Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚNl 1977. Sjónvarp 9 26 (t Útvarp Sjónvarp annað kvöld kl. 21.15: Ástsæll alþýðusjónleikur Maður og kona Annað kvöld, þjóðhátíðar- kvöldið kl. 21.15, verður Maður og kona á dagskrá sjónvarpsins. Er þetta endursýning frá árinu 1970, en vel til fundið að sýna svo þjóðlegt leikrit á þjóð- hátíðardaginn. Leikgerðin er samin af Emil Thoroddsen og Indnða Waage eTtir sogu Jóns Thoroddseris. Leikritið var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1933 og voru þá þrjátíu og sex sýningar á því. Síðan hefur Maður og kona verið nokkrum sinnum sýnt í Iðnó, nú síðast árið 1968. Leikritið var einnig sýnt á veg- um Fjalakattarins i Iðnó og einnig í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Leikritið er nokkuð stytt í upptöku sjón- varpsins. Leikstjóri og sögumaður er Jón Sigurbjörnsson. Brynjólfur Jóhannesson fer með hlutverk <€. Þorsteinn Gunnarsson og Inga Þórðardóttir í hlutverkum sín- um. séra Sigvalda, eins og hann gerði í öllum sýningum Leik- félagsins. Er víst ekki ofsagt að hann hafi leyst það hlutverk stórkostlega vel af hendi og líður ekki úr minni þeim sem hann sáu. Aðrir leikendur eru Inga Þórðardóttir, Sigríður Hagalín, Valgerður Dan, Þor- steinn Gunnarsson. Valdimar Helgason, Steindór Hjörleifs- son, Kjartan Ragnarsson, Borgar Garðarsson, Jón Aðils, Margrét Magnúsdóttir, Guð- mundur Erlendsson og Guðmundur Magnússon. Ekki skal efni leikritsins rakið hér enda líklega varla það mannsbarn á íslandi sem komið er til vits og ára sem ekki kann- ast við það. Saga Jóns Thoroddsens, Maður og kona, kom fyrst út á kostnað Bókmenntafélagsins árið 1876, átta árum eftir dauða höfundarins. Var það enginn annar en Jón Sigurðsson sem bjó handritið til prentunar og lagði hann síðustu hönd á skáldverkið, þar sem höfundur hafði iátizt áður en hann lauk við verkið. önnur og þriðja út- gáfa (1905 og 1923) voru eftir frumútgáfunni en fjórða út- gáfan, sem út kom 1942 var byggð á handritinu sjálfu og farið nær því en áður hafði verið gert, samkvæmt formáls- orðum Steingríms J. Þorsteins- sonar, að Helgafellsútgáfu af skáldsögunni frá árinu 1949. - A.Bj. Sjónvarp á laugardagskvöld kl. 21.25: Sámsbær Myndin varð tilefni ótal „sápu-þátta” — en er samt ágætisskemmtun uöySSam31'5 A laugardagskvöld kl. 21.25 er á dagskrá sjónvarpsins bíómynd- in Sámsbær, sem er bandarísk frá árinu 1957. Mynd þessi heitir Peyton Place á frummálinu og er hún gerð eftir samnefndri met- sölubók Grace Metalious. Bókin kom út í íslenzkri þýðingu árið 1958. I myndinni er gert uppskátt um alls kyns sora sem viðgengst í smábæ einum í Nýja Englandi. Kvikmyndin varð fyrirmynd sjón- varpsþátta með sama nafni sem sýndir eru að jafnaði í Bandarík- junum og kallaðir eru „sápu- óperur". t kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd þrjár stjörnur og þar segir að víst sé þetta hálfgerð „sápuópera", en alveg prýðilega góð þrátt fyrir það. Leikur Lönu Turner, sem fer með eitt aðalhlutverkið, er sagður mjög góður svo og annarra leik- enda. Lokið er lofsorði á fram- leiðslu myndarinnar sem sögð er hin vandaðasta og ekki spilli hið fagra landslag Nýja Englands fyrir. Það gagnar íslenzkum sjón- varpsáhorfendum ekki mikið því að sjálfsögðu er myndin ekki send út nema í svart-hvítu, Aðrir leikendur myndarinnar Sýningartími myndarinnar er tvær og hálf klukkustund. Þýðandi er Ragna Ragnars. - A.Bj. Kvikmyndin gerist í smábæ í Nýja Englandi árið 1937 og kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist i lifi fólksins þar. Útvarp Laugardagur 18. júní 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunlaikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7,30 8.15 9.00 og 10.00 Morgunbasn kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.00: Sigriður Eyþórsdóttir les sögur úr bókinni ..Dýrunum í dalnum“ eftir Lilju Kristjónsdóttur(2). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjuklinga kl. 9.15: Kristfn Sveinbjörns- dóttir kynnir. Bamatími kl. 11.10: HvaA viltu heyra? Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar tímanum. Sigrún Þorgeirsdóttir 12 ára og óskar Davíð Gústafsson 10 ára velja efni til flutnings. Lesið verður úr „önnu í Grænuhlíð“ eftir Montgomery í þýðingu Axels Guðmundssonar og ævintýrin „Dáfríður og dýrið ljóta“ og „Stígvélaði kötturinn.“ 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku. Svavar Gests sér um síðdegisþátt í tali og tónum. (Inn f hann fjalla íþróttafréttir,' al- mennar fréttir kl. 16.00 og veður- fregnir kl. 16.15). 