Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞKID.IUDAGUR 12. .IULÍ 1977. Loks sigur Fram — eftir 810 mímítur án sigurs! — Fram þokaði sér af mesta hættusvæði 1. deildar með sigri gegn Víking, 1-0 Fram þokacU sér af mesta hættusvæði er liðið vann dýrmæt- an sigur á Víking —og setti þar með verulegt strik í meistara- titilsvonir Víkings. Reykjavíkur- félögin mættust í Laugardal í gærkvöid — og Fram sigraði 1-0 — í ákaflega jöfnum ieik, sem gat farið á hvorn veginn sem var. Raunar átti hvorugt liðið ósigur skilið — en að því er ekki spurt. Kristinn Jörundsson skoraði eina inark leiksins í síðari hálfleik — Víkingar náðu ekki að nýta tækifæri sín og þvi bæði stigin til Frain. Stig, sem færir liðið að hlið FII — og gerir stöðu KR og Þórs enn erfiðari á botni 1. deildar. Já, sigur Frain var liðinu inikil- v.egur — hinn fyrsti i níu leikj- um. Hann var því leikmönnum kærkominn — og leikmenn Fram fögnuðu innilega. Víkingar voru hins vegar niðurlútir — annar ósigur Víkings á 1. deild Islands- mótsins i sumar var staðreynd. Víkingar náðu því ekki aó þoka sér að hlið Skagamanna — hafa tapað tveimur stigum meir en Skagamenn, þremur meir en Islandsmeistarar Vals. Það var mikil undiralda í leik Re.vkjavíkurrisanna i gærkvöld — ekki mörg tækif.eri og ljóst að það lið er yrði fyrra til að skora færi með bæði stigin. Leikmenn Fram börðust vel — Asgeir Elíás- son mjög góður á miðjunni, svo og barðist Gunnar Guðmundsson vel að vanda. Vörnin var þétt — Kristinn Atlason og Sigurbergur Sigsteinsson traustir, og góðir bakverðir voru Rafn Rafnsson og Agúst Guðmundsson. Traust vörn, svo og miðjan voru aðall Fram í gærkvöld. Víking skorti þann neista er hefur einkennt liðið í sumar, baráttuneista. Vörnin var ekki eins traust og áður— þar munaði mestu að þeir Helgi Helgason og Ragnar Gíslason gerðu óvenju- margar skyssur, Ragnar hreinlega ekki með á köflum og Helgi átti inargar sendingar á andstæðing- inn. Hins vegar unnu þeir Róbert Agnarsson og Magnús Þorvalds- son það upp með ágætum leik — og miðjan var traust með Gunnar Örn traustan. Hins vegar var sóknin höfuðverkur liðsins — þeir Hannes Lárusson og Theódór Magnússon náðu sér aldrei á strik gegn sterkum varnarmönnum Fram. Þar háði Víkingi að þeir Viðar Elíasson og Óskar Tómas- son hafa enn ekki getað hafið leik að nýju vegna meiðsla. Já, undiralda var þung — leikmenn Fram byrjuðu leikinn af meiri krafti en Víkingar komu smám saman inn i myndina og náðu betri tökurn á leiknum, náðu að pressa meir. Hins vegar voru tækifæri fá á báða bóga — Eiríkur Þorsteinsson átti fasta sendingu fyrir, sem Arni Stefáns- son hélt ekki. Knötturinn hrökk fyrir fætur Theódórs Magnús- sonar er kom á fullri ferð — Arni kastaði sér fyrir fætur hans en Theódór hitti ekki knöttinn nógu vel, fór fyrir hann. Þar fór bezta tækifæri Víkings i hálfleiknum. Þá átti Eiríkur Þorsteinsson fast bogaskot að marki Fram af 20 metra færi — en Arni var á rétt- um stað. Fram fékk og sín tækifæri — Diðrik Ólafsson bjargaði meistaralega skalla frá Gunnari Guðmundssyni af stuttu færi. Víkingar sóttu meir í byrjun síðari hálfleiks — og rétt eins og í fyrri hálfleik var þung undiralda. Kári Kaaber fekk ágætt tækifæri á 10. mínútu — en hann skallaði yfir af stuttu færi með aðeins Arna Stefánsson fyrir framan sig. En Fram náði forustu á 18. mínútu. — Víkingur hafði sótt mun meir — Fram fékk dæmda hornspyrnu frá vinstri. Pétur Ormslev sendi knöttinn að stöng- inni nær — þar gnæfði Kristinn Jörundsson yfir alla og skallaði í netið af stuttu færi. Laglega gert hjá Kristni en vörn Víkings var þarna illa á verði. Víkingar sóttu stíft það sem eftir var leiksins — Fram átti hættulegar skyndisóknir. Kári Kaaber fékk tvívegis nokkuð góð tækifæri — í bæði skiptin reis hann upp úr vörn Fram og skallaði að marki en hitti í hvorugt skiptið. Þá átti Jóhannes Bárðarson fast skot að marki á síðustu mínútu — en knötturinn fór naumlega framhjá. En.leikurinn var Fram — stigin voru Fram, dýrmæt stig í fali- baráttu 1. deildar. Leikmenn Fram náðu upp betri báráttu en oft áður í leikjum sínum í sumar, baráttu er í gærkvöld færði liðinu bæði stigin. Flautuglaður dómari leiksins var Magnús Pétursson — og línuverðir voru þeir Einar Hjart- arson og Þorvarður Björnsson. -h. halls. Staðan í 1. deild ísiandsmótsins er nu: Akranes 13 9 1 3 23-10 19 Víkingur 13 6 5 2 16-11 17 Valur 11 7 2 2 19-9 16 Keflavík 13 6 4 3 18-16 16 ÍBV 12 6 2 4 16-10 14 Breiðablik 12 5 2 5 16-16 12 FH 13 4 2 7 17-24 10 Fram 13 3 4 6 14-21 10 KR 13 2 2 9 17-24 6 Þór 13 2 2 9 14-29 6 Frábær tími hjá Walker — Nýsjálendingurinn og ólympíumethafinn í 1500 metra hlaupi, John Walker, náði beztum tima í míluhlaupi í ár er hann sigraði í Dyflini í gærkvöld - hljóp á 3:52.0 — sem jafnframt er fjórði bezti tími í mílunni frá upphafi. — Ég náði mér vel á strik og hefði getað slegið heimsmetið í 1500 metrunum, sagði Walker eftir hlaupið. Og hann hélt áfram — Heimsmetið mun falla innan mánaðar, já, ég mun setja heimsmet í 1500 metrunum innan mánaðar. Og hann bætti einnig íDyflini við að hann gæti einnig bætt eigið heimsmet í mílunni, en það er 3:49.4 sem hann setti í Svíþjóð. John Walker sýndi engin merki þeirra meiðsla er hafa háð honum undanfarið — hann hefur átt við meiðsli að stríða í vöðvum. V- Þjóðverjinn Hans Reibold hafði forustu framan af og gaf tóninn en þeir Eamon Coghlan og Wilson Waigwa ásamt Walker fylgdu fast á eftir. Þegar um þrjú hundruð metrar voru í mark tók Walker forustu og sigraði örugglega á 3:52.0. trinn Coghlan varð annar á 3:53.4 og Kenyabúinn Wilson Waigwa varð þriðji á 3:54.5. 