Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 1
;{. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1977 — 147. TBL. RITSTJÓRN JSÍÐUMtJLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI 27022
RÍKISSTJÓRNIN LEYFIR
VERÐHÆKKANIR í DAG
- en gætir þess jafnframt, að áhrifin sjáist ekki í næsta vísitöluútreikningi
Ríkisstjórnin mun levfa verð-
ii.ekkun á útseldri vinnu á
fundi sínum í dag. Verður á
fundi stjórnarinnar sennilega
fjallað um þær verðhækkanir
sein verðlagsnefnd hefur f.vrir
sitt levti fallizt á. Auk útseldrar
vinnu verða liklega levfðar
h.ekkanir á gjaldskrám efna-
lauga og þvottahúsa:
Langsamlega þýðingarmest
þessara h.ekkana er útseld
vinna. Tekur hún til allrar
verkst.eðísvinnu auk ýmissa
annarra liða, svo s'em í bvgging-
ariðnaði og fleiri greinum.
Hefur því h.ekkun á útseldri
vinnu gífurlega þýðingu.
Vist má telja, að sú hækkun
verði ekki leyfð f.vrr en eftir 1.
ágúst til þess að hún komi ekki
inn í vísitöluútrreikning um
n.estu mánaðamót.
Gizkað er á 10 h.ekkun á
útseldri vinnu. Þó kunna að
f.vlgja einhver skilvrði, sem
hafa áhrif á heildarlaunahækk-
un i krónum talið.
Nokkurra daga frestun á
gildistöku leyfðra hækkana í
prosentum er þannig ætlað að
hamla á móti áhrifum þeirra
strax, með tilliti til viðmiðunar
kaupgjalds og verðlags sam-
kvæmt nýgerðum kjara-
sarnningum. -BS.
Vaxtahækkun
tilkynnt
næstu daga
— bankastarfsmenn
álíka margirog
fastráðnir
fiskiskipasjómenn
Seðlabankinn tiikynnir
nokkra vaxtahækkun einhvern
næstu daga. Samkvæmt venju
og af eðlilegum ástæðum er
ekki gerð grein fyrir vaxta-
breytingum ög gengisbreyting-
um með neinum fyrirvara. Þess
vegna er ekki heldur unnt að fá
upplýsingar fyrirfram um það
hversu mikil vaxtahækkunin
verður að þessu sinni.
Vaxtabreytingar hafa að
sjálfsögðu ævinlega áhrif í
efnahagsmálum. Getgátur eru
uppi manna á meðal um að
vaxtahækkun sú sem tilkynnt
verður nú hafi einkum þann
tilgang að mæta launahækkun-
um bankastarfsfólks með aukn-
um vaxtatekjum bankanna.
Ólíklegra þykir að vaxta-
hækkuninni sé ætlað að hafa
stórfelld áhrif á efnahags-
stefnu stjórnvalda, þótt það
hafi þó heyrzt.
Láta mun nærri að banka-
starfsmenn á íslandi séu
nálægt þvi jafnmargir og fast-
ráðnir sjómenn á fiskiskipa-
flota landsmanna. Þá eru ekki
taldir með lausráðnir menn á
einstakar vertíðir. Kjarabætur
til þessa fólks þarf einhvers
staðar að fá. Hafa menn getið
sér þess til að þær muni nú
teknar með nokkurri hækkun
útlánsvaxta. -BS.
Paul Graubmer, læknirinn frá Wiesbaden, var leiður yfir öllu umstanginu sem hann hafði
valdið. (DB-mynd Bjarnleifur).
Svaf á Hótel Garði er leit
að honum var undirbúin
Tekiðaðgrennslast eftir Þjóðverja íóbyggðum meðan hann skoðaði
sig um víða á landinu
,,Það virðist hafa orðið ein-
hver misskilningur sem mér
þykir afar leitt að hafa valdið,“
sagði Paul Graubmer, þýzki
læknirinn frá Wiesbaden sem
óttazt var að týnzt hefði i
Dyngjufjöllum. „Ég ætlaði
ekki að binda það fastmælum
að ég kæmi aftur í skálann í
Herðubreiðarlindum en þegar
ég kom ekki þangað virðist
hafa verið farið að óttast um
mig.“ Paul breytti um áætlun,
fór úr Herðubreiðarlindum í
Dyngjufjöll og hafði upphaf-
lega ætlað að koma aftur í
Herðubreiðarlindir þann 8.
júli. En í stað þess að koma
aftur að Herðubreiðarlindum
afréð hann að fara með
skozkum hjónum er hann hitti
í Dyngjufjöllum að Mývatni.
Þaðan hélt hann síðan um
Norðurland til Húsavíkur og í
Vaglaskóg og suður til Reykja-
víkur með viðkomu i Hvalfirði.
Kom hann í bæinn um eittleyt-
ið i nótt og svaf svefni hinna
réttlátu á Hötel Garði án þess
að hafa hugboð um að verið
væri að undirbúa að honum
leit.
En einmitt þar sem það var
ekki fastmælum bundið að
hann léti sjá sig í skálanum í
Herðubreiðarlindum var ekki
enn hafin leit að Paul Graubm-
er, heldur látið nægja að
auglýsa eftir honum i út-
varpinu, þó var leit í undir-
búningi.
í dag mun Paul Graubmer
halda ferð sinni um Island á-
fram ótrauður og er ætlunin
hjá honum að fara til Vest-
mannaeyja í kvöld. Síðan mun
hann halda héðan af landi
brott eftir að hafa dvalið hér
allt frá 12. júni.eftir viðburðar-
ríka dvöl.
•BH.
30 manna
samtök kyn-
villtra karla
starfa
á íslandi
— sjábls.9
Laxinngengur
grimmtog
meiri veiði víða
en ífyrra
— sjá bls. 9
Mikill
samdráttur í
íslenzkum
hljóm-
plötuiðnaði
— sjábls.8
Spáðerveiði-
banni á þorsk
um verzlunar-
mannahelgina
— sjá baksíðu
Krafla:
Lífsanda blásið
íholu 11
á nýjan leik
— sjá baksíðu