Dagblaðið - 24.05.1977, Side 10

Dagblaðið - 24.05.1977, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1977. Irjálsi, nháð dagblað Utgefandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Frettastjóri: Jón Birgir Petursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfrottastjóri Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. ‘•‘.T' lnt: Asqrm*.. ■ 'Un Blaöamonn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefansdóttir. Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Holgi Petursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson. Katrín Pálsdóttir, Olafur Jónsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnle.-rur Bjarnleifsson. Hörður Vilhjalmsson. Sveinn Pormoösson. Skrifstofustjóri: Olafur Eyjólfason. Gjaldkeri: Þ.jinn Porieifsson. ureitingarstjóri: Mór E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Pverholti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Askríft 1300 kr. a mánuöi innanlands. I lausasolu 70 kr. eintý ó. Sotning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf. Armúla 5. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Kína: Maoerennguð- inn — en Hua Grundvöllurinn ergóður Umræðugrundvöllur sátta- nefndar felur í sér skynsamlega og góða lausn á kjaradeilunni, þótt aliir málsaðilar hafi lýst óánægju sinni með ýmis atriði hans. Æski- legt væri, að lausn þessi yrói sam- þykkt og látin gilda um allt þjóð- félagið. Auðvitað eru ýmsir gallar á hugmynd sátta- nefndar. En hugmyndin ber þess merki, að færir stjórnmálamenn og diplómatar eru í nefndinni, menn, sem kunna list hins mögu- lega. Þeir hafa spilað djarft með því að leggja fram tölur, áður en til verkfalls er komið. Um leið geta þeir sparað þjóðinni milljarða. Hugmyndir sáttanefndar fela í sér mikla verðbólgu, sennilega yfir 40% á árinu. Það er meiri verðbólga en fólst í hugmyndum þeim, sem ríkisstjórnin setti fram og nema sennilega yfir 30% verðbólgu á árinu. Kannski er þetta bitamunur en ekki fjár. Og ekki var annars að vænta í stöðu kjaramálanna. Slæmt er, aö þurfa skuli 58% kauphækkun á hálfu öðru ári til þess að ná 12% aukningu kaupmáttar hjá þeim, sem nú hafa 100.000 krónur á mánuði, og að þurfa skuli 73% kaup- hækkun á hálfu öðru ári hjá þeim, sem nú hafa 70.000 krónur á mánuði til þess að ná 21% aukningu kaupmáttar hjá þeim. En þessi aukning kaupmáttar láglaunafólks er nauðsynleg, þótt hún kosti framhald á óða- verðbólgu síðustu ára. Hugmyndir sáttanefndar eru í góðu sam- ræmi við láglaunastefnuna, sem mestan hljóm- grunn hefur haft að undanförnu. Þær gera ráð fyrir, að allir fái sömu 15.000 króna hækkunina nú þegar og 6.000 króna viðbótarhækkun 1. janúar á næsta ári. Auk þess gerir hún ráð fyrir fastri krónutölu í vísicölubótum, 850 krónum á hvert stig. Það þýðir fullar bætur á 85.000 króna mánaðarlaun, rúmlega fullar bætur á lægri laun og ekki fullar bætur á hærri laun. Allt jafngildir þetta gífurlegri aukningu launajöfnuðar í þjóðfélaginu, svo að segja í einu vetfangi. í stöðunni er ekkert annað hugsanlegt, þótt sagan kenni okkur, að hinir betur setti muni, þegar frá líður, ná fram hinum fyrra mismun með launaskriði og á annan hátt. Sáttanefnd vill afgreiða allar sérkröfur á sama hátt, með tilkostnaði, sem svarar 2,5% launahækkun. Menn geta deilt um prósentuna, en ekki aðferðina. Augljóst er, að bráðnauðsyn- legt er að ná jafnræði í framgangi sérkrafna, svo að forréttindahópar mati ekki krókinn á kostnað láglaunafólks. Lausnin á kjaradeilunni yrði ódýrari, ef menn einbeittu sér að töxtum iðnverkafólks, Sóknarkvenna og nokkrum töxtum verka- og verzlunarfólks. Láglaunavandinn er nefnilega tiltölulega afmarkaður í velmegunarþjóðfélagi íslendinga. En þá væri líka erfiðara að fá landssambönd forréttindastétta inn í myndina. Hugmyndir sáttanefndar eru gersamlega gagnslausar, ef þær fá ekki að gilda jafnt um forréttinda- hópana sem láglaunastéttirnar. Þess vegna mega menn heldur ekki standa upp i samning- unum, fyrr en samið hefur verið við alla. er orðinn páfi! Sjö mánuðir eru nú liðnir síðan Hua Kuo-feng tók vio formennsku í kínverska kommúnistaflokknum af Mao Tse-tung. Þann tíma hefur hann unnið hratt og örugglega að því að styrkja sig í sessi. Eins og gefur að skilja fylgir embætti hans mikil ábyrgð, en hana hefur hann axlað með ró, að sögn manna, sem fylgzt hafa með störfum hans. Hægt og rólega eykur Hua einnig pressuna á pólitíska and- stæðinga sína í Kína — það er ekkju Maos heitins og félaga hennar þrjá, Shanghai- klíkuna. Sífellt koma í íjós nýjar og nýjar sannanir sem sýna fjandskap þeirra við kín- versku þjóðina, andlit þeirra hafa verið máð út á opinberum myndum og þannig mætti lengi telja. Hua Kuo-feng stendur þó ekki einungis í slíkum skolla- leik. Hann gerir nú um þessar