Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JUNl 197
8
Líkur á gláku vaxa með aldrinum:
Reglubundnar augnþrýst-
ingsmælingar nauðsynlegar
— en blinda vegna gláku er nánast óþörf
„Nánast enginn gláku-
sjúklingur á að þurfa að verða
blindur nú til dags, en það byggist
á þvi að sjúklingurinn koniist
nógu snemma undir læknis-
hendur," sagði Guðmundur
Viggósson augnlæknir á göngu-
deild augndeildar Landakots-
spítala í samtali við DB.
Á árinu 1976 komu samtals 570
glákusjúklingar á göngudeildina
og eru það 18,5% aukning frá
árinu áður. Langfiestir gláku-
sjúklingarnir eru komnir yfir
miðjan aldur. 71,9% af heildar-
tölu sjúklinganna er 67 ára og
eldri.
„Líkur á gláku fara hraðvax-
andi með aldrinum," sagði Guð-
mundur. „Tala glákusjúkling-
anna, sem kom á göngudeildina á
sl. ári, segir þó ekki til um alla
glákusjúklinga á landinu. Þeir
leita einnig til annarra augn-
lækna. Tíðni sjúkdómsins er
nokkuð stöðug og má reikna með
því að um helmingur allra gláku-
sjúklinga komi á göngudeildina.
I sambandi við gláku er
hópskoðun mjög mikilvæg því
likur á lækningu byggjast á því,
að sjúkdómurinn finnist á byrjun-
arstigi. Þá gefur hann engin
einkenni. Gláka liggur svolítið í
ættum og ef fólk veit um slíkt ætti
það að vera á verði og láta fram-
kvæma augnþrýstingsmælingu.
Hjá aldurshópnum 40-60 ára
eru slíkar augnþrýstingsmæling-
ar nokkuð reglubundnar því þá er
fólk komið á hinn svokallaða gler-
augnaaldur. Leitar fólk þá til
augnlækna í þeim tilgangi að fá
lesgleraugu og þá er augn-
þrýstingurinn mældur.
Aldurshópurinn eftir sextugt
er einhver sá hættulegasti og
tíðni glákunnar mest. Þá er fólk
búið að fá sín lestrargleraugu og
glákan getur „grasserað".
— Nú er vitað mál að löng bið er
eftir að komast að hjá augnlækn-
um. Hvert á fólk að snúa sér til
þess að fá mældan augnþrýsting?
„Langheppilegast væri ef fólk
gæti fengið augnþrýstinginn
mældan hjá heimilislæknum.
Þetta er mjög einföld mæling sem
allir heimilislæknar geta fram-
kvæmt.
Jú, það er rétt, að bið getur
verið eftir að komast að hjá augn-
læknum. Það á þó ekki að koma á
sök. Ef um bráðan augnsjúkdóm
er að ræða á fólk að leita til
slysadeildarinnar þar sem augn-
læknir er jafnan á bakvakt. Ef um
alvarlegt tilfelli er að ræða er
sjúklingurinn sendur til augn-
deildar Landakotsspítalans. Ef
sjúklingur þarf aðeins á nýjum
gleraugum að halda gerir hon
ekkert til þótt hann þurfi að b
eftir þeim.“
— Hvernig er augnlæki
þjónusta fyrir landsbyggðina?
„Það má jafnvel segja að lan
byggðin búi við betri augnlæki
þjónustu en Reykjavík, þar s
allir augnlæknarnir eru búsei
nema einn, sem er á Akure.'
Augnlæknar fara í augnlæknin
ferðalög út á land að minn
kosti einu sinni á ári og í s
byggðarlög er farið oftar,“ sa
Guðmundur Viggósson au
læknir.
-A.
Landreisa Ríós
hefst um helgina
— átján söngskemmtanir um allt land
áþremurvikum
Um helgina hefur Ríó-tríó
landreisu sína með spili og
söng. Verður fyrsta söng-
skemmtun triósins í
Néskaupstað á laugardagskvöld
en næstu þrjár vikur verður
siðan haldið um Norður-,
Vestur- og Suðurland til
Reykjavíkur. Alls er fyrirhugað
að halda átján tveggja tima
söngskemmtanir „fyrir alla
fjölskylduna“, e'ins og þeir
félagar skýrðu frá í síðustu
viku.
Söngferðalag þetta fylgir í
kjölfar áttundu breiðplötu
tríósins, sem kom út í vikunni,
en auk þess hafa komið út fimm
tveggja og fjögurra laga plötur
með Ríó. Nýja platan ber heitið
V
Fólk og fjallar um fólk „sem
við höfum annaðhvort þekkt
eða haft spurnir af", eins og
Helgi Pétursson Riómaður
orðaði það i spjalli við DB.
Meðal þessa fólks eru Jón
„Elding“ strætóbílstjóri í
Kópavogi, Siggi frændi
(kominn á skallan rétt einu
sinni), Bjartur verkamaður,
Kiddi Pé tollari og Helgi
Hóseasson trésmiður. Allir
textar eru eftir Jónas Friðrik,
skáld og aflraunamann á Rauf-
arhöfn, en útsetningar og
hljóðfæraleik annaðist (að
langmestu leyti) Gunnar
Þórðarson. Nýja platan var
hljóðrituð í Hljóðrita í Hafnar-
firði. -ÓV.
