Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JUNÍ 1977.
Ö
íslandssigling Smyrils borgar tapið
af strandsiglingum skipsins
Ole Hammer skipstjóri Smyrils.
Á meðan Norðurlandaráð sat
þungt hugsi, svo lá við höfuð-
verkjum, um hvernig mætti bæta
samgöngur á sjó við Færeyjar og
Island sátu Færeyingar ekki
auðum höndum og keyptu sér far-
þegaskip, Smyril, og hefur það
gengið í tvö sumur á milli Islands,
Skotlands, Noregs og Færeyja.
DB átti viðtal við skipstjóra
Smyrils, Ole Hammer, við komu
skipsins til Seyðisfjarðar í fyrsta
skipti á þessu sumri. Ole sagði að
Smyrill væri bæði farþega- og
bílaflutningaskip og tekur það
500 farþega og 140 bíla. Smyrill
gengur þessa leið aðeins þrjá og
hálfan mánuð ársins en hinn tím-
ann, þ.e. átta og hálfan mánuð, er
skipið notað á strandleiðinni á
milli Þórshafnar, Klakksvíkur og
Suðureyjar. Að sögn Ole er
Smyrill happaskip og hafa engin
áföll orðið frá því að skipið kom
til Færeyja.
Um borð rikir mikill félagsandi
meðal farþega og er sér leikher-
bergi fyrir börn.
Smyrill hefur verið rekinn al-
gerlega án rikisstyrks og er tap á
færeysku strandleiðinni en
fslandssigling Smyrils er undirstaða
Islandsleiðin bætir það upp. Þrjá-
tíu manna áhöfn er á skipinu og
eru það allt Færeyingar og gott
starfsfólk sagði Ole Hammer skip-
stjóri að lokum.
- Arnþór/JH
reksturs skipsins.
Aj’o-uiy'uuir /^rnpui juiisáiuu.
UTILOKAÐ AÐ MUNIR TYN-
IST A ÞJÓÐMINJASAFNINU
— segir Gísli Gestsson, safnvörður
„Það kemur ekki til mála að
munir týnist hér á Þjóðminja-
safninu," sagði Gisli Gestsson
safnvörður í samtali við frétta-
mann DB vegna fréttar í blað-
inu fyrir helgi.
Þar var sagt frá vangaveltum
systkina, barna Hjálmars
heitins Lárussonar útskurðar-
manns, um hvort mögulegt
væri að allmargir munir eftir
föður þeirra hefðu „týnzt“ á
Þjóðminjasafninu.
Gísli Gestsson taldi það úti-
lokað og kvað enga fullvissu
vera fyrir því að umræddi'-
munir — sem systkinin vissu
ekki hverjir væru — hefðu
nokkru sinni verið til á safninu.
Sagði hann ekkert vitað
hvenær þessir hlutir hefðu
komið á safnið né heldur frí
hverjum. Auk þess væri það
svo með muni Hjálmars Lárus-
sonar að fæstir þeirra væru
merktir og því væri hægara
sagt en gert að finna þá, væru
þeir til í safninu á annað borð.
„Það er hugsanlegt að þetta
hafi hafnað í safni Andrésar
Johnsens í Hafnarfirði," sagði
Gísli Gestsson, „en þar voru um
tuttugu þúsund númer sem
verið er að fara í gegnum.
Þessir munir Hjálmars eru ekki
beinlínis fornminjar, heldur
ættu frekar heima á listiðnaðar-
safni og hér á Þjóðminjasafn-
inu eru aðeins til drög að slíku
safni, enda er það ekki bein-
línis okkar svið. Til að finna þá
hluti sem þau systkin telja að
eigi að vera hér höfum viðtvær
skrár til að leita í, aðfangaskrá
og númeraskrá en svo þær komi
að notum þurfum við að vita
hver hefur gefið þessa hluti
hingað eða að minnsta kosti
hvenær þeir hafa verið gefnir.“
-OV.
