Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 3
•) \ ;m. \()it). i’Kio.iui) \*;11k 12 .niu 1977 FRAMHALDS- ÞÆTTIR í ÚTVARPI Guðrún skrifar: Núna þegar sjónvarpið er farið í fri hugsaði ég, og eflaust fleiri, gott til glóðarinnar að hlusta nú duglega á útvarpið sem alltaf er verið að hrósa. Otvarpið á vissulega hrós skilið f.vrir margt en það eru þó nokk- ur atriði se:n mér finnst þurfa nokkurrar lagfæringar við og ég get ekki ímyndað mér að kosti mikið fé. Framhaldsþættirnir eru eitt þessara atriða. Þessir þættir eru yfirieitt þannig úr garði gerðir að ef maður missir af einum þeirra nýtast manni ekki hinir því maður hefur tapað þræðinum. Sérstaklega á þetta þó við um sögur sem lesnar eru I útvarpið sem framhaldssögur. 1 fljótu bragði man ég eftir 5 framhaldssögum í útvarpi: t morgunstund barnanna, mið- degissögu, barnasögu kl. 17.30, kvöldsögu og útvarpssögu. Suma daga eru allar þessar sögur lesnar og taka þær að vonum verulegan hluta af dag- skránni. Það er því um tvennt að gera fyrir þá sem vilja njóta rólegrar stundar fyrir framan útvarp: Að setja sig inn i 5 ólíka söguþræði og gæta þess að rugla þeim ekki saman eða þá að hlusta á suma lestra úr hverri sögu og hafa enga heildarmynd af neinni þeirra. Sumir lesarar gera manni auðveldara fyrir að fylgjast með þræðinum með því að rekja efni síðasta lestrar en þeir eru ekki nógu margir og því er hætta á að anzi margt fólk fylli hópinn síðartalda. Væri nú ekki að skaðlausu hægt að fækka sögunum um svo sem tvær? Mér fyndist til dæmis alveg nóg að lesa eina sögu á hverju kvöldi en ekki tvær eins og oft er gert. Miðdegissagan mætti líka missa sig og I stað hennar gætu komið stuttir þættir eins og stundum hafa komið, t.d. pistlar frá út- löndum eða endurtekið efni. Ég held að mjög fáum nýtist mið- degissaga sem skyldi því flestir vinna á þessum tíma, að minnsta kosti suma daga. Úti- lokað er á flestum vinnustöðum að hlusta á sögulestur við vinn- una en oft er möguleiki að hlusta með öðru eyranu á eitt- hvert létt efni. Mér þykir einkar liklegt að ef útvarpið gefur sér tíma til að svara þessu bréfi að borið verði við peninga- og aðstöðuleysi. Ég veit ösköp vel að útvarpið hefur lítið af þessu tvennu en ég’ skil samt ekki að sögurnar séu bezti möguleikinn sem hægt er að bjóða upp á. Það kostar áreiðanlega þó nokkuð að borga lesprum kaup að ég tali nú ukki um tíf þarf að borga bæði hiifundarlaun og laun til þýð- anda Væri ekki hægt að nota þetta fé lil einhvers annars, til dæmis leikritagerðar, vel mættu vera Ivi) leikrit í viku. Þau eru vita- skuld enn þá dýrari en ég er sannfærð um að almenningur væri fús að greiða hærri afnota- gjöld. Auk þess væri leikur einn fyrir útvarpið að fá inn meiri tekjur með þvi að gera auglýsingar þannig að menn vilji notfæra sér þær. Væri til dæmis ekki hægt að selja mínútur, eins og sjónvarpið gerir. Þá gætu auglýsendur samið sjálfir það sem þeir vilja hafa og fengið þá sem þeir vilja til þess að flytja efnið og á þann hátt sem þeim bezt líkaði. ■Etli ég hafi þetta ekki nóg í bili en mikið væri ég ánægð ef útvarpsráð vildi íhuga þessi mál. Hver pantaði frí- merkjabókina 1975? —f yrirspurn frá Geir P. Þormar vegna baráttu hans við póstmálast jórn Geir I*. Þormar, s. 19896, skrifar: Eins og fram hefur komið í Dagblaðinu er ágreiningur milli mín og póstmálastjórnar um það hvort ég hafi greitt bókina íslenzk frímerki i 100 ár á lögformlega réttan hátt eða ekki. Alinenningi til upplýsingar finnst mér rétt að fram ko ni að ég greiddi með gíróseðli — uppáhaldsgreiðsluformi þeirra póstmanna. Greiðsluna innti ég af hendi 7. júli 1975, en hef ekki fengið bókina afhenta ennþá. Ef einhver lesandi Dagblaðsins hefur pantað frímerkjabókina á árinu 1975 þætti mér vænt um að hann hefði samband við mig. Raddir lesenda Umsjón: Anna Bjamason AUGLfólNG UM INNLAUSNARVERÐ VERDTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965 — 1.FL: 1966 — 1.FL: 1967 — 1.FL: 1970 — 1.FL: 1971 — 1.FL: 1972 — 2.FL: 10.09.77 20.09.77—20.09.78 15.09.77—15.09.78 15.09.77—15.09.78 15.09.77—15.09.78 15.09.77—15.09.78 kr. 230.970 kr. 182.531 kr. 160.639 kr. 89.965 kr. 62.312 kr. 46.485 INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA 1973 — 1.FL.B 15.09.77—15.09.78 10.000 KR.SKÍRTEINI kr. 3.091 50.000 KR.SKÍRTEINI kr. 15.456 Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1977 SEÐLABANKI ÍSLANDS Arni Johnsen blaðamaður: Ef ég gæti séð að verðleikar hennar væru til þess. Ég myndi aldrei kjósa konu bara af því að það væri kona. Ég býst ekki við að konan mín hyggi á það embætti, hún hefur nóg með að passa mig. Vildir þú að kona vœri forseti íslands? En ef það vœri konan þín? Gunnar Pálsson nemi: Þvf ekki það? Konan mín, já, af hverju ekki? Spurning dagsins Daniei Wilier Fiske skipstjóri og útvegsbóndi: Ég mundi kjósa þann sem mér litist bezt á, hvort það væri heldur karl eða kona. Kynfærin koma þessu ekkert við. Ég mundi einnig vilja það þó það væri konan mfn ef hún væri hæf til þess. Björn Eysteinsson vinnur á skrif- stofu: Nei, það held ég ekki. Ég myndi ekki tre.vsta þeim til þess að stjórna landinu. Rafn Júliusson póstmálafulltrúi: Já, já, tvimælalaust. Ef konan mín vill verða forseti og aðrir vilja fá hana þá ætti hún hiklaust að verða það. Þorgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri Póst og símamála- skrifstofu: Því ekki það. Það er líklega bezt að konan mín svari því sjálf, hvort hún vilji sækja um það embætti. L

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.