Ríó: Gunnar Þórðarson, Ágúst Atlason, Ólafur Þóröarson og Helgi Pétursson. Meö í landreisunni verða
einnig trommarinn Terry Doe, Tómas Tómasson bassaleikari og hljómborðsleikararnir Guðmundur
Haukur og Nikulás Róbertsson. DB-mynd Ragnar Th. Sig.
Nýstárleg sundlaug
í Grundarfirði
t meira en þrjátíu ár hafa
sjómenn á Grundarfirði gefið fé
til byggingar sundlaugar og
loksins rættist draumurinn er
sextán metra löng útilaug var
vigð á sjómannadaginn. Til að
halda niðri kostnaði við gerð laug-
arinnar var hún ekki steypt
heldur notaður í hana plastdúkur,
saumaður af seglagerðinni /Egi.
Komið var fyrir járnuppistöðum,
sem siðan voru klæddar með
vatnsheldum krossvið. Ofan i þá
undirbyggingu var plastdúkurinn
síðan iagður. Ekki muh þetta
algengur byggingarmáti sund-
lauga hér á landi en er mun
pdýrari en aðrar.
Við sundlaugina eru vandaðir
búningsklefar sem munu jafn-
framt þjóna íþróttahúsi sem er
enn í byggingu. Þar sem ekki er
ennkomin hitaveita i húsiGrund-
arfirði og óvíst hvort tilrauna-
boranir bera árangur varð einnig
að reisa kyndistöð fyrir
sundlaugina. Er hún kynnt með
svartolíu og auk þess sem hún
hitar upp vatn í sundlaugina hitar
hún jafnframt upp allt húsnæði
gagnfræðaskólans.
Frá því laugin var tekin í
notkun hefur hún óspart verið
stunduð, jafnt af ungum sem
öldnum, og þegar hafa verið
haldin í henni tvö sundnámskeið.
-BH.
Stríðaldir hestar á
flugvallarrápi
„Þetta eru með bezt öldu
hestum í Reykjavík og þeir eru
vel í holdum. Lögreglan varð
hissa í hve góðum holdum hrossin
voru, þá er hún kom að þeim í
sama mund og eigendur bar að
hestahópnum. Það er vel hugsað
um þessa hesta og þeir eru hýstir
í hinu bezta hesthúsi sem völ er
á.“
Þannig talaði einn eigenda
hestanria sem DB sagði frá að
verið hefðu í svelti í Einarsnesi
og hafði upplýsingar sínar að
mestu frá lögreglu. Eigendur eru
greinilega ekki á sama máli. En
nú eru hestarnir komnir á beiti-
land hjá Fáki.
Eigendur telja að einhver 1
tekið girðinguna niður
hestarnir hlaupið út. Lögreí
telur að hestarnir hafi ruðzt
girðingunni. En yfir flugbr
hlupu þeir og komust að Fi
skóla Helga Jónssonar áður
lögreglan kom á vettvang.
Eigendur segja að hestai
hafi verið á gjöf en aðein
girðingunni til að hreyfa
meðan hesthús var hreinsað.
Þess skal getið að hestai
fóru úr girðingunni og yfir fl
brautina klukkan 7 um morgUr
-4
Myndin er tekin á sjómannadaginn við vigslu iaugarinnar. Fyrir enda
hennar eru búningsklefarnir og kyndistöðin. (DB-mynd B.C.).
Lögreglufélagið kanni hvort
löglega var að staðið
Félag rannsóknarlögreglu-
manna i Reykjavík hefur farið
þess á leit við Lögreglumanna-
félagið, sem það er aðili að, að
það kanni hvort brotin hafi
verið lög við ráðningu aðstoðar-
yfirlögregluþjóna við hina
vætanlegu Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Var samþykkt um þetta gerð
á fundi í Félagi rannsóknarlög-
reglumanna í Reykjavík á
föstudaginn. Guðmundur
Guðmundsson, formaður
félagsins, ságði í samtali við DB
að félagið myndi „ekkerl gera
fyrr en við vitum hvar við
stöndujn, við erum ákaflega
varasamir í þessu sambandi,"
sagði hann.
Meðal rannsóknarlögreglu- .
manna hefur vaknað sú
spurning hvort gengið hafi
verið fram hjá manni með
lengri starfsreynslu við
ráðningu aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns við Rannsóknarlögregl
ríkisins. Jafnframt telja men
hugsanlegt að með ráðningu
stöður aðstoðaryfirlögregli
þjóna hafi verið brotin lög. þa
sem ekki var auglýst laus nem
ein staða yfirlögregluþjóns vi
hið nýja embætti.
Hélag rannsóknarlögregli
manna í Reykjavík er aðili a
Lögreglumannafélaginu. sei
aftur er aðili að BSRB.
-o\