Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 6
Lausar stöður Kennarastöður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í Keykjavik eru iausar til umsóknar. Um er að ræða nokkrar stöður í bóklegum og verklegum greinum, en kennsludeildir skólans eru sem hér segir: íslenskudeild, deild erlendra máia, stærðfræðideild, eðlis- og efnafræði- deild, náttúrufræðideild, samfélags- og uppeldisfræði- deild, viðskiptadeild, hússtjórnardeild, mynd- og hand- menntadeild, heiisugæsludeild, máimiðnadeild, rafiðna- deild, tréiðnadeild og íþróttadeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 16. júlí nk. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og í fræðsiuskrifstofu Reykjavíkur. Menntamólaráðuneytið, 21. júní 1977. «1 Eftir 14 ára reynslu á Is- landi hefur runtal-OFNINN sannað yfir- burði sína yfir aðra ofna sem framleiddir og scldir eru á Islandi. Engan forhitara þarf að nota við runtal-OFNINN og eykur það um 30% hitaafköst runtal-OFNSINS. Það er allstaðarrúm fyrir runtal, runtal-OFNINN er framleiddur úr svissnesku gæðastáli. Runtal-OENINN er hægt að staðsetja allstaðar. Stuttur afgreiðsiutími er á runtal-OFNINUM. VARIZT EFTIRLlKINGAR. VARIZT EFTIRLÍKINGAR. rilfvtal OFNAR HF. Síðumúla 27. Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Keftavík. Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í jiílí og ágústmánuði Föstudagur 1. júlí R-34201 til R-34400 Mánudagur 4. júlí R-34401 til R-34600 Þriðjudagur 5. júlí R-34601 til R-34800 Miðvikudagur 6. júlí R-34801 til R-35000 Fimmtudagur 7. júlí R-35001 til R-35200 Föstudagur 8. júlí R-35201 til R-35400 Mánudagur 11. júlí R-35401 til R-45600 Þriðjudagur 12. júlí R-35601 til R-35800 Miðvikudagur 13. júlí R-35801 til R-36000 Fimmtudagur 14. júlí R-36001 til R-36200 Föstudagur 15. júií R-36201 til R-36400 Hlé á aðalskoðun vegna sumarleyfa starfsfólks Bifreiðaeftirlits ríkisins. Mánudagur 15. ágúst R-36401 til R-36600 Þriðjudagur 16. ágúst R-36601 til R-36800 Miðvikudagur 17. ágúst R-36801 til R-37000 Fimmtudagur 18. ágúst R-37001 til R-37200 Föstudagur 19. ágúst R-37201 til R-37400 Mánudagur 22. ágúst R-37401 til R-37600 Þriðjudagur 23. ágúst R-37601 til R-37800 Miðvikudagur 24. ágúst R-37801 til R-38000 Fimmtudagur 25. ágúst R-38001 tii R-38200 Föstudagur 26. ágúst R-38201 til R-38400 Mánudagur 29. ágúst R-38401 til R-38600 Þriðjudagur 30. ágúst R-38601 til R-38800 Miðvikudagur 31. ágúst R-38801 til R-39000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað ó laugardög- um. Festivagnar, tengivagnar og far- þegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreið- anna leggja fram fullgild ökuskír- teini. Sýna ber skilríki fyrir því, aö bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé gild. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanrœki eintiver að koma bifreið sinni til skoðunar ó auglýstum tíma verður tiann látinn sœta sektum samkvœmt umferðarlög- um og bifreiðin tekin úr umferð tivar sem til tiennar nœst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. júní 1977 Sigurjón Sigurðsson. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. JTJNt 1977. ' ' ' ' \ Formaður Jafnréttisráðs um lögin og persónufrelsi: í HÚFIERU HAGSMUNIR SEM RÉTTLÆTA SKERDINGU — á frelsi til kyngreininga fauglýsingum í umræðum um jafnréttis- lögin að undanförnu hefur þeirri spurningu m.a. verið varpað fram hvort lögin brjóti í bága við grundvallarreglur íslenzkrar stjórnskipunar og hvort persónufrelsi sé skert með setningu þeirra. Sigurður Lindal, prófessor í lögum við Háskóla íslands, hefur m.a. í samtali við Morgunblaðið látið í ljós þá skoðun að fullkomlega eðli- legar ástæður gætu legið til þess að menn kysu heldur að ráða sér starfsmann af öðru kyninu en hinu. Einnig telur Sigurður það koma til álita hvort ákvæði 4. greinar jafn- réttislaganna brjóti í bága við þær mannréttindayfirlýsingar sem tslendingar hafa undir- ritað. Umrædd 4. grein laganna (nr. 78/1976) hljóðar svo: „Starf, sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum sem körlum. í slíkri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. t framhaldi af þessum umræðum sneri Dagblaðið sér til Guðrúnar Erlendsdóttur hrl., formanns Jafnréttisráðs, og leitaði álits hennar. Guðrún sagði að ekki mætti gleyma því að ákvæði fjórðu greinar laganna, sem talað væri um, ættu eingöngu við atvinnu- auglýsingar. Tilgangur með þeirri grein væri að brjóta niður svokölluð karla- og kvennastörf. „Með því að aug- lýsa eftir skrifstofustúlku er útilokað að karl sæki um starfið," sagði Guðrún. „Þannig eru til hefðbundin kvennastörf, sem greidd eru fyrir kvenna- laun, þrátt fyrir lögin um launajafnrétti frá 1973.