Dagblaðið - 12.07.1977, Side 7

Dagblaðið - 12.07.1977, Side 7
DACBLABIf). ÞRÍÐJUDAdUK 12. JIILÍ 1977. 7 Hættir hann? — Forseti Sovétríkjanna heilsulaus Breshnev er nú farinn að gamlast og heilsu hans fer sffellt hrakandi. Orðrðmur komst á kreik um það að Breshnev væri ekki heill heilsu þegar hann vildi ekki hitta Carter forseta Bandaríkj- anna nema viss skilyrði væru uppfyllt fyrst. Blöð víðsvegar um heiminn fullyrða að hann hafi ekki heilsu til að halda toppfund með Carter og ræða mikilvæg málefni. Eftir að heimsökn Breshnevs til Frakklands lauk finnst mönnum það renna stoðum andir lasleika hans, að hann þurfti margsinnis að stytta fundi sina með d’Estaing forseta Frakklands, þegar hann var þar i opinberri heimsökn. För það þannig einu sinni að fundur sem ákveðinn var þeirra i milli og átti að vera þrír stundarfjörðungar för niður í einn stundarfjórðung. Segja menn Breshnev ekki geta verið á löngum fundum vegna heilsu sinnar, sem fer nú slfellt hrak- andi, þö yfirvöld í Sovétríkj- unum vilji ekki viðurkenna það að Ieiðtogi þeirra geti ekki lengur sinnt störfum sínum. Sagt að flugferðin milli Parísar og Moskvu hafi verið mjög erfið fyrir forsetann og hann muni ekki geta náð sér fyllilega eftir þetta erfiða ferð. Allt virðist benda til þess að forseti Sovétríkjanna Leonid Breshnev verði að láta af völdum nú um áramötin vegna heilsubrests. Því er jafnvel haldið fram hann lifi ekki einu sinni stfo Iengi. Allir karlar sækja umstarfið —vegna þess að þeim finnst þeir passa svo vel í það Brezkt fyrirtæki mun ef til vill bjöða fram starf sem flestir karlmenn, sem ekki eru orðnir fertugir, telja sig þurfa að sækja um vegna þess að þeir passi svo vel í starfið. Sá sem hefur þetta starf með höndum nú vill fá kauphækkun og hefur gefið í skyn að hann ætli að hætta störfum ef hann fái hana ekki. Kaupið sem maðurinn hefur er algjört leyndarmál en allir vita að það er mjög gott. Fyrirtækið, sem ræður þennan mann til starfa og karlar sem ekki eru orðnir fertugir geta sent umsökn sína, heitir „The Universal Elxport Company”. Skrifstofa fyrirtækisins er við Regents Park i London. Það ætti að vera auðfundið. Sá sem ætlar að segja starfi sinu lausu heitir Roger Moore, eða 007 eins og hann hefur verið kallaður undanfarin ár. Sean Connery var fyrirrennari hans i starfinu, sem James Bond. Ekki vitum við hvað hann hafði í kaup, en nú er það Roger Moore sem heimtar helmingi hærra kaup en hann hefur haft fyrir að vera vel greiddur töffari og horfa á fallegar konur, hann fær varla að koma við þær. Nýlega var lokið við að gera nýjustu myndina með James Bond en hún heitir „The Spy Who Loved Me“. Þegar er búið að ákveða næstu mynd en hún á að heita „For Your Eyes Only“. Svo nú er það bara að drífa sig og sækja um, þið karlar, sem ekki eruð orðnir fertugir. Þegar Roger Moore hættir sem James Bond koma umsöknir um starf hans frá öiluin karlmönnum sem ekki eru orðnir fertugir vegna þess að þeim finnst þeir passa nákvæmlega í hlutverkið. GÁFUST UPP Tveir ungir Sovétmenn, sem rændu flugvél í áætlunarflugi I Sovétrikjunum i gær, gáfust upp í nött. Þeir skipuðu áhöfn vélarinnar að fljúga til Finnlands og voru búnir að vera á Helsinki flugvelli frá þvi 1 fyrrinött. I nött höfðu allir gislarnir farið frá borði, nema þrír sem voru I flugvélinni á Helsinkiflugvelli. Upphaflega