Bátartilsölu
11,8 tonna sléttsúðaður frambyggður
bátur smíðaður 1962 með mjög gððri
125 ha. vél frá 1970. 1 bátnum er,
meðal annars, trollspil, 5 rafmagns-
færavindur, 2 dýptarmælar, Furino
radár,eignartalstöð (siglingatæki flest
nýleg). Bátnum verður skilað nýskoð-
uðum og nýmáluðum. Útb. aðeins 1 til
1,5 millj. sem má skipta. Auk þess
höfum við til sölumeðferðar nýlega
Bátalónsbáta sem eru til afhendingar
strax- Eignaval Suðurlandsbraut 10
sími 85650 heimasími 13542
Endurnýjun flugflota Flugfélags Norðurlands hf. að Ijúka:
Fjármálastjórí
Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust
til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi hafi vió-
skiptafræðimenntun eða góða starfsreynslu við bókhald.
Laun eru samkvæmt launaflokki B 21. Umsóknum skal
skilað á sérstökum eyðublöðum fyrir 20. júní nk. til
rafveitustjóra, sem veitir nánari uppl. um starfið.
Ein gömul gefin sem
saf ngripur og verið að
sækja hraðfleyg-
ustu smávélina hér
Piper Chieftain vél, eins og Flug-
félag Norðurlands er að fá.
„Eina hinna þriggja Beechcraft
véla, sem félagið átti þegar við
tókum við, höfum við gefið Vél-
flugfélagi íslands með þeim skil-
yrðum að það varðveiti hana sem
safngrip, aðra seldum við Flug-
stöðinni í Reykjavík og þá þriðju
ætlum við að nota út, eða á meðan
mótorar eru innan löglegra tak-
marka," sagði Sigurður Aðal-
steinsson, framkvæmdastjóri
Flugfélags Norðurlands hf. i við-
ta!i við DB.
Sigurður er farinn til Banda-
ríkjanna til að ganga endanlega
frá kaupum á svo til nýrri 10 sæta
flugvél af gerðinni Piper Chief-
tain, tveggja hreyfla og með for-
þjöppu á hreyflum, sem gerir
henni mögulegt að fljúga mjög
hátt. Sú vél verður hraðfleygasta
smávél hér á landi og getur flogið
á 200 hnúta hraða á klukkustund
við góðar aðstæður, fullhlaðin.
Þannig tæki það hana t.d. um
sjö klukkustundir að fljúga milli
Akureyrar og Kaupmannahafnar
og hefur hún flugþol til þess. Mun
hún kosta um 35 milljónir.
í fyrra keypti félagið Twin
Otter, 19 sæta vél fyrir um 60
milljónir og nýlega er lokið yfir-
gripsmikilli endurnýjun á sex
manna Piper Aztec flugvél félags-
ins. Einnig á l'élagið litla Piper
vél, fjögurra sæta.
Á síðasta ári flutti félagið
10.553 farþega og 318 tonn af
vörum. Rekstur þess gekk vel á
síðasta ári, að sögn Sigurðar. Þá á
fyrirtækið fullkomnasta flugvéla-
mótorverkstæði á landinu og sér
m.a. um viðhald fyrir Flugfélagið
Erni á ísafirði og fleiri. Nýlokið
er byggingu fullkomins við-
gerðarskýlis.
Tryggvi Helgason flugmaður
stofnaði þetta félag 1959 en seldi
núverandi eigendum það 1. nóv.
1974. Flugleiðir eiga nú 35% í
Flugfélagi Norðurlands og hafa
félögin sameiginlega vöru- og far-
þegaafgreiðslu á Akurevri.
- G.S.
Að f inna innri frið
og sanna hamingju
Indverji nokkur
Karunananda Avt að nafni mun
dvelja hér á landi dagana 14. til
22. júni til að kenna jóga á
vegum Ánanda Marga
hreyfingarinnar. Karunananda
hefur dvalizt fjarri heimalandi
sínu undanfarin ár og kennt
Jóga í Evrópu. Leitast hann við
að hjálpa mönnum að „finna
hinn innri frið og raunverulega
hamingju sem allar mannlegar
verur leita að“ eins ,og segir í
tilkynningu Ananda Marga
hreyfingarinnar.
Ananda Marga á Islandi
rekur nú þegar verzlunina
„Kornmarkaðinn" að Skóla-
vörðustíg 21a og hafa þeir í
hyggju að koma á fót ýmiss
konar annarri starfsemi. Er þá
ætlunin að stofna matstofu með
jurtafæðu eingöngu, leikskóla
fyrir börn og sveitaheimili fyrir
afvegaleidda unglinga.
BH
Rafveita Hafnarfjarðar.