3. DEILD - 3. DEILD - 3. DEILD - 3. DEILD - 3. DEILD - 3. DEILD - 3. DEILD Hrafnkell kemur áfram á ó- vart — tap KS á Siglufirði Það voru ekki margir leikir á dagskrá í 3. deild íslandsmótsins i knattspyrnu um iielgina. Þá fóru fram fimm leikir á Aust- fjörðum — og á Siglufirði kom ósigur heimamanna mjög á óvart. Töpuðu gegn liði Arroðans úr Eyjafirði. Þar með beið Siglufjörður sinn annan ósigur í E-riðli. Sigl- firðingar sóttu mun meir en Ar- roðinn á Siglufirði — og þegar á 10. mínútu fengu Siglfirðingar víti. En Jón Steingríinsson varði spyrnuna og á 40. mínútu náði Árroðinn forustu — Garðar Hallgrímsson skoraði. Siglfirðingar héldu uppteknum hætti — sóttu stíft en illa gekk að skapa marktækifæri. Stefán Hallgrímsson gerði siðan út um leikinn um miðjan síðari hálfleik er hann skoraði annað mark Ar- roðans —óvæntur sigur i höfn. -St.A. F-riðill Hrafnkell — Freysgoði heldur áfram að koma á óvart á Aust- fjörðum — vann enn einn góðan sigur, nú á Austra frá Eskifirði, 1- 0 á Breiðdalsvík. Þrátt fyrir sigur heimainanna sóttu leik- menn Austra mun meir í leiknum en vörn Hrafnkels var traust fyrir — og leikmenn Hrafnkels treystu á skyndisóknir. Or einni slíkri skoraði Hrafnkell — Sigurður Elísson skoraði eina mark leiks- ins. Huginn mætti Sindra á Seyðis- firði — Og sigraði Huginn 2- 1. Ölafur Sigurðsson og Pétur Böðvarsson skoruðu mörk heima- manna en Albert Guðmundsson svaraði fyrir Sindra. Sindri hélt síðan til Egilsstaða og lék við Hött, sem vann sinn f.vrsta sigur í sumar, 2-1. I jöfnum leik skoraði Jóhann Gisli Jóhannsson bæði mörk heimamanna — en Einar Ingólfsson svaraði fyrir Hött. Höttur hafði áður mætt Leikni frá Fáskrúðsfirði i Búðakauptúni. Leiknir sigraði 7-1 — 2-0 í leikhléi. Yfirburðir heimainanna voru miklir — og t."kifæri fjöl- mörg. Guðmundur Gunnþórsson og Eiríkur Stefánsson skoruðu 2 mörk, Stefán Garðarsson, Örn Aðalsteinsson og Jens B. Jensson skoruðu eitt mark hver en fyrir Hött svaraði Bergsteinn Metúsal- emsson. Einherji fékk Huginn i heimsókn á sunnudagskvöldið og sigraði Einherji stórt — 4-0. En Hrafnkell heldur góðri forustu í riðlinum — og hefur kortiið mjög á óvart fyrir austan. -S.G. A-riðill: Leiknir úr Breiðholti heldur sínu striki — sigraði V- Skaftfellinga örugglega 4-1 fvrir austan. Staðan i leikhléi var 4-1 og skoruðu leikmenn Leiknis fjögur fyrstu mörk leiksins. Þor- steinn Ögmundsson kom Leikni yfir, Asmundur Friðriksson skoraði síðan 2 mörk og Brynjólfur Gíslason tryggði öruggan sigur Leiknis er hefur örugga forustu í a-riðli. -HVH C-riðill: Einn leikur fór fram í riðlinum ' — Bolvíkingar töpuðu sinum fyrsta leik, gegn Létti úr Reykja-. ■ vík. Léttir misnotaði víti í fyrri hálfleik en í leikhléi var 0-0. Jörundur Þórðarsor. og Sigurður Jónsson skoruðmnörk Léttis. -St. H 0-riðill: Eins og við skýrðum frá i gær hefur Tindastóll örugga forustu í D-riðli eftir sigur gegn Stranda- mönnum. Tindastóll hefur 9 stig úr 5 leikjum — Víkingar frá Ólafsvík hafa hlotið 5 stig úr 3 leikjum. fl Þegar fjölskyld fargjöld, þá borgai aðeins hálft. & Þannig eru fjö] allt árið til allra N Fullt fargjald : hálft fyrir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.