafn".
Willumsen Krog mun njóta
leiðsagnar Þórs Magnússonar
þjóðminjavarðar.
,,Við vitum að raargir
Islendingar komu til Kauþ-
mannahafnar til þess að læra
silfursmíði og margir þeirra
settust að í Danmörku eftir að
námi lauk. Ættingjar þeirra og
vinir á Islandi keyptu síðan
smíðisgripi þeirra þegar þeir
komu í innkaupaferðir til Dan-
merkur," segir Willumsen
Krog.
„Við lítum á smíði tsiending-
anna sem danska siifursmíði.
Þeir lærðu í Danmörku og
fengu borgarabréf i Kaup-
mannahöfn,“ segir Willumsen
Krog einnig.
Það er sparisjóður einn á Jót-
landi sem stendur straum af
kostnaðinum við ferð Willum-
sens til tslands, en hann fékk
um 600 þúsund ísl. kr. til farar-
innar. Hefur hann meðferðis
bæði ljósmyndavél sína og tæki
til þess að taka afsteypur af
þeim smíðisgripum, sem hann
rekst á hér.
,[Við reiknum með því að
finna marga gripi sem nú þeg-
ar eru skráðir í Danmörku en
einnig marga sem ekki hafa
áður verið skráðir,1' sagði
Willumsen Krog.
Fyrirlestur
Á vegum Styrktarfélags vangefinna
verður haldinn fyrirlestur í Mennta-
skólanum við Hámrahlíð á morgun,
25. maí, kl. 20.30. Fyrirlesturinn
flytur N.E. Bank-Mikkelsen ráðu-
neytisstjóri og yfirmaður málefna
vangefinna í Danmörku. Fyrirlestur-
inn nefnist: „Markmið og leiðir í mál-
efnum vangefinna“.
Fyrirlesturinn verður túlkaður á
íslenzku.
Fyrirlesarinn svarar spurningum
fundarmanna að fyrirlestri loknum.
Áhugafólk um málefni vangefinna er
hvatt til þess að mæta á fundinn.
Styrktarfélag vangefinna.
Þegar Danaveldi varð gjald-
þrota árið 1813 sendu danskir
góðborgarar silfurmuni sina til
ríkisfjárhirzlunnar og til þess
að láta bræða þá og slá úr þeim
mynt. Matur og klæðnaður var
þá allt í einu orðið meira virði
en listaverk úr silfri.
Þess vegna er frekar lítið til
af merkúm silfurgripum frá því
fyrir þennan tíma í Danmörku
og telja Danir ekki ósennilegt
að eitthvað af kjörgripum fyrir-
finnist frekar á Islandi vegna
þess að Island hefur ekki lent í
sams konar vandræðum, segir i
cfanska blaðinu Politiken.
Einn af þeim tslendingum sem
lærði silfursmiði i Danmörku
og fékk borgarabréf i Kaup-
mannahöfn var Sigurður Þor-
steinsson. Fékk hann borgara-
bréf sitt árið 1742. Á myndinni
eru O. Willumsen Krog og
Kjeld Ladefoged að skoða
kaleik sem Sigurður smíðaði.
Kaleikurinn er í Christians-
kirkju í Christianshavn.
Lömbin sem litli snáðinn er að
horfa á eru í fljótu bragði ekkert
óvenjuleg. Hins vegar er það
óvenjulegt við þau að þau eru
alsystkini, eða tvílembingar, sem
fæddust samtímis úti i Heimaey
fyrir nokkru og er annað lambið
dverglamb. Það fæddist þó
hraust og vitum við ekki betur en
því heilsist enn vel. DB-mynd
Heiðar Marteinsson.
Enginn af 8000 dollara
ferðatékkunum kominn fram
Ekki er vitað til þess að
neinn þeirra ferðatékka sem
stolið var frá bandaríska ferða-
manninum sem leitaði sér
gistingar í svefnpokaplássi í
Reykjavík sl. miðvikudag hafi
komið fram. Úr tösku ferða-
mannsins var stolið ferða-
tékkum samtals að upphæð
8000 dollarar, eða rúmlega
einni og hálfri milljón ísl.
króna.
Ferðamaður þessi kom frá
Bandaríkjunum með Loftleiða-
vél og hafði hér sólarhrings
viðdvöl sem „stop-over“
farþegi. Þrátt fyrlr góð fjárráð
leitaði hann sér að ódýru svefn-
pokaplássi til gistingar í
Reykjavík þessa einu nótt hans
á Islandi. Þaðan hurfu
tékkarnir úr tösku hans.
Tékkarnir voru útgefnir af
American Express Company.
Slíkir tékkar eru við sölu settir
í sérstök plastumslög, eins og
margir íslendingar munu
kannast við. Er kaup á slíkum
tékkum fara fram fylgir laus
kvittun þar sem á eru rituð
númer tékkanna. Þar eru ýms-
ar leiðbeiningar um varðveizlu
tékkanna, m.a. varnaðarorð um
að geyma þá aldrei í farangri
heldur i öruggum vasa eðá í
tryggri geymslu á gistihúsi. Þar
er og bent á að lausu kvittunina
skuli ávallt geyma annars
staðar en í tékkaumslaginu.
Ætti það að verða islenzkum
notendum slikra tékka rík að-
vörun.
Týnist slíkir tékkar eða sé
þeim stolið er kaupanda
tékkanna bættur skaðinn. Það
gerir American Express
Company þegar í stað. Siðan
rannsakar fyrirtækið málið og,
kannar hvort svik séu í tafli frá
kaupandans hálfu. Sé svo ekki
er leitað að falsara tékkanna
með ýmsum ráðum.
Ferðalangurinn sem hér
missti 8000 dollara var með
kaupkvittunina sér og gaf lög-
regluyfirvöldum hér upp
númer þeirra tékka er hann
hafði eytt þá er þjófnaðurinn
átti sér stað. Hina mun hann
hafa fengið bætta samkvæmt
reglum. Héðan hvarf hann sam-
kvæmt áætlun daginn eftir.
Hins vegar er öllum, sem
taka við ferðatékkum, sem
greiðslu ráðlagt að kaupa þá
ekki nema seljandi sýni jafn-
franjt persónuskilrlki ag aö i>au.
komi heim og saman við nöfnin'
sem seljanda ber að rita á
hvern einstakan ferðatékk.
-ASt.
Þettaecsýnishornaf SOdollara ferðatékk. Svona voru tékkarnir sem
hér \ ar stolið. nenia pen eru prentaðir i fjólubláum lit.