“ Hún sagðist ekki telja að um skerðingu á persónufrelsi væri að ræða og benti á að til dæmis væri bannað að auglýsa tóbak og áfengi. Með því banni væri verið að vernda hagsmuni — þ.e. heilsu almennings — sem væru það mikilvægir að rétt- lætanlegt væri talið að frelsi manna til auglýsinga að því leyti væri skert. Menn gætu engu að síður fengið þann starfskraft sem þeir óskuðu eftir. Dagblaðið beindi þeirri spúrningu til formanns Jafn- réttisráðs hvort ekki væri til lítils að banna kyngreiningu í auglýsingum ef auglýsendur gætu síðan mismunað umsækj- endum eftir kynjum að vild. Guðrún Erlendsdóttir sagði að samkvæmt sjöundu grein jafnréttislaganna gæti sá, er sækti um stöðu og fengi ekki, beðið viðkomandi atvinnurek- anda um rökstudda skýringu á vali sínu og jafnframt óskað eftir því að Jafnréttisráð kannaði málið. Hún sagði að til þessa hefðu engir kvartað yfir kyngrein- ingu í auglýsingum eða öðru misrétti í þessu sambandi. Jafn- réttisráð myndi framfylgja reglum þar um frá og með fyrsta næsta mánaðar, þótt lögin sjálf hefðu tekið gildi í fyrra. „Við ætlum ekki í neina hörku,“ sagði Guðrún Erlends- dóttir, „enda á ég ekki von á að þess gerist þörf.“ OV Kynnisferðir sf. flytja í Gimli: STEFNA AÐ 0DYRARI FERÐUM UM ÍSLAND Kynnisferðir sf. sem aðallega vinnast við að skipuleggja ferðir útlendinga um íslands, fluttu nýlega starfsemi sína í Gimli við Lækjargötu. t því húsi var áður rekin starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins. Þegar hún flutti í vetur sem leið inn á Reykjanesbraut stóð Gimli eftir auður og fannst borgaryfirvöldum og ríkisstjórn að við svo búið mætti ekki standa. Húsið, sem er í eigu ríkissjóðs, var því leigt Kynnisferðum og taka þær jafnframt að sér fræðslu þá um land og þjóð sem áður hefur verið rekin niðri á Lækjar- torgi. Gimli er nokkuð sögufrægt hús og má til dæmis nefna að það er fyrsta hús á íslandi sem byggt er, úr frauðsteini og var það gert í tilraunaskyni. Tilraunin gafst vel eins og sjá má og hafa fleiri hús verið byggð úr sama efni. Kynnisferðir er sameignarfélag 9 ferðaskrifstofa og var það stofnað þeim tilgangi fyrst og fremst að fara með útlenda ferða- menn til íslands. Ferðir með Islendinga eru hins vegar óplægður akur að mestu og að sögn framkvæmdastjóra Kynnis- ferða mun félagsskapurinn taka þær upp í auknum mæli. Utlendingar kvarta helzt yfir þvi að matur sé svo dýr á íslandi að kostnaður við ferðir um það sé mikill. Ekkert er um ódýra mat- staði eins og tíðkast víða erlendis. Framkvæmdastjórinn kvað þennan kostnað stafa mest og nær eingöngu af þvi hversu dýrt hráefni í mat væri á landinu, vinnulaun væru hverfandi kostnaður miðað við þau. Hann kvaðst þó gera sér góðir vonir um að ferðir um landið yrðu ódýrari eftir að Kynnisferðir hæfu samstarf um þær því þá skapaðist betri nýting á t.d. rútum. -DS. „SUMARGLEÐI” RAGNARS BJARNA- S0NAR 0G FÉLAGA UM LANDIÐ í SUMAR „Sumargleði" Ragnars Bjarnasonar og hljómsveitar hans, auk fleiri skemmtikrafta, fer um landið í sumar. Fyrsta skemmtunin verður í Stapa i Ytri-Njarðvík 1. júlí. Síðan verða fjórar skemmtanir um hverja helgi allt fram í lok ágúst. Auk hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar skemmta á „Sumargleðinni" i ár þeir Ómar Ragnarsson og Bessi Bjarnason. Söngvarar hljómsveitarinnar eru auk Ragnars þau Þuríður Sigurðardóttir og Grímur Sigurðsson. Skemmtanirnar i félagsheitn- ilum landsins i sumar hefjast með tveggja tíma skemmtidag- skrá en síðan verður dansað fram eftir nóttu. Spilað verður ferðabingó á dansleikjunum og veittir tveir sólarlandavinn- ingar á hverju kvöldi. Einnig verður í sumar haft happdrætti sem dregið verður úr á síðustu skemmtuninni, 21. ágúst á Kirkjubæjarklaustri. ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.