Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 13
DACiBLAÐlÐ. FIMMTUDACiUK 16. JUNÍ 1977.
13
Farið að lækka í ruslatunnunni
Hálf var ég nú laus vió sjón-
varpið þessa vikuna, enda
einkar fátt sem freistaði mín að
marki í dagskránni. í síðasta
pistli gle.vmdi ég hreinlega
sunnudeginum, líklega í
ákafanum við að niða niður
sólarlagið, en það er svo sem
ekki margt um þann sunnudag
að segja. Ég gleymdi að kveikja
klukkan sex vegna þess að það
stóð fast i mér að stundin okkar
væri hætt og missti þess vegna
af upphafi Knattspyrnu-
kappans og Uluggum, sem yfir-
leitt eru dálítið forvitnilegir.
Ferðalag Svíanna að Heklu, i
fótspor Engströms, er nokkuð
góð niynd, en dálitið langdregin
á köflum. Sama er að segja um
þáttinn um Binna í Gröf, þó
hann ætti ágætlega við á sjó-
mannadegi. Leikritið danska
um söngvarann kunni ég ekki
að meta og það fór hálfvegis
fram hjá mér, svo og eskimóa-
myndin. A þriðjudag var Ellery
Queen það eina sem gat haldið
athygli minni. Þessi herra Rossi
er vægast sagt heldur ruglings-
legur en vonandi finnur hann
hamingjuna í einhverri mynd
að lokum. Miðvikudagurinn var
sæmilegur og lifnaði aðeins yfir
í Onedin, þegar fólkið fór að
sýna á sér mannlegu hliðina.
En Grigorenko-þátturinn, sem
annars var forvitnilegur fyrir-
fram, megnaði tæpast að halda
mér vakandi, svo þungur og
dapurlegur var hann. Ég trúi
alltaf varlega svona myndum,
hvað sem þær eru sagðar
byggðar á áreiðanlegum
heimildum. P'östudagurinn var
langbesti dagur vikunnar,
Prúðu leikararnir standa alltaf
fyrir sínu og umræðuþátturinn
um áfengismálin var sæmilega
lifandi miðað við umræðuþætti
undanfarið. Þar kom margt
athyglisvert fram, til dæmis að
ofan í þjóðarlíkamann fer all-
mikið áfengismagn í pilsner- og
maltöli, svo og að hiklaust skuli
Þjóðhátíð í Reykjavík
DAGSKRÁ
I. Dagskrain hefst:
Kl. 09.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavfk.
Kl. 10.00 Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá
Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum v/Suður-
götu. Lúðrasveitin Svanur leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu.
Stjórnandi Sæbjörn Jónsson.
II. Við Austurvöll:
Lúðrasveitin Svanur leikur ættjarðarlög á Austurvelli.
Kl. 10.40 Hátíðin sett: Margrét S. Einarsdóttir, formaður Þjóðhátíðar-
nefndar.
Karlakór Reykjavíkur syngur: Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri Páll
Pampichler Pálsson. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur
blómsveigfrá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli.
Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn.
Ávarp forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar.
Karlakór Reykjavíkur syngur: Island ögrum skorið.
Ávarp Fjallkonunnar.
Lúðrasveitin Svanur leikur: Eg vil elska mitt land.
Kynnir: Árni Gunnarsson.
Kl. 11.15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prestur séra Ólafur Skúla-
son.
Dómkórinn syngur, Ragnar Björnsson leikur á orgel. Einsöngvari:
Sigurður Björnsson.
III. Leikur lúðrasveita:
Kl. 10.00 Við Hrafnistu.
Kl. 10.45 Við Elliheimilið Grund.
Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi:
Ólafur L. Kristjánsson.
IV. Skrúðgöngur:
Kl. 14.30 Safnast saman á Hlemmtorgi, Miklatorgi og við Sundlaug
Vesturbæjar.
Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg og Bankastræti á Lækjar-
torg. Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir stjórn Ólafs L. Kristjáns-
sonar.
Frá Miklatorgi verður gengið um Hringbraut, Sóleyjargötuv Frí-
kirkjuveg og Lækjargötu á Lækjartorg. Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur undir stjórn Björns R. Einarssonar.
Frá Sundlaug Vesturbæjar verður gengið um Hofsvallagötu, Tún-
götu, Garðastræti, Vesturgötu og Hafnarstræti á Lækjartorg. Lúðra-
sveitin Svanur leikur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar.
Skátar ganga undir fánum fyrir skrúðgöngunum og stjórna þeim.