mundir harða atlögu að hinum miklu efnahagsörðugleikum, sem Kína á við að stríða. En að sjálfsögðu leggur nýi for- maðurinn sig einnig í líma við að tryggja sér vinsældir og stuðning landsmanna sinna. ,,Ef Mao er guð Kínverja," er haft eftir fréttaskýranda, „þá er Hua nú orðinn páfinn." Greinilegasta merki þess, hve Hua leggurmikiðupp úrþví r Þeim ferst ekki að gagnrýna Það hefur ekki farið fram hjá neinum hinn mikli áróður gegn mengun álversins og stóriðju. Þessi áróður hefur glumið frá fjölmiðlum (sérstaklega út- varpi) og frá Alþingi. Það væri verðugt verkefni fyrir sálfræðinga að rannsaka hvers vegna ýmsir mennta- og forystumenn þjóðarinnar virð- ast gersamlega tapa sönsum í ofsóknarbrjálæði gegn mörgum lífsnauðsynjum og framfara- málum þjóðarinnar. Nefni ég ofsóknir gegn Hallgrímskirkju, Búrfellsvirkjun og símanum. Það má segja að flytjendur þáttarins um daginn og veginn i útvarpinu hafi um nokkurn tíma dembt úr sér mjög hlut- drægum áróðri gegn álverinu i Straumsvík og allri stóriðju. Eg vil spyrjaráðamenn útvarpsins, eftir hvaða reglum eða hver ræður talsmenn þáttarins um Daginn og veginn? Margir af þessum mönnum hafa óneitan- íega þverbrotið hlutleysi út- varpsins með því að styðja það hápólitíska moldviðri sem afturhaldslið þjóðarinnar hefur þyrlað upp nú undanfarið. Reynt er að telja mönnum trú um að orkan til álversins sé niðurgreidd, þar með einn ágætur bóndi. Ég held nú að blessaður bóndinn ætti ekki að tala hátt um niðurgreiðslur. Það er ómótmælanleg staðreynd að bjartsýnis- og framfaramenn þjóðarinnar hafa með tilkomu álversins og virkjun Þjórsár fært þjóðinni tuttugu og fjóra milljarða í hreinum gjaldeyri. Þessi upphæð margfaldast svo á leið sinni til fjölmargra lífs- nauðsynjamála þjóðfélagsins. Það verkar þar líkt og blóðgjöf sjúklingi. Einhver harðduglegasti framfaraþingmaður þjóðarinn- ar, Ingólfur Jónsson, lýsti því mjög vel á Alþingi hvernig álverið hefði staðið undir hin- um umfangsmiklu orkufram- kvæmdum á Suðurlandi. Til dæmis greiðir álverið Búrfells- virkjun algerlega á 25 árum. Þjóðin hefur ekki þurft að greiða fimmeyring til hennar. Hluti af Þjórsá og dugmestu f .. ENDAL0K Þ0RSKSINS Annar þóttur Fyrir um einu og hálfu ári voru settar fram aðvaranir um að eins kynni að fara f.vrir þorskinum og fór fyrir sildinni árið 1966, nefnilega að honum yrði útrýmt ef ekki yrði verulega dregið úr veiðum. Enn er þó ekkert farið að gera sem neinu máli skiptir þorskstofn- inum til bjargar. Þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæðr hafa öll þau lög og reglugerðir sem sett hafa verið um lokun og friðun svæða, eftirlit með smá- fiskadrápi, breytingar á möskvastærð og tilraunir til að beina flotanum að veiðum á öðrum fisktegundum, nákvæm- lega ekkert að segja til bjargar þorskstofninum, eins og best sést á þvi að heildaraflipn af þorski af tslandsmiðum árið 1976 var 340 þús. leslir en í „Svörtu skýrslu" Haf- rannsóknastofnunar. sent gefin var út i oktöber 1975, gelur að lita eftirfarandi ráðleggingu: „Með tillitj ti| þess alvarlega ástands sem nú ríkir í þorsk- stofninum, leggur Haf- rannsóknastofnun eindregið til að heildarafli þorsks af Islandsmiðum fari ekki fram úr 230 þús. lestum árið 1976." Heildaraflinn varð sem sagt 340 þús. lestir og þar af veiddu útlendingar 60-70 þús. lestir, svo að meira að segja Islending- ar- einir saman veiddu talsvert meira en ýtrustu tillögur Haf- rannsóknastofnunar gerðu ráð fyrir. Augljóst er því að tillögur Hafrannsóknastofnunar voru hafðar að engu árið 1976. Árið 1977 var lagt til að veiddar yrðu 275 þús. lestir að hámarki af þorski. Um þær tillögur hefur sjálfur sjávarútvegsráðherra sagt eftirfarandi i viðtali við Tímann: „Það er mín persónulega skoðun, að það sé meiri þorskur í sjónuni en fiski- fræðingar vilja vera láta...." „Tillögur fiskifrteðinga ílaf- rannsóknastofnunar fundust mér litið•rökstuddar og hafa þær lítið visindalegt yfir- bragð. Þessar tillögur byggjast allar á áætlunum og að stofnarnir séu svo veikir á- lít ég að sé vanmat." Áskoranir Landssambands íslenskra útvegsmanna og fjölmargra risastórra samtaka í landinu um að fara eftir tillögum fiskifræðinga hefur hann látið eins og vind um eyr- un þjóta og ætlar augsýnilega að iáta happa og glappa aðferðina ráða því hversu mikið verði veitt af þorski í ár á Islandsmiðum. Þetta getur orðið mjög afdrifaríkt fyrir þorskstofninn. Innfjálgar ræður stjórnmála- manna og embættismanna þeirra um gildi lokunar svæða og um gildi þess að hafa eftirlit með smáfiskadrápi. grobbsögur af nýjum fiskverndunarlogum og reglugerðum um fiskveiðar i landhelgi. ertt einungis fram settar til þess að slá ryki í augun á fólki. Þessir herrar þora ekki að takast á við þann

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.