17.00 Lótttónlist. 17.30 Rímur af Svoldarbardaga — I Hall- freður örn Eirfksson kynnir. Guð- mundur ólafsson kveður. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Frettaauki. Tilkynningar. 19.35 Allt i grœnum sjó. Stolið, stælt og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jörundi Guðmundssyni. 20.00 Konsert fyrir trompet og hljómsveit eftir Alexander Aroutounian. Maurice André og Fflharmonfusveit franska útvarpsins leikur: Maurice Suzan stjórnar. 20.20 Flugfólag islands 40 ára. Arngrfmur Sigurðsson tekur saman dagskrána og ræðir við Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóra og örn Ó. Johnson aðalfor- stjóra Flugleida. 21.10 Hljómskálamúsik frá útvarpinu í Köln. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 örlítiA um Baska. Spjallað um Baska, sögu þeirra og tónlist. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Lesari með honum: Þorbjörn Sigurðsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55*Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 19. júní 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Út- dráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Lótt morgunlög. Fréttir. Vinsaslustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Píanótrió f e-moll, „Dumky"-tríóið eftir Antonin Dvorák. Beaux Árts tríóið leikur. 11.00 Prestvígslumessa i Dómkirkjunni (hljóðr. á sunnud. var). Biskup lslands, herra Sigurbjörn Einarsson, vfgir Davíð Baldursson cand. theol. til Eskifjarðarprestakalls. Séra Sigurður H. Guðinundsson lýsir vígslu. Aðrir vígsluvottar: Séra Trausti Pétursson prófastur. séra Þórir Stephensen, sem þjónar fyrir altari. Hinn nývfgði prest- ur prédikar. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.45 LífiA er seltfiskur — áttundi og síAasti þáttur. Páll Heiðar Jónsson fjallar að þessu sinni um saltfisksölu f Portúgal. Tæknimaður: Þorbjörn Sig- urðsson. 15.00 MiAdegistónleikar: Tónlist eftir, Handel. Kammersveit útvarpsins f< Saarbrucken leikur. Stjórnandi og! organleikari: Hanns-Martin Schneidt. Einsöngvari: Feligity Palmer (Hljóðritun frS útvarpinu í SaarbrUcken a. „Lucretia‘\| kantata b. Orgelkonsert f d-moll op. 7Í nr. 4. c. Hljómsveitarkonsert nr. 1 í' B-dúr 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Mór datt þaA í hug. Gfsli J. Ástþórs- son rabbar við hlustendur. 16.45 islenzk einsöngslög. Elin Sigur- vinsdóttir syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Pál ísólfsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 17.00 StaldraA viA í Stykkishólmi — annar þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 18.00 Stundarkom meA Julian Bream gítar- leikara. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilkynningar. 19.25 LífiA ffyrir austan — annar þáttur. Birgir Stefánsson kennari segir frá. 19.55 Einlaikur í útvarpsal. a. Sónatfna fyrir einleiksflautu eftir Henri Tomasi. Manuela Wiesler leikur. b. Pianósónata i a-moll eftir Franz Schubert. Selma Guðmundsdóttir leikur. 20.25 „Aldrei skartar óhófið**' Annað erindi Þorvalds Ara Arasonar um skartklæði Hrefnu Ásgeirsdóttur og, Guðríðar Símonardóttur, sögu eigend-: anna og þeirra nánustu. 20.55 Sinfónía nr. 5 í e-moll op. §4 efjjr, Tsjaíkovský. Suisse Romande hljóm- sveitin leikur. Stjórnandi: Júrf Ahronovitsj. 21.45 „Brölt í myrkri", smásaga eftir Mark Twain. Þýðandi: óli Hermannsson. Gísli Alfreðsson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dap^krarlok. Múnudagur 20. júní 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vik.). Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. landsmálabl). 9.00 og 10.00 Morgunbosn kl. 7.50: Séra Þórhallur Höskuldsson flvtur ta.v.d.v.). stund bamanna kl. 8.00: Sigriður Eyþórsdóttir les sögur úr bókinni „Dýrunum i dalnum" eftir Lilju Krist- jánsdóttur (3). Tilkynningar kl. 9.30. I^tt löe milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntoniama. kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveit- in leikur „Leiki". dansljóð fyrir hljómsveit eftir Debussy; Ernest Ansermet stj./ Vladimir Horowitz og RCA-Victor sinfóníuhljómsveitin leika Píanókonsert nr. 3 f d-moll op. 30 eftir Rakhmaninoff. Frilz Reiner stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdagissagan: „Elsnóra drottning* aftir Norah Lofts. Kolbrún Friðþjófs dóttir les þýðingu sfna (4). 15.00 MiAdagistónlaikar: islanzk tónlist. a. „Hugleiðingar um fimm gamlar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.