voru 72 farþegar í vélinni. Finnsk yfirvöld höfðu boðið mönnunum flugvél til þess að þeir gætu flogið til einhvers lands á Vesturlöndum. Þeir þáðu hins vegar ekki boðið. Þeir höfðu lýst því yfir að þeir ætluðu að fara til Svíþjóðar, en sænsk yfirvöld sögðust ekki taka á móti flug- ræningjunum. Samningaviðræður við flug- ræningjana höfðu farið út um þúfur i nött og bjuggust yfirvöld ekki við því að lausn fengist á inálunum í nótt og að ræningjarnir gæfust upp. Svo virðist sem gislar mannanna hafi allir komizt undan og komizt úr fiugvéiinni þegar mennirnir hafi sofið V'ar því enginn eftir í vélinni í morgun og mennirnir knúðir til að gefast upp. Flugræningjunum var boðið að fara burt af vellinum í Cessna flugvél, en þeir þáðu það ekki eins og fyrr segir. í síðustu fréttastofufregnum segir að annar ræninginn hafi ■gefizt upp og gefið sig fram við yfirvöld en hinn sé ennþá í flug- vélinni og reynt sé að fá hann til að gefast upp án þess að slái I brýnu milli hans og yfirvalda. Rafmagnsbíllinn frá General Motors. Hann verður komin á göturnar eftir um fjögur ár. Rafmagnsbíll —sem kemst á 88 km hraða á klukkustund Generat ivtotors Dilaverksmiðj- urnar i Bandaríkjunum verða tilbúnar með rafmagnsbíl árið 1985. Verið er að vinna að smiði bílsins og miklu fé eytt 1 tilraunir. Varla munu liða meira en fjögur til sjö ár þar til þessi bíll verður kominn á götuna. Það er auðvitað olíuskorturinn sem veldur mestu um að reynt er að framleiða rafmagnsbila sem gætu komið í stað hinna sem knúnir eru bensíni. GM rafmagnsbíllinn mun verða um 800 kilö að þyngd og 3,8 metra langur. Hann mun komast upp í 88 kilómetra hraða á klukku- stund. Talið er að hann muni komast allt upp i 240 kílómetra á einni hleðslu. Rafhlaðan verður þannig úr garði gerð að hana er hægt að hlaða heima hjá sér. Er hún tekin úr og hlaðin yfir nóttina. Rafmagnsbíll GM verður tveggja manna og er tilvalinn sem annar bill í fjölskyldunni en það er mjög algengt að fjölskyldur í Bandarikjunum eigi tvo bíla. Talið er að um 1980 muni raf- magnsbillinn verða næstum alls staðar annar bill á hverju heimili sem á annað borð hefur tvo bíla til afnota. Það er aðeins eitt vandamál sem erfitt virðist vera að leysa e.i það er hversu rafgeymarnir eru þungir og fyrirferðarmiklir. Robert Lund varaforseti hjá GM segir að þessi vandi verði leystur fyrir árið 1985. Hann sagði einnig að með þvi að stefna að rafmagns- bíl á næstu árum hefði GM farið á fulla ferð inn í rafmagnsbilaöld- ína. GARÐAÚÐUN sfmí 15928 kl.6-8ákvöldin Bflaval Laugavegi 90-92 Símar 19168 og 19092 Svnum og seljum í dag og á inorgiin Cortina 1600 XL árg. '72, bíll í algjörutn sérflokki, Fíat 128 árg. '74, toppbíl og Iítið ekinn, Toyota Corolla árg. '72, sjaldan sézt jafn- giæsilegur vagn. Mazda 1000 4rg. '75, lítið ekinn, gullfallegur bill. Cortina 1300 árg. '71. Cortina 1300 árg. '70. VVV árg. '74 1303 gott verð, Volvo 144 árg. '72, lítið ekinn, Vustin Mini árg. '74. Bílar fyrir mánaðargreiðslur: Moskvitch sendiferðabíil árg. '70, Citroén .Vmi 8 árg. '71. Citroén Ami 8 station árg. '71. Chevrolet Nova árg. '71. Við scl.jum alla liila. Látið skrá liila strav. ()rugg lijónusta Ira nar iillti. Bílaval Laugavegi 90 —92, við hliðiua a St jurniihíni. sí mar 19092 og lílltiS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.