Dagblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 7
7 KOSTUDACUK 5..AUUST 1977 Hollywood: Vélmenni óðu steypu 1 fyrsta sinn í sögu Hollywood eru það fræg vél- menni sem fá þann heiður að þrýsta fótum sínum og höndum i vota steypu eins og frægustu leikarar heimsins hafa gert undanfarin ár. Þessi tvö vélmenni eru aðal- leikararnir í nýrri kvikmynd, sem hefur fengið frábæra dóma Mikil ös hcfur verið við þau kvikmyndahús sem sýna „Star Wars“. Færri hafa komizt að en viidu. í Bandaríkjunum undanfarið. Vélmennin heita r2-d2 og c3po í myndinni. David Prowse, sem einnig hefur hlutverk í mynd- inni, setti spor sín einnig í steypuna. Athöfnin átti sér stað fyrir utan kínverska leikhús Graum- ans og um eitt þúsund manns voru viðstödd atburðinn. Vél- mennin eru leikin af Anthony Daniels og Ken Baker en þeir munu ekki hafa verið í gervi vélmennanna, þegar þau óðu um í steypunni í Hoilywood. Sýrlandsforseti: Neif við til- lögum Vance Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna Cyrus Vance er nú á ferða- lagi um Mið-Austurlönd. Hann átti viðræður við forseta Sýrlands Hafez Al-Assad um lausn deil- unnar en hann tók ekki eins vel undir tillögur utanríkisráðherr- ans eins og t.d. Sadat Egypta- landsforseti gerði. Assad var alls ekki samþykkur því að nefnd yrði sett á stofn, sem skipuð væri utan- ríkisráðherrum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs en hún átti að búa aðila undir ráðstefnuna í Genf. ísraelsmenn höfðu tekið vel undir tillögu Vance en það er einkum vegna þess að hún felur í sér að PLO samtökin yrðu úti- lokuð af Genfarráðstefnunni ef tillagan næði fram aðganga. Yasser Arafat leiðtogi PLO, frelsissamtaka Palestínu-Araba, hélt á fund Sadats í gær. Þeir munu hafa rætt um tillögur þær sem Vance utanríkisráðherra hafði fram að færa til lausnar deilunni. Talsmaður PLO sagði að Arafat væri ánægður með afstöðu Egypta, þrátt fyrir að það úti- lokaði PLO en tillagan hefði verið studd af Sadat einungis til þess að koma f veg fyrir að heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans færi út um þúfur. Grænlendingar: OLÍAN OKKAR Þegar það spurðist að Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur ætlaði að fara og heimsækja Grænlendinga varð hann fyrir mikilli gagnrýni heima fyrir. Það var vegna þess að það átti að ræða um þau vandamál sem steðjuðu að dönsku efnahagslífi á þeim tíma sem hann valdi til Græn- landsfararinnar. En ekki tók betra við þegar hann kom til Grænlands. Grænlendingar tóku á móti Anker Jörgensen með mót- mælaspjöld í höndum og vilja mótmæla því hvernig Danir taka á olíumálum þeirra. Þeir hafa margsinnis lýst því yfir að þeir vilji fá allan rétt yfir olí- unni en Danir vilja ekki heyra á annað minnzt en að þeir fái sneið af kökunni. Þegar forsætisráðherrann kom til Holsteinsborgar tóku m.a. á móti honum Jörgen Peder Hansen, Grænlandsmála- ráðherra, Lars Chemnitz, for- maður landsstjórnar, og hópur mótmælenda. Anker Jörgensen hefur sagt að hann ætli að reyna að kynnast sjónarmiðum Grænlendinga á sem flestum sviðum í ferð sinni, en hún tekur tvær vikur. Hl pn Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana er nú í heimsókn á Grænlandi. Þegar hann kom þangað tóku Grænlendingar á móti honum með mótmælaspjöldum. Leniná hafsbotni —en hefur verið fiskaður upp Brátt verður sýnd kvikmynd um Lenin í danska sjónvarpinu. Er hún frá árinu 1919. Kvik- myndin fannst fyrir ári á botni Norðursjávar og hefur nú verið unnin upp af danska sjónvarpinu. í myndinni má sjá Lenin ásamt konu sinni á heimili þeirra. Fyrir um það bil ári kom ein- hver hlutur i net hjá fiskimanni i Norðursjó. Kom í ljós, þegar at- hugað var, að þetta var mjög verð- mætur hlutur, gömul kvikmynd um Lenin. Sjónvarpið dansl.a hefur nú unnið að því að lagfæra kvikmyndina síðastliðið ár og mun nú sýna kvikmyndina bráðlega. Swnarieyfí í undirdjúpum — Kafbátursem lúxushótel íRauðahafinu Það gæti verið að það yrði móðins að fara í sumarleyfi í undirdjúpin með kafbát, eftir svona tvö-þrjú ár. Nú er verið að hanna kafbát, sem verður fljótandi, eða sökkvandi, lúxushótel og hann verður í Rauðahafinu eftir þvi sem franskur kaupsýslumaður, sem stendur í þessu brasKÍ, sagði. Kafbáturinn hefur 120 lúxusherbergi og 48 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir gesti. Einnig er skemmtilegt pláss fyrir far- þegana á dekkinu og er það ætlað til afnota þegar báturinn er ekki í kafi, eins og gefur að skilja. Þetta verður nokkurs konar sólarströnd, þegar báturinn er ofansjávar. Þeir sem ætla að reka þetta hótel, segjast hafa valið Rauða- hafið vegna þess hversu lítill öldugangur er í því. Einnig siigðu mennirnir að hafið væri tiltöiulega hreint. Þeir sögðu einnig að þetta væri ófram- kvæmanlegt í Miðjarðarhafinu, vegna þess hversu mengað það er. ALLT- NEMA TEPPIÐ FUÚGANDI I teppadeild JL-hússins finnið þér mesta teppaúrval á landinu - hverskonar teppi í öllum veröflokkum. Verðkr. 1.220.-tilkr. 17.000.-m í leióinni getiö þér litiö inn i stærstu húsgagnaverslun Og þaö kostar ekkert að skoöa. Jón Loftsson hf. A A m J i_______________ l: Lj i! LJ í----------------: LJ i________________________________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.