Dagblaðið - 05.08.1977, Side 8

Dagblaðið - 05.08.1977, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977. SKRAUTLEGUR FERILL LUGMEIERS Þýzki glæpamaðurinn Ludwig Lugmeier er allvel þekktur fyrir afbrot sín i heimalandi sínu, V- Þýzkalandi. Það fyrsta sem gerir það að verkum að hann kemst á lista yfir stórglæpamenn, er þegar hann rænir peningaflutn- ingabifreið peningaflutninga- fyrirtækisins Armour Car. Var bifreiðin að sækja peninga í stór- markaðinn Hurler í Miinchen. Þetta var þann 21. desember 1972, mitt í allri jólaösinni. Pen- ingaflutningafyrirtækið Armour Car hætti skömmu síðar starfsemi og voru eignir þess yfirteknar af alþjóðlega peningaflutningafyrir- tækinu Purulator. Að ráni þessu stóð auk Lugmei- ers félagi hans, Gerhard Linden að nafni. Mun verkaskiptingin milli þeirra hafa verið sú að Linden skipulagði þjófnaðinn en Lugmeier var fyrst og fremst sá er annaðist framkvæmdirnar. Dresdner bankinn fyrir barðinu Næst komst Lugmeier á for- síður v-þýzkra dagblaða þegar hann, enn ásamt Linden félaga sínum, réðst á peningaflutninga- bifreið Dresdner bankans 1 Frankfurt. Var þetta tæpu ári eftir að þeir höfðu ráðizt á pen- ingaflutningabifreiðina í Míinchen, eða þann 29. október 1973. Upp úr því ráni höfðu þeir hvorki meira né minna en tvær milljónir marka (rúmar 170 millj- ónir íslenzkra króna), var þetta rán fyrsta milljónaránið frá því á dögum óðaverðbólgunnar þar eftir fyrra stríð. Komust þeir Lug- meier og Linden líka undan í þetta skiptið og gengu lausir allt fram í maímánuð 1974 er fréttist af þeim í Mexikó. Var það er unnusta Lugmeiers sem flúið hafði með þeim til Mexíkó hóf að senda þaðan póstkort. Leiddi þetta til handtöku þeirra félaga 1 Mexíkó skömmu seinna. Flóttinn úr réttarsalnum Er heim til Þýzkalands kom drógust réttarhöldin í máli þeirra nokkuð á langinn og því var það þann 4. febrúar 1976 að Lugmeier náði að rffa sig lausan frá fanga- vörðunum sem leiddu hann til réttarhaldsins og stökkva út um glugga í réttarsalnum 6—7 metra niður á gangstéttina. Hljóp hann þaðan í burtu inn I vöruhús nokk- urt er hafði húsgögn að geyma og svaf hann þar síðan um nóttina í hjónarúmi sem þar var. Á meðan var Frankfurt öll á öðrum endan- um í æðisgenginni leit lögregl- unnar að Lugmeier. Er sfðan ókunnugt um ferðir hans, unz Þegar Lugmeier flúði úr dómhúsinu var kallað út fjöimennt iögregiu- lið sem dreifði sér um alla Frankfurt í leit að bófanum. Starfskraftur óskast til innheimtustarfa Uppl.ísíma 27022. Biðjiö um númer 12 .i.BUDtt AKRANES Sími umboðsmanns Dagblaösins er 2261. Svarað er milli kl. 3,30 og 5,00 MMBIADIB Umboðsmaður íHafnarfirði Kolbrún Skarphéðinsdóttir, Lækjargötu 4 Hafnarfirði, leysirafíþessum mánuði sem umboðsmaður Dagblaðsins í Hafnarfirði. Hdn svarar ísíma 27022 kl. 17-19 ádaginn HMEBIABtt Myndin er tekin i réttarsalnum í Frankfurt skömmu fyrir flótta Lugmeiers, sem sést lengst til hægri á myndinni. Lengst tii vinstri er Gerhard Linden félagi hans og á milli þelrra standa lögmenn. Glugginn í dómshúsinu i Frank- furt þar sem Lugmeier stökk niður og komst undan. Sá er stendur vinstra megin f gluggan- um heitir Egon Geiss, lögmaður Lugmeiers, vel þekktur í V- Þýzkalandi. marka (tæpir tveir milfjarðar ís- lenzkra króna) og hefur ekkert til mannræningjanna spurzt né lausnargjaldsins. Nú er álitið að hugsanlega hafi Lugmeier staðið á bak við mann- ránið, að einhverju leyti, séð um að útvega vopnin o.þ.h. Ránið á Oetker hefur verið eitt umtalaðasta glæpamál í V- Þýzkalandi allt frá því það var framið, enda lausnargjalaið sem greitt var fyrir drenginn ekki nein smáupphæð. Héðan til Þýzkalands Lugmeier nefur allt frá þvf hann var handtekinn fyrir viku, verið í stöðugum yfirheyrslum hjá lögreglunni. Verður honum væntanlega vfsað úr landi nú um helgina og stefnt að þvi að hann geti flogið beint til Frankfurt ásamt Hans Dieter Ortlauf rann- sóknarlögreglumanni frá Frank- furt. Lugmeier á yfir höfði sér a.m.k. 13 ára fangelsi fyrir árásirnar á peningaflutningabifreiðarnar og sjálfsagt enn lengri dóm ef sann- ast á hann hlutdeild í mannrán- inu í Miinchen. - BH Rudi Manz, fangavörðuriun nýbyrjaði sem tók tvo gísla og krafðist þess að Gerhard Linden yrði látinn laus. hann var skyndilega uppgötvaður hér á Islandi. Fangavörður tekur gísla Gerhard Linden samstarfs- maður Lugmeiers hlaut aftur á móti sinn dóm, 13 ára fangelsi. Þremur vikum eftir flótta Lug- meiers úr dómhúsinu f Frankfurt gerði fangavörður nokkur, Rudi Manz að nafni, sér lítið fyrir og tók tvo samfangaverði sína sem gísla. Krafðist hann sfðan þess að Linden yrði sleppt lausum. Var um það þrefað í nokkra daga unz gíslunum tókst að yfirbuga Manz. Var hann nýlega orðinn fanga- vörður er hann tók gíslana. Við yfirheyrslur yfir honum kom síðan í ljós að maður þessi, Rudi Manz, var ruglaður og gerði sér háar hugmyndir um glæpaverk. Mannrón í Miinchen I fyrrahaust, haustið 1976, var rænt f Múnchen syni auðmanns nokkurs þar sem hann var við nám í tækniháskólanum f Munchen rétt utan við borgina í Weihenstephan. Sonur auð- mannsins var 25 ára að aldri, sonur Oetkers verksmiðjueig- enda, sem framleiðir alls kyns þurrkaðan mat, svo sem búðinga o.þ.h. Var greitt í lausnarfé fyrir auðmannssoninn 21 milljón Herbergið þar sem Rudi Manz hélt tveimur fangavörðum i gislingu, unz öðrum þeirra tókst að berja hann f höfuðið með flösku. (Myndir: Ernst Dankert)

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.