V. Barnaskemmtun ó Lcekjartorgi:
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
Kl. 15.10 Samfelld dagskrá:
Stjórnandi: Klemens Jónsson.
Kynnir: Bessi Bjarnason.
Leikþáttur: Lilli, Lúllaog Labbakútur.
Flytjendur: Randver Þorláksson, Helga Þ. Stephensen, Lilja Þóris-
dóttir og Arni Elvar.
Barnavisur, flytjendur: Svanhildur og ólafur Gaukur.
Gamanmál, flytjendur: Árni Blandon og Gísli Rúnar Jónsson.
Tóti trúður skemmtir, (Ketill Larsen).
Dýrin í Afríku, flytjendur: Bessi Bjarnason og fleiri.
Leikþáttur: Steinbítsstríð, flytjendur: Jón Hjartarson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Magnús Pétursson.
VI. Bifreiðaakstur:
Kl. 16.15 Akstur gamalla bifreiða.
Félagar úr Fornbílaklúbbi lslands aka á bifreiðum sinum um-
hverfis Tjörnina.
VII. Síðdegisskemmtun ó Lœkjartorgi:
Kl. 17.00 Kynnir: Gunnar Eyjólfsson.
Avarp frá Vestur-Islendingum i Winnipeg (vinabæ Reykjavikur í
Kanada).
Einsöngur: Ólafur Þ. Jónsson syngur, undirleikari: Ólafur Vignir
Albertsson.
Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Jónas Ingimundarson.
Söngflokkurinn Randver skemmtir.
Hljómsveitin Póker og söngkonan Shady Owens skemmta.
VIII. Laugardalssundlaug:
Kl. 15.00 Sundmót.
IX. laugardalsvöllur:
Kl. 15.00 17. júnímótið í frjálsum íþróttum.
I. Kvöldskemmtanir:
Kl. 21.00 Dansað verður á sex stöðum í borginni: við Austurbæjar-
skóla, Breiðholtsskóla, Langholtsskóla, Melaskóla, Árbæjarskóla og
Fellaskóla.
XI. Hatiðahold i Arbœ|arhverfi:
Kl. 13.15 Skrúðganga leggur af stað frá Arbæjarsafni, eftir Rofabæ að
Arbæjarskóla. Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur leikur
undir stjórn Ólpfs L. Kristjánssonar. Fyrir göngunni fara skátar og
íþróttafólk.
Kl. 13.45 Samfelld dagskrá:
Kynnir: Aðalsteinn Hallgrímsson.
Hátíðin sett: Halldóra Steinsdóttir, formaður Kvenfélags Arbæjar-
sóknar.
Hátiðarávarp: Séra Guðmundur Þorsteinsson.
Gamanmál, flytjendur: Árni Blandon og Gísli Rúnar Jónsson.
Leikþáttur á vegum skátafélagsins Arbúa.
Leikþáttur, Steinbítsstríð, flytjendur: Jón Hjartarson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Magnús Pétursson.
Gamanþáttur frá skátafélaginu Arbúum.
A vegum íþróttafélagsins: Tunnuboðhlaup, naglaboðhlaup og eggja-
boðhlaup.
Kl. 21.00 Dansað við Arbæjarskóla. Skemmtuninni lýkur kl. 24.00.
XII. Hótíðahöld í Breiðholtshverfum:
Kl. 13.00 skrúðgöngur: Safnast saman við íþróttavöllinn f Breiðholti I,
gengið um Leirubakka, Stöng, Breiðholtsbraut og Norðurfell að
Fellaskóla.
Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir göngunni undir stjórn Sæbjörns
Jónssonar.
Safnast saman við Hólahring, gengið um Suðurfell, Austurberg og
Norðurfell að Fellaskóla.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir göngunni undir stjórn Björns
R. Einarssonar.
Skátar og íþróttafólk fara fyrir göngunni.
Kl. 13.45 Samfelld dagskrá við Fellaskóla til kl. 19.00.
Kynnir: Ragnar Bjarnason og Ómar Valdimarsson.
Hátíðin sett: Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri.
Hátíðarávarp: Séra Lárus Halldórsson, sóknarprestur.
Eftirhermur og búktal: Ágúst Isfjörð.
Vísnasöngur o.fl.: Bessi Bjarnason.
Danssýning: Nemendur frá Dansskóla Heiðars Astvaldssonar sýna
táningadansa.
Leikþáttur: Lilli, Lúllaog Labbakútur.
Flytjendur: Randver Þorláksson, Helga Þ. Stephensen, Lilja Þóris-
dóttir og Arni Elvar.
Danssýning: Nemendur frá Dansskóla Sigvalda sýna Rock’n Roll
o.fl.
Barnavísur, flytjendur: Svanhildur og Ólafur Gaukur.
Upplestur: Ævar R. Kvaran, leikari.
Eftirhermur: Þorsteinn Eggertsson.
Diskótek, plötusnúður: Skúli Björnsson.
Kl. 14.00 Við iþróttahús Fellaskóla:
Skátatívoli.
Kl. 14.45 íþróttavöllur í Breiðholti III:
Frjálsiþróttamót í umsjá íþróttafélaganna Leiknis og ÍR.
Kl. 21.00 Kvöldskemmtanir:
Dansað við Breiðholts- og Fellaskóla. Skemintuninni lýkur kl. 24.00.
fullyrt aö við bruggum svona
mikið. Það gerum við vafalaust.'
Fransk-ítalska bíómyndin vakti
athygli mína fyrirfram
einungis vegna allra þessara
stóru nafna, sem í henni voru,
en þegar til kom reyndist hún
aldeilis ágæt afþreying.
En laugardagurinn olli mér
sárum vonbrigðum og ég
slökkti strax eftir læknaþáttinn
og lét mér nægja útvarpið eftir
það. Eins fór með sunnudaginn,
það var meira freistandi að fara
út að aka í góða veðrinu en sitja
yfir kassanum. Ég sá þó Knatt-
spyrnukappann og fannst hann
þess virði að fylgjast með hon-
um framvegis.
Það leynir sér víst ekki að
farið er að nálgast sumarleyfi
sjónvarpsins. Mér finnst eins
og verið sé að hella yfir okkur;
dreggjunum úr ruslatunnunni
svona í lokin. Það eina sem sýnt
hefur verið þessa viku, sem var
þess virði að brosa svolítið að
því, voru Prúðu leikararnir og
læknarnir. Má alls ekki hafa
kímni í þessari dagskrá? Hún
er svo yfirmáta hátíðleg og
gamansnauð að maður hristir
bara hausinn í forundran. Svo
er hún .tlltaf að styttast.
Líklega er verið að ræna mann
aftur þessum aukaklukkutím-
um, sem veittir voru eftir verk-
fallið fræga á sínum tíma. Nú
er búið að taka klukkutíma
framan af miðvikudéginum,
annan framan af laugardegin-
um og ensku knattspyrnuna
þar að auki, þó ég sakni hennar
ekki vitund. Þetta munu vera
einir þrír klukkutímar og svo
vantar líka aftan á. t þá gömlu,
góðu daga lauk dagskránni yfir-
leitt ekki fyrr en um ellefuleyt-
ið á virkum dögum og um helg-
ar náðu myndirnar stundum
vel fram yfir miðnætti. En nú
bregður svo við að allt er búið
um eða upp úr hálfellefu virka
daga og hálftólf um helgar.
Þetta er þó jákvætt að því leyti
að það bendir til að farið sé að
lækka í ruslatunnunni og að við
megum eiga von á algerum
endurbótum eftir sumarleyfi.
Skyldi ekki einhver geta tekið
sinnaskiptum af þeim, sem
ráða? Ég veit um þetta með
peningaleysið, það hefur
glumið í allra eyrum undan-
farin ár, en samt get ég ekki
skilið að endilega þurfi að
kaupa leiðinlegt efni fyrir þess-
ar fáu krónur, það hlýtur alveg
eins að vera hægt að fá
skemmtilegt efni, gamanþætti
fyrir litið verð, það gerir nefni-
lega ekki svo mikið til, þó þeir
séu gamlir, bara ef hægt er að
hlæja svolítið. Hlátur mun vera
einn ódýrasti munaður sem við
getum veitt okkur, auk þess
sem hann er hollur. En ráða-
mönnum sjónvarps finnst ef til
vill ekki viðeigandi að þjóðin
hlæi mikið á þessum síðustu og
verstu tímum.
Hvað næstu viku varðar er
leikritið Maður og kona nokkuð
sem maður veit hvað er og
veldur varla vonbrigðum. Laug-
ardagsm.vndin mun einnig ágæt
ef hún líkist bókinni eitthvað.
Heldur hefði ég nú viljað fram-
haldsþættina eftir henni en
þeir voru víst sýndirlhermanna-
sjónvarpinu á sinum tíma og
hljóta því að vera mannskemm-
andi. Það verður forvitnilegt að
sjá hvernig hægt er að gera skil
á hálfri annarri klukkustund!
öllu þvi efni sem í bókinni eiyH
þvi þar er livergi